Tíminn - 09.12.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.12.1983, Blaðsíða 6
6______________ í spegli tímans FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 raunveruleikanum ■ Það urðu margir hissa þegar Elizabeth Taylor lét sig hafa það, að leika einu sinni enn á móti fyrrverandi eiginmanni sín- um (tvisvar sinnum giftust þau, sem menn muna) honum Ric- hard Burton í leikritinu „Private Lives“, eða Einkalíf. Samstarfið gekk víst bara vel, enda segir sagan að það sé eins og alltaf lifi ■ kolunum hjá þeim tveim, svo líklega er þeim ekki svo leitt að starfa saman, þótt þau geti ekki búið saman. Richard býr nú með stúlku, sem er töluvert yngri en Eliza- beth, og er sambúðarkona hans sögð með barni, en þau Liz eignuðust ekki barn. Richard á þó nær uppkomin börn af fyrsta hjónabandi sínu. Elizabeth Taylor sést hér á myndinni með nýjustu ástinni sinni, mcxíkanska lögfræð- ingnum Victor Luna. Þau eru sögð mjög ánægð í sambúðinni, en það kemur sér vel að maður- inn er vel stæður, því að hann hefur nóg að gera við að fylgja Liz sinni hvert sem hún fer skemmta henni og dekra við hana, - en kunnugir segja að það sé „full-time-job“. ■ Á veggnum má sjá hvar Elizabeth Taylor og Richard Burton eru auglýst í leikritinu Einkalíf (Private Lives), en fyrir framan auglýsinguna cr leikkonan t sínu núverandi einkalifi með ástvininum. EMKAUF EUZft BETARTAYLOR í auglýsingunni og ■ Töluverður aldursmunur er á þeim Roddy McDowall og Shirley Maclaine, (hún er sko töluvert eldri - þótt það sjáist ekki), en bæði hafa þau verið kvikmyndastjörnur áratugum saman, en Roddy varð frægur sem barnaleikari, t.d. í Lassy og Grænn varstu dalur. HVAÐA APA- KATTA- LÆTI ■ Hann Roddy Mc- Dowail iék í kvikmynd- inni Apaplánetan (Piant of the Apes), en það er ekki þar fyrir- maðurinn þarf ekki ailtaf að vera með þessi apakattaiæti, sagði Ijósmyndarinn ergiiegur, sem ætiaði að ná hátíðlegri mynd af honum með leikkonunni Shirley Maclaine. Þau voru að fara saman út að borða á veitingahús í London, þegar Ijós- myndarinn „skaut“ á þau. Shirley, kát og hress eins og alltaf, brá á Ieik líka. Breska kattavinafélagið: 2000 KETTIR Á SÝNINGU í L0ND0N í ÞESSARIVIKU ■ Sagt er að London sé „katta- höfuðborg heimsins", að minnsta kosti var talið að þar væru saman komnir flestir fínustu og best ættuðu kettir heims þessa vikuna 7.-13. des. í sambandi við bresku kattasýninguna Crystal Palace Cat Show. SUk sýning var fyrst haldin fyrir meira en 100 árum, og meira að segja Victoria drottning mætti þar, svo þetta þótti fín samkoma. Um 2000 kettir verða á sýning- unni í Crystal Palace þessa viku, og má þar sjá Burma-ketti, Síams- ketti, Manx-ketti og margar fleiri kattategundir, sem við kunnum ekki að nefna. Margir koma þama þessa daga til að líta á kettina, þ.c.a.s. - eins og einn kattavinurinn sagði: „Við komum ekki bara til að skoða, heldur til að dást að og dýrka kettina, því þetta em dásamleg dýr.“ Frú Grace Pond, 73 ára ekkja, hefur séð um 29 síðustu sýning- amar, en alls hafa þær verið haldnar 87 sinnum á rúmri öld. Fyrir mörgum kattavinum í Bret- landi er frú Pond sú sem allt veit um ketti, og hún er sjálf eins konar persónugervingur Crystal Palace -sýningarinnar, sem hún hefur svo lengi staðið fyrir. Hún hefur skrifað 20 bækur um ketti, séð um útgáfu 10 aimarra bóka um sama efni og komið oft fram í sjónvarpi vegna málefna katta og kattavina, einkum í bamatimum sjónvarpsins. ■ Frú Pond, aðaldriffjöðrin í kattaklúbbnum, er hér með sinn eigin kött, sem er auðvitað há- ættaður viðtal dagsins Hjálparstofnun kirkjunnar: MARKMHNÐ ER: EIN MILLIÓN FISK- PILLA TIL EÞÍÓPÍU ■ „Við áætlum að senda eina með blaðamönnum. „Þessi pilla kosti 2 krónur í framleiðslu og 4 milljón dagskammta af eggja- er unnin úr malaðri skreið og krónur þegarflutningskostnaður hvíturíkri fæðu til þurrkasvæð- öðrum sjávarafurðum og inni- og dreifing hafa verið reiknuð anna í Eþíópíu og fiskipillan er heldur dagskammt af eggjahvítu inn. Söfnun okkar beinist að aðferð okkar til þess“ sögðu þeir fyrir fullorðinn mann. Pillan er í þessu verkefni í Eþíópíu, þar Guðmundur Einarsson fram- mjög samþjöppuðu formi, raka- sem ríkir algert neyðarástand, kvæmdastjóri Hjálparstofnunar innihald mjög lágt og það gerir vegna mikilla þurrka á síðustu kirkjunnar og Gunnlaugar Stel'- hana auðvelda í flutningum. árum og að óbreyttu þá vofir ánsson fræðslufulltrúi á fundi; Við reiknum með að hver tafla ekkert annað en dauðinn yfir ■ Gunnlaugur Stefánsson fræðslufulltrúi Hjálparstofnunar og Guðmundur Einarsson framkvæmda- stjóri. Tímamynd Róbert þúsundum og þá einkum börnum. Við vonumst til að geta safnað fyrir þessum milljón dag- skömmtum, en til þess þarf hver fjögurra manna fjölskylda á landinu að láta af hendi rakna sem svara rúmum 50 krónutn. Þá kaupir hún dagskammt fyrir fjórar manneskjur". Hér kom t.d. kona í morgun og gaf 2000 krónur og það samsvarar hvorki meira né minna en 500 matar- skömmtum". Lágu máttlaus og hreyfingarlaus „Það er eggjahvítuskorturinn sem hrjáir þetta fólk mest, á þurrkasvæðum Afríku", héldu þeir félagar áfram, „Við höfum þegar sent út nokkur hundruð kíló og árangurinn er satt að segja undraverður. Haraldur Ólafsson, sem er okkar maður í hjálparstarfinu í Eþíópíu segir okkur að börn sem lágu máttlaus og hreyfingarlaus af bætiefna- skorti á sjúkrahúsum, hafi verið farin að hlaupa um og leika sér eftir að hafa fengið eina pillu á dag í eina viku.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.