Tíminn - 09.12.1983, Blaðsíða 14

Tíminn - 09.12.1983, Blaðsíða 14
FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 14 bækur Húsdýrin okkar 2. útgáfa Komin er út hjá Bjöllunni 2. útgáfa .af Húsdýrin okkar. Þessi glæsilega barnabók seldist upp á örfáum vikum í fyrra. Textahöfundur er Stcfán Aöalstcinsson, en Kristján Ingi Einarsson tók myndirnar. Um 70 litmyndir eru í bókinni. Bókin erskrifuöáskýruogauöskildu máli Sérstök áhersla er lögö á aö láta rétt heiti koma tram a öllum hlulunt, en þau orö, sem ungir lesendur hafa ekki kynnst áöur, eru skýrö ítarlega þar sem þau koma fyrir. Bókin er þess vegna fróðleiksbrunnur fyrir þau börn, sem ekki hafa kynnst húsdýrunum nema úr fjarlægð. ( bókinni er lýst 8 húsdýrum: kúnni, kindinni, geitinni, svíninu, hestununm, hundinum, kettinum og hænunni. Um öll • þessi dýr er þess getið hvaö pabbinn, mamma og afkvæmið heitir. Þá kemur líka fram á hverju dýrin lifa og til hvcrs þau eru notuð hvert um sig. Lesmál bókarinnar er aö öðru leyti skemmtilegur og alhliða fróðleikur um hús- dýrin og sniðinn við áhugasviö barna á aldrinum 6-10 ára. Myndirnar í bókinni eru kapítuli út af fyrir sig. Aldrei hefur birst á prenti á Islandi jafn glæsilegt safn litmynda af húsdýrunum og í þessari bók. Allar myndirnar segja sögu, og þær höfða til allra barna sem farin eru að þekkja dýr á bók. „Húsdýrin okkar" er 63 bls. Uppsetningu annaðist Kristján lngi Einarsson. Litgrein- ingu vann Prentmyndastofan. Prentstofa G. Benediktssonar sá um setningu og filmu- vinnu. Bókin er prentuð í Belgíu. „Öldin okkar“, minnisverð tíðindi 1971-1975, komin út Iðunn hefur sent frá sér nýtt bindi í hinum kunna og vinsæla bókaflokki sem nefndur er „Aldirnar". Nýja bókin er Öldin okkar, minnisvcrö tíðindi 1971-1975. Gils Guð- mundsson tók saman. Þetta er fimmta bindi sem gerir skil tuttugustu öldinni, en tólfta bindi bókaflokksins. „Aldirnar" rekja í aðgengilegu formi nútíma fréttablaðs sögu þjóðarinnar frá byrjun sextándu aldar, eða nú samfellt í 475 ár. Gils Guðmundsson hefur að mestu tekið saman bindin um nftjándu öld og hina tuttugustu, en Jón Helgason ritstjóri annaðist þau bindi sem segja frá hinum fyrri öldum. Öldin okkar 1971-1975 er eins og fyrri bindi flokksins prýdd miklum fjölda mynda. Meginþorra þeirra tók Gunnar Andrésson ljósmyndari. Hildur Helga Sigurðardóttir tók saman efni um íþróttir og æskulýðsmál. - Hér er að sjálfsögðu sagt rækilega frá helstu stóratburðum þessara ára: eldgosinu í Vest- mannaeyjum, útfærslu landhelginnartvívegis. og þorskastríðum við Breta, heimsmeistara- einvíginu í skák, þjóðhátíð í minningu ellefu alda búsetu í landinu, pólitískum sviptingum sem náðu hámarki í þingrofinu 1974 og deilum út af uppsögn varnarsamningsins við Bandaríkjamenn, kvennafrídeginum mikla, svo nokkuð sé nefnt. Ekki er heldur gleymt hinum smáu og einatt spáugilegu atvikum sem krydda þjóðlífið á hverri tíð. Allt speglar þetta söguna í margvíslegum litbrigð- um sínum eins og samtíðarmenn lifa hana frá degi til dags. Aftast í bókinni er rækilegt efnisyfirlit. Hún er 253 blaðsíður. Oddi prentaði, en Auglýsingastofa Kristínar gerði kápu. Ókunn öfl Er heimur handan skilningarvita okkar? í