Tíminn - 09.12.1983, Síða 15

Tíminn - 09.12.1983, Síða 15
FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 15 Heyrt & séð eftir Jóhannes Helga Arnartak hefur sent frá sér bókina Heyrt & séö eftir Jóhannes Helga. í bókinni er samankomið úr ýmsum áttum það bitastæðasta úr skrifum Jóhannesar Helga um menn og málefni frá 1975 til dagsins í dag. Fimmtíu og sjö skrif að gefnu tilefni. Er það hin skrautlegasta flóra og mannamyndasafn. í bókinni eru litríkar pers- ónulýsingar í bland við ótrúlegustu málefni. Nokkrar kaflafyrirsagnir gefa nokkra hug- mynd um efni bókarinnar: Sunnudagssíðdegi með Ingu Laxness, Jálkar og lystikerrur og sífrið Olafs, Að sýna það á þökunum sem fram fer í herbergjunum, Goðsögn úr froðu, eilífðarinnar heivíti og pína, Er Landnáma hrikalegasta fölsun mannkynssögunnar, Nordal og hinir, Páfinn og söngfuglarnir, Kátar ekkjur og Drottins þjónar, Draslið Halldórs Laxness, Dagar í Vín, Samfélag skrælingja. Bókin er 227 blaðsíður, prentuð í Borgar- prenti og bundin í Bókbandsstofunni Ork- inni. Bókin er tileinkuð íslenskri bænda- stétt og eru tildrög þess greind í formála. mjóst, elst - yngst, best - verst, dýpst - grynnst, lengst - styst o.s.frv. ( íslandsmetabókinni er mikill fjöldi ljós- mynda af mönnum, dýrum, munum, jurtum og landslagi. Auka þær mjög á gildi hennar sem upplýsingarits. Eins og áður segir er að finna í íslands- metabókinni ýmislegt til fróðleiks og skemmtunar um land og þjóð. Fjallað er um ýmislegt sem telja má lslandsmet á mörgum sviðum, bæði í mannlífinu, dýra- og jurtarík- inu íslenska og einnig er fjallað um landið sjálft. Rétt er að geta þessað meinleg villa hefur slæðst á kápusíðu bókarinnar. Þar er mynd af Halldóru Bjarnadóttur, en hún er sá íslendingur sem náð hefur hæstum aldri, 108 árum og 48 dögum, en undir myndinni á kápusíðunni hefur 108 orðið að 106. Aldur- inn er hinsvegar rétt tilgreindur í sjálfri bókinni. íslandsmetabók Arnar og Örlygs er 200 bls. í stóru broti og eins og áður segir með gífurlegum fjölda Ijósmynda. Bókin er unnin að öllu leyti í Prentstofu G. Benediktssonar, nema bókbandið það er unnið í ArnarfeHi hf. Káputeikningu gerði Sigurþór Jakobsson. í jólaskapi Bókaútgáfan Bjallan hefur sent frá sér bók- ina I jólaskapi eftir Árna Björnsson. Bókin lýsir þeim margvíslegu og gjörólíku athöfnum, sem menn hafa öldum saman iðkað á jólunum. Árni Björnsson þjóðhátta- fræðingur lýsir á sinn skemmtilega og fræð- andi hátt sögu jólahalds frá heiðnum sið í forneskju til okkar daga. Sérstaklega eru dregnar fram þær meiriháttar breytingar, sem orðið hafa á jólasiðum Islendinga síðustu hundrað árin og útlendar fyrirmyndir þeirra. Kemur þar ýmislegt óvænt í ljós. Inn í frásögnina er fléttað verkum skálda að fornu og nýju, sem tengjast jólunum með einhverjum hætti, svo sem ljóðum, sögum, þulum, þjóðsögum og köflum úr forsögum. Bókin er ríkulega myndskreytt með nær fjörutíu litkrítarmyndum og teikningum eftir Hring Jóhannesson listmálara. Bókin er prentuð í Prentstofu Guðmundar Benediktssonar. Litgreiningu annaðist Prentmyndastofan hf, bókband Arnarfell. 