Tíminn - 09.12.1983, Page 9

Tíminn - 09.12.1983, Page 9
Samtrygging pressujóna eftir Einar Bjarnason, formann Lögreglufélags Reykjavíkur IFréttatilkynning RLR vegna rannsóknar á kæru Skafta Jónssonar lUm—tkMfMtrfyhMlJAfl tllitoin. kom» SktfU h»fi vfrió þf(> e4li.. RLR dregur upp einhliða mynd af atburðarásinni Segir Skafti Jónason, bladamaður ríkúuu é« fc.f»i ffn^ið htimild fil þn» »fl f*™ >»» * f«Uhrngið *"! ** lr»ftta ruuikm- , h hef þ»a t Ulfinningunni »ð - í k«*e.4i lúgragLn rt »a h«fn» II m“ ku» n. »érr«bnr kr, fjnr »ð h»í» f.rið mrt briu mil. „Framganga lögreglu hin harkalegasta“ — scgir f yfirlýsingu frá Ástu Svavarsdóttur ,fl,**,ta* ,rlra *£* l»«reglubllnumen m»h- irm einnig reyndi »ð leygj» »|g | Ul?"n b*,ur "f1" •kil»ing»rvit en átt til hxn. og ai þvl betur ,n ég WFTthibUre^ÍMl þeg»r Sk»fu ,,in.n». þ»r á meðal heyrn. Og þ»ð um fr»m fór, keyrði Iðgr^lu 1 Þ611 hlfi »kki »*"» Ketia I m»4urinn h»nn niður »ftur* Wtu t( nef- li brot faralu haldiA kj» til rf»fólk k h»fi rpphaf ■kj» til 3á h»fi t keyrt Vegna ■ ( Ulkyaaiagn BLR • ------- — ■» getið i maðurinn h»nn niður afturT Þeua umraddn fréttatilkynningu. h»r vitnisburðar er að cngu getið I égJ vfirheyrilu hjáJUnn»ókn»r- frétUtilkynningu H»nn»6kn»r- ff MERKINGU FRAMBURÐ- AR SNÚIÐ í ANDHVERFU ■ Tlmanum htfur boriu efnrfMandi yfirlýung frá ÁUu Svavandótiur vegna frtiutilkynnmgar rannuSknarlógreglu .Pað cr illi til þeis að viu að ranmðkn- arlðgregla rikmns. kk, i að hciu hlui Uu, nnmðknaiaðili , Un.mil, Skafta Jðnuonar. lend, fri rtr frttutilkynn ■ngu icm «vo augljóriega er skekkl Mnim mihaðila (hag. m.a meðþví að tdgreina allt ckki framburð jjónarvotu að handtðkunm. Minn ftamburður er til að mynda Umnn ár umbcngi. augljðti d*mi um það hvermg nota mi l.lvuiumr til ið mcikmgin ninau uniiU I and- hverfu ,lna Pað er að vfw rttt aðigU ekki ncma linnn hhiu þcu um gciðiu I logregluhilniim. en maðunnn hefur ónnur ikilmngarvit en tjðnina. þar i meðal heyra Og þótt þcu hafi ekki vcnö gchð I umrcddn frérutilkynmngu har ég I yfirhcynlu hji ranmóknarlog- rcglunn, að uun við bilmn heyrði ég dynki eða hðgg mnan úr honum en þar var þi að nunruu koui emn lögregiu- maður auk Skaha. Pegar mn I bflinn kom rt C| Skafia liggjandi t maganum og handjirnaðan fynr aftan hak og yfir honum kigrcglumann lem Mll honum niðn. Á leiðinni v,r hin, vcg«r Uuggtým i bílnum og auk þcu diyggði urnbakið i hðfuð Skafu ogcfri hhiu likamam og ég ti þvi ekki hvað fram fór. Afhir i mót, hcyrði e g að I hvcrt nnn aem Skafn rcynd. að reua upp hófuðið (itt lil konu unnar. «m eiruug rcyndi að leygja ug f ill til han, (og rt þvf betur en íg það •etn frara lór). keyrð. lógreglumaðunnn hann mður aftur Peua vnnuburðar er að engn genð I frtlUliikynmngu rann- rtknarlógreglunnar ff Oll framganga lógrcglunnar I þ mili var hin harkalegaua og bar ... þeu vott að hún mat ekki aðuiður I «|lll,un I upphafi og nuuii b*ði ujórn 1 i þeun og ijilfum rtr. Með þvi cr ckkert Mgl um mcðviuðar likanumciðingar i J er það eðilegi að maðtir. Km er fulltor lega róiegur þegar hann gengur fra i Hunm. rt handickinn formllalliið og komi heim rieim timum Kmna uórlega , meiddur efnr viðvkiptí Un nð lögr - Reykjavík 6. des. 1983 ■ Flestir blaðamenn eru ágætismenn. Ég þekki allmarga þeirra sem ég veit að hafa sannleikann að leiðarljósi. Marga sem vilja allt misrétti bæta. Menn sem vita að hlutlaus, þó gagnrýnin en umfram allt sönn, fréttaþjónusta er sennilega allra nauðsynlegasti hornsteinn undir sjálfu lýðræðinu. Því