Tíminn - 09.12.1983, Qupperneq 4

Tíminn - 09.12.1983, Qupperneq 4
3 TONN AF FÍKNI- EFNUM í UMFERD! — Lagt til að greiða uppljóstrurum peningaupphæðir ■ Af þeim sem best þekkja til er áætlað að allt að 3 tonn af fíkniefnum séu í umferð hér á landi. Ljóst er að neysla ávana- og fýkniefna fer mjög ört vaxandi og meðal hugmynda til að sporna við enn frekari innflutningi og sölu, er að greiða þeim fjárupphæðir sem gefa lögreglunni upplýsingar um smygl (ikniefna og sölu á þeim. Mikið var rætt um þessi mál á Alþingi í gær og þar komu þessar upplýsingar fram. Annar fyrirspyrjandinn Jóhanna Sigurðardóttir kvaðst hafa leitað heim- ilda um magn fíkniefna og fengið upplýs- ingarnar um að allt að þrjú tonn væru í umferð. Hinn fyrirspyrjandinn Gunnar G. Schram, taldi að neyslan væri 1/2-1 tonn á ári. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrirspyrjendur höfðu aflað sér, næst ekki nema örlítið bort af þeim fíkniefnum sem smyglað er til landsins. Jón Helgason dómsmálaráðherra sagðist gera allt sem í hans valdi stæði til að koma í veg fyrir útbreiðslu fíkniefna og las hann greinargerðir um þessi mál, sem hann krafði lögreglustjóraembættið í Reykjavík unt og fíkniefnadeild rann- sóknarlögrelgunnar og tillögur til úr- bóta. Lögðu báðir aðilar áherslu á að lögreglu- og tollyfirvöld um allt land hefðu sem nánasta samvinnu til að koma í veg fyrir fíkniefnamisferli. Meðal til- lagna frá lögreglustjóraembættinu var að fé yrði veitt til að greiða þeim aðilum, sem gætu gefið upplýsingar um smygl eða sölu fíkniefna. Ragnhildur Helgadóttir menntamála- ráðherra sagði, að unnið væri að hvernig veita mætti sem áhrifamesta fræðslu í skólum um skaðsemi fíkniefna. Margir þingmenn tóku til máls og hétu á stjórnvöld að láta ekki deigan síga í þeirri viðleitni að stemma stigu við þessum ófögnuði. -OÓ. Verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Jónas Tómasson Afmælisplata Háskólakórsins komin út: ■ Hljómsveitin Frakkarnir heldur tónleika í Félagsstofnun Stúdenta í kvöld, 9. des. Þar kynna þeir lög af væntanlegri plötu sinni 1984 en hún mun tileinkuð mannréttindabaráttunni. ■ Síðustu helgi nóvember var fjölskylduhátíð í Ölfusborgum á vegum Samvinnu- ferða - Landssýnar, ASLog Alþýðuorlofs. Hátíðin hófst síðdegis á föstudegi og lauk á sunnudagskvöldi og voru margar skemmtilegar uppákomur. Orlofshúsin eru ekki í fuliri notkun á veturna, enda oft lítið við að vera ef eitthvað er að veðri, en á fjölskylduhátíðum sem þessarri þarf svo sannarlega ekki að kvarta yfir aðgerðarleys- inu. - BK. Hvað eiga húsin í Hollandi að heita? ■ Hjá Samvinnuferðum - Landssýn stendur nú yfir verðlaunasamkeppni um nafn á sumarhúsin í Hollandi og 1. verðlaun eru vegleg 3ja vikna dvöl fyrir alla fjölskylduna í Femhof eða Kemper- vennen. Leitað er að einu orði sem ekki einungis nær yfir glæsileg hús og góða gistingu, heldur einnig yfir alla þá fjölbreyttu þjónustu og aðstöðu sem boðið er uppá í „sumar" húsabæjunum. Sú staðreynd áð 1 fíölskr!>•>>p:tradís er í notkun allt ;"ið ger:r >.'