Tíminn - 22.11.1983, Blaðsíða 18

Tíminn - 22.11.1983, Blaðsíða 18
ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983 Ingvar Gíslason alþm: Nauðsynlegt er að grisja náms- skrá grunnskóla og auka rým fyrir undirstöðugreinar almennrar menntunar og þekkingar „Afnám“ sögukennslu ■ Komin er fram á Alþingi fyrirspurn, sem þannig hljóðar: „Hefur menntamálaráðherra lagt blessun sína yfir ákvörðun skólarannsóknadeildar að hætt verði að mestu leyti að kenna Islandssögu í skólum landsins?“ Birst hafa síðustu daga í útbreiddustu blöðum landsins forystugreinar, þar sem sagt er frá því að búið sé að afnema íslandssögukennslu í skólakerfinu. Aðr- ir greinarhöfundar hafa látið að sér kveða á síðum dagblaða um þetta mál, og ber þar allt að sama brunni. Islands- saga er ekki lengur kennd í skólum landsins, hún hefur verið afnumin sem námsgrein. Síðan leggja höfundar út af þessum frásögnum sínum og draga ályktanir af þeim. Að sjálfsögðu verður niðurstaðan aðeins á einn veg: Við blasir þekkingar- leysi á sögu þjóðarinnar, aðför að þjóð- crninu, forheimskun í stað menntunar. Svo mörg eru þau orð. Áhugi á skólamálum eða hvað? Pað er fagnaðarefni í sjálfu sér þegar áhugi leiðarahöfunda og annarra, sem í blöð rita, beinist að mennta- og menn- ingarmálum. Það er ekki á hverjum degi, reyndar ekki í hverri viku né hverjum mánuði, sem rúmi er eytt í forystugreinar um mennta- og menn- ingarmál í íslenskum dagblöðum. Ekki er síður ástæða til að láta fögnuð í ljós, ef vart verður við almennan áhuga fólks á skólamálum og menningarmálum. Hleypidómar og fullyrðingar: Leiða má að því gild rök, að áhugi á skólamálum sé fremur takmarkaður meðal almennings og takmörkuð sé að sama skapi þekking á skólastarfi, hlut- verki skóla og vandamálum skólamanna yfirleitt. Ekki er laust við að uppeldis- og fræðslumál séu undirorpin hleypi- dómum, sem nærst hafa á afskiptaleysi almennings og ýmsum stéttarhroka skólamanna að sínu leyti. í hópi kennara og annarra skólamanna er sú ásökun algeng, að skólar hér á landi séu í fjársvelti umfram það, sem gerist í öðrum löndum, enda sé ástand skólamála eftir því. Rök fyrir slíkri fullyrðingu eru næsta hæpin, enda miklu líklegra að vandamál skóla og kennara séu sem næst hin sömu hér á landi sem í öðrum velferðarþjóðfélögum. Hjá almenningi er hins vegar sú skoðun algeng að íslenska skólakerfið sé bákn, sem hvergi eigi sinn h'ka, en þenjist sífellt út og fái sjálfkrafa síaukna hlutdeild í heildarútgjöldum ríkissjóðs, sé í vaxandi mæli fjárhagsbaggi á þjóð- félaginu. Sú fullyrðing stenst þó ekki. Hlutdeild fræðslukerfis í heildarútgjöld- um á fjárlögum fer síst vaxandi. Ofvöxt- ur skólakerfisins er einber þjóðsaga. Er skólamenntun á niðurleið? Á því er einnig alið, m.a. af skóla- stjórum sumra framhaldsskóla og ein- hverjum prófessorum í háskólanum að námsárangri í skyldunámsskólum ( og framhaldsskólum) hraki í sífellu, að kennsla og kennslufyrirkomulag fari versnandi í skólakerfinu í heild. Yfirleitt er þó látið að því liggja eða haft fyrir satt, að skólamcnntun íslendinga sé á niðurleið. Er þá ekki einasta að íslenskir skólar séu sagðir verri en gerist í öðrum löndum og menntunarárangur eftir því, heldur telja margir ólíku saman að jafna ástandinu nú og því sem var fyrr á tíð, þegar menntunin blómstraði í íslenskum skólum, háum og lágum, þegar áhuga- samir nerhendur „drukku hvert orð af vörum kennara" sinna (að ekki sé minnst á skólastjórana), sem