Tíminn - 09.12.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.12.1983, Blaðsíða 7
■ Enginn karlmaður stenst töfra Joan Collins, ekki einu sinni hinn veraldarvani Henrj' Kissinger. JOAN COLLINS TALAÐIHENRY KISSINGER TIL hann hefur nú lofað að koma fram í „Dynasty" ■ Henni Joan Collins er ekki fisjað saman. Ekki nóg með það að henni hefur tekist að halda sér á toppnum sem kyntákn í leikbransanum allt til þessa dags, en hún stendur nú á fimmtugu, heldur hefur hún nú sýnt og sannað, að hún uppfyllir þá ímynd, sem hún hefur skapað á hvíta tjaldinu, í einkahTinu líka. Hún vefur sem sagt hvaða karl- manni sem er um fingur sér. Nýjasta dæmið um það, að karimenn standast ekki töfra Joan, er loforð, sem hún togaði út úr Henry Kissinger, þeim vcraldarvana diplomat. Fundum þeirra bar nýlega saman á dans- leik, sem haldinn var í góðgerð- arskyni í borginni Denver, og þótti mjög við hæfi, að Joan væri heiðursgestur þar, þar sem sjón- varpsþættirnir, sem nú halda nafni hennar hvað hæst á loft, Dynasty, eru kallaðir öðru nafni Denver-þættir. Fjölskyidan, sem þeir fjalla um og er einhvers konar ýkt mynd af Ewingunum í Dallas, er nefnilega búsett í Denver. Joan settist að Henry Kissinger og linnti ekki látunum fyrr en hún hafði fengið hann til að lofa að koma f'ram í þessum alræmdu þáttum. Þótti mörgum henni þar hafa tekist hið ómögu- lega. En Joan er lítillát og lét lítið yfir þessu afreki sínu. - Henry er ágætis karl, sagði hún aðeins og brosti út í annað. ■ Henry Kissinger hefur til þessa látið það vera að taka að sér hlutverk í vinsælum „sápuóp- erum". En nú hefur hann látið tilleiðast. „Fyrirkomulag söfnunarinnar er þannig að við sendum inn á hvert heimili á landinu lítinn söfnunarkassa ásamt plakati og gíróseðli og við beinum því til fólks að það leyfi börnum sínum að sjá um að safna, því að aðallega eru þetta börn í Eþíó- píu sem standa frammi fyrir dauðanum. Við höfum orðið varir við það að það er beinlínis liður í jólaundirbúningi margra heimila að láta eitthvað af hendi rakna til þeirra sem utan nægta - borðsins sitja.“ „Hjá hjálparstofnun starfa yfirleitt ekki nema 3 manneskj- ur, en sem betur fer erum við 5 núna meðan á þessari söfnun stendur. Við erum að vinna að ýmsum öðrum verkefnum. Tveir menn fara á okkar vegum til Erítreu á næsta ári til þess að kenna netagerð og fiskveiðar. fslenskur jarðborunarmaður fer til Úganda til þess að hjálpa til að leita að vatni. Þá höfum við verið með kennslu í fiskeldi og fiskirækt í Kína og Hong Kong og tvo starfsmenn í Súdan í alhliða þróunarverkefni þar. Þá má nefna að til Póllands sendum við um daginn 60 tonn af síld og sendum 40 tonn af þurrkuðum saltfisk til Ghana. Þarríkirmikill skortur, en svo mikil óreiða í flutningum og dreifing að við vorum beðnir að doka við, en nú höfum við fengið beiðni um að senda þangað nokkur hundruð tonn“. „Hjálparstofnun hefur þá reglu að fylgjast sjálf með dreif- ingu á matvælum, til þess að tryggja að allt fari rétta boðleið. Þannig mun maður frá okkur fara tif Eþíópíu þegar við getum farið að senda þangað, vonandi í janúar“. „Við viljum þakka þá gjafa- skreið sem við höfum fengið og skipafélögunum, Flugleiðum og Arnarflugi fyrir mikinn velvilja sem þau hafa sýnt okkur í flutningum. Þá má ekki gleyma föstum styrktarmönnum Hjálp- arstofnunar sem eru 700 og greiða þeir ársfjórðungslega eftir efnum og ástæðum". „Á meðan forðabúr þjóðar- innar er fullt af matvælum", segja þeir Guðmundur og Gunn- laugur að lokum, „þá rennur okkur blóðið til skyldunnar að koma einhverju af þessum mat- vælum til þeirra sem hunera oe svelta í heiminum.