Tíminn - 09.12.1983, Síða 8

Tíminn - 09.12.1983, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisii Sigurðsson. Augiýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgrelðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfuiltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:- Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofurogauglýsingar:Siðumúla 15, Reykjavík.Simi: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. r Aætlun um landnýtingu ■ Davíð Aðalsteinsson hefur ásamt fjórum þingmönnum öðrum endurflutt tillögu til þingsályktunar um landnytjaáætl- un. Tillaga þessi varð ekki útrædd á síðasta þingi. í tillögunni er lagt til, að ríkisstjórnin láti undirbúa áætlun um landnýtingu og verði drögum að henni lokið fyrir árslok 1985. Áherzla verði lögð á sem hagkvæmasta nýtingu og varðveizlu landgæða. f greinargerð fyrir tillögunni segir m.a.: „Nú, þegar unnið er að framkvæmd nýrrar landgræðslu- áætlunar, er við hæfi að fylgja því starfi eftir með gerð víðtækrar áætlunar er taki til hinna fjölmörgu þátta landnýt- ingar í landbúnaði, svo sem nýtingar beitilanda og ræktunar skóga. Enn fremur þarf að tryggja orkuvinnsluiðnaðinum land til afnota. Huga þarf að landnotum vegna einstakra mannvirkja og þéttbýlis, en einnig vegna útivistar og sumarbyggða. Einn af veigamiklum þáttum landnýtingar er nýting úthagabeitar, bæði í heimalöndum og afréttum. Landbúnað- urinn, einkum sauðfjárræktin, byggist á þessari miklu auðlind, fjölbreyttum og kjarnmiklum gróðri. Framtíð íslensks landbúnaðar hlýtur reyndar að byggjast mjög á hóflegri og hagkvæmri nýtingu beitilanda. Metum við framleiðslugildi úthagagróðurs að verðleikum? Náttúrleg gróðurlendi eru veigamikil auðlind á tímum síhækkandi orkukostnaðar. Til dæmis er hætt við að fram leiðslukostnaður sauðfjárafúrða yrði mun hærri ef ekki tækist að varðveita beitargæði úthaga, sérstaklega afréttanna. Sem best samræmi þarf að vera á milli búfjárfjölda og tiltæks haglendis í hinum ýmsu beitarsvæðum landsins. Því þarf að koma á nánara samhengi á milli vals á búgreinum, uppbyggingar og búfjárfjölda á sérhverri bújörð annars vegar og hins vegar þeirra landgæða sem jörðin hefur til umráða. Þannig verði ekki aðeins tekið tillit til ræktunarskilyrða, heldur einnig og ekki síður landrýmis í heimahögum og afréttum. Hér kemur m.a til álita hvernig fjárfestingu er hagað í landbúnaði, hvernig er hægt að koma á virkari og markvissari stjórnun, hvernig er hægt að aðstoða bændur sem gera róttækar breytingar í búskaparháttum“. I greinargerðinni segir ennfremur: „Gerð landnýtingaráætlunar verður einnig að taka til þarfa orkuvinnsluiðnaðarins fyrir land. Orkulindir landsins eru ein veigamesta auðlind þess, en nýting þeirrar auðlindar er tiltölulega skammt á veg komin. Ef að líkum lætur mun þjóðin í vaxandi mæli byggja afkomu sína á skynsamlegri nýtingu innlendrar orku. Því er nauðsynlegt að tryggja orkuvinnsluiðnaðinum nægilegt landrými, ekki síst til að forðast árekstra í framtíðinni. En landnýting varðar ekki aðeins hinn beina efnahagslega afrakstur landsins. Með breyttum þjóðfélagsháttum og auknum áhuga almennings á náttúruvernd, umhverfismálum og útivist hefur komið í ljós að nauðsynlegt er að fjalla um landnýtingu á breiðum grundvelli. Hin náttúrlegu gróður- lendi eru viðkvæm fyrir óhóflegum ágangi, hvort sem er af völdum fénaðar eða manna. Með bættum skilyrðum til ferðalaga um óbyggðir landsins hefur sá vandi farið vaxandi. Öll meðferð gróðurlendis er náttúruverndarmál. Nú er ljóst, að ekki er unnt að komast hjá röskun lífríkja, t.d. með virkjun fallvatna, vegagerð og framræslu mýra. Það, sem skiptir meginmáli, er að meta vandlega allar aðstæður og leita þeirra leiða, sem minnstri röskun valda og að skilningur ríki varðandi hin ýmsu landnot. Velferð þjóðarinnar í nútíð og framtíð byggist á því að nýta af skynsemi þann auð sem fólginn er í gæðum landsins. Ætla má að landnýtingaráætlun geti stuðlað að æskilegri þróun á þessu sviði.