Tíminn - 25.11.1983, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983
Einn afkastamesti íslenski fíkniefnasmyglarinn:
Atti yfir höfðj sFr dóm
EN VAR SLEPPT ÚR LANDI!
— og situr nu af sér nær 3 ára dóm í Þýskalandi áður en hann kemst
heim til að sitja af sér Hæstaréttardóminn
■ Hæstiréttur hefur dæmt Sig-
urö Þór Sigurðsson í tveggja og
háifs árs fangelsi fyrir fíkniefna-
misfeli og auk þess 20.000 króna
sekt. Sigurður Þór situr nú í
fangelsi í Vestur-Þýskalandi og
afplánar þar tveggja ára og níu
mánaða dóm vegna fíkniefna-
misferlis þar í landi.
Sigurður var dæmdur í þriggja ára og
sex mánaða fangelsi hjá Sakadómi í
ávana og fíkniefnamálum í desember í
fyrra, og var þeim dómi áfrýjað til
Hæstaréttar. Skömmu seinna vitnaðist
að Sigurður ætlaði sér að fara úr landi og
var þá gerð krafa af hálfu lögreglustjóra
Tilmæli sjávarútvegsráðherra
til Landhelgisgæslunnar:
Varðskip fylgi
loðnuflotanum
— af öryggisástæðum og læknir
verði um borð
■ Sjávarútvegsráðherra hefur farið
fram á að Landhelgisgæslan sendi skip
til aðstoðar loðnuflotanum norður í
höfum og að læknir verði um borð til að
tryggja öryggi sjómanna svo sem kostur
er á, en flotinn er að veiðum langt
norður af landinu á þeim árstíma sem
allra veðra er von.
Pétur Sigurðsson kvaddi sér hljós utan
dagskrár á Alþingi í gær og var tilefnið
fregn um að sjómaður hafi látið lífið af
slysförum og var engri aðstoð hægt að
koma við vegna veðurs og ölduróts.
Hann benti á að á fimmta hundrað
manns væri um borð í 40 skipum langt
norður í hafi og væri fyllsta ástæða til að
láta varðskip með lækni innanborðs
fylgja flotanum af öryggisástæðum. Hafi
hann heyrt að sjávarútvegsráðherra hafi
beitt sér til að ráðstafanir yrðu gerðar til
að bæta hér úr.
Halldór Ásgrímsson sagði að Land-
helgisgæslan væri ekki einvörðungu til
að verja fiskveiðilögsöguna heldur einn-
ig til að stuðla að öryggi á sjónum og í
dreifðum byggðum. Hann kvaðst hafa
haft samband við dómsmálaráðherra og
forstjóra Landhelgisgæslunnar þegar í
gærmorgun og spurt hvort möguleiki
væri á að skip væri látið fylgja loðnuflot-
anum af öryggisástæðum en nú fer í
hönd tími vályndra veðra og skammdeg-
is. Halldór kvaðst einnig hafa haft sam-
band við heilbrigðisráðherra og beðið
hann að athuga hjá landlækni hvaða
möguleiki væri á að hafa lækni um borð
í varðskipinu. Verið væri að athuga þessi
mál.
Skip Landhelgisgæslunnar hafa verið
upptekin af ástæðum sem öllum eru
kunnar en í gærmorgun voru tvö skip
úti, annað fyrir Vestfjörðum og hitt fyrir
Austulandi.
-O.Ó.
Aukatrygging hjá
Ábyrgð fyrir far-
þega í aftursæti
sem nota bílbelti
■ Ábyrgð hf. hefur ákveðið að bjóða
aukatryggingu vegna bílslysa þar sem
farþegar bifreiða nota bílbelti í aftursæti.
Framyfir aðrar tryggingar greiðir félagið
50.000 krónur við dauðsfall og allt að
150.000 krónur við örorku ef farþegar í
aftursæti í einkabílum, tryggðum hjá
Ábyrgð, slasast alvarlega þrátt fyrir
notkun bílbelta. Þessi aukatrygging gild-
ir einnig um ökumann og framsætisfar-
þega slasist þeir alvarlega þrátt fyrir
notkun bílbelta.