14. Anitru-bókin: Vorkoma Út er komin hjá Isafoldarprentsmiðju h.f. skáldsagan Vorkoma eftir norsku skáldkon- una Anitru, en þetta er fjórtánda bókin í Anitru bókaflokknum. Bókin er 198 bls. að stærð og er að öllu leyti unnin hjá ísafoldar- prentsmiðju h.f. Útsöluverð er kr. 494.00. íslandsmetabók Arnar og Örlygs eftir Steinar J. Lúðvíksson Þegar rætt er um íslandsmet dettur víst flestum í hug íþróttaafrek. En það eru til Islandsmet á mörgum öðrum sviðum og um það fjallar bók sem Bókaútgáfan Örn og Örlygur hafa sent á markaðinn eftir Steinar J. Lúðvíksson. Bókin nefnist íslandsmetabók Amar og Örlygs. Bókin er hliðstæða við Heimsmetabók Guinness en er eingöngu helguð íslensku efni. í bókinni er svarað spurningum um hvað var eða er fyrst -síðast, stærst - minnst, hæst - lægst, breiðast - Kátt í koti „dagur á barnaheimili“ Komin er út bókin Kátt í koti „dagur á barnaheimiii" eftir Kristján Inga Einarsson og Sigrúnu Einarsdóttur. Á bókakápu segir: Kátt í koti er bók ætluð börnum og fullorðn- um. I bókinni er lýst í máli og myndum einum degi á barnaheimili. Fylgst er með börnunum í námi, leik og starfi, auk þess sem farið er í réttir. Fæst okkar vita hvað gerist á barnaheimilunum. Þangað er farið með börn- in á morgnana og þau sótt á kvöldin. Þessi bók gefur því börnum og fullorðnum tækifæri til að skyggnast inn í þennan heim og tilefni til skemmtilegra umræðna. 1 bókinni eru um 60 svart/hvítar ljósmyndir eftir Kristján Inga, en þetta er þriðja barna- bókin frá honum. Áður hafa komið út bækurnar Krakkar, krakkar, og Húsdýrin okkar sem kom út um síðustu jól og kemur nú um jólin út í annarri útgáfu. Textinn í Kátt í koti er eftir Sigrúnu Einarsdóttur fóstru og kennara við Fósturskóla (slands, þetta er hennar fyrsta bók. Bókin er 34 síður prentuð á vandaðan þykkan myndapappír hjá Grafik hf. og bundin inn í plasthúðuð harðspjöld hjá Félagsbókbandinu hf. Kátt í koti kostar 298 kr. Útgefandi er Skíma sf. en dreifingu annast Innkaupasamband bóksala. Peter Freuchen Laríon Heillandi írásögn um hinar miklu óbyggðir Alaska og írumstœtt líí Indíánanna, sem landið byggðu, er íyrstu skinnakaupmennirnir komu þangað með byssur sínar og brennivín. Laríon var ókrýndur konungur þessara miklu óbyggða. Orð hans vom lög, honum var hlýtt í blindni, ákvörðunum hans varð ekki breytt. Síðustu heríör hans, heríörinni gegn hvítu mönnunum, lauk með blóðbaðinu mikla við Núlató. Að henni lokinni hvarí Laríon aítur á vit skóganna miklu, liíði þar til hárrar elli, virtur og dáður, — hann haíði aírekað svo miklu. Og enn sem íyrr voru orð hans lög... Peter Freuchen er íslendingum að góðu kunnur vegna margra og skemmtilegra bóka. Ævintýralega atburði, sem oít gerast í raunvem- leikanum, leitaði hann uppi og skráði á bœkur. Þannig varð til þessi spennandi saga um Laríon, síðasta mikla indíánahöíðingjann í Alaska. SKUGGSJA Jólahappdrætti Framsóknarflokksins 1983 Vinningaskrá: 1 .-3. Ferð í leiguflugi með Samvinnuferðum - Landsýn sumarið 1984. Kr. 35.000.- hver vinningur. 4.-8. Sólarlandaf. með Ferðaskrifstofunni Útsýn sumarið 1984. Kr. 20.000.- hver vinningur. 9.-24. Ferð í leiguflugi með samvinnu- ferðum - Landssýn sumarið 1984. Kr. 15.000.- hver vinningur. Dregið verður í happdrættinu á Þorláks- messu, 23. þ.m. og drætti ekki frestað. Þeir, sem fengið hafa heimsenda miða eru vinsamlega beðnir að gera skil sem fyrst. Greiða má samkvæmt meðf. gíróseðli í næsta pósthúsi eða peningastofnun. Einnig má senda greiðslur til skrifstofu happdrættisins, Rauðarár- stíg 18, Reykjavík.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.