“ Þ.|». Uimm skrifad og skrafad VnSir Fra, \Alusuisse 02 /sSsjsk / UðÍWT"- ** viur r0rs»«fa- ~~-- "X* ad I 7 /1, / % / / mcð 'irtínrZ™*00 ‘Mð / áafeá-arj rfarandi ,r hsíu 1 ú'fidfu "ruá/rysiil„ix P‘"r‘+sfjar,),„ Pa,rrksfir,)j v>rnet /,/ ^rgarbra. S°rgar„esi f'hnska A,/<‘l»gid s"aunuVik Góðar auglýsingar og vondar ■ Þjóðviljinn hefur komið upp um ógnarlegt samsæri og flettir óvægilega ofan af hags- munatenglsum Sambands ungra framsóknarmanna og heimsauðvaldsins og jafnvel er ráðuneyti og sambandsfyr- irtæki dregin inn í það skuggalega ráðabrugg sem felst í útgáfu þjóðmálatíma- ritsins Sýnar, sem SUF gefur út. Því er slegið upp stórt á útsíðu, að ungir framsóknar- menn gefi út tímarit og að útgáfan sé styrkt af Alusuisse og ráðuneyti. Með djúp- skyggni og þrauthugsuðum rannsóknaraðferðum kemst blaðið að því að höfuðpaur- inn í samsærinu mikla sé Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra. Þetta er rök- stutt með því að ráðuneytið sem hann stýrir láti sér sæma að auglýsa í þjóðmálaritinu. Og ekki nóg með það, heldur eru þræðirnir raktir til þess athæfis Halldórs Ásgríms- sonar að hafa verið sammála öllum þirigmönnum, sem sátu á síðasta þingi, utan allaböllum, um að hætta að selja ódýra orku til álversins í Straumsvík og koma af stað alvöru viðræðum um hækkun rafmagnsverðsins, þegar allir voru orðnir úrkula vonar um að Hjörleifur hefði burði eða finnar málgagnsins játuðu opinberlega trú sína á komm- únismann lifir enn góðu lífi. Þá sáu þeir samsæri gegn sér í hverju skoti og voru svo þrúgaðir af samsæriskenning- um sínum að sérhver athöfn og atvik var túlkað frá sjónar- hóli manna sem þjáðust af ofsóknaræði. Hinn gjörvilegi hópur fyrr- verandi framsóknarmanna sem ræður lögum og lofum á málgagni þjóðfrelsisins hefur að mestu verið laus við fyrr- nefnda áráttu marxistanna. En þegarkemuraðumfjöllun um fyrrverandi flokksfélaga kemur þessi erfðasjúkdómur róttæklinga fram. Engu er líkara en séð sé ofsjónum yfir því, að ungir framsóknarmenn hafa burði til að gefa út vandað tímarit um þjóðmál. Að gera auglýs- ingar í slíku blaði tortryggi- legar er náttúrlega fáránleg fjarstæða. Blöð og tímarit styrkja útgáfu sína með því að selja rúm fyrir auglýsing- ar. Um þennan sjálfsagða þátt blaðaútgáfu þarf ekki að hafa fleiri orð. En hvernig væri nú að Þjóðviljinn reyndi að temja sér svolitla naflaskoðun, og beindi djúphygli sinni að eig- in útgáfu. í sama tölublaði og reynt er að gera tímarit SUF tor- tryggilegt býður málgagn verkalýðsbaráttunnar upp á slíkan veislukost auglýsinga að til fádæma telst á þeim bæ. Ekki þarf lengi að fletta til að sjá að hvert sambandsfyrir- tækið af öðru styrkir útgáf- una með stórum og smáum auglýsingum. Það er ekki maðkurinn í mysunni þar. Fjöldi harðsvíraðra einkafyr- irtækja styrkir málgagnið með auglýsingaflóði og meira að segja auglýsir fasteigna- sala þar. Þetta þarf allt að athugast miklu, miklu nánar og finna þá leyniþræði sem liggja milli auðvaldsins og hrekklausra baráttumanna þjóðfrelsisins. Hver veit nema finna mætti auglýsingu frá ráðuneyti ef málgagnið sómakæra er grannt skoðað, og jafnvel gæti svo farið að eitt og eitt frystihús hafi einhvern tíma augiýst í Þjóðviljanum. Og ef að rannsóknarmenn legðu sig alla fram og leituðu, aftur í tímann gæti svo farið að þeir rækjust á eina og eina auglýsingu frá sjálfum erki- fjandanum, íslenska álfélag- inu. Þegar þeir svo finna greiðslukvittanir frá ísal geta þeir rýnt enn lengra inn í naflann og leitt að því hugann, hverjir styrkja út- gáfu málgagnsins ef eingöngu er litið á auglýsingu sem getu til að ná viðunandi samningum. Og enn fleiri aðilar eru dregnir fram í dagsljósið sem framið hafa þann skuggalega verknað að auglýsa í Sýn. Hraðfrystihús Patreksfjarðar og Vírnet hf. í Borgarnesi hafa séð sér hag í því að auglýsa í þessu víðlesna blaði og er þess sérstaklega getið í listilegum ramma í glæsilegri útlitsteiknun eins og hæfir