Tíminn - 29.11.1983, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983
fréttir
Sverrir Hermannsson idnadarráðherra um tillögur stjórnkerfisnefndar:
ER HELDUR JAKVÆÐUR”
■ „Ég er heldur jákvæður í garð þess-
ara tillagna stjornkerfisnefndarinnar,"
sagði Sverrir Hermannsson iðnaðarráð-
herra er Tíntinn spurði hann hver afstaða
hans væri til þeirra tiUaga sem stjóm-
kerfisnefnd hefur gert um breytingar á
lögum um Stjórnarráð íslands.
Sverrir sagði jafnframt: „Mér sýnist
margt horfa til bóta, en þó vil ég ekki
dæma um ágæti tillögu eins og þeirrar að
færa saman landbúnaðar- og sjávrút-
vegsráðuneytin. Ég reyndar efast um
ágæti þeirrar tillögu og bendi á að ekki
er allt fengið með því að fækka ráðherr-
um, því ekki þarf endilega að fylgja
sparnaður í kjölfar þess.“
Sverrir sagðist telja að margar góðar
tillögur væru gerðar þarna, svo sem
tillagan um ráðherraritara, sem ættu að
vera pólitískt ráðnir og fá meira valdsvið
en aðstoðarmenn ráðherra hefðu nú.
Auðvitað væri ekki ráð að leggja ráðun-
eytisstjóra af, því einhver yrði að
stjórna. Hér væri því fremur um það að
ræða að embættisheitum yrði breytt,
þannig að ef þetta nýja fyrirkomulag
yrði tekið upp, þá yrði verksvið skrifstof-
ustjóranna sennilega með svipuðum
hætti og verksvið ráðuneytisstjóranna í
dag. Sverrir sagðist telja tillöguna um að
í hverju ráðuneyti verði sérstakur starfs-
maður eða deild sem hafi með fjárlagatil-
lögur að gera vera spor í rétta átt. Þá
sagðist hann telja mikilvægt að embættis-
mönnum yrði fækkað, æviráðning yrði
afnumin og að hæfileg endurnýjun ætti
sér stað með því að embættismenn
flyttust á milli ráðuneyta. „Allt sýnist
mér þetta vera í rétta átt svo og að
Hagstofan verði utan við ráðuneytis-
skipanir," sagði Sverrir jafnframt.
Þá sagðist Sverrir ekki telja síður
mikilvægt að ríkisendurskoðun færi und-
ir Alþingi, þar og hvergi annars staðar
ætti hún að vera.
-AB
Rætt við tvo fulltrúa
fiskideilda á Suðurlandi
á Fiskiþingi:
„LEGGJUM HL AÐ
ÞORSKAFUNN VERDI
280 MÍS. LESTIR”
— og skiptist jafnt
milli báta og togara
Þeir Benedikt Thorarensen og Þorsteinn Jóhannesson.
Tímamynd GE
■ „Ég er hræddur um að samdráttur-
inn í aflamagninu hjá okkur sé veru-
legur, miðað við tvö undanfarin ár,
sérstaklega í þorskveiðum, ég hef að
vísu ekki nákvæma töiu en tel að það
nemi ekki undir 20%“ sagði Benedikt
Thorarensen í samtali við Tímann er við
ræddum við hann og Þorstein Jóhannes-
son á Fiskiþingi en þeir eru fulltrúar fyrir
Fjórðungssamband fiskideilda á Suður-
landi.
í máli þeirra kom fram að humarveið-
ar hefðu gengið mjög vel í fjórðungnum
á árinu, eða svipað og rækjuveiðar sem
einnig hefðu verið góðar. Síldveiðar
hefðu einnig gengið þokkalega en meira
hefði verið af millisíld í aflanum en var
í fyrra.
Þeir sögðu að Fjórðungssamband
myndi leggja til á þinginu að heildar-
þorskaflinn á næsta ári yrði 280 þúsund
lestir og að honum yrði skipt jafnt milli
togara og báta.
Hvað varðaði stöðuna almennt í fjórð-
ungnum sögðu þeir að rekstrarskilyrði
báta og togara hefðu verið misjöfn.
Vegna raunvaxtastefnunnar hefðu þeir
sem hefðu keypt eða átt ný tæki átt í
miklum vandræðum og væri lausn þeirra
vandamála ekki í sjónmáli nú. Þá sagði
Þorsteinn að olíuskuldir sumra útgerðar-
aðila á Suðurnesjum væru þeim óyfir-
>fíganlegar en eins og fram kom í
Tímanum nýverið þá nema þessar skuld-
ir þegar á heildina er litið nú yfir 100
milljónum kr. „Ég get ekki séð að
nokkur grundvöllur sé fyrir hendi í dag
hvað varðar rekstur báta eða togara án
þess að breytingar verði á lánskjörum
okkar og raunvaxtastefnunni að við-
bættum sölucrfiðleikunum" sagði Þor-
steinn.
