Tíminn - 22.11.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.11.1983, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983 5 COODWYEAR GEFUR ^RÉTTA GRIPÍÐ PRISMA Ríkisstjórn íslands: Stjórn Kyprianous ein lögmæt ■ Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær- morgun var Kýpurmálið á dagskrá. Taldi ríkisstjórnin einhliða sjálfstæðisyfirlýs- ingu tyrkneska þjóðarbrotsins á Kýpur ganga í berhögg við samþykktir Samein- uðu þjóðanna og tilraunir þeirra til að finna lausn á sambúðarvandamálum á Kýpur. Ríkisstjórnin telur stjórn Kyprianous, forseta, einu lögmætu stjórn lýðveldisins Kýpur. _ bk Kristmann Gudmundsson ríthöfundur látinn ■ Kristmann Guðmundsson rithöf- undur er látinn, 82 ára að aldri. Hann var fæddur á Þverfelli í Lundareykjadal 23. október 1901. Hann stundaði nám við Samvinnuskólann og síðar við Lýð- háskóla í Noregi. Hann fluttist til Noregs 1924 og dvaldi þar að mestu óslitið fram til ársins 1939, en auk þess dvaldi hann um hríð í Kaupmannahöfn og Vínar- borg. Fyrsta bók hans Ijóðabókin Rökk- ursöngvar kom út í Reykjavík 1922, en síðan gerðist hann rithöfundur í Noregi og gaf þar út allmargar skáldsögur, sem hann eða aðrir hafa síðan þýtt á íslensku. Þeirra á meðal eru Morgunn lífsins, Brúðarkjóllinn, Böm jarðar, Ármann og Vildís, Ströndin blá og Gyðjan og uxinn. Bækur Kristmanns hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og telst hann með víðlesnustu höfundum íslendinga. Kristmann fluttist til íslands árið 1939 og bjó lengi framan af í Hveragerði. Eftir heimkomuna skrifaði hann skáld- sögur og þýddi nokkrar þeirra sem hann hafði áður skrifað á norsku. Sjálfsævi- saga hans í fjórum bindum á árunum 1959-1962. Heimsbókmenntasaga hans kom út í tveimur bindum á árunum 1955-1956. Völuskrín, safn ljóða hans, ritgerða og smásagna kom út 1961. Hann þýddi nokkur verk úr erlendum málum, s.a. Elskhugi Lady Chaterley eftir Lawrence og Frú Mortu Oulie eftir Sigrid Unset. f>á sneri hann Hel Sigurðar Nordals á norsku. Er þá ógetið fjöl- margra verka hans. -JGK SnWIIUN RÆKRIVEKIA BJARGAR 2 MIIUONUM ÞORSK- OG VSUSEHIA ■ Við síðustu könnun sem fram fór í ísafjarðardjúpi veiddi rækjubáturinn, sem kannaði svæðið að jafnaði um 2.500 þorsk- og ýsuseiði á rækjutonn. Vikuafl- inn er 6 tonn af rækju, og veiddust því á viku af einum bát að jafnaði um 15.000 þorsk- og ýsuseiði. 32 bátar granda þá á viku tæplega hálfri milljón þorsk- og ýsuseiða. Á þeim tæpum fjórum vikum sem lokunin í raun gildir myndu bátamir granda um 2 milljónum þorsk- og ýsu- seiða. Sé gert ráð fyrir að helmingur seiðanna sem veiðast nái 4 ára aldri. Smásfld og smáloðna era í heldur meira magni en þorsk og ýsuseiði, og ef gert er ráð fyrir sömu forsendum, tapast um 4 þúsund tonn af þorski, ýsu, sfld og loðnu samtals ef veiðar halda áfram næstu fjórar vikur. Þetta kom fram í svari Halldórs Ás- grímssonar sjávarútvegsráðherra, er hann svaraði