Tíminn - 22.11.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.11.1983, Blaðsíða 6
6______________ í spegli tlmans ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983 ■ Morgan fæst nú við lilutverk meyjarinnar Marion í nýstárlegri útgáfu af Hróa hetti og félögum hans. „HQMSKULEGT AD DÆMA FÓLK EFHR ÚTUT1NU“ — segir Morgan Farchild ■ „Það er leiðinlegt að segja frá því, en flestir standa í þeirri meiningu, að ég sé bara ómerkileg Ijóska með ekkert annað í höfðinu en illkvittni og metnað. Fólk heldur að ég kunni ekkert annað að gera en að halda mér til. En það er ekki nóg að vera lagleg til að vinna fyrir sér. Það verður eitthvað fleira að koma tfl.“ Þetta segir leikkonan fagra Morgan Fairchild. Satt er það, að til þessa hefur hún fá tækifæri haft til að sýna á sér aðra hlið en þá illkvittnu, metnaðarfullu og fögru. Það hefur hún óspart fengið að gera í sjónvarpsþátt- um, sem báru nafnið Flamingo Road og voru einhvers konar tilraun til að komast í hálfkvisti við Dalias. En hún sagði sldlið við þá fyrir tveim árum og af- þakkaði pent tilboð um að taka að sér hlutverk ástmeyjar Bobb- ys Ewing ■ Dallas í kjölfarið. Hún segist ekki kæra sig um að festast í ákveðinni tegund hlut- verka og eiga kannski ekki þaðan afturkvæmt. Um þessar mundir er hún að fást við allt aðra tegund kven- gerðar en hún hefur hingað til verið bendluð við. Hún fer með hlutverk Marion í kvikmynd, sem verið er að gera um Hróa hött og félaga hans. George Segal fer með hlutverk Hróa og segir það e.t.v. nokkuð um hverrar gerðar þessi útgáfa af Hróa hetti er. En þar fær Morg- an að sýna á sér fleiri hUðar en hún hefur hingað til gert. - Mig langar til að sýna, hvað í mér býr, segir hún. Og það má búst við, að aðdáendur hennar eigi eftir að verða hissa, ef hún fær tækifæri til að upplýsa að með henni leynast fleiri tegundir hæfileika en til þarf til að bera bikini með reisn. Morgan hefur nefnilega látið það uppskátt, að hennar aðal- áhugamál tengist í rauninni ým- issi fræðimennsku. T.d. hefur hún ódrepandi áhuga á mann- ■ Hingað til hefur útlit Morgans Fairchild verið aðgöngumiði hennar að frægð og frama. En hún vUl ekki una því að eiga að lifa á útiitinu einu saman, sem getur verið fallvalt, eins og aUir vita. fræði, sem hún hefur reyndar stundað nám í um tíma við háskóla, erfðaefnafræði og upp- hafí þróunarkenningarínnar! Draumur Morgans, áður en hún fór að leggja leiklistina fyrir sig, hafí reyndar verið að rann- saka steingervinga í Gobi-eyði- mörkinni. - Þetta var ekki bara til að sýnast, segir hún. - Ég hef alltaf haft áhuga á vísindum. Þegar hinir krakkarnir voru að lesa ævintýrabækur, var ég á bólakafi í þykkum skruddum um fomald- ardýr, segir Morgan. En staðreyndin er sú, að blaðamenn og kvikmyndagerð- armenn hafa hingað til ekki hafi hinn minnsta áhuga á fróðleiks- fýsn Morgans. Það eina, sem þeir hafa sýnt áhuga, er brjósta-, mittis- og mjaðmamál hennar og önnur útlitseinkenni! Hið rétta nafn Morgans Fair- child er Patsy McClenny og hún er fædd í Texas. Sem bam var hún óvenju hlédræg og feimin, svo að það jaðraði við að vera um of. Ekki bætti úr skák, að hún var feitlagin og þurfti að nota gleraugu. - Ég kynntist því vel að þurfa að sitja stöðugt á bekknum á dansæfíngum í skól- anum. Ég veit þess vegna ákaf- lega vel, hvað það er heimsku- legt að dæma fólk eftir útlitinu. En ég vil að hæfíleikar þess fái að njóta sín, segir Morgan Fair- child. viðtal dagsins ,ÆT1A MER AD HAFA ÞETTA MIKIB STARF’ segir Vilborg Hardardóttir, nýkjörin varaformaður Alþyðubandalagsins ■ „Ég ætla mér að hafa þetta mikið starf. Hvar ég mun helst beita mér er ekki alveg Ijóst en þar sem ný stjórn hefur ekki komið saman til fundar ennþá. Mér þykir þó líklegt að það komi í minn hlut að vinna mikið í innra starfí flokksins,“ sagði Vilborg Harðardóttir, sem um helgina var kjörin varaformaður Alþýðu- bandalagsins í stað Kjartans Ólafssonar, ritstjóra, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs, en landsfundi Alþýðubandalagsins lauk í fyrrakvöld. Auk Vilborgar voru þau Helgi Guðmundsson, bæjarfulltrúi á Akureyri, og Margrét Frímannsdóttir, oddviti á Stokkseyri, kjörin í stjórn Al- þýðubandalagsins, hún gjaldkeri en hann ritari. Svavar Gestsson var endurkjörinn formaður. „Við fengum ný lög og nýtt skipulag sem ég tel að tvímæla- laust horfi til bóta,“ sagði Vil- borg þegar hún var spurð hvað hefði gerst markverðast á fund- inum. „Breytingarnar eru í aðal- atriðum tvær. Annars vegar er losað um aðild að Alþýðubanda- laginu bæði fyrir féiög og ein- staklinga. Með því opnast mögu- leiki fyrir félög, sem vinna á einhverjum sérstökum sviðum, að vera aðilar að bandalaginu, jafnvel án þess að allir innan þess félags séu flokksfélagar. Þeir verða hins vegar að taka ■ Vilborg Harðardóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.