Tíminn - 12.11.1983, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.11.1983, Blaðsíða 11
Toppslagur og botnslagur - í körfunni um helgina ■ Um helgina eru tveir allmerkilegir leikir í úrvalsdeild íslandsmótsins í körfuknattleik, Annars vegar mætast botnlið deildarinnar, og hins vegar toppliðin. Valsmenn keppa við Njarðvíkinga á toppnum, og Haukar fá IR-inga í heimsókn. Leikur Vals og Njarðvíkur er á morgun klukkan 14.00 í íþróttahúsi Seljaskóla. Vals- menn eiga þar harma að hefna, því Njarðvík- ingar sigruðu þá í fyrsta leik liðanna í Njarðvík á dögunum í miklum baráttuleik. Valur og Njarðvík eru nú efst og jöfn í úrvalsdeildinni, og því líklegt að barist verði til þrautar. ÍR-ingar fara í Hafnarfjörð og eiga þar við Hauka. Haukar sigruðu í fyrri viðureign lið- anna, en í síðasta leik sínum unnu ÍR-ingar sér það til frægðar að sigra topplið Njarðvíkinga, um leið og þeir kræktu í sinn fyrsta sigur. Allt útlit er því fyrir hörkuviðureign. Leikurinn er í dag klukkan 14.00 í Hafnarfirði. í fyrstu deild karla eru tveir leikir í dag og á morgun, Laugdælir keppa við Pór frá Akureyri á Selfossi í dag klukkan 15.00, og á morgun keppa Framarar við Þór í Hagaskóla klukkan 14.00. { fyrstu deild kvenna keppa Snæfell og ÍS í dag í Borgarnesi kl. 15.30, og á morgun eru tveir leikir, báðir klukkan 15.30. KR og Njarðvtk í Hagaskóla, og ÍR og Haukar í Seljaskóla. í annarri deild karla keppa í dag Snæfell og Breiðablik í Borgarnesi klukkan 17.00, og ÍA og Tindastóll á Akranesi klukkan 14.00. -SÖE rvemenaur lprottakennaraskola lslands Reykjavíkur um hádegisbilið í gær, þá að varpa kúlu alla leið frá Laugarvatni. var framið til styrktar þeim íslensk- ttamönnum sem fara munu á Ólympíu- á næsta ári. Ferðin tók í heild tæpan en langferðabíl fylgdi unga fólkinu leið. Engin þreytumerki var að sjá á sem tóku sig til og skokk- þeir sem ekki vörpuðu, í gegnum til Laugardalsvallar, þar semkúlu É-SÖE Tímantynd Rdbert Þórssigur í Eyjum ■ Frá Sigfúsi G Guðmundssyni í Vest* mannaeyjum: Þórsarar sigruðu Gróttu naumlega í annarri deOdinni í handbolta í gærkvöld 21-20, í spennandi leik. Staðan var 10-8 Gróttu í hag í hálfleik, en í síðari hálfleik tókst Þór að gera út um leikinn. Gylfi Birgisson og Sigmar Þröstur markvörður voru bestu menn Þórs í leiknum, en Þorbergur Aðalsteinsson var tekinn úr umferð. Gylfi skoraði 9 mörk, Þorbergur 5, Þór Valtýsson 3, og Herbert, Sigbjöm Óskar og Ragnar 1 Fyrsti sigur Skagastúlkna ■ Skagastúlkumar unnu sinn fyrsta sigur í ár í fyrstu deild kvenna í handknattleik í gærkvöld, er þær sigruðu KR verðskuldað á Akranesi 15-14. Staðan í hálfleik var 8-4 í A í hag. Laufey var atkvæðamest Skaga- stúlknanna skoraði 5 mörk, Ragn- heiður Jónas sömuleiðis knatt- spyrnukona 4, Hrefna 2, Ágústa 2 og Karitas 2. Hjördis skoraði mest KR- stúlknanna, 4 mörk, Sigurbjörg 3, Jóhanna 2, Valdís 2 og Kristbjörg 1. -SÖE hver. Sigmar Þröstur varði 15 skot, þar af eitt víti. Sverrir Sverrisson var atkvæða- mestur Gróttumanna, skoraði 7 mörk, 2 úr vítum. Svavar Magnússon skoraði 4, Gunnar Lúðvíks 3(1), Jóhannes Benja- mínsson 3, Kristján Guðlaugsson 3 og Gunnar Halldórsson markvörður varði 13 skot. ■ Margt bendir nú til að Óli Þór Magnússon, framherji Keflvíkinga og íslenska landsliðsins í knattspymu muni skipta um félag fyrir vorið, og fara til Þórs á Akureyri. Þegar Óli Þór var spurður um þetta, sagðist hann ætla að hugsa málið yfir helgina. Þór á Akureyri gerði Óla Þór tilboð fyrir nokkru um að koma norður og taka stöðu Helga Bentssonar. Óli hefur ekki enn svarað tilboði Akureyringanna, en margt bendir til að Óli slái til. Óli Þór sagði í samtali við Tímann, að hann hefði ekki ákveðið sig, en sig langaði ■ Óli Þór Magnússon á leið til Akureyrar? óneitanlega