.imar húsa- nafnið enntreka' oiuuiiæ^iaiiui. , il- lögum í samkeppnina þarf að skila til ferðaskrifstofunnar fyrir 10. janúar, og má hver þátttakandi senda allt að fimm tillögur. Sérstök dómnefnd mun úr- skurða um tillögur sem berast. ~ BK. ■ í tilefni 10 ára afmælis fyrstu tónleika sinna hefur Háskólakórinn gefið út hljómplötu sem á eru einvörðungu nýleg verk eftir tónskáldin JónasTómasson og Hjálmar H. Ragnarsson. Fyrsti stjórn- andi kórsins var Rut L. Magnússon, en ■ Opnuð hafa verið tilboð í innanhús- frágang í nýbyggingu Krabbameinsfé- lagsins að Reykjanesbraut 8, alls bárust 15 tilboð í þetta verk, auk sex tilboða í vissa verkhluta. Lægsta tilboðið var frá Trésmíðaverk- stæði Erlendar Péturssonar eða rúmar 9,3 milljónir. (Kostnaðaráætlun var upp arftaki hennar, Hjálmar H. Ragnarsson tók við stjórn kórsins 1980 en lét af því starfi á þessu ári. Núverandi stjórnandi er Árni Harðarson. Háskólakórinn hefur komið fram á fjölda tónleika bæði innanlands og utan á 12,6 millj. kr.) og ar það því 73,7% af áætlun. Hæsta tilboðið var upp á tæpar 14,2 millj. kr. Byggingarncfnd Krabbameinsfélags- ins mun taka afstöðu til tilboðanna á næstunni. -FRI og flutt mörg stórvirki, hann hefur farið í tónleikaferðir víða um landið og komið fram í Skotlandi, írlandi, Norðurlöndum og Sovétríkjunum. Á hinni nýju hljómplötu kórsins eru Kantata IV - Mansöngvar, eftir Jónas Tómasson tónskáld á ísafirði. Verkiðer samið að beiðni Háskólakórsins 1981 og frumflutt á tónleikum Musica Nova sama ár. Textinn er Ijóðaflokkur Hann- esar Péturssonar, manvísur. Með kórn- um leikur lítil kammersveit skipuð þeim Michel Sheldon, Nóru Kornbluh, Óskari Ingólfssyni og Snorra S. Birgissyni. Á seinni plötusíðu eru tvö verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Tveir söngvar um ástina, samið við Ijóð Stefáns Harðar Grímssonar og Canto en það verk var samið sumarið 1982 er daglegar fréttir bárust um hörmungar í Líbanon. Þórir Kr. Þórðarson valdi texta úr ýmsum bókum Gamla testamentisins í samræmi við hugmyndir tónskáldsins. í verkinu er leikið undir söng kórsins á hljóðgerfil. JGK Nýbygging Krabbameinsfélagsins: Lægsta tilbodið 73.7% af áætlun Sveitastjórnarmenn í V-ísaf jarðarsýslu: Skora á ráðherra og Vegagerd að bæta snjómokstur ■ Tuttugu og fjórir sveitastjórnarmenn í Vestur ísafjarðarsýslu hafa með undir- skrift sinni skorað á Samgönguráðherra og Vegagerð ríkisins að endurskipu- leggja snjómokstur á vegum innan sýsl- unnar. 1 rökstuðningi segja þeir að sveitastjórarnir á svæðinu álíti það for- 1 sendu fyrir þeirri þróun í atvinnu, heil- bngðis- og félagsmálum, scm talin er æskileg á Vestfjörðum að litið sé á byggðarlögin í Vestur ísafjarðarsýslu, sem eina heild af þeim sem skipuleggja og sjá um samgöngumál. Eitt fyrsta skrefið í þá átt Jelja þeir að fullt samræmi sé í snjómokstri á vegum innan og milli þessara byggðarlaga, þ.e. að vegurinn Þingeyri um Dýrafjörð, Gemlufallheiði og um Önundarfjörð og Breiðadalsheiði til ísafjarðar, svo og um Botnsheiði til Suðureyrar, verði opnaður samdægurs tvisvar í viku. Einnig gerir fundurinn þá krufu, að vegurinn um Hrafneyrarheiði sé mokaður á haustin svo lengi sem veghefill ræður við það. Taka verður tillit til þeirrar sérstöðu sem Vestfirðir hafa í samgöngumálum, segja sveitastjórnarmennirnir 24, bæði vegna erfiðra fjallvega og ólbíðrar verðráttu á vetrum. Að lokum gera þeir þá kröfu að vegagerðinni verði séð fyrir tækjakosti sem fær sé um að halda umræddum vegum opnum í öllum meðalvetrum. - BK.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.