Tíminn - 09.12.1983, Qupperneq 11

Tíminn - 09.12.1983, Qupperneq 11
 FOSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 íl menning Á slóðum útilegu- manna og f jallaþjófa Ólafur Briem: Útilegurmenn og auðar tóttir. Önnur útgáfa endurskoðuð og aukin. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1983. 188. bls. ■ Fyrir um það bil aldarfjórðungi barst mér í hendur í sveit á Norðurlandi 1. útgáfa bókarinnar Útilegumenn og auð- ar tóttir, eftir Ólaf Briem. Ég las bókina af áfergju, en var þó, ef ég man rétt, hálfsár í garð' höfundarins. Útilegu- mannatrúin, eins og hún birtist í þjóð- sögunum, átti býsna sterk ítök í okkur strákunum þarna fyrir norðan og í hana vildum við halda. í nágrenninu var mikið um smá hellisskúta, þar sem oft var leitað útilegumanna. einkum í þoku, og ekki spillti lífinu vonin um að rekast þessu ritverki, enda væri það lengra mál en svo að hér yrði rúm fyrir, ef vel ætti að vera. Þess skal aðeins getið, að ég kann best að meta lýsingar höfundar á gömlum búskapar- og verksháttum, mannlýsingar og umfjöllun um ýmsa gamla þjóðsiði, sem nú eru að mestu eða öllu leyti horfnir. Efnivið þessara bóka er víða að finna, í söfnum, gömlum handritum í einkaeign og margt hefur höfundur skráð eftir munnlegum frásögnum. Bergsveinn Skúlason er maður í betra lagi ritfær. Hann skrifar hreina og ómengaða ís- lensku og notfærir sér tíðum heiti og orðtæki, sem hann hefur kynnst í heima- byggð sinni við Breiðafjörð. Það hefur í sjálfu sér varðveislugildi og verður auk þess til að rityerkið fær breiðfirskari svip en ella. Höfundur og útgefandi eiga þökk skilda fyrir að hafa komið þessum ágætu fróðleiksritum á framfæri á nýjan leik og þess ber að geta, að allur frágangur þeirra er með ágætum. Jón Þ. Þór. HJÓNAISyA MARGRETAR I ÞORBJARGAR OG THORS JENSEN Niðjatal hjónanna Margrétar Þorbjargar og Thors Jensen Tómas Hallgrímsson skráði Þann 3. desember 1983 voru liöin 120 ár frá fæðingu Thors Jensen sem á sínum tíma var einn kunnasti athafnamaður þessa lands og brautryðjandi á mörgum sviðum í íslensku atvinnulífi. í tilefni þess hefur Bókaútgáfan Örn og Örlygur gefið út Niðjatal hjónanna Margrétar Þorbjargar og Thors Jensen en það hefur tekið saman Tómas Hallgrimsson sem er einn úr hópi niðja þeirra hjóna. Árið 1963, í tilefni 100 ára afmælis Thors Jensen gáfu Haukur Thors og Ólafur Hall- grímsson út fjölritaða ættarskrá Thors og Margrétar og er sú ættarskrá sem nú kemur út byggð á henni að nokkru leyti. Thor Jensen var fæddur í Danmörku og alinn þar upp, en fluttist ungur til íslands og ól hér starfsaldur sinn. Hann kvæntist Mar- gréti Þorbjörgu Kristjánsdóttur frá Hraun- höfn í Staðarsveit og áttu þau hjón tólf börn. Ellefu þeirra náðu þroskaaldri og urðu meira og minna þjóðkunn. Niðjatalið er að öllu leyti unnið í Prent- smiðjunni Hólar en kápugerð annast Sigur- þór Jakobsson. kannski á útilegumannabyggð á fjöllum þegar farið var í smalamennsku. Ólafur Briem hrakti þessa trú með rökum. en það var þó altént bót í máli, að hann sýndi líha fram á, að útilegumenn hefðu verið til, hvar þeir hefðu hafst við og hvernig þeir hefðu búið. Man ég það enn, að við kynntum okkur lýsingar hans á ýmsum útilegumannabústöðum til hlít- ar og hugðumst jafnvel hafa bókina við hendina, ef við þyrftum nú kannski skyndilega að leggjast út. Svona var rómantík strákanna í þann tíð og byggði vitaskuld á fornri þjóðtrú um útilegumannabyggðir á fjöllum uppi, byggðir þar sem fólkið lifði frjálst við alla áþján skipulegs samfélags og tíðum við beln ko>-l almcnnt gerðust í byggðum. Rætur þessarar þjóðtrúar liggja langt aftur í þjóðarsögunni og hafa vafalítio spiottié al því í upphafi, að til voru útilegumenri á íslandi. Þeir bjuggu á engan hátt við betri