Tíminn - 28.12.1983, Side 7

Tíminn - 28.12.1983, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 ■ Niftulla Agajev talar við börnin í þorpinu. TÍRÆÐUR ÍBÚI ZUVUCH-ÞORPS ■ Niftulla Agajev, sem býr Zuvuch-þorpi í Azerbajdzjan í Kákasus, hélt nýlega upp á 100 ára afmæli sitt. Hann er ættar- höfðingi í stórri fjölskyldu, sem í eru 150 m anns. Niftullla Agajev hefur lifað athafnasömu lífi. Hann er vanur landbúnaði frá því í æsku og heldur enn áfram að vinna og gerir það sem aldur hans þolir. Hann elur upp barna-barnabörn- in sín og innrætir þeim ást á tarfinu. Hann heggur við í starfinu. Hann heggur við í nautgripunum og vinnur í garð- inum. I frístundum segir gamli maðurinn börnunum í þorpinu sögur og ævintýri. Niftulla Agajev lifir eingöngu á mjólkurafurðum, grænmeti og brauði. Hann er einn af 140 manns, sem eru komnir yfir tírætt og búa í þorpunum í Lerik-héraði í Azerbajdzjan. ■ Samkvæmt áætlunum Terri Shields átti Brooke dóttirhennar að fara með hlutverk Kamelíu- frúarinnar. pólitík. Þegar þar að komi, verði hann að eiga flekklausa fortíð, og það líst henni ekki á að séu líkur til, ef hann er að þvælast í misjöfnum hlutverkum í meira og minna vafasömum kvikmynd- um. Jacquelinc fékk sitt fram og þar af leiðandi verður ekkert úr ■ John Kennedy yngri vill verða leikari, en móðir hans hefur aðrar hugmyndir. framkvæmdum hjá Terri í billi. Hún er nú sögð gnísta tönnum í Hollywood yfir ósigrinum. Brooke hins vegar lætur sig litlu skipta málalok, enda er hún sögð njóta lífsins til fullnustu í þægilegri fjarlægð frá móður sinni, en hún stundarnú háskóla- nám í Princeton. Rósa? „Eg lærði fyrst hér heima og síðan í Kaupmannahöfn." - Hvar hefur þú starfað sem lyfjafræðingur? „Ég hef verið í 20 ár í Vesturbæjarapóteki, og áður hafði ég starfað í Ingólfs- apóteki, ég lærði reyndar þar, hjá Guðna heitnum Ólafssyni, en ég var ein af fyrstu lærlingun- um hans. Þá starfaði ég í nokkur ár í Laugavegsapóteki hjá Stef- áni heitnum Thor, eftir að ég kom heim frá námi, og þess utan hef ég oft verið um tíma í Vestmannaeyjum, en þar er ég fædd og uppalin. Ég hef því oft leyst apótekara þar af á sumrin. og svo starfaði ég þar í eitt ár með minnihlutapróf eða aðstoð- arlyfjafræðingur." - Þú ert því vel að apótekara- starfinu komin, með svonageysi- mikla starfsreynslu að baki. Verður ekkert nýtt sem þú þarft að læra, eða kynna þér? „Ég hef já mikla reynslu í sambandi við afgreiðslu lyfja. en öðru máli gegnir með skrifstofuhaldið, en það kemur örugglega fljótt. ág hef engar áhyggjur af því." - Nú eruð þið aðeins örfáar konur sem eruð í starfi apótek- ara hér á landi. Er það starf eitt af þessum dæmigerðu karla- veldisstörfum? „Nei, það held ég að sé ekki rétt. Ég held að það hvað konur eru fáar í starfi apótekara, sé ekki vegna þess að það hafi verið gengið framhjá okkur. Við höfum alltaf verið í jafnvel laun- aðri vinnu og karlmennirnir í stétt lyfjafræðinga, en þetta er ein af fáum stéttúm, þar sem konur hafa ekki þurft að heyja slíka baráttu. Ég held einfald- lega að meginorsök þess hve konurnar eru fáar apótekarar, sé sú að konur séu alltof hikandi að sækja um svona stöður, því þetta er jú rekstur eigin fyrirtæk- is, sem getur vel verið að vaxi konum frekar en körlum í aug- um. Það eru mjög margar konur í lyfjafræðingastéttinni með meirihlutapróf og hefðu að mínu mati ágætar aðstæður til þess að verða apótekarar." Rósa sagði að nóg hefði verið að gera frá því að hún opnaði apótekið, og sagðist hún vera ágætlega bjartsýn á reksturinn. -AB 7 erlent yfirlit fllill ■ Nakasone og Reagan Staða Nakasone erfiðari eftir þingkosningarnar Hann getur tæpast efnt loforðin við Reagan ■ ÞÓTT Nakasone hafi mynd- að stjórn að nýju eftir þingkosn- ingarnar, sem fóru fram í Japan 18. þ.m., verður staða hans ekki eins styrk og áður, sökum ósigurs flokks hans í kosningunum. Það mun hafa veruleg áhrif á aðgerð- ir hans út á við, en stefnan í innanlandsmálum verðurvafalít- ið svipuð og áður. Út á við munu áhrifin