alltaf voru „úrvalsmenn" og „skörungar", „víð- lesnir,, og „hámenntaðir". Þá lásu nem- endur skólabækur sem opnuðu þeim „undraheim þekkingarinnar" og skólinn „blés þeim í brjóst athafnaþrá og ætt- jarðarást", viljanum til þess að „verða landi og þjóð að gagni". Orðagjálfur af þessu tagi er algengt þegar menn eru að rifja upp rómantískar minningar um skólaveru sína fyrr á árum. Hleypidómar og þröngsýni Umræðurnar um íslandsögunám á grunnskólastigi - þær sem nú fara fram - eru sama marki brennar og löngum fyrr, þegar menn láta svo lítið að ræða um fræðslumál á opinberum vettvangi. Óafvitandi eru hinir ágætustu menn orðnir leiksoppar hleypidóma og þröng- sýni. Fyrr en varir gerast þeir talsmenn einföldunarboðskapar, sem þeir myndu ekki láta sig henda í öðrum málum. Það er reyndar alls ekki rétt að Islandssögukennsla hafi verið afnumin í skólakerfinu. Fullyrðingin um það er röng. Hún er byggð á misskilningi og rangtúlkun laga, reglugerða og ráðu- neytisbréfa. Ályktanir, sem dregnar hafa verið af þessari fullyrðingu eru því rangar. Auk þess er það rangt að einhver einstakur embættismaður eða stjórnar- skrifstofa hafi „tekið ákvörðun" um eitt eða neitt í þessu sambandi. Ráðherra ber hér fulla ábyrgð og enginn annar. Líklega mun Vilhjálmur Hjálmarsson hafa tekið á sig frumábyrgðina, en eftirmenn hans deila ábyrgðinni með honum. Þrengt að sögukennslu Þótt fullyrðingin um afnám fslands- sögukennslu á grunnskólastigi sé röng út af fyrir sig, er því ekki að leyna að þrengst hefur um sögukennsluna í námsskrá grunnskóla. Ástæður þess er nauðsynlegt að rekja. Einfaldast er að skýra það svo, að vegna almennrar kröfu um fjölbreytni námsefnis grunnskóla og þrýstings annarra námsgreina ( af ýmsu tagi) hefur rúm fyrir ýmsar greinar minnkað. íslandssagan hefur goldið þess. Ásókn nýrra námsgreina Þessi þrýstingur stafar að langmestu leyti af ríkjandi viðhorfum um skóla- nám, þar sem krafan um alls konar „hagnýtt" nám og raungreinakennslu má sín meira en óskir um kennslu í húmaniskum greinum, t.d. sögu og bók- menntum. Sú skoðun er almennt viður- kennd, að sögunám eigi undir högg að sækja í þeirri samkeppni, sem á sér stað í menntalífinu milli formenntagreina annars vegar og raungreina og hvers kyns „hagnýtra" skólanámsgreina hins vegar. Innbyrðis átök húmaniskra greina Það hefur einnig gerst á síðari tímum að húmaniskum fræðigreinum hefur fjölgað innbyrðis, eða öllu heldur: Það fer meira fyrir ýmsum húmaniskum fræðigreinum nú en áður, og það hefur einnig átt sinn þátt í að þrengja að þeirri gömlu, góðu námsgrein, sögunni, sem áður mátti sín svo mikils í humaniskri menntastefnu og skólanámi. Þessi sam- keppni húmanisku greinanna innbyröjs hefur síðan fætt af sér hugmyndina um „samþættingu" þeirra. Má með réttu segja, að samþættingarhugmyndir setji svip sinn á kennsluhætti í húmaniskum námsgreinum á grunnskólastigi. Kjarni vandans Hér er vissulega lagt út á vandrataða braut. Þetta er tilraunastarfsemi, sem auðvelt er að deila um, en fráleitt að fordæma mcð stóryrðum og getsökum. Ég sé ekki að það sé neinn grundvöllur fyrir því að verða annað hvort sposkur eða hneykslaður þó að menn láti sér detta í hug að kenna saman sögu og landafræði, eða sögu og mannfræði. Flestir sem kynna sér þessa hugmynd, viður- kenna að hún hafi ýmsa kosti, þ.e. að ýmsar þær námsgreinar, sem samþættar eru, t.d. saga, mannfræði, félagsfræði og landafræði eigi margt sameiginlegt og „styðji