í frétt frá Ábyrgð segir að þetta sé gert
til að örva notkun bílbelta í aftursætum
þar sem kannanir Umferðarráðs og er-
lendar rannsóknir hafa leitt í Ijós að
jafnmikil þörf er á að farþegar í aftursæti
noti bílbelti og ökumaður og farþegi í
framsæti.
í fréttinni segir að árið 1981 hafi 270
farþegar í bílum slasast og látist
þar af 141 í aftursæti og 129 í
framsæti. Árið 1982 slösuðust 275 far-
þegar, 124 í aftursæti og 151 í framsæti,
og fyrstu 9 mánuðu þessa árs hafi 166
farþegar i bílum slasast eða látist, þar af
79 í aftursæti og 87 í framsæti. Ljóst
þykir að margir hefði sloppið við meiðsl
ef þeir hefðu notað bílbelti.
- GSH.
Barnaheimili Rlkisspitalanna:
Börn ófaglærðra
fá ekki vistun
— „Forkastanlegt” segir
Starfsmannafélagið Sókn
■ Fundurinn „fordæmir harðlega það
óréttlæti, sem ríkir innan ríkisspítalanna
hvað varðar vistun barna á barnaheimil-
um spítalanna, þar sem börnum ófag-
lærðs fólks er meinuð vistun meðan börn
hærri launaðra stétta sbr. hjúkrunar-
fræðinga hafa þar allan forgang“, segir á
ályktun frá Starfsmannafélaginu Sókn.
Að mati Sóknar er mismunum þessi
forkastanleg og felst í þessu sú staðreynd
að hærra launaðar stéttir innan ríkisspít-
alanna' . eru gerðar að forréttindastéttum
í þessum efnum sem öðrum. Pví hlýtur
það að verar réttmæt krafa að ófaglært
fólk innan ríkisspítalanna og annarra
sjúkrastofnanna sitji við sama borð í
þessum efnum og faglært fólk.
- BK.
í Reykjavík og dómsmálaráðuneytisins
að hann yrði settur í varðhald þar til
Hæstiréttur hefði fjallað um mál hans.
Sakadómur í ávana og fíkniefnum stað-
festi varðhaldskröfuna sem síðan var
kærð til Hæstaréttar og þar var henni
hnekkt. Sigurður fór þá úr landi og í
apríl síðastliðinn var hann handtekinn
með rúmlega kíló af hassi í fórum sínum
í V-Þýskalandi.
Dómurinn sem Sigurður á yfir höfði
sér hérlendis er vegna fíkniefnamisferlis
sem komst upp þegar hann var handtek-
inn í gistihúsinu Hotel 5 svaner í
Kaupmannahöfn í mars 1979. Þá lagði
lögreglan í Kaupmannahöfn hald á
nokkuð magn kókaíns og hass sem var i
fórum Sigurðar og einmg talsverða pen-
ingaupphæð sem var ágóði af fíkniefna-
sölu. Eins og kunnugt er strauk Sigurður
úrVestre fangelsinu í Kaupmannahöfn
og fór huldu höfði í talsverðan tíma þar
til hann gaf sig fram við íslcnsk yfirvöld
á síðasta ári.
Þrír dómarar af fimm kváðu upp
ofangrcindan dóm í Hæstarétti, þeir Þór
Vilhjálmsson, Guðmundur Jónsson og
Halldór Þorbjörnsson, Ármann Snævarr
skilaði sératkvæði þar scm hæfileg rcfs-
ing var talin 2 ár og Sigurgeir Jónsson
skilaði einnigsératkvæði þarsem hæfileg
rcfsing var talin 3 ára fangelsi. -GSH
Magnús
Reynir Gud-
mundsson
sestur á þing
■ Magnús Reynir Guðmundsson
bæjarritari á ísafirði hefur tekið sæti á
Alþingi. Hann er fyrsti varamaður Fram-
sóknarflokksins í Vestfjarðakjördæmi
og tekur sæti Steingríms Hermannsson-
ar. sem farinn cr til útlanda í opinberum
erindagjörðum.
Magnús hefur ekki setið á Alþingi
áður.
RAWLPLUG
Allar skrúfur,
múrfestingar
draghnoð
og skotnaglar
éggggxa
psras® f&sm
SAMBANDIÐ BYGGINGAVORUR
SUÐURLANDSBRAUT 32 - SIMI 82033