Tíminn - 25.11.1983, Blaðsíða 12
Dagur í lífi Ármanns Þorvaldssonar, nemanda í 9. bekk í starfskynningu
■ I síðustu viku voru, sem oftar,
tveir ungir menn í starfskynningu hjá
okkur hér á Tímanum. Þeir eru báðir
í 9. bekk í Hólabrekkuskóla og þar
sem sjaldan heyrist í 'þessum aldurs-
hópi á opinberum vettvangi, fannst
okkur tilvalið að leita til þeirra um að
segja frá degi í lífi sínu.
Annar þeirra, Armann Þorvalds-
son, varð fúslega við bón okkar og
fylgir frásögn hans hér á eftir.
væri komin út, önnur um Sinfóníu-
hljómsveit íslands.
„Blaa lonið“ og
íþróttafréttir
Þegar þetta var búið fór ég með
Baldri blaðamanni og Guðjóni Ijós-
myndara til að taka viðtal við hóteleig-
anda sem rekur gistiheimilið við „Bláa
lónið“
Þegar við vorum komnir þangað
fórum við fyrst að skoða lónið og
hittum þar manninn sem hafði upgötv-
að lækningamátt þess. Þar tók Guðjón
nokkrar myndir og síðan fórum við til
fundar við eigandann.
Þegar við komum þangað biðu okk-
ar veitingar og var okkur sýnt hótelið
og ekki er hægt að segja annað en að
það sé vistlegt og fallegt, sjónvarp og
sturta í öllum herbergjum.
Síðan fórum við í bæinn aftur og
þegar þangað var komið áttum við
Jónas að gera grein um myndaflokkinn
„Úr fórum Chaplins.“ Við fengum
nokkur blöð á ensku þar sem sagt var
frá myndaflokknum og þurftum við að
þýða hann. Þegar þessu var lokið
tókum við okkur það fyrir hendur að
skrifa um íþróttir helgarinnar. Þar var
verkefnunum skipt á milli okkar og átti
ég að skrifa um badminton, körfubolta
og handbolta og gekk það ágætlega.
Þar sem ekki var meira að gera fyrir
okkur á Tímanum þennan daginn fór
ég bara heim þegar ég var búinn með
íþróttafréttirnar.
Keppir með
Ármanni nafna sínum.
Þegar ég var kominn heim fékk ég
mér að borða. Síðan fór ég niður í
Laugardalshöll þar sem ég átti að
keppa í handknattleik.
Ég er í Ármanni (nafna mínum) og
áttum við að keppa við Fylki. Leikur-
inn gekk mjög vel, það er að segja fyrir
okkur, og unnum við með tveggja
marka mun. Eftir þann leik fór ég
heim.
Þar sem ég var í þreyttara lagi eftir
leikinn og amstur dagsins leit ég aðeins
rétt á Tomma og Jenna, enda það eina
sem horfandi er á í sjónvarpinu, og
síðan fór ég að sofa. Þar með er þessari
frásögn lokið.
„Þar sem faðir minn
er afar mikill fram-
sóknarmaður...“
Ég heiti Ármann Þorvaldsson og á
heima í Breiðholti og er í 9. bekk í
Hólabrekkuskóla.
Það er venja í skólanum að nemend-
ur í 9. bekk fari í starfskynningu á
síðasta ári sínu í skólanum til að búa
sig undir lífið. Ég var búinn að reyna
að komast í tölvudeild Háskóla íslands
en þeir gátu ekki tekið við fleiri
nemendum og þar með var sá draumur
úr sögunni. Og þar sem faðir minn er
afar mikill framsóknarmaður lét ég
hann beita áhrifum sínum innan
flokksins og koma mér á Tímann.
Þar var mér tekið opnum örmum og
ætla ég að segja frá einum deginum
þar.
Fariðá blaðamannafund
hjá Líf og land
Ég vaknaði kl. 11.00 og fékk mér
morgunmat. Síðan fór ég í strætó og g Ármann Þorvaldsson fór létt með að skrifa íþróttafréttimar, enda sjálfur keppnismaður í badminton og handknattleik
(Tímamynd Róbert)
„Hafa sjálfsagt marg-
ir furðað sig á því
hvað þessi strákur
væri að gera þarna“
var kominn niður á Tímann um kl.
13.00.
Þegar þangað var komið hitti ég
Jónas skólabróður minn sem er með
mér í starfskynningu. Við biðum að-
eins en síðan var-farið á fund með
blaðamönnunum.
Þar var sagt hvað hvcr ætti að gera
og var ákveðið að ég færi með Agnesi
blaðamanni og Guðjóni Ijósmyndara
á blaðamannafund út í bæ og Jónas
færi með Skafta á annan fund.
Blaðamannafundurinn sem ég fór á
var hjá samtökum sem heita Líf og
land. Voru þau að kynna ráðstefnu á
sínum vegum sem heitir Þjóð í kreppu.
„Feginsandvörp
þegar við fórum út“
Fundurinn fór fram í einhverri smá-
skonsu á Hótel Borg þar sem átti að
troða 30 manns. Ég var í horni þar sem
fór lítið fyrir mér en þrátt fyrir það
lágu á mér augnagoturnar allan fund-
inn og hafa sjálfsagt margir furðað sig
á því hvað þessi strákur væri að gera
þarna.
Á fundinum var kjaftað reiðinnar
ósköp og skildi ég lítið af því sem sagt
var. Agnes reifst og skammaðist (eða
því sem næst) fundinn út í gegn og
mátti heyra feginsandvörp þegar við
Ioksins fórum út. Ég var manna fegn-
astur enda var ég stundum á því að
hoppa niður af 4. hæð til að Iosna við
þetta rugl.
Engin smámenni
þar á ferð.
Eftir þessa • kjaftasamkomu fórum
við út í Alþingishús þar sem taka átti
viðtal við Steingrím Hermannsson
forsætisráðherra.
Biðin varð löng eftir ráðherranum
enda á hann sjálfsagt annríkt svona
merkur maður. Á meðan við biðum
eftir honum var mér starsýnt á suma af
þeim sem gengu þarna fram hjá enda
engin smámenni þar á ferð og suma
hafði ég bara séð í sjónvarpinu. Þegar
forsætisráðherra loksins kom var farið
inn í næsta horn og Agnes tók viðtalið.
Síðan fórum við niður á Hótel Sögu
þar sem Agnes átti eitthvert erindi.
Fréttatilkynningar
„brotnar niður“
Nú fórum við upp á Tímann þar sem
tekið var til við að „brjóta niður"
fféttatilkynningar sem felst í því að
taka fréttatilkynningarnar og stytta og
endursemja þær. Voru þetta allmargar
fréttir og vorum við, það er að segja ég
og Jónas, dágóðan tíma að gera þetta.
Fyrsta fréttin var um það að ný plata
■ Stjórn samtakanna Líf og land kynnir blaðamönnum ráðstefnuna Þjóð í kreppu?
lét lítið fara fyrir sér.
en Ármann sat einmitt þann fund og
(Tímamynd GE)