miður er örfáum annan veg farið. Þó virði ég stéttina. Hvern einasta dag og flestar nætur hringja margir fréttamenn á lögreglu- stöðina og spyrja tíðinda. Til að greiða fyrir þeirra starfi veita menn úr viðkom- andi deildum umbeðnar upplýsingar nema ætla megi að þær spilli málsrann- sókn. Nafnleyndar sakborninga að sjálf- sögðu gætt. Þessir tengiliðir sem fréttamenn eiga hér starfa við allar deildir embættisins. Einhverjir þeirra ætíð á vakt. Engum þeirra ber skylda til að annast fréttaþjón- ustu. Þeir gætu vísað á þá tvo yfirlög- regluþjóna sem til þessa starfs eru settir. Þá yrði nær ókleift að fá fréttir héðan nema á skrifstofutíma. Því miður kemur fyrir að fréttamenn misþyrma þeim trúnaði sem við sýnum þeim. Viðkvæm mál ýkt og afbökuð, þeim slegið upp af algeru miskunnar- leysi. Engu skeytt um sorgir og sviða þeirra sem saklausir eru. Blöðin þarf að selja Vegna þessara manna hefur sú hug- mynd stundum skotið upp kolli að við meðaljónarnir hættum að þjóna frétta- mönnum. Vísum aðeins á þá sem til starfans eru settir. Þessi hugmynd hefur ætíð verið kveð- in niður og mun aldrei fá hljómgrunn. Þótt við þekkjum ýkju eða ósanninda- fólk er ekki réttmætt að gera heilli stétt erfitt fyrir. Minnstu þess í skrifum þínum ágæti fréttamaður, þó finnirðu laufblað fölnað eitt, er ekki bara heimska heldur tröll- heimska að fordæma allan skóginn. Það er alltaf hryggilegt þegar fólk meiðist. Mínar kröfur til míns fólks og minna félaga eru meiri en þær sem ég geri til annarra. Þess vegna finnst mér stórum hryggilegra en ella ef meiðsli fólksverða rakin til átakavið lögregluna. Meiðsli Skafta Jónssonar eru allri minni stétt mikið harmsefni .Við vonum innilega að hann verði jafngóður sem fyrst. Ég leyfi mér ekki að láta í Ijósi skoðun um aðdraganda þeirra meiðsia. Máls- skjöl varðandi kæruna hefi ég ekki fengið að sjá.enda hlutlaus aðili sem rannsóknina annast. Það mun hinsvegar vekja furðu mína ef lögreglumaður sem á löngum starfs- ferli er þekktur að sérstakri gætni hefur allt í einu tryllst og framið fáheyrt níðingsverk. Ef öll sagan er sönn mun stéttarfélagið ekki liðsinna sínum manni. Því má trúa. Hitt mega menn líka reiða sig á að sé fólk úr Lögreglufélagi Reykjavíkur bor- ið röngum sakargiftum verður hendi ekki af því sleppt. Fyrr má drjúgum frjosa. Hamfarir pressunnar gegn lögreglunni hafa verið með hreinum ódæmurn nú undanfarið. Ég þori að segja að aldrei hafi nokkur íslensk stétt fengið þvílíka meðferð. Sum þessi hatursskrif hefðu að skaðlausu mátt bíða þar til báðir aðilar máttu svara fyrir sig. Þótt sumar þessaia greina séu Ijótar eru þær allar einhverra svara verðar utan sú sem Dagfarafyrir- brigðið dreit á pappír í gær. Ég sam- hryggist fjölskyldu þess. Stundum vefst það ögn fyrir mér að skilja fréttamat sumra „fréttamanna“. Það skyldi þó ekki skipta máli hvort fjallað er um miðlungsjón eða sérajón. Gilda kannske sérstakar reglur um hinn dýrlega Pressujón? Meistarar þessara greina hafa flestir áhyggjur af öryggi borgaranna þegar vitað er að stétt stórhættulegra lögreglu- manna gengur ennþá laus. Ég harma innilega og algerlega refjalaust öll þau tilvik þegar mín stétt hefur orsakað meiðsli eða valdið öðru tjóni. Því miður erum við afskaplega ófullkomnir. Hvorki betri né verri en önnur mann- anna börn. Samt eru tvær hliðar á flestum málum. Ef einhver vill vitna þá er auðsannað að mun fleiri lögreglumenn meiðast í átökum við borgarann en hið gagnstæða. Þetta hefur þó aldrei verið frétt. Hvers- vegna