Tíminn - 29.11.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.11.1983, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 7 umsjón: B.St. og K.L. ■ Þær Heather Locklear og Heather Thomas eru að taka úr ser hrollinn eftir sundið, og hafa klætt sig í trimmjakkana. GLÆSILEGAR NOFNUR ■ Hér sjáum við tvær fallegar stúikur, sem hafa a.m.k. tvennt sameigin- legt, þ.e. nafnið og að báðar eru þær leikkonur í frægum bandarískum sjónvarpsþáttum. Til vinstri á myndinni er Heat- her Locklear, sem leikur í Dynasty, en Heather Thomas sem til hægri situr, leikur með Lee Ma- jors í þáttunum „The Fall Guy“. Báðar eru þær þarna nýkontnar á þurrt land eft- ir að hafa tekið þátt í sundkeppni sjónvarps- fólks í Bandaríkjunum. Ekki fylgir sögunni hversu vel þær stóðu sig, en sagt var að karlmenn á öllum aldri hefðu fylgt þeim með augunum og klappað ó- spart fyrir þeim. „Á síðasta fundi nefndar sem vinnur að þessum málum, þar sem sitja fulltrúar frá öllum stöðvum nema Steindóri, voru allir sammála um að þetta yrði til mikilla bóta fyrir hagsmuni stétt- arinnar. T.d. yrði hægt að fækka bílum og veita samt sömu þjón- ustu. Þetta virðist vera tilfinn- ingamál hjá mörgum, en það stríðir að mínu mati gegn allri skynsemi.“ - En eruð þið Hreyfilsmenn ekki of harðir á að stöðvamar sameinist undir ykkar merki? „Það er ekkert heilagt hjá okkur að hin nýja stöð héti Hreyfill. En hitt er annað að við erum eina stöðin sem getur tekið þetta yfir. Við gætum t.d. annað 150 fleiri bifreiðastjórum hér án þess að auka svo nokkru nemi við fastan kostnað. Stöðin hjá okkur er ekki af hagkvæmustu stærð eins og er.“ - Eru félagsmenn Hreyfds virkir í sínu félagi? „Ég tel að þetta sé mjög merkilegt félag að því leyti að þetta er eina samvinnufélagið á landinu þar sem allir félagsmenn eru 100% virkir. Að því leyti til er félagið mjög trútt sinni hugsjón. Það er ekki hægt að koma öllum þeim tillögum í framkvæmd sem hér eru fluttar, en stjórnin leggur sig fram um að taka mið af þeim tillögum sem fram koma frá hinum almenna félagsmanni. Þetta er virkt sam- vinnufélag. Það er oft talað um það að samvinnuhreyfingin sé komin langt frá hugsjón sinni, en ég tel það gæfu félagsins að þetta form var notað. Ef Hreyfill væri hlutafélag þá væri hann kominn í eign einstaklinga út í bæ. Það er formið sem gerir gæfumuninn að mínu mati.“ - Framtíðarverkefni? „Fyrir utan sameiningarhug- sjónina er helst að nefna að við vinnum að því að taka upp tölvutækni í afgreiðslu okkar. Þetta kerfi vinnur á þann hátt að allarsendingarsem bifreiðastjóri er kvaddur til koma til hans á prentara í bílnum, og sér tölvan um það að velja næsta bíl á sendingarstað. Með þessu ætti bílakostur stöðvarinnar að nýt- ast miklu betur og viðskiptavin- urinn ætti að vera öruggur með að fá fljóta og góða afgreiðslu." -BK erlent yfirlit ^ ■ SÍÐUSTU daga hefur ekki annað verið meira til umræðu á vettvangi alþjóðlegra stjórnmála en sú yfirlýsing, sem Juri And- ropov, forseti Sovétríkjanna, bjrti 24. þ.m. eða eftir að vestur- þýzka þingið ákvað