hver aðra", svo notað sé orðalag dr. Inga Sigurðssonar sagnfræðings, manns, sem ekki verður vændur um að vilja rýra söguþekkingu þjóðarinnar. En hann segir einnig: „Hins vegar þarf að gæta þess, að söguþátturinn í sam félags- fræðináminu verði ekki of smár, því að skilningur á sögunni er öllum mönnum nauðsynlegur." Þetta er kjarni vandamálsins, sem við er að stríða að svo komnu. Viðamikil námsskrá Rétt þykir mér að víkja nánar að námsefni grunnskólastigsins. Fyrir mína parta tel ég að námsefni grunnskóla sé orðið alltof viðamikið og reytingslegt í fjölbreytni sinni. Sú tilhneiging er fyrir hendi að fylla námsskrá grunnskóla með hvers kyns fræðsluefni og af hinum ólíkasta toga. Ásóknin á ráðstöfunar- tíma grunnskólanna er ótrúlega mikil. Margir virðast halda að þar sé ótakmark- að rými fyrir fræðsluefni. Án efa hefur allt þetta fræðsluefni eitthvert gildi fyrir þekkingu og uppeldi æskufólks í nútíma þjóðfélagi og kann að koma því að praktiskum notum í daglegu lífi. Og varla verður þyí á móti mælt, að fjölþætt þjóðfélag krefst að öðru jöfnu fjölbreytni í námsefni skól- anna. En nauðsynlegt er að ætla sér af í þessum efnum. Mér þykir einsýnt að kominn sé tími til þess að endurmeta námsefni grunnskóla í heild, sníða af því ofvöxt og óþarfagreinar, en auka við efni, sem orðið hefur útundan, en hefur ótvírætt menntagildi. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því, að allt skólastarf hér á landi er í breytingadeiglu, þ.á.m. á grunnskóla- stigi. Þar fer fram umfangsmikið tilraunastarf, sem vissulega getur verið annmörkum háð, jafnvel stórgallað. En úr slíku má yfirleitt bæta, ef unnið er að endurbótum með jákvæðu hugarfari og sæmilegri þekkingu án gikksháttar, stór- yrða og hleypidóma. „Ógöngur fjölbreytninnar" Ég er ákveðið þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að hefja gagnrýna um- ræðu um námsefni grunnskóla. Grunn- skólinn ræður ekki við alla hugsanlega fjölbrey ni í fræðsluefni og námsbraut- um. Skólinn kemst ekki yfir að sinna öllu, sen. hægt er að láta sér detta í hug að kenna megi, auk þess sem ótækt er að ætla að íþyngja nemendum svo, að þeir ráði ekki við umfang og yfirferð námsefnisins. Það er engan veginn óhugsandi að stefnt verði í slíkar „ógöngur fjölbreytnirinar", sem svo mætti kalla. Grisjun námsskrár Þess vegna verður að hefja skipulegar umræður um námsefni grunnskólans, koma sér saman um undirstöðunámið og skýrgreina sem best hvert það skuli vera. Slík umræða myndi óhjákvæmilega bein- ast að grisjun núverandi námsskrár, sem er þegar of víðtæk og ekki nægilega markvís. Það má síst koma fyrir að viðteknar undirstöðugreinar almennrar menntunar, s.s. móðurmáloglandssaga, eigi erfitt uppdráttar vegna námsgreina, sem sækja fram í skjóli hagnýts gildis síns eins saman, sbr. nú kröfuna um tölvukennslu í skólum. Þegar svo er komið er nauðsynlegt að grisja náms- skrána. Sjálfbirgingsháttur og draumlyndi Sú nauðsyn endurskoðunar, sem ég vil leggja áherslu á, réttlætir þó ekki fyrir neinn mun sjálfbirgisleg blaðaskrif gegn skólakerfinu í heild-eöa yfirstjórn skólamála, hvað þá einum og einum starfsmanni á stjórnarskrifstofu, eða ein- hverri ráðuneytisdeild í heilu lagi. Né heldur er réttlætanlegt að horfa með söknuði og draumlyndi til liðins tíma hvað varðar fræðslu- og skólamál og sjá þar fyrir sér eintómar glansmyndir af stópakennurum, úrvalsnemendum og glæstum árangri af skólastarfi. Slíkt glansmyndasafn er