Tíminn - 12.11.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.11.1983, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1983 7 ■ Shirley Bassey tekur ofan derhúfuna og segir: Hæ, hó! GMNOG GAMAN Á FIUGVEHINUM ■ Shirley Bassey hin hressa söngkona var nýlega á ferðinni á Heathrow flugvellinum í London, þegar hún sá hvar Ijósmyndari miðaði á hana myndavélinni. „Hæ, hó, eigum við að gera sprell“, sagði Shirley og tók dansspor. Farþegarnir í kring um hana klöpp- uðu saman lófum og hrópuðu „bravó, bravó“, því það er sjaldan sem nokkuð grín og gaman skeður á flugvelli, þar sem allir eru að flýta sér. „-Ég byrjaði að tefla á fullu 13 ára, tvisvar til þrisvar í viku á æfingum hjá Taflfélaginu". Að- spurður sagðist Þröstur tvisvar hafa orðið Skólaskákmeistari Reykjavíkur og einu sinni Skóla- skákrrieistari íslands. Skólaskák- meistari Norðurlanda hefði hann orðið í 12-13 ára aldursflokki 1982 í Noregi. Þröstur er núna í 8. bekk í Hvassaleitisskólanum. Ég spyr Þröst um önnur áhuga- mál en skákina. „Það fer nú ekki mikið fyrir þeim, en ég æfi þó handbolta á veturna með Víking og var þar einnig í fótbolta í sumar. “Ég spyr hann um framtíðaráform á menntabrautinni? „Ætla -í menntaskóla“, segir þessi ungi viðfelldni piltur," en ég veit ekki hvað síðan tekur við. Hef ekki gert upp hug minn varðandi framhaldsnám". Ég spyr hvort hann gæti hugsað sér að leggja skákina fyrir sig? „Já því ekki það“. Það er ekki sanngjarnt að spyrja 14 ára unglingaskákmeist- ara að því hvort hann dreymi um það að verða stórmeistari í skák. Auðvitað dreymir alla efnilega skákmenn um það. Þannig að ég spyr hann í staðinn hver verði næsti stórmeistari okkar og Þröstur vill ekki gera upp á milli þeirra Jóns L., Margeirs, og Helga. Telurþá eigajafnamögu- leika. Þá spyr ég hann hvort hann sé ekld slakur á tauginni í hita leiksins. Ekki vill hann viðurkenna það og ég trúi honum þar sem hann situr rólegur á móti mér (enda reykir hann hvorki né drekkur). Ég spyr hann um unglingaæfing- ar Taflfélagsins? „Já, það eru sérstakar unglingaæfingar á laug- ardögum kl 2 að Grensásvegi 44. Þangað eru allir unglingar sem kunna mannganginn velkomnir, sama hvað þeir eru ungir. Það mæta svona 50-60 unglingar að jafnaði." Við þökkum þessum efnilega pilti fyrir spjallið. Pabbinn sem tapaði skák og eignaðist skák- mann er Þórhallur Sveinsson, húsasmiður. Móðir hans er Eygló Stefánsdóttir, þau búa að Melgerði 10 hér í borg. Að sigurlaunum fær Þröstur væntan- lega ferð á unglingamót annað- hvort í Noregi eða Svíþjóð, sennilega um áramótin. - BK HERSHÖFÐINGJASTJÓRN IN sem farið hefur með völd í Tyrklandi, síðan hún hrifsaði völdin 1980, taldi sig hafa búið þannig um hnútana, að þing- kosningarnar sem hún hafði efnt til síðastliðinn sunnudag, yrðu pólitískur ávinningur fyrir hana bæði heima fyrir og út á við. Hún áleit sig hafa búið þannig um hnútana, að hún átti ekki að eiga neitt á hættu. Hún hafði komið því þannig fyrir, að öllum fyrrverandi for- ustumönnum um stjórnmála- flokka var bannað að vera í framboði eða taka þátt í kosningabaráttunni. Allir flokkar, sem höfðu verið starf- andi, þegar hershöfðingjarnir tóku völdin, höfðu einnig verið bannaðir. Nýir flokkar gátu því aðeins komið til sögu, að þeir hlytu samþykki og staðfestingu stjórn- arinnar. Fimmtán flokkar voru stofnaðir, en aðeins þrír flokkar voru leyfðir. Tólf flokkum var hafnað og var synjunin byggð á formgöllum í sambandi við stofnun þeirra. Þeir þrír flokkar, sem voru leyfðir, lýstu allir fylgi við þjóð- aröryggisráðið, sem á að hafa eftirlit með ríkisstjórninni og geta gripið í taumana undir for- ustu Evrens forseta, ef nauðsyn þykir bera til. Allir flokkarnir höfðu mjög svipaðar stefnuskrár, þótt reynt væri að flokka einn þeirra hægri flokk, annan vinstri flokk og þann þriðja miðjuflokk. Hægriflokkurinn, sem