fyrirspurn frá Karvel Pálmasyni um hv'ort ekki hefði verið eðlilegra að loka takmörkuðum svæðum í Djúpinu fyrir rækjuveiðum en öllum rækjumiðunum. Hann kvað það koma mjög illa við sjómenn og þá sem stunda rækjuvinnslu í landi að veiðarnar væru með öllu stöðvaðar. Sjávarútvegsráðherra sagði að eðli- lega kæmi það sér illa fyrir þá sem stunda rækjuveiðar að þær eru stöðvaðar, en annars kostar væri ekki völ þar sem seiðaganga í Djúpið er svo mikil sem raun ber vitni. Svæðisbundin lokun kæmi vart til greina þar sem seiðin ganga fram og til baka um Djúpið og engin leið að segja fyrir um hvar þau eru hverju sinni. Hann tók það fram að ekki væri verið að skerða kvóta rækjubátanna með þessu. Um áramótin ganga seiðin úr Djúpinu ef að vanda lætur en rækjan verður eftir og þá verður hægt að veiða hana án þess að drepa fiskseiðin. Fiskifræðingar áætla að nú séu um 27 milljónir þorsk- og ýsuseiða í Djúpinu og heldur meira af smásíld og smáloðnu og hefur slík seiðamergð ekki verið í ísafjarðardjúpi síðan haustið 1978. Sagði Halldór Ásgrímsson að þetta væri gleðilegur vottur um að klak þorsks og ýsu hafi tekist bærilega s.l. vor, og ekki væri verjandi að leyfa seiðadráp eins og nú horfir. Taldi hann eðlilegt að í framtíðinni hæfust rækjuveiðar í Djúpi ekki fyrr en eftir áramót. Garðar Sigurðsson sagðist styðja sjáv- arútvegsráðherra enda teidi hann rangt að leyfa veiðar á rækju og öðrum sjávardýrum þegar mikið seiðadráp fylgdi slíkum veiðum. -OÓ R- - . 77C- REYKJAVÍK: Gúmmtvinnustofan, Skipholti 35 Otti Sæmundsson, Skipholtl, 5 Höfðadekk, sf, Tangarhöfða 15 Hjólbarðastöðin, Skeifunni 5 Hjólbarðahúsið, Skeifunni 11 Hjólbarðahöllin, Fellsmúla 24 AKRANES: Hjólbarðaviðgerðin hf, Suðurgötu Hjólbarðaþjónustan, Dalbraut 13 BORGARNES: Kaupfélag Borgfirðinga ÓLAFSVÍK: Marls Gilsfjörð Hermann Sigurðsson BÚÐARDALUR: Dalverk hf. ÍSAFJÖRÐUR: Hjólbarðaverkstæðið, Suðurgötu BOLUNGARVÍK: Vélsmiðja Bolungarvlkur VÍÐIDALUR: Vélaverkstæðið Vlðir BLÖNDUÓS: Bllaþjóni VA V. ísi 41 SAUÐÁRKRÓKUR: Kaupfélag Skagfiröinga Vélsmiðjan Logi HOFSÓS: Bllaverkstæðið Pardus DALVÍK: Bllaverkstæði Dalvlkur ÓLAFSFJÖRÐUR: Bllaverkstæðið Múlatindur SIGLUFJÖRÐUR: Ragnar Guðmundsson AKUREYRI: Hjólbarðaþjónustan, Hvannarvöllum Höldur sf, Tryggvagötu 14 HÚSAVÍK: Vlkurbarðinn, Garðarsbr. 18 A KELDUHVERFI: Vélav. Har. Þórarinssonar, Kvistási EGILSSTAÐIR; Dagsverk sf. Véltækni sf. ESKIFJÖR Bifrv. 14 B kl ■•■‘L.'b 't'-v ~ '^-•3*1*2 STÖOVARFJÖRÐUR: Sveinn Ingimundarson HÖFN: Dekkja- og smurþjónustan, Hafnarbr. KIRKJUBÆJARKLAUSTUR: Gunnar Valdimarsson FLÚÐIR, HRUNAMANNAHREPPI Viðgerðarverkstæðið, Varmalandi HVOLSVÖLLUR: Erlingur Ólafsson SELFOSS: Kaupfélag Árnesinga VESTMANNAEYJAR: Hjólbarðastofa v/Strandv. ÞORLÁKSHÖFN: Bifreiðaþjónustan HVERAGERÐI: BJarni Snæbjörnsson GRINDAVÍK: .arðaverkstæði Grindavlkur . Mélm- :?! EKLAHF i 170-172 Sími 21240

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.