Tíminn - 29.11.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.11.1983, Blaðsíða 12
ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 ENGIN NÝ BANKAÚTI BÚ NÆSTU ÞRJÚ ÁR — segir í samþykkt frá kjördaemisþingi Framsóknarmanna í Suðurlandskjördæmi ■ Kjördæmisþing fram- sóknarmanna í Suður- landskjördæmi var haldið í Félagsheimilinu í Vest- mannaeyjum dagana 19.- 20. nóvember. Um 60 manns sóttu þingið og er það meiri fjöldi en verið hefur undanfarin ár. Kon- ur voru óvenju fjölmenn- ar á þinginu. Mun allt að þriðjungur þingfulltrúa hafa verið konur. Svo virðist sem samþykkt sú sem framsóknarkonur gerðu á landsþingi sínu á Húsavík á dögunum og mikið verið fjallað um í fjölmiðlum, hafi haft víð- tæk áhrif og konur flykk- ist nú til starfa fyrir flokkinn. Guðni Ágústsson formaður kjör- dæmissambandsins sctti þingið og flutti skýrslu stjórnar. í skýrslu um kjör- dæmisblaðið Þjóðólf kom fram að töluverður hagnaður hefur verið á blaðinu á s.l. ári og útlit fyrir hagnað á þessu ári. Jón Helgason landbúnaðarráðherra og þingmaður kjördæmisins flutti ávarp á þinginu og ræddi um stjórn- málaviðhorfið. Hann rakti aðdraganda myndunar núverandi ríkisstjórnar og taldi að markmið þau sem stjórnin setti sér hafi náðst, en þau voru fyrst og frcmst að halda fullri atvinnu í landinu, koma verðbólgunni niður, halda genginu stöðugu og stöðva skuldasöfnun erlendis. Jón sagði full- yrðingar stjórnarandstöðunnar um, að ríkisstjórnin hefði skert kjör almenn- ings í landinu, vera hugsanaskekkju. Ytri aðstæður settu þjóðarbúinu og þar með fólkinu í landinu þessar skorður. Haukur Ingibergsson, framkvæmda- stjóri flokksins flutti ávarp og ræddi um flokksstarfið. Hann hvatti fram- sóknarfólk til að líta inn á skrifstofu flokksins.þegarþaðætti leiðíborgina. Inga Þyrí Kjartansdóttir, starfsmað- ur flokksskrifstofunnar flutti einnig ávarp. Var það hvatningarávarp til kvenna um að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn, svo og að taka virkan þátt í hinu almenna flokksstarfi. Helstu samþykktir þingsins voru m.a. breytingar á lögunum sem stór- auka tölu fulltrúa á kjördæmisþingum, þannig að félög ungs fólks og fram- sóknarkvenna fá sama rétt og almenn flokksfélög. Þá var samþykkt á þinginu að prófkjör skuli fara fram fyrir næstu Alþingiskosningar. Kosin var nefnd til að semja prófkjörsreglur, sem leggja skal fyrirstjómir félaganna í kjördæm- inu og síðan leggja fullmótaðar fyrir næsta kjördæmisþing. Samþykkt var áskoran til þingmanna Framsóknarflokksins, að nú þegar verði stöðvuð fjölgun á bönkum og bankaút- ibúum og gildi sú stöðvun í allt að þrjú ár. Þingið samþykkti að beina þeirri áskorun til stjómvalda, að afnuminn verði söluskattur af búvélum fram- leiddum innanlands. ■ Fylgst með af athygli. Hinn almenni flokksmadur á stóru hlutverki að gegna ■ Kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðurlandskjördæmi 1983 telur að öflugt flokksstarf sé stjórnmálaflokki mikilvægt. Lifandi umræða og fjöl- breytt starfsemi á sem flestum sviðum, varðveita hugsjónir flokksins og marka nýjar leiðir með breyttum tímum. Hinn almenni flokksmaður á stóru -hlutverki að gegna og verður ávallt að gæta vöku sinnar. Mikilvægt er að sem flestir einstaklingar taki þátt í starfi stjórnmálaflokkanna sem eru hornsteinar lýðræðisins, því er nú mikilvægara en fyrr að Framsóknar- flokkurinn kynni stefnu sína og stórefli sitt innra starf. Kjördæmisþingið vill í því sambandi benda á eftirfarandi: Efla flokksstarf, íhuga fjölgun flokks- félaga s.s. í öllum þorpum og á hinum stærri svæðum, athuga má hvort allt framsóknarfólk eigi ekki samleið í sama félagi. Störf flokksfélaga þarf að marka á nýjan hátt þannig að tekið sé mið af starfi hinna frjálsu félaga sem náð hafa fjöldaþátttöku í sínu starfi. Þingið telur mikilvægt að efla mál- gögn flokksins. Dagblaðið Tíminn hef- ur verið sverð ogskjöldur Framsóknar- flokksins um áratugaskeið. Mikilvægt er að þær breytingar sem nú standa fyrir dyrum á Tímanum takist vel svo blaðið styrkist fjárhagslega og geti af meiri krafti hafið nýja sókn fyrir stefnu Framsóknarflokksins og sókn umbóta- aflanna í landinu. Þingið leggur áherslu á að héraðsblaðið Þjóðólfur og Framsóknarblaðið í Vestmannaeyj- um, sem eru málgögn Framsóknar- stefnunnar á Suðurlandi, verði efld og stuðningsmenn flokksins auki skrif st'n í blöðin. Þingið fagnar fyrirhuguðu námskeiði til að þjálfa flokksmenn til að skrifa blaðagreinar. Flokksfélögin eru hvött til að auka námskeiðahald og þjálfun félaganna einnig telur þingið samkomuhald mikilvægan lið s.s. árshátíðir, spila- kvöld og kvöldvökur. Þingið fagnar aukinni þátttöku kvenna í þjóðmálabaráttunni og hvet- ur þær til starfa í flokksfélögum Fram- sóknarflokksins um allt land. Stjórn KSFS verður nú þegar að íhuga leiðir til að marka sambandinu fastar tekjur svo hægt verði að auka útbreiðslu og erindrekstur. Aðildarfé- lögum sambandsins skulu þökkuð góð störf á liðnu ári, ekki síst þáttur þeirra í kosningabaráttunni. Þingið telur að kjördæmissamband- ið eigi að skipuleggja fundi í kjördæm- inu á komandi vetri. Væri í því sambandi hægt að hugsa sér laugar- dagsfundi þar sem snæddur yrði hádeg- isverður. Þingmönnum flokksins í kjördæm- inu eru þakkaðir svonefndir viðtals- fundir sem nú eru fastir liðir á ári hverju og hafa verið vel sóttir. (Ályktun um flokksstarf) ■ Jón Helgason landbúnaðarráð- | Þórarinn Sigurjónsson alþingis- berra. maður. ■ Guðni Ágústsson formaður kjör- ■ Haukur Ingibergsson fram- dæmissambandsins. kvæmdastjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.