Benedikt sagði að honum fyndist
tillaga sjávarútvegsráðherra um að hefja
ekki netaveiðar fyrr en 15. febrúar
fullrótæk. „Ég vil heldur skipta á maí-
dögum fyrir skammdegisdaga í janúar"
sagði hann.
-FRI
Kortsnoj— Kasparov:
■ Kortsnoj valdi Katalónska byrjun í
ijórðu einvígisskákinni, sem tefld var
s.l. sunnudag. Kasparov hefur aldrei
teflt þessa byrjun fyrr svo vitað sé, enda
fékk hann heldur þrengra tafl í byrjun.
Kortsnoj komst út í endatafl, sem var
heldur betra fyrir hann, en Kasparov
varðist af öryggi. Þegar skákin fór í bið
eftir 41. leik Kortsnojs áttu keppendur
hvor kóng, hrók og sex peð, og þó að
staða Kortsnojs væri virkari, fann hann
ekki vinningsleið. Jafntefli var því samið
í gær án frekari taflmennsku.
Nú er lokið þriðjungi einvígisins og
hefur Kortsnoj vinningi meira. Honum
hefur tekist að halda Kasparov niðri, svo
að sá síðarnefndi hefur ekki fengið
tækifæri til að sýna sóknarsnilld sína.
Kasparov, sem í dag er stigahæsti skák-
maður heims, verður að fara að snúa
gangi mála sér í hag, ef hann ætlar að
komast í einvígi við Karpov heimsmeist-
4. skákin
Hvítt: Kortsnoj. Svart: Kasparov
Katalónsk byrjun.
1. d4 d5 Kasparov finnst ekki enn
kominn tími til að beita uppáhaldsbyrj-
unum sínum, Ben-Oni og Kóngsind-
verskri vörn. 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4.
g3-I skákinni kom upp Tarrasch-vörn
eftir 4. Rc3c5. Nú ertefld rólegogörugg
byrjun, sem nefnist Katalónsk byrjun.
4. - Be7 5. Bg2 0-0 6. 0-0 dc4 7.
Dc2 a6 8. Dxc4 b5 9. Dc2 Bb7 10.
Bd2 Be4 11. Dcl Rc6 12. Be3
Rb4 13. Rbd2 Bb7 14. Bg5 Hc8
Svartur undirbýr 15. - c5 til að losna við
bakstæða peðið á c7 og angra drottningu
hvíts á cl. 15. a3 Rbd5 16. Rb3 —
Hvíti riddarinn hefur auga með tveim
viðkvæmum reitum í herbúðum svarts,
a5 og c5. 16. - h6 17. Ra5 Ba8 18.
Rc6—Eftir 18. Bxf6 Bxf6 19. Rc6 De8
(eða jafnvel 19. - Dd6 20. Ra7 Hcd8 21.
e4 Db6 með góðu spili fyrir svart) 20.
Rce5 Be7 ásamt 21. — c5 og svartur
stendur vel. 18. — Bxc6 19. Bxf6
Bb7 20. Bxe7 Dxe7 21. Dc5 -
Svartur verður að koma í veg fyrir 21. -
c5, en eftir 21. b4 gæti svartur leikið 21.
- a5 22. bxa5 c5 með góðu spili. 21. —
Dxc5 22. dxc5 Re7 23. a4 b4.
Svartur má ekki leyfa opnun a-línunnar.
24. Rd4 — Til greina kom einnig 24.
Re5 Bxg2 25. Kxg2 f6 ásamt 26. - Rc6
og hvítur kemst lítið áleiðis. 24. —
Bxg2 25. Kxg2 Hfd8 26. Hfdl Hd5
27. Rc2 Hb8! Með þessum sterka leik
valdar svartur peðið á b4, hótar að vinna
hvíta peðið á c5 og hótar við tækifæri að
leika b3. 28. Hxd5 Rxd5 29. Rd4
Re7 30. Hdl Kf8 Kasparov hættir
ekki á riddaraendataflið eftir 30. - Hd8
ásamt 31. - e5, enda gæti svartur lent í
vandræðum, þegar hvíti kóngurinn
kemst til c4. 31. Rb3 Rc6 32. f4 —
Ekki 32. Hd7 Hb7 ásamt 33. - Ke8 og
hvíti hrókurinn verður að hörfa 32. —
Ke7 33. Kf3 g6 34. Hd2 f6 Svartur
getur ekkert gert annað en að bíða. 35.