bókinni Ókunn öfl sem er prýdd fjölda mynda er fjallað um ýmis furðuleg fyrirbæri svo sem: Stól Busbys sem veldur dauða allra sem í han setjast. Uri Geller sem beygir skeiðar o.fl. með hugarorku, sálrænar lækn- ingar Einars Jónssonar á Einarsstöðum, Leiftur úr lífi eftir dauðann Dr. Elisabets Kúbler Ross, hvort guðimir voru geimfarar, hugsanaflutninga á milli fjarlægra staða, stjörnuspádóma Jeane Dixon, spádóma Nosterdamusar, hvort stórveldin undirbúa sálræna styrjöld. Á bókarkápu segir: Er heimur handan skilningarvitanna? Það er að minnsta kosti einasta skýringin á þeim sönnu fyrirbærum sem þessi bók greinir frá. Samkvæmt ýmsum virtum lögmálum geta vissir hlutir ekki gerst - en gerast samt. Þau öfl, sem fram koma hjá sumu sálrænu fólki um víða veröld sýna, að við erum afar fáfróð um dulin öfl, sem í manninum búa og sýna okkur, svo ekki verður um villst, að ýmsum er miklu fleira fært, en hin venjulegu skilningarvit gefa til kynna. Það sem gefur þessari bók sérstakt gildi er að jafnvel það sem höfundur sér með eigin augum ber hann undir lærðustu menn í dulsálarfræðum. Höfundur hefur ferðast víða um heim til að hafa tal af sálrænu fólki. Hann kom hingað til lands til þess eins að heimsækja Einar á Einarsstöðum, huglækni. Það búa dularöfl í okkur öllum. Öfl, sem bíða þess að losna úr læðingi. Hver skyldu þín vera. Sögusteinn Bókaútgáfan Bjallan hefur sent frá sér bók- ins Sögusteinn eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur. Myndir eftir Önnu eynthiu Leplar. Vilborg er kennari og hefur um árabil fjallað um efni fyrir börn í sjónvarpi, útvarpi og blöðum. Fyrir nokkrum árum gaf Bjallan út kross- gátur eftir Vilborgu, sem reyndust mjög vinsælar. Sögusteinn er safnrit. Þar er að finna frumsamdar og þýddar sögur, Ijóð, leiki, gátur og skrítlur. Pennateikningar Önnu Cynthiu Leplar undirstrika hinn ævintýralega blæ bókarinnar. Prentstofa Guðmundar Benediktssonar sá um setningu, filmuvinnu og prentun bókar- innar. Arnarfell annaðist bókbandið. «♦»0« AQuStSðcUH «yftd»ltr*yt»ftð ÓHif Knudsen Krókópókó Út er komin bókin Krókópókó eftir Helgu Ágústsdóttur. Þetta er barnabók sem gefur ímynd- unaraflinu byr undir báða vængi, ætluð yngstu lesendunum. Hún hentar einnig mjög vel til lestrar fyrir börn á leikskólaaldri. Sögurnar í bókinni fjalla um litla kródódílinn Krókópókó, sem er hvorki mjög stór né vitur. Hann lærir margt af lífinu í skóginum og umgengni sinni við hin dýrin. Hann lærir um hjálpsemi, að hrekkja ekki minnimáttar o.s.frv. Bókin hefur þá sérstöðu, að öðru hverju eru erfið orð, sem koma fyrir í textanum, útskýrð en hvergi svo að söguþráðurinn slitni. Krókópókó er prentaður með stóru letri og skreyttur fjölda litmynda, sem Ólöf Knud- sen hefur gert og birst hafa með sögunni í Stundinni okkar að undanförnu. Höfundur gefur bókina út, en vinnsla var í umsjá Prenttækni h.f. í Kópavogi. Litgrein- ing var unnin hjá Korpus. Inga opinská lífsreynslusaga ungrar stúlku eftir nýjan höfund Út er komin hjá Bókaútgáfunni Skaldborg sagan Inga; opinská lífsreysnlusaga ungrar stúlku. Höfundur er Birgitta Hrönn Hall- dórsdóttir og er þetta hennar fyrsta bók. Birgitta er ung húsmóðir í Húnavatnssýslu. Atburðarásin