nefndi sig Þjóðlega lýðræðisflokkinn, var undir forustu Turgut Sunalp hershöfðingja, en vinstri flokk- ■ Turgut Ozal Kosningarnar í Tyrklandi voru að mestu sjónarspil ■ Kenan Evren urinn, sem netndi sig tlokk alþýðudemókrata, undir forustu Necdet Calp, sem var embætti- smaður í ríkiskerfinu. Það gilti um þá báða, að þeir máttu heita gersamlega óþekktir áður en flokkar þeirra komu til sögunnar. Það gerðist á einum kosningafundi hjá Calp, að fund- armenn héldu, að hann væri Sunalp. Galp varð því að hrópa: Ég heiti Galp, en ekki Sunalp og ég er ekki hershöfðingi. Ef til vill hefir þessi áróður valdið verulegu um það, að flokkur Galps fékk mun fleiri atkvæði en flokkur Sunalps. Miðflokkurinn, sem nefndi sig Föðurlandsflokkinn, var hins • vegar undir forustu alþekkts manns, Turguts Ozal. Ozal, sem er 53 ára, hafði, gegnt veigamiklum embættum í stjórnartíð Suleymans Demyr- els, sem var forsætisráðherra, þegar herinn gerði byltinguna 1980. Hann varð fjármálaráð- herra og varaforsætisráðherra í ríkisstjórn hershöfðingjanna þangað til sumarið 1982, er hann baðst lausnar. Hann þykir eiga mikinn þátt í því, að tekist hefur að færa verðbólguna niður og treysta fjárhag ríkisins. ALLT HEFÐI þetta átt að ganga eins og í sögu hjá hershöfðingj- .unurn, ef Kenan Evren hefði ekki reynzt svo óklókur að lýsa yfir fylgi við einn flokkinn, flokk Sunalps. Eftir það bar flestum saman um, að hann myndi fá minnst fylgi. Úrslitin urðu líka á þann veg, að hann bar minnst úr býtum. Hann fékk ekki nema 23.6% atkvæða og 70 þingmenn kjörna. Flokkur Calps varð hlutskarp- ari. Hann fékk 30.4% atkvæða og 116 þingmenn. Hlutskarpastur varð flokkur Ozals. Hann fékk nær 45% at- kvæða og 212 þingmenn. Enn er ósýnt um hver flokk- anna fær tvö þingsæti, sem hér eru ótalin, en það verður ekki ráðið fyrren eftir endurtalningu. Það skiptir ekki máli, hvar þau lenda. Meirihluti Föður- landsflokksins er ráðinn, þar sem hann hefur fengið 212 af 400 þingsætum alls. Kenan Evren forseti hefur lýst yfir því, að hann uni úrslitunum vel og mun fela Ozal stjórnar- myndun samkvæmt þeim. Búizt er við, að Ozal ljúki henni innan fárra daga. Þótt Evren viðurkenni hæfi- leika Ozals sem fjármálamanns og þeim beri ekki margt á milli skoðanalega, mun hann hafa síður kosið að fá hann sem forsætisráðherra en Sunalp eða Calp. Astæðan er sú, að Ozal er talinn ráðríkari en þeir Calp og Sunalp og hann mundi því frekar standa uppi í hárinu á hershöfð- ingjunum en þeir hefðu verið líklegir til. Blöðin gátu lítið skipt sér af kosningabaráttunni, þar sem þau eru undir ströngu eftirliti. Þó máttu flokkarnir birta auglýsing- ar í þeim. í því sambandi þótti koma í ljós, að flokkur Ozals væri fjársterkastur. Flokkunum voru bannaðar auglýsingar í útvarpi og sjón- varpi, og einnig að hengja upp veggspjöld. Föðurlandsflokkur- inn bætti sér þetta upp, með því að dreifa video-snældum. Þannig komst hann inn á heimilin með áróður sinn. Sennilegt þykir, að þetta hafi gefizt honum vel. YFIRLEITT er litið á aðdrag- anda kosninganna og fram- kvæmd þeirra sem hreina sýnd- armennsku af hálfu hershöfð- ingjanna. Hvort tveggja var þetta með þeim hætti að útilokað er að telja, að hér hafi farið fram frjálsar kosningar. Það hefur hins vegar dregið nokkuð úr þessari gagnrýni, að hin óklóka stuðningsyfirlýsing Evrens við einn flokk, gaf kjós- endum tækifæri til að láta í ljós afstöðu sína til hershöfðingj- anna. Þess vegna urðu kosning- árnar mikill ósigur fyrir þá. Af hálfu hershöfðingjanna var látið í það skína, að þéir hefðu sniðið kosningunum eins þröng- an stakk og raun ber vitni, sökum þess, að Tyrkir hefðu ekki nægan stjórnmálaþroska til að geta búið við stjórnkerfi frjálsra kosninga. Að þessu sinni yrði ekki komizt lengra en að stíga spor í áttina. Þórarinn o Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.