Ke4 f5t 36. Kd3 e5 37. e4 - Eftir
37. Kc4 Ke6 kemst hvítur ekkert áfram.
37. - Ke6 38. Ke3 exf4t 39. gxf4
g5 40. Rd4t — Þessi leikur einfaldar
taflið enn frekar, en ekki er auðvelt að
benda á betri leik fyrir hvít. 40. —
Rxd4 41. Hxd4 —
STOÐUMYND
í þessari stöðu lék Kasparov biðleik.
Staða Kortsnojs er virkari, en erfitt er að
sjá, hvernig hann getur unnið þessa
stöðu enda var jafntefli samið án frekari
taflmennsku.
Hugsanlegt framhald væri 41. -gxf4t
42. Kxf4 fxe4, en sumir telja 41. - a5
öruggasta leik svarts.
Staðan:
Kortsnoj 2V2
Kasparov IV2
Bragi Kristjánsson
Sfldin
bjarg-
vættur
Grind-
víkinga
■ í Grindavík hefur verið mikil vinna
nú í haust. Segja má að síldin hafi
verið okkar bjargvættur það sem mikið
af henni barst á land hjá okkur. Mikill
meirihluti hefur farið í salt, en einnig
nokkuð í frystingu. Alls hafa borist á
land í kring um 9000 lestir, sem komið
cr. Nokkrir bátar hafa verið á línu,
netum og fiskitrolli, en mikil ördeyða
hefur verið hjá þeim flestum. Miklar
umræður hafa orðið manna á milli'
vegna tillagna fiskifræðinga um há-
marksþorskafla næsta ár. Alveg cr
Ijóst að verði farið að tillögum þeirra
þá verður mikill samdráttur á tekjum
þeirra sem byggja sína afkomu alfarið
á fiskveiðum en það eru allflestir íbúar
Grindavíkur. Fullyrða má að ekkert
sveitarfélag á Suöurnesjum byggi sína
afkomu eins ntikið á fiskveiðum og
Grindvíkingar. Rækjuveiðar hafa vcr-
ið stundaðar i litlum mæli frá Grinda-
vík en gjöful rækjumið virðast vera
útfrá Reykjanesinu og má því telja
eðlilegt að með minnkandi þorskafla
ættum við að fá úthlutað verulegum
skammti af rækju til þess að vega upp
á móti samdrætti í þorskveiðum. Á
þessu ári er ísfclag Grindavíkur að
byggja myndarlegt hús á Hafnargarð-
inum í Grindavík undir ísframleiðslu.
Þeir sem standa aö byggingunni cru
fiskframleiðendur, útgerðarmenn og
Grindavíkurbær. Fyrirhugað er að
hægt vcrði að afgreiða ís frá henni í
byrjun næsta árs, og verður mikil bót
fyrir útgerðarmenn og sjómenn því að
mikinn hluta af ísnum hefur þurft að
sækja til annarra byggðarlaga. Hefur
hlotist mikill kostnaður af. Formaður
fsfélags Grindavíkur er Eiríkur Tómas-
son.
Fyrsta loðnan barsl til Grindavíkur
fyrir helgina. Þá kom Hrafn GK mcð
640 lestir. Gunnar/BK
Landhelgin
12 mílur
samkvæmt
áfengis-
lögum
■ Jón Hclgason hefur mælt fyrir
frumvarpi um breytingu á áfengis-
lögurn og felur í sér að breytt verði
reglum um meðferð varnings í skipum
og öðrum farkostum er til landsins
koma, þannig að ekki verði skylt að
innsigla tollskyldan varning, sem er
umfram það sem hcimilt er að hafa til
frjálsra afnota.
Þá verður fellt úr gildi ákvæði
ágengislaga um víðáttu landhelgi. Með
breytingunni cr landhelgin samkvæmt
áfengislögum 12 sjómílur frá grunn-
línu. Frumvarpið er flutt til samræmis
við ákvæði í frumvarpi um breytingu á
lögum um tollheimtu og tolleftirlit.
-OÓ
Tónleikar
Musica Nova
í kvöld
■ Fyrstu tónleikar Musica Nova á
þessum vetri verða í kvöld í Bústaða-
kirkju kl. 20.30. Verða þar frumflutt
fjögur ný tónverk eftir jafnmörg ís-
lcnsk tónskáld, öll samin að beiðni
flytjendanna. Flutt verða Dansardýrð-
arinnar, fyrir gítar og fjögur hljóðfæri
eftir Atla Heimi Svemsson, samið að
beiðni Péturs Jónassonar gítarleikara,
Hendur, fyrir strengjasveit eftir Pál P.
Pálsson, samið að beiðni Nýju strengj-
asveitarinnar, Ástarsöngur, fyrir barí-
tónrödd og kammersveit, samið að
beiðni John Speight barytónsöngvara
og loks, Myndhvörf, fyrir málmblás-
arasveit eftir Áskel Másson, samið að
bciðni Þóris Þórissonar. -JGK