kost en byggða- ■ Ólafur Briem. menn, en þeir voru frjálsir- þótt aðeins um skamnta hríð væri - og nutu á sumrin alls þess besta, sem öræfin höfðu upp á að bjóða. Og fyrir kom að þeir sátu á landsvæðum, sem á sumrin voru grasgef- in og búsældarleg á margan hátt. Nú er bók Ólafs Briem, Útilegumenn og auðar tóttir, komin út öðru sinni, aukin og endurskoðuð. Höfundurinn fjallar fyrst um útilegumenn á þjóðveldisöld, rekur sögu þeirra úti- legumanna, sem sannanlega voru til, í annálsfornú, fjallar uiri Fjalla - Eyvind og Höllu í sérstökum kafla, og greinir síðan frá þeim útilegumannabælum, sem fundist hafa víðs vegar um landið. Hann gerir nákvæma grein fyrir útilegumanna- tóttunum, hverjir hafi gert þær og hve- nær og reynir að gralast lyrir unt sann- leiksgildi ýmissa útilegumannasagna. Jafnframt ritar Gísli Gestsson um Hall- mundarhelli, Tóttir í Snjóöldufjallgarði og Útilegumannahelli við Eldvörp. Þar er skemmst frá að segja, að öll er þessi bók afar læsileg og vel samin. Inn í nákvæmar fræðilegar athuganir er flétt- að skemmtilegum þjóðsagnafróðleik, en þó jafnan greint nákvæmlega á milli þess, sem satt er og rétt og hins, sem ekki hefur átt sér stað í veruleikanum. Verða þeir scm bókina lesa af þcssum sökum sannfróðir nokkuð um útilegumenn, byggðir þeirra, lífskosti og ævikjör. Skal því öllunt þeim, sem áliuga hala á að fræðast urn útilegumenn og byggðir þeirra ráðlagt að lesa þessa, en hinuni, ef einhverjir eru, sem vilja hafa gömlu útilegumannatrúna í friði, bent á, að hafa fullan vara á sér. Bókin er prýdd mörgum fallegum myndum og góðum uppdráttum til skýringar og í bókarlok er að finna kort, þar sem sýndir eru þeir útilegumanna- bústaðir, sem sannanlega hafa verið til á íslandi. Jón Þ. Þór. æstur múgurinn vill taka hann af lífi án dóms og laga. Aðeins Kalli getur bjargað honum frá snör- unni. En Kalli er umkringd- ur af hóp hungraðra úlfa hundruð mílna í burtu . . . Bennabækurnar eiga sér marga trygga lesendur. Þær eru spennandi og skemmti- legar. Verð kr. 358.00 Hér eru tvær frábærar um Línu Krílin skemmta Fúfú og Fjallakrílin er ævintýraleg bók sem hentar vel börnum á aldrin- um 6-10 ára og foreldrum á öllum aldri. Fjallakrílin búa í skrítnu húsi á háu fjalli og lenda þar í ýmsum háska og ævintýrum. Hvert einstakt kríli hefur sitt sérstaka svipmót og á ýmsu gengur í krílasamfélaginu. Þau eru ákaflega ólík okkur - og þó stundum svo undarlega lík. Fúfú og Fjallakrílin er prýdd 30 myndum sem Búi Kristjánsson teiknaði. Höfundurinn Iðunn Steinsdóttir, sendi sína fyrstu bók Knáir Krakkar frá sér í fyrra. Hlaut bókin mjög góðar viðtökur hjá ungum lesendum og er nú nálega uppseld. Verð kr. 395.20 Iðunn Stcinsdóttir Benni lendir í ævintýrum „Gættu þín“ hrópaði Benni þegar ófreskjan kom æðandi á móti þeim. „Leyfðu honum að koma nær, þannig að öll skotin hæfi hann“. Gullæði grípur um sig og margur misjafn sauður- inn fer á stúfana til þess að komast yfir gull- molana. Gullgrafari er drepinn og Benni er talinn sekur, Lína á ferðinni Þekkir þú Línu langsokk, sterkustu, bestu, skemmtileg- ustu og ríkustu telpuna, sem til er í öllum heiminum, - telpuna sem býr alein á Sjónarhóli með apanum sínum og hesti, og á vaðsekk fullan af gullpeningum? Veistu, að Lína á tvo leikfélaga, sem heita Tommi og Anna? Hefurðu heyrt, að Lína getur jafnhattað hestinn sinn? Og veistu hvernig fór þegar hún brá sér í síðastaleik við lögregluþjónanna? Eða þegar hún át upp alla tertuna stóru, og hvernig hún fór með þjófana, sem ætluðu að stela öllum gullpeningunum hennar góðu? Verð kr. 395.20 og 197.60 MARKAÐSHÚS BÓKHLÖÐ UNNAR Laugavegi 39 Sími 16180 OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 8.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.