að breyta aðeins fil. Það er ljóst að ef Óli Þór fer norður, verður það mikil blóðtaka fyrir Keflavík- urliðið. Óli hefur verið einn burðarása liðs ÍBK um nokkurt skeið, og að auki staðið sig með prýði með 21 árs landslið- inu. Talið er að Akureyringar muni þurfa að geta boðið Óla gott starf, þvt' hann er í vellaunuðu starfi fyrir í Keflavík. Margt bendir þó til að Óli fari norður, því hann mun eiga unnustu nyrðra, svo fleira spilar inn í en fótboltinn. -Tóp/SÖE SGG -SOE Fer Óli Þór til ISHIDfl ________vogir, fyrir verksmiðjur, frystihús, sláturhús, kjötvinnslustöðvar, vöruafgreiðslur o.fl. MEÐ EÐA ÁN PRENTARA Vatnsvarðar Miða- prentari DAP-20 Vogarpallar afýmsum gerðum Strimil- prentari Skýrirstafir í Ijósaboröi. Þægilegt takkaborð. Auðvelt að þrífa. * Vogarþol. 5 stærðir: 6 kg, 30 kg, 150 kg og 300 kg. * Vogargerð. 4 gerðir: Fyrir raf- hlöður, með verðútreikningi, check- vigtun, eingöngu vigtun. Barðvogir, gólfvogireða vogirsem passa inn í færibönd. PLASTPOKAR O 82655 PLASTPOKAR O 82655 ÓSTAÐFESTAR PANTANIR OSKAST STAÐFESTAR STRAX „VIÐ MÆTUM 0HRÆDDIR - STAÐ- RAÐNIR í AD SIGRA” — Segir Jóhannes Stefánsson, sem leikur með KR í dag gegn HC Berchem ■ „Við mætum óhræddir til leiks, staðráðnir í að sigra HC Berchem. Við erum ákveðnir í að komast í átta liða úrslitin", sagði Jóhannes Stefánsson, línumaðurinn eitilharði í KR-liðinu í samtali við Tímann í gær. „Það verður ekkert gefið eftir. - Við höfum verið að skoða þessa kalla á vídeóspólum og það er ekkert leyndarmál, að þetta virðist ekki ætla að verða létt,“ sagði Jóhannes. „Menn mega ekki taka þetta lið eins og hvert annað Lúxemborgarlið, eins og þau hafa komið fram undanfarin ár. Framfarirnar í Luxemborgarlið, eins og þau hafa komið fram undanfarin ár. Framfarirnar í Luxemborg virðast ver alveg ótrúlegar. Mér sýnist þessir menn vera meira en hættulegir. Lúxemborgar- ar kunnu ekki að spila handbolta fyrir 6-7 árum, þegar við tókum „Red boys“ þaðan til dæmis. En þetta er bara allt annað. Þarna eru þrír Pólverjar sem virðast bera þetta uppi. Einn þeirra er örvhentur, spilar fyrir utan og virðist vera dálítið þungur. En hann er mikil skytta og gefur grimmt á línuna. Svo er þjálfarinn stjórnandi miðjumaður. Bogdan segir okkur að hann sé mjög góður, og hann vann fyrir þá seinni leikinn gegn Hollendingunum. Mark- vörðurinn er pólskur líka og er mjög sterkur, að sögn Bogdans. - Það er engin spurning að það þarf átak til að vinna þá og þetta verður að mínu áliti mjög erfitt," sagði Jóhannes. Jóhannes sagði að spurningin væri sú, hvort hinir ungu og efnilegu útispilarai KR mundu halda út. „Sóknarleikurinn hefur ekki tekist sem skyldi hjá okkur í vetur. Til dæmis á móti FH og Víkingi, þá töpuðum við leikjum sem við í ráun vorum búnir að vinna, með óöguðu spili í lokin, allt of stuttum sóknum og því umlíku. Á meðan við höldum okkur frá því, eigum við að vinna þetta. Ef sóknarleikurinn gengur upp, ætti þetta að ganga. Ég er ekki hræddur við varnarleikinn, við höfum mjög góða vörn. Og við stefnum óhræddir til sigurs", sagði Jóhannes Stefánsson að lokum. - SÖE ■ Jóhannes Stefánsson á fullri ferð á linunni. Hann þarf áreiðanlega að taka á eins og aðrir KR-ingar í dag gegn HC Berchem. Stórleikur í blakínu - Þróttur og ÍS mætast í dag ■ Stórleikur eru í blakinu í dag. Blakrisamir svonefndu, ÍS og Þróttur, hittast í dag i íþrótta- húsi Hagaskóla klukkan 14.00. Verður þar væntanlega um hörkuviðuretgn þeirra stóru að ræða eins og venjulega og má reikna með fimm hrinu leik. Strax á eftír keppa nýliðar i deildinni, Fram og HK. Þar ætti einnig að geta orðið hörku- viðureign, bæði liðin sterkari en þegar þau mættust síðast, en það var á síðasta ári. Framarar em eina liðið sem heftir sigrað Þrótt í