“ - BK ■ UM HELGINA fóru fram forsetakosningar í Venezuela. Þær voru hinar sjöttu í röðinni síðan lýðræðisstjórn komst þar á fyrir 25 árum. Allar hafa þær farið vel fram. Jafnhliða þeim hafa farið fram kosningar til þingsins. Á umræddum aldarfjórðungi hafa tveir flokkar skipzt á um að fara með völdin, Jafnaðarflokk- urinn og Kristilegi flokkurinn. Samkvæmt evrópskum mæli- kvarða myndu þeir helzt teljast miðjuflokkar, enda ber þeim ekki mikið á milli. Til viðbótar eru bæði hægri flokkar og vinstri flokkar í Ven- ezuela. Ekki færri en tólf flokkar buðu fram í forsetakosningun- um. Meginfylgið skiptist milli stóru flokkanna tveggja. Þótt frambjóðendum þessara flokka beri yfirleitt ekki mikið á milli, er kosningabaráttan í Ven- ezuela jafnan sótt af kappi og miklu til kostað. Að því leyti líkjast kosningar í' Venezuela kosningum í Bandaríkjunum. Það hefur líka komið fyrir, að flokkarnir hafa fengið færustu kosningaráðgjafa í Bandaríkjun- um til að leggja á ráðin um hvernig haga skuli baráttunni. Forseti Venezuela er kosinn til fimm ára og má ekki gegna embættinu nema í eitt kjörtíma- bil í senn. Hins vegar má hann bjóða sig fram aftur eftir að 10 ■ Lusinchi hylltur eftir kosningasigur Lýðræði hefur haldizt í Venezuela í aldarf jórðung Það er algert met í Suður-Ameríku ár eru liðin frá því að hann lét af embættinu. Aðeins einn forseti hefur leit- að endurkjörs samkvæmt þess- um reglum. Það er Rafael Cald- era, sem nú var í framboði fyrir Kristilega flokkinn. Hann var kosinn forseti 1968. Mikill ágreiningur var í flokknum um framboð hans, en það mun þó ekki hafa verið meginorsökin til þess, að hann beið ósigur, heldur óvinsældir fráfarandi forseta og flokksbróð- ur hans, Luis-Herrera Campins. Caldera, sem er 67 ára, reyndi sem mest að beina athyglinni frá flokksbróður sínum, sem sat í forsetaembætti. í staðinn lagði hann áherzlu á, að állt hefði gengið vel, þegar hann hefði sjálfur verið forseti. Hann skírskolaði jafnframt til reynslu sinnar, en keppinautur sinn, Jaime Lusinchi, frambjóð- andi Jafnaðarflokksins, væri reynslulaus sem stjórnandi. NJÐURSTAÐAN varð samt sú, að Lusinchi bar sigur úr býtum með yfirburðum. Kjós- endur vildu bæði skipta um mann og flokka, enda var það sam- kvæmt venju. í þau sex skipti, sem forseta- kosnngar hafa farið fram í Venez- uela, hetur Jafnaðarflokkurinn unnið fjórum sinnum, en kristi- legi flokkurinn tvisvar. Þegar undan eru skildir flokk- arnir til hægri og vinstri, ein- kenndist kosningabaráttan ekki af miklum skoðanamun. Þeir Lusinchi og Caldera voru í stór- um dráttum sammála um megin- stefnuna í innanlandsmálum og utanríkismálum. Báðir vildu þeir, að Venezuela væri áfram í Contadora- hópnum, en svo nefnast ríkin fjögur, sem hafa tekizt á hendur að reyna að koma á friði í Mið-Ameríku. Auk Venezuela eru það Mexíkó, Kólombía og Panama. Þá vildu báðir, að Venezuela yrði áfram í samtökum olíu- framleiðsluríkja (OPEC). Lusinchi lagði meginkapp á að gagnrýna stjórnina vegna versnandi efnahags þjóðarinnar og stóraukinnar skuldasöfnunar. Hann