uppsetningu bandarísku eldflauganna. ■ Yfirlýsing Andropovs hefur verið túlkuð á þann veg, að með henni slíti Sovétríkin viðræðum við Bandaríkin um takmörkun meðaldrægra eldflauga í Evrópu. Hún hefur einnig verið túlkuð á þann veg, að Andropov haldi vissum dyrum opnum. Hið rétta mun. að yfirlýsingin gerir hvort tveggja. í yfirlýsingunni segir, að eftir að Bandaríkin hafi hindrað ár- angur af viðræðunum í Genf, ■ Ein siðasta myndin, sem hefur verið birt af Andropov. Andropov slítur viðræðum en heldur þó dyrum opnum í yfirlýsingunni eru bæði hótanir og sáttaboð „líti Sovétríkin svo á, að áfram- haldandi þátttaka þeirra í við- ræðunum sé ómöguleg." Síðar í yfirlýsingunni er „heitið á leið- toga Bandaríkjanna og ríkja Vestur-Evrópu að yfirvega enn einu sinni allar afleiðingar, sem uppsetning nýrra bandarískra kjarnorkueldflauga í Vestur- Evro'pu geti haft." Þetta virðist vart skilið öðru vísi en að Sovét- ríkin væru fús til að halda við- ræðunum áfram, ef uppsetningu eldflauganna yrði frestað, þótt nokkrar þeirra hafi þegar verið fluttar til Evrópu. Þar sem mikið hefur verið um yfirlýsinguna rætt og hana mun vafalaust bera á góma framvegis, þykir rétt að birta hér meginefni hennar samkvæmt íslenskri þýð- ingu, sem hefur borizt frá APN. Yfirlýsingin er jafnframt glöggt dæmi um, hvernig Rússar munu haga áróðri sínum, ef úr upp- setningu verður. Hefst þá út- drátturinn: „Leiðtogar Sovétríkjanna hafa nú þegar kynnt álit sitt á hernaðarstefnu bandarísku ríkisstjórnarinnar fyrir sovézku þjóðinni og öðrum þjóðum heims, og varað ríkisstjórn Bandaríkjanna og annarra vest- rænna ríkja við hinum hættulegu afleiðingum þessarar stefnu. En hvorki Washington, Bonn, London né Róm hlýddu rödd skynseminnar - uppsetning bandarískra, meðaldrægra eld- flauga er að hefjast í Vestur- Þýzkalandi, Bretlandi og á íta- líu. Þannig er tilkoma Banda- rískra Pershing og stýriflauga í Evrópu orðin óafturkallanleg staðreynd. Evrópa hefur búið við frið í næstum 40 ár- lengra tímabil en nokkru sinni fyrr í sögu mann- kynsins. Þetta hefur aðeins verið mögulegt vegna friðarstefnu sós- íalísku ríkjanna, viðleitni frið- arafla álfunnar til að varðveita friðinn og vegna raunsærrar af- stöðu heiðarlegra stjórnmála- manna á Vesturlöndum. Jafn- vægi hefur skapazt milli herafla, þar á meðal kjarnorkuvígbúnað- ar, Norður-Atlantshafsbanda- lagsins og Varsjárbandalagsins, og hefur það stuðlað að öryggi og stöðugleika í álfunni. Á árum síðari heimsstyrjald- arinnar brunnu eldar eyðilegg- ingarinnar í Evrópu, en Banda- ríkjunum var þyrmt. Einnig nú halda þeir í Washington að með því að setja meðaldrægar kjarn- orkueldflaugar sínar upp í Evr- ópu og ógna með þeim sósíalísk- um ríkjum, takist þeim að bægja endurgjaldsárás frá heimalandi sfnu. Hvað við kemur öryggi bandamanna Bandaríkjanna í Vestur-Evrópu, þá lítur út fyrir að eina áhugamál bandarískra þjóðarleiðtoga sé að íbúar Vest- ur-Evrópu geti, með því að fórna lífi, sínu og eignum, bægt hætt- unni frá Bandaríkjunum, ef ■ Stöðugt magnast orðrómur- inn