vetur, náðu því í Reykjavikurmótinu, en HK kom sterkt til leiks gegn IS á dögunum og sigraði örugglega. I fyrstu deild kvenna keppa Völsungsstúlkur við Víking og er áætlað að lcikurinn hefjist klukkan 16.40 í íþróttahúsi Hagaskóla... -SÖE Handboltinn j um helgina: ■ Auk stórleiks KR og HC Berchem í / Evrópukeppni bikarhafa, sem fjallað er um annars staðar á síðunni, em tveir leikir í fyrstu deild karla í handknattleik um helgina. KA og Stjaman keppa á Akureyri í dag klukkan 14.00, og Þróttur og Haukar eigast við í Höllinni á morgun klukkan 14.00. í annarri deild karla er einnig helgi minni spámanna, ef frá er skilið toppuppgjör Fram og Breiðabliks á morgun í íþróttahúsinu við Skála- heiði. Leikur sá hefst klukkan 15.15. í dag keppa Fylkir og HK í íþróttahúsi Seljaskóla klukkan 15.15 og á morgun ÍR og Reynir á sama stað Idukkan 20.15. í dag keppa Fylkir og FH ■ 1. deild kvenna ■ handboltanum, klukkan 16.30 í Seljaskóla. Á morgun keppa ÍR og Valur í Seljaskóla klukkan 19.00. í þriðju deild karla keppa Ögri og Selfoss klukkan 14.00 í Seljaskóla í dag og Skallagrímur og Ármann á sama tíma í Borgamesi. -SÖE I ENN STEINIAGU KEFLVÍKINGAR — og nú 61-97 fyrir KR í Keflavík Frá Þórði Pálssyni í Keflavík: ■ I annað sinn á rúmri viku vora Keflvíkingar jarðaðir á eigin heima- velli í körfuboltanum, þegar KR kom til leiks hingað í úrvalsdeildinni. Ekki stóð steinn yfir steini í Keflavikurlið- inu, meðan KR-ingar léku á uis oddi í rústunum og skoraðu hverja körfuna af annarri, og hverja annarri glæsilegri. Úrslit urðu 97-61 KR í hag. Keflvíkingar byrjuðu leikinn vel, komust í 4-0 og 10-6. KR-ingar jöfn- uðu 14-14, og jafnt var þar til staðan var 20-20. Þá tóku KR-ingar flugið meðan Keflvíkingar blökuðu gagns- lausum vængjum. KR komst í 29-23, 37-27, og í hálfleik var staðan 43-35 KR í hag. í síðari hálfleik vonuðust dyggir stuðningsmenn Keflvíkinga eftir nýj- um krafti, en svo fór ekki. Að vísu héldu heimamenn í horfinu upp í 41-51, en þá fór í hönd einhver alléleg- asti kafli sem fyrir augu hefur borið hjá einu liði í körfuknattleik á Suður- nesjum. í heilar átta mínútur skoruðu ekki Keflvíkingar, en KR raðaði hverri körfunni á fætur annarri niður. Sama var úr hvaða færum Keflvíkingar skutu, ekkert fór ofaní, og liðið náði engu frákasti að heldur. Staðan var 41-75 KR í hag, þá höfðu KR-ingar skorað 24 stig í röð, þegar Óskari Nikulássyni tókst að koma niður einu vítaskoti af þremur við áköf fagnaðarlæti. Náðu svo Keflvíkingar rétt að klóra í bakkann, en KR-ingar héldu sínu striki, 89-48, 93-59 og loks 97-61. Enginn stóð upp úr Keflavíkurlið- inu, allir voru hörmulegir. Ekki bætti úr sú árátta þjálfarans Brad Miley, að skipta helst ekki inná varamönnum svo neinu nemi, og var Jón Kr. Gísla- son látinn leika stóran hluta leiksins á annarri löppinni, meiddur í hné. Þá var Guðjón Skúlason einnig meiddur, og var látinn leika í samræmi við það (skrýtið samræmi). Jón Sigurðsson, Geir Þorsteinsson og Páll Kolbeinsson voru frábærir í mjög góðu KR-liði, sem veiktist ekkert þó Kristján Rafnsson, sem hafði átt góðan leik, væri borinn útaf vegna krampa í fæti fljótlega í síðari hálfleik. -Tóp/SÖE Dala Yrja er afbrlgðl af danska Castello-ostlnum og hlnum franska Bresse Blue. Osturlnn er mildur meö hvítri mygluskán aö utan og bláýróttur aö Innan. Hann er mjög Ijúffengur djupsteiktur eöa grillaöur t.d. ofan á kjötsnelö auk þess sem hann er góöur sem forréttur eöa ábætlsréttur og á ostabakkann. Bragögæöi ostsins njóta sín best sé hann látlnn standa utan kælls 11—2 klst. fyrir neyslu. Lúövik Hermannsson er ostameistari Mjólkursamlagsins í Búöardal. Hann lauk námi I Danrnörku árlö 1977 og hefur starfaö að iön slnni slöan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.