ekki Pressujón? Það skyldi þó ekki vera að notalegt þyki að níða stétt sem bundin er þagnar- eiði og má ekki nota þau vopn sem hún þó hefur í hendi. Hversu margir stéttar- bræðra minna hafabrugðist sínu heiti? Svaraðu því Pressujón? Allt frá því að Danakonungur lét stofna opinbera löggæslu hér á landi og þar til fyrir örfáum árum síðan var talið sjálfsagt að lögreglumenn sættu sig bóta- laust við bæði kjaftshögg og kárínur. Jafnvel höfuðkúpubrot eftir bareflishögg óbótamanns get ég fært sönnur á að lögreglumenn hafa mátt þola án allra miskabóta. Þessu erum við loks á leið með að breyta. Síðasta félagsstjórn lét á því herrans ári 1981 reka miskabótamál. Hið fyrsta í allri sögu félagsins. Lögmað- ur okkar rekur nú sex eða sjö skaðabóta- mál vegna meiðsl: sem löoreglumenn hafa hlotið af völdum misindismanna nú síðustu mánuöi. Handarbrol, tvö nefbrot, spörk j kýnfæri, rifbrot, brotnar 'tennur, Ijótur/skurður í andlit. Þú vissir um þetta allt kæri Pressujón. Aðeins tvö þessara mál urðu þér að fréttum. Reynd- ar smáum fréttum. Voru löggurnar ekki nógu vel ættaðar? Voru þetta bara meðaljónar? Viðurkennt skal að þú vissir ekki um þegar ég varð fyrir áfás sem olli miklum og varanlcgum heyrnarskemmdum. Ég sagði þér ekki frá því. Síðan eru líka átján eða nítján ár og þá hluti starfsins sem ekki þýddi um að fást. Ég hef heldur aldrei unnið við Tímann. Manstu nokkuð hvað lögreglumaður- inn (nú ennfremur útvarpsmaðurinn), Ragnheiður Davíðsdóttir, hafði til saka unnið þegar maður sparkaði í andlit hennar og nefbraut hana? Var það í sjálfsvörn? Var hún kannske að mis- þyrma honum: Pressan vissi um þetta mál. Ekki fréttist neitt um úrbræddar ritvélar. Kannske ekki von. ekki er Ólafur Þorsteinsson mágur hennar. Arnþrúður Karlsdóttir, núverandi út- varpsmaður starfaði sem lögreglumaður um árabil. Eitt sinn þegar hún sat undir stýri lögreglubifreiðar var ráðist á hana þannig að hún lá cftir nteðvitundarlaus. Ég man ekki hvort fjölmiðlarnir fréttu þetta. Hún átti heldur ekki maka við Dagblaðið. Arnþrúður var góður lögreglumaður. Eitt sinn gekk hún venju fremur hart fram enda mannslíf þá í veði. Við það handleggsbrotnaði hún svo illa að fullur bati fæst aldrei. Hvernig slóstu þeirri frétt upp virðulegi Pressujón? Nú var það. Þetta var líka lítið efni. Enginn starfsmaður útvarpsins var ntágur hennar. Eitt sinn sem oftar stöðvaði hún ölvaðan ökumann. Hann ók skyndilega af stað aftur með Arnþrúði þáverandi lögreglumann fasta við bílinn. Sem al- þjóð veit slapp Arnþrúður lifandi. Hún þakkar það góðri líkamsþjálfun. Var á þeim árum landsþekktur íþróttamaður. Marin var hún þó, hólgin og tognuð. I næstu spurningu minni er enginn brodd- ur og ég treysti því eínhver góður fréttamaður svari henni. Myndu fjölmiðlar gera því áþekk skil ef Arnþrúður útvarpsmaður lenti nú í því sama. Jónas Kristjánsson lætur sér sæma að senda lögreglustjóranum í Reykjavík brigslyrði. Þ.á.m. að hann nálgist nú endamörk opinbcrrar þjónustu. Langt er seilst að telja mönnum það til ávirð- ingar að eldast. Ég tel það ekki til eiliglapa að dæma menn ekki að órann- sökuðu máli. En sé svo cr bæn mín sú að sem flestir nái háunt aldri. (Mér sýnist að sumum veitti ekki af því). Það er vissulcga ekki mitt að taka upp hanskann fyrir þann sem veldur honum fullvel sjálfur. Gaman væri þó að vita hvar í röðinni JK stóö þcgar réttsýninni var úthlutað. I röðunt okkar lögeglumanna má finna þverskurð þjóðfélagsins. Hjá okk- ur starfa kennarar og mjög margir