um veikindi Andropovs, en hann hefur ekki komið fram opinberlega síðan í ágúst. Washington léti undan þeirri ár- áttu sinni að hefja kjarnorku- styrjöld í þeirri fánýtu von að geta sigrað í henni. Uppsetning bandarískra kjarnorkueldflauga í Vestur- Evrópu er á engan hátt viðbrögð við neins konar meintum ugg Vesturlandabúa vegna núver- andi ástands valdajafnvægisins í Evrópú. Það hefur margoft verið sannað með tölum - tölum sem viðurkenndar hafa verið af sér- fræðingum og stjórnmála- mönnum á Vesturlöndum - að nú ríkir í grófum dráttum jafn- vægi í vígbúnaði meðaldrægra vopna milli NATO og Varsjár- bandalagsins, þar sem NATO hefur þó umtalsverða yfirburði hvað varðar fjölda kjarnaodda. Svo það væri þá Varsjárbanda- lagið sem hefði ástæðu til að telja sér ógnað, ef einhver hefði það. Hvorki Sovétríkin né önnur ríki hins sósíalíska samfélags geta lokað augunum fyrir þeirri staðreynd heldur, að Washing- ton hefur einnig boðað til „kross- ferðar“ gegn sósíalismanum og sósíalískum hagkerfum, svo þeir sem nú setja upp ný kjarnorku- vopn við þröskuld okkar eru að framfylgja þessari glæfrastefnu og leggja hana til grundvallar aðgerðum sínum. Geta Sovétríkin og önnur sós- íalísk ríki horft framhjá þessari hættu? Nei, það geta þau ekki. Þess vegna lýstu æðstu stofnanir flokka og ríkisstjórna sjö ríkja því yfir á fundi sínum í Moskvu 28. júní 1983, að þeir myndu aldrei, undir neinum kringum- stæðum, leyfa NATO-bandalag- inu að ná hernaðaryfirburðum yfir Varsjárbandalaginu. Þegar ríkisstjórnir Vestur- Þýzkalands, Bretlands og Jtalíu gáfu leyfi sitt til þess að settar yrðu þar upp bandarískar eld- flaugar, hlutu þær að vita það sem lá í augum uppi, sem var að Bandaríkin leituðu ekki eftir gagnkvæmt aðgengilegum samn- ingum um kjarnorkuvopn í Evrópu, heldur gerðu þau allt sem þau gátu, bæði innan Genf og utan, til að hindra slíkt sam- komulag. Einnig hlutu þau að vita að Sovétríkin og bandalags- ríki þeirra myndu grípa til nauð- synlegra aðgerða til að gæta öryggis síns og hindra Bandarík- in og NATO í því að raska núverandi valdajafnvægi í Evrópu. Við höfðum einnig tekið það greinilega fram, að nýjar, banda- rískar kjarnorkueldflaugar, sem staðsettar yrðu í Vestur-Evrópu, myndu gera ómögulegt að halda áfram viðræðum í Genf um kjarnorkuvopn í Evrópu. Þær ákvarðanir sem Vestur- Þjóðverjar, Bretar og Italir hafa gert undanfarna daga, sýna svo ekki verður um villzt, að, þvert ofan í öryggishagsmuni sinna eigin ríkja og þvert ofan í örygg- ishagsmuni Evrópu í heild og í andstöðu við hagsmuni friðarins, hafa þessar ríkisstjórnir gefið grænt ljós fyrir uppsetningu bandarísku eldflauganna. Þær bera því, ásamt ríkisstjórn Bandaríkjanna, alla ábyrgð á afleiðingum þessarar stefnu, sem Sovétríkin höfðu varað við fyrir- fram. Eftir að hafa vegið og metið allt ástandið sem skapazt hefur, hafa Sovétríkin samþykkt eftir- farandi ákvörðun: í fyrsta lagi. Þar sem Banda- ríkin hafa komið í veg fyrir að mögulegt sé að komast að gagn- kvæmt aðgengilegu samkomu- lagi í Genf, um takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar í Evrópu, svo áframhald þeirra viðræðna yrði aðeins yfirskin, sem Banda- ríkin og önnur NATO-ríki gætu notað til að grafa undan öryggi í Evrópu og heimi öllum, líta Sovétríkin svo á að áframhald- andi þátttaka þeirra í viðræðun- um sé ómöguleg. I öðru lagi. Sovétríkin aflýsa einhliða ákvörðunum sínum, sem þau höfðu áður samþykkt til að skapa hagstæðara andrúms- loft fyrir viðræðurnar. Þannig hafa þau aflýst því að stöðvuð yrði uppsetning meðaldrægra Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar kjamorkueldflauga í Evrópu- hluta Sovétríkjanna. í þriðja lagi. Samkomulaghef- ur verið gert við ríkisstjórnir Þýzka alþýðulýðveldisins og Tékkóslóvakíu um að undirbún- ingsstarfi því sem boðað hefur verið og er þegar hafið, undir uppsetningu meðaldrægra eld- flauga í þessum löndum, verði hraðaií. í fjörða lagi. Þarsem uppsetn- ing cldflauga Bandaríkjanna í Evrópu skapar aukna hættu fyrir Sovétrikin, munu þau haga upp- setningu samsvarandi eldflauga- kerfa sinna með nákvæmu tilliti til aðstæðna á höfum og hafsvæð- um. Að eðli til verða þessi vopnakerfi okkar í samræmi við þá ógnun sem bandarísku eld- flaugarnar sem beint er að okkur og bandamönnum okkar frá ríkj- um Vcstur-Evrópu búa okkur. Það þarf ekki að taka það fram, að til annarra ráða verður einnig gripið til að tryggja öryggi Sovétríkjanna og annarra sós- íalískra ríkja. Um leið og við boðum að staðið verður við þær svarráðstaf- anir sem boðaðar hafa verið af hálfu Sovétríkjanna, viljum við taka þær fram að þeim verður stranglega haldið innan þeirra marka sem aðgerðir Bandaríkj- anna og NATO setja þeim. Við leggjum áherzlu að við sækjumst ekki eftir hernaðaryfirburðum, og við munum aðeins gera það scm bráðnauðsynlegt er til að hernaðarjafnvæginu verði ekki raskað. Ef Bandaríkin og önnur NATO-ríki sýna vilja á að snúa atburðarásinni í það horf sem hún var fyrir uppsetningu banda- risku eldflauganna í Evrópu, eru Sovétríkin að sjálfsögðu einnig reiðubúin til þess. Þá myndu fyrri tillögur okkar um tak- mörkun kjarnorkuvígbúnaðar í Evrópu öðlast gildi sitt að nýju. Myndi það einnig gilda um ein- hliða skuldbindingar okkar um fækkun vopnakerfa, sem einnig myndu þá koma til framkvæmd- ar. Sovézkir leiðtogar heita á leið- toga Bandaríkjanna og ríkja Vestur-Evrópu, að yfirvega enn einu sinni allar afleiðingar sem uppsetningar nýrra bandarískra kjarnorkueldflauga í Vestur- Evrópu getur haft fyrir þessar þjóðir og heim allan. Sovétríkin eru þess fullviss, að friður verður ekki varðveittur né öryggi tryggt með því að finna upp og framleiða sífellt nýjar vopnategundir, heldur þvert á móti, með því að fækka núver- andi vopnategundum og lækka staðal þeirra. Við mannkyninu blasa of mörg verkefni sem ekki verða leyst aðeins vegna þess að geysilegum verðmætum, efnis- legum og andlegum er sóað til vígbúnaðar. Einnig frá þessu sjónarmiði, cr róttækur niður- skurður kjarnorkuvígbúnaðar ávinningur fyrir allar þjóðir."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.