uppljóstrunum af þessu tagi. Um Vírnet h.f. er ekki getið nánar í fréttinni, en vænta má að síðar verði skýrt frá tengslum þess fyrirtækis í samsærinu. Hins vegar eru rekstrarerfiðleikar frysti- hússins tengdir hermangsfé Regins og Olíufélagsins en samsullið ekki skýrt nánar. Það vekur sérstaka athygli uppljóstrarans að Tomma hamborgarar, SÍS fyrirtæki og fasteingasala í Keflavík skuli hafa lagst svo lágt að styrkja þjóðmálarit Sam- bands ungra framsóknarm- anna, með því að birta þar auglýsingar. Styrkir Alusuisse Þjóðviljann? Þær athyglisverðu upplýs- ingar sem Þjóðviljinn dregur fram í dagsljósið eru fróðleg- ar fyrir þá sök, að berlega kemur í ljós, að arfleifðin mikla frá þeim tíma er skrif- Forsætisráðherra leggur til að Alþingi sameinist um ályktun umafvopnun ■ Miklar umræður hafa staðið yfir á Alþingi um vígbúnaðarkapphlaupið og takmörkun vígbúnaðar. Þrjár þings- ályktunartillögur voru til umræðu, og þótt rætt hafi verið sérstaklega um hverja fyrir sig er þetta málefni þess eðlis að eðlilega féllu umræðurnar hver um sig í sama farveg. Því var það að Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra lagði til að utanríkisnefnd fjallaði um allar tillögurnar samtímis og að leitað verði eftir samkomulagi um að Alþingi sendi frá sér eina ályktun um þessi mikilsverðu efni, sem allir þing- flokkar geti sameinast um. Tillögurnar eru, ein frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins um afvopnun og takmörkun vígbúnaðar. Önnur er um nauðsyn afvopnunar og tafarlausa stöðv- un á framleiðslu kjarnorkuvopna. Flutn- ingsmenn eru úr öllum þingflokkum nema Sjálfstæðisflokknum og hið sama er að segja um hina þriðju sem fiallar um stöðvun uppsetningar kjarnorkuflug- vopna og framhald samningaviðræðna í Genf. Sem fyrr segir fóru fram miklar við- ræður um öll þessi mál og féllu skoðanir manna mjög í sama farveg, það er að brýna nauðsyn beri til að hafist verði þegar handa um raunverulega samninga um afvopnun. Steingrímur Hermannsson sagði að allar tillögurnar og umræður um þær lýstu áhyggjum þingmanna yfir þeirri þróun sem orðið hefur í vígbúnaðar- kapphlaupinu og að þar beri að spyrna á móti og okkur beri að leggja það lóð á vogarskálina sem stuðli að jákvæðri viðleitni til að afstýra frekari vígbúnaði. „Ég verð að viðurkenna það að eftir því sem ég kynni mér þessi mál, þá sýnist mér áberandi að í raun og veru veit enginn hvert stefnir, og mér finnst eiginlega enginn gera sér grein fyrir hvað er að gerast. Þetta eru allt meira og minna getsakir. Þó eru nokkur atriði ljós. Þegar er til í heiminum miklu meira en nóg af gjöreyðingarmætti til að eyða öllu lífi. Það þarf ekki meira, og það skiptir í raun og veru engu máli hvort það eru einhver fleiri hundruð eldflauga fleiri í Evrópu eða ekki. Því miður er þessum vopnum þó fjölgað og menn óttast að því fleiri sem þau eru, því meiri hætta er á að slys geti orðið. Stórveldin nota það gjarnan sem átyllu að hitt veldið hafi náð eitthvað framar og jafnvæginu sé raskað. Nú blasir við að Sovétríkin hafa komið upp nokkur hundruð eldflaugum af nýrri gerð sín megin landamæra, sem geti eytt því sem er nær og þurfi því líklega ekki að nota stórtækari eldflaugar í því skyni. Þá er því haldið fram að nauðsynlegt sé að koma upp eldflaugum á móti til þess að halda jafnvægi. Ég sé satt að segja ekki til hvers þetta leiðir og tek eindregið undir þær áhyggjur sem mér sýnist allir þingmenn hafa af þessum málum.“ Að lokum sagðist forsætisráðherra leggja áherslu á að tillögurnar allar verði sem fyrst teknar fyrir í utanríkismála- nefnd og að leitað verði eftir samkomu- lagi um eina ályktun sem lýsi áhyggjum íslendinga á þeirri þróun sem nú á sér stað. Taldi hann það verðugasta máls- meðferð og hina einu réttu, fremur en að menn væru að skiptast í hópa, kannski meira af óljósu orðalagi heldur en öðru, og taldi að þingheimur ætti að geta náð saman um þetta atriði.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.