lofaði því að rétta við fjárhaginn. Þetta ætlaði hann m.a. aðgera með því að beita sér fyrir félags- málasamningi, sem ríkisstjórnin, atvinnurekendur og launþegar stæðu að. Félagsmálasamningur- inn eða félagsmálapakkinn var eitt helzta atriðið í kosninga- ræðum hans. Lusinchi vitnaði til þess í þessu sambandi, að hann væri búinn að eiga sæti á þingi í 25 ár og hefði mikla reynslu af því að sætta ólík sjónarmið, m.a. sem formaður þingflokks jafnaðar- manna. Það styrkti þennan áróður hans, að hann nýtur viðurkenn- ingar sem laginn samningamaður og er honum jafnvel oft líkt við Lyndon Johnson forseta, sem var flestum lagnari í því að koma erfiðum málum gegnum þingið. Að öðru leyti eru þeir ekki taldir líkir. Lusinchi er sagður varfær- inn og hann verði líklegur til þess sem forseti að kunna fótum sínum forráð. Caldera reyndi að bregðast við árásum á ríkisstjórnina með því að segja Herrera forseta hafa tekið við slæmum arfi frá fyrir- rennara sínum í forsetastólnum, Carlos Andres Perez, sem var úr flokki jafnaðarmanna. Þetta var á vissan hátt rctt. því að Perez hafði ráðizt í stórfram- kvæmdir á sviði olíuvinnslunnar og treyst á að hátt olíuverð myndi haldast. Þegar olíuverðið féll bitnaði það á stjórn Herrera, sem varð ■ Caldera tókst ekki aö vinna í annaö sinn. að taka við mikilli skuldasúpu og minnkandi hagvcxli vegna verð- fallsins á olíúnni, en olía er helzta útflutningsvara Vcnez- uela. JAIME Lusinchi er 59 ára, kominn af fátækum bændaætt- um. Hann brauzt samt til há- Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar itfl skólanáms og lagði stund á barnalækningar. Hann tók mik- inn þátt í stjórnmálum á háskóla- árum sínum. Það féll þá í hlut hans að halda móttökuræðu, þegar Romulo Betancourt, stofnandi Jafnaðar- flokksins, hcimsótti háskólann og fylgismenn sína . Þetta gerð- ist 1945, eða þremur árum áður cn herstjórnin tók völdin og fór með þau næstu 10 árin. Lusinchi tók þátt í mótmælum gegn henni og starfaði fyrir jafn- aðarmenn neðanjarðar, eins og það er kallað. Árið 1952 tókst lögreglunni að klófesta hann og setja hann í fangelsi, þar sem hann sætti pyntingum. Að því loknu var hann scndur í útlegð og varsamtalssexár í útlegðinni. Hann stundaði þá barnalækning- ar í ýmsum löndum, eins og Chile og Argentínu og í New York. í New York tók hann þátt í útlagahreyfingu jafnaðarflokks- ins, sem starfaði þar undir for- ustu Betancourts, sem einnig hafði orðið að flýja land. Þeir héldu svo heimleiðis 1958, þegarhershöfðingjastjórn- inni hafði verið steypt af stóli og unnu saman að því að skipu- leggja kosningabaráttu jafnað- armanna, jafnhliða því að koma lýðræðisstjórn á laggirnar. Þetta bar þann árangur, að Betancourt var kjörinn forseti, en Lusinchi var kjörinn á þing. Venezuela er nú það ríki Suður-Ameríku, sem lengst hef- ur búið við lýðræðisstjórn. Lík- legt er að það geti haldizt meðan stóru miðjuflokkarnir tveir halda velli og skiptast á um að fara með völdin. Kona Lusinchi er barnalæknir, eins og maður hennar, og eiga þau fimm börn. Fjölskyldulífið er gott. Lusinchi er sagður laginn á að hafa gott andrúmsloft í kringum sig, og er það ekki sízt þakkað glaðlegu brosi hans. Á því getur hann þurft að halda, þegar hann tekur til við að endurreisa efnahag Venez- uela.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.