í sögunni er hröð og því spennandi og lýsir vel lífi aðalsöguhetjunnar, Ingu, bæði ástum hennar og þrám og svo eins og gengur og gerist í hinu daglega lífi, vonbrigðum og sorgum, segir m.a. á bókar- kápu. Þar segir ennfremur. Sagan gerist í sjávarplássi á Suðurlandi og í Reykjavík, og koma sjómenn nokkuð við sögu, en pabbi Ingu er útgerðarmaður, sem á tvo báta, og tekur hann dóttur-sína með á sjóinn, m.a. í siglingu til Hull, þegar erfiðleikar steðja að hjá henni. „Elías“, saga Auðar Haralds og Valdísar Óskarsdóttur, komin út Iðunn hefur gefið út söguna Elías eftir Auði Haralds og Valdísi Óskarsdóttur. Myndir í bókina gerði Brian Pilkington. - Elías er kunnur úr Stundinni okkar í sjónvarpinu, raunar góðvinur íslenskra barna. Hann er fyrirmynd annarra bama í góðum siðum (eða hitt þó heldur), er á fömm til Kanada þegar sagan hefst. Þar er pabbi hans, brúarsmiður- inn, búinn að fá vinnu og mamma hans, tannsmiðurinn, fær að smíða indíánatennur. en Magga móða (fullu nafni Magga móður- systir mömmu) er ekki á því að sleppa fjölskyldunni úr landi. Magga hefur skammast í foreldrum Elíasar frá því hann fæddist og sennilega lengur. Fyrst neitar hún þeim um fararleyfí, en þegar það dugar ekki fyllist hún trylltri hjálpsemi. Auðvitað lendir það á Elíasi að stöðva Möggu, því foreldrar hans eru fullorðnir og geta þess vegna ekki komið sér að því að segja Möggu sannleikann. Eri Elías er lið- tækur við fleira en erfiðaf frænkur. Hann selur líka búslóðina með óvenjulegum að- ferðum. Elías er 104 blaðsíður að stærð. Oddi prentaði. Sigmund van Amsterdam Fimmta bindi myndverka Sigmund er komin út. ( bókinni grefur Sigmund upp ýmis gullkorn frá liðnu ári, eins og gullgrafararnir á Skeiðarársandi kemur hann með ýmislegt óvænt og skoplegt upp á yfirborðið. í formála með skopmyndum Sigmund segir: „Nýtt ár er að líða með miklum tíðindum og breyttum kosti (slendinga. Liðinn er svonefndur Framsóknaráratugur, komin ný ríkissjórn í landið, sem tekur að sér að segja þjóðinni sannleikann um ástand hennar. Nýr formaður hefur verið kosinn í stærsta flokki landsins. Má því taka undir með skáldinu sem sagði: Allt er nú sem orðið nýtt/ ærnar, kýr og smalinn. Sjálfur kemur Sigmund fyrir í þrjú skipti - tekur meðal annars að sér að hjálpa Albert með fjárlögin eftir að þau eru komin á teikniborðið og að semja áramótamarsinn fyrir 1983. Sigmund er enn við það heygarðshom að sýna okkur skoplegu hliðarnar á tilverunni, og má undrum sæta hvað hann finnur af skringilegum viðbrögðum, þegar haft er í huga að hann finnur efnivið sinn að lang- mestu leyti í dagblöðunum. Og þessa bók má líta á sem einskonar mjaðmarhnykk á Fram- sóknaráratuginn þar sem menn tala eins og út úr öðrum heimi. KÆRAR ÞAKKIR Byggingarhappdrætti SÁÁ þakkar íslenskum konum og öllum öörum ómetanlegan stuöning. Dregiö hefurverið í happdrættinu um 10 SAAB bíla. Þessi númer hlutu vinning: 104897 276116 178021 281471 198343 296191 219952 299384 271660 307043 Úrslit í verðlaunasamkeppninni um nafn á nýju sjúkrastöðina verða væntanlega tilkynnt við vígslu hússins síðar í þessum mánuði. BVGGINGAR HAPPDRÆTTI SÁÁ1983

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.