einskis virði. Skóla- kerfi fyrri tíðar var ekki síður gallað en það, sem við er búið nú á tímum. Það er m.a. alrangt að núverandi skólakerfi - uppúr og niðrúr geri minni kröfur til nemenda en áður. Kennarar nú á dögum hafa síður en svo minni starfshæfni en fýrirrennarar þeirra fyrr á öldinni. Is- lensk kennarastétt er bæði dugmikil og vel menntuð. Námsbækur, sem nú eru samdar, eru síst lakari en áður var, í flestum tilfellum miklu betri, og námsár- angur er áreiðanlega ekki verri en elstu menn þykjast muna að verið hafi á duggarabandsárum þeirra. Ég efast jafnvel um, að skólarnir í fyrri daga hafi rækt skyldur sínar við sögu og sagnvísindi af þeirri einbeitni og alúð, sem ætla mætti að þeir hafi gert, ef dSema má út frá skrifum ýmissa draum- lyndra manna um það efni. Ut úr ógöngum sér- greinastefnunnar En svo að ég lýsi persónulegum við- horfum mínum nánar, þá væri mér kærast og næst skapi, ef húmaniskar námsgreinar, hinar fornu menntir, sagn- fræði, bókmenntir og heimspeki, fengju meira rúm í námsefni skólanna en nú er og mættu sín meira en þær gera í menntun skólagenginna íslendinga. Ég sé ekki aðra leið færari út úr þeim ógöngum, sem sérgreinadýrkun raunvís- inda og læknisfræði hefur leiðst út í og gagnsýrir menntastefnu nútímans og nær til allra skólastiga hér á landi að meira eða minna leyti. Efling söguvísinda Hvað sögukennslu snertir sérstaklega, ekki síst íslandssögu í grunnskólum, er þeim mun meiri ástæða til að auka hana og efla sem sagnfræði er nú meiri sómi sýndur sem vísindagrein hér á landi en áður hefur verið. Það ætti því hvorki að verða skortur á kennurum né kennslu- efni, ef sú stefna verður tekin að gefa sögunni meira rúm í starfi skólanna. Nauðsynlegur aðdragandi þess er róttæk heildarendurskoðun námsefnis og grisj- un námsskrár grunnskóla. En ekki myndi það eitt nægja. Ef sagan á að fá aukið rúm í menntun íslendinga, verður einnig að efla sögunám í framhalds- skólum og sérskólum. Þá vaknar spurn- (ngin: Er hljómgrunnur fyrir því? Kvikmyndir Slmi 78900 SALUR 1 Frumsýnir Grínmyndina Zorroog hýra sverðið (Zorro, the gay blade) Eftir að hafa slegið svo sannarlega í gegn í myndinni Love at first bite, ákvað George Hamiiton að nú væri tímabært að gera stólpagrín að hetjunni Zorro. En afhverju Zorro? Hann segir: Buið var að kvikmynda Superman og Zorro kemur næst honum. Aðalhlutverk: Geroge Hamilton, Brenda Vaccaro, Ron Leibman, Lauren Hutton Leikstjóri: Peter Medak Sýnd kl. 5,7,9 og 11 SALUR2 Skógarlíf og jólasyrpa af Mikka mús Walt Disney Jungle BooK- riCHNICOlOR' Einhver sú alfrægasta grinmynd sem gerð hefur verið. Jungle Book hefur allstaðar slegið aðsóknar- met, enda mynd fyrir alla aldurs- hópa. Saga eftir Rudyard Kipling um hið óvenjulega líf Mowglis. Aðalhlutverk: King Louie, Mowgli, Baloo, Bagheera, Shere-Khan, Col-Hathi Kaa. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. SALUR3 Herra mamma (Mr. Mom) Splunkuný og •jafnframt frábær grinmynd sem er ein aðsóknar- mesta myndin í Bandaríkjunum þetta árið. Mr. Mom er talin vera grínmynd ársins 1983. Jackmissir vinnuna og verður að taka að sér heimilisstörfin, sem er ekki beint við hans hæfi, en á skoplegan hátt kraflar hann sig fram úr því. Aðalhlutverk: Michael Keaton, Teri Garr, Martin Hull, Ann Jillian Leikstjóri: Stan Dragoti Sýnd kl. 5,7,9 og 11 SALUR4 Porkys Sýnd kl. 5 og 7 Villidýrin (The Brood) Sýnd kl. 9 og 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.