aðrir prýðilega menntaðir menn. Hér eru fyrrverandi iðnaðarmenn, verkamenn, sjómenn og bændur. Svo mætti lengi telja. Þessu fólki sendir Jónas Kristjánsson þá kveðju að búast megi við að lögreglu- menn Ijúgi hver um annan ......... Mér flýgur í hug málshátturinn gamh. Margur hyggur mann ui sei. Aiicnt er löngu tímabært að vernda sannleikann fyrir Jónasi Kristjánssyni. Einar Bjarnason form. LR. Búseturéttur — heimilisréttur eftir Sigurjón Þorbergsson ■ Fyrir örfáum dögum var í Reykjavík stofnað Húsnæðissamvinnufélagið BÚSETI, fyrsta félag sinnar tegundar á Islandi. Ekki verður annað séð en hér sé að vaxa nýr sproti á hinn mikla meið samvinnuhreyfingarinnar. Ekki er þó um skilgetið afkvæmi „SÍS-valdsins“ að ræða, félagið er ekki stofnað með vald- boði að ofan heldur einfaldlega fyrir tilverknað nokkurra einstaklinga og með forgöngu Leigjendasamtakanna. Þótt BÚSETl sé fyrsta húsnæðissam- vinnufélagið hér á landi er hugmyndin sjálf engan veginn ný því á hinum Norðurlöndunum. í Vestur-Evrópu, Norður-Ameríku og víðar eru slík félög fyrir löngu ómissandi þáttur í þjóðlífinu og þátttaka í þeim sums staðar mjög mikil. Svo gæti einnig orðið hér á landi því félagsmenn streyma nú inn í félagið, eru þegar þetta er ritað komnir á 12. hund- raðið þótt aðeins sé tæp vika frá fram- haldsstofnfundi. Þessar frábæru undir- tektir sýna að skilningur er vaxandi í þjóðfélaginu á því að vanda hins al- menna borgara megi leysa með samtaka- mætti-samvinnustefnu. Vitanlega er framtíð BÚSETA og annarra slíkra félaga sem vafalaust verða stofnuð víðar á landinu undir því komin að löggjafinn tryggi félögunum fjármagn með viðunandi lánakjörum. Satt best að segja er verðtrygging lána nánast for- senda fyrir auknum skilningi á nauðsyn félagslegra lausna í húsnæðismálum. En framtíð félaganna er þó ekki síður háð því hvernig tekst til um uppbyggingu þeirra, hvort þau verða í takt við fólkið í landinu, hversu lýðræðisleg stefnu- mótunin verður. Því er ekki að leyna að hinar miklu félagshreyfingar sem upp- hófust hér á landi fyrir 70-100 árum hafa staðnað, orðið að stofnunum - blóðið eitthvað þykkara en til var ætlast í upphafi. Húsnæðissamvinnufélögin verða eins og önnur samvinnufélög- öllum opin, atkvæði tengjast andlitum, ekki pening- um. Húsnæðið verður sameign félags- manna en búseturétturinn tryggir mönnum heimilisrétt, öryggi án þess að fórna frístundum.fjölskyldulífi og jafn- vel heilsu fyrir eins og oft vill verða í því kerfi sem viðgengst nú. Menn einfald- lega hætta að leika smákapitalista, leysa málin í samvinnu. Húsnæði verður ekki verslunarvara, fjármálaumsvif minnka og orka einstaklingsins getur beinst að öðrum verkefnum sem setið hafa á hakanum. Þegar .er hafin í BÚSETA vinna í starfshópum sem eru opnir öllum félags- mönnum þar sem fjallað er um ýmsa þætti í starfinu framundan. Mest er þáttakan í hópi um skipulags- og ljóða- mál. Þegar saman hata valist þeir sem verða í fyrsta búsetufélaginu, e.t.v. fyrstu 50 búsetarnir, opnast möguleikar á því að þeir taki í sameiningu lýðræðis- 'legar ákvarðanir um félagslega þætti og fyrirkomulag í blandaðri byggð. Hver veit nema þar komi upp nýjungar í samþættingu atvinnu og byggðar sem svo mjög hefur misgengist víða í okkar borgarlífi. Allavega er áhugi fyrir því í félaginu að kanna slíkar hugmyndir. Að lokum þetta: Búseturéttur er stórt skref í átt til betri fjölskylduréttar - til farsæls lífs í landinu. 3. desember 1983.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.