helzt verða þau, að Nakasone hefur bundnari hendur í samskiptum við Bandaríkin. Ætlun hans hef- ur verið sú að draga úr höftum á innflutningi bandarískra vara til Japans og koma þannig í veg fyrir, að Bandaríkjamenn gripu til frekari innflutningshamla á japönskum vörum til Bandaríkj- anna. Bandaríkjamennhafahót- að því og það ekki að ástæðu- lausu. Mörg síðustu árin hafa Japanir flutt margfalt meira af vörum til Bandaríkjanna en Bandaríkja- menn hafa flutt til Japans, vegna strangra innflutningshafta þar. Því hafa aukizt stöðugt þær kröfur í Bandaríkjunum, að ann- að hvort yrðu settar hömlur á innflutning japanskra vara eða dregið úr höftum í Japan hvað bandarískar vörur sncrtu. Það var annað af þeim erind- um, sem Reagan forseti átti til Japans á síðastliðnu hausti að fá stjórnina í Japan til að draga úr innflutningshöftum, Nakasone mun hafa gefið nokkurt fyrirheit um þetta, einkum ef kosningarn- ar yrðu honum hagstæðar, en trú margra var sú, að heimsókn Reagans yrði til þess að styrkja Nakasone í sessi. Hitt erindi Reagans var að fá stjórnina til að auka framlög til varnarmála og draga þannig úr hinum mikla kostnaði við varnir Bandaríkjanna á Kyrrahafs- svæðinu, en þær eru ekki sízt í þágu Japana. Nakasone hefur lengi verið því fylgjandi, að Jap- anir ykju varnir sínar, en það mætir ekki aðeins andstöðu stjórnarandstæðinga. heldur margra áhrifamanna í stjórnar- flokknum. Frjálslynda flokknum. Því hafa framlög til varnarmála hækkað lítið á undanförnum árum. Nakasone mun hafa gefiö Reagan fyrirheit um. að Japanir myndu hækka þessi framlög og þannig létta á Bandaríkjunum vegna varnanna á Kyrrahafi. Eft- ir kosningarnar verður erfiðara fyrir hann að standa við þessi loforð. ■ Tanaka og einkaritari hans Heimsókn Regans til Japans hefur því ekki borið þann árang- ur, sem til var ætlazt. ORSÖK þess, að Nakasone rauf þingið og efndi til kosninga mun fyrr en hann þurfti, var Tanakamálið svonefnda. Tanaka, sem var forsætisráð- herra Japans um skeiö, varð að láta af stjórnarforustunni vegna ákæru um að hann hefði þegið stórfelldar mútur af bandarísku fyrirtæki í sambandi við flugvéla- kaup. Þrátt fyrir þessa ákæru og brottför hans úr embætti forsæt- isráðherra, hélt hann áfram að vera áhrifamesti leiðtoginn í Frjálslynda flokknum. Frjálslyndi flokkurinn er í raun klofinn í marga sérhópa, sem hver hefur sinn leiðtoga. Tanaka hefur síðasta áratuginn vérið foringi stærsta hópsfns. Hann studdi Nakasone til for- sætisráðherraembættisins og réði stuðningur hans úrslitum. Það sýndi sig þá eins og oftar, að Tanaka er áhrifamesti leiðtogi Frjálslynda flokksins bak við tjöldin. Málaferlin gegn Tanaka hafa dregizt á langinn, enda hafa verj- endur hans beitt ýmsum brögðum til aö tefja þau. Dómur undirréttar féll loksins á síðast- liðnu hausti og var á þá leið, að Tanaka var sekur fundinn og ekki aðeins dæmdur í miklar fjársektir, heldur til fangels- isvistar. Það var strax krafa stjórnar- andstæðinga, að Tanaka segði af sér þingmennsku. Því neitaði hann og kvaðst bíða eftir dómi hæstaréttar, en það getur tekið langan tíma þangað til hann er kveðinn upp. Stjórnarandstæðingar gerðu eftir þetta þá kröfu til Nakasone, að hann bcitti sér fyrir því, að Tanaka 'yrði sviptur þinghelgi. Því neitaði Nakasone. Stjórnar- andstæðingar svöruðu með því að hætta að mæta á þingfundum. Svar Nakasone var að rjúfa þing- ið og láta kjósa. SKOÐANAKANNANIR spáðu því, að Frjálslyndi flokk- urinn myndi halda velli og vcl það. Úrslitin urðu hins vegar önnur. Flokkurinn tapaði 36 þingsætum og meirihluta sínum á þingi. Hann fékk 250 þingsæti af 511 alls. Atkvæðatap flokksins varð hins vegar minna en framan- greindar tölur benda til. Hann •fékk 45.8% greiddra atkvæða, en fékk 47.9% í kosningunum 1979. Kosið er í einmennings- kjördæmum. Það er talið eiga verulegan þátt eða mestan þátt í þessu tapi flokksins, að kosningaþátttakan var með minnsta móti eða 68%. Þorarinn 1^2 Þórarinsson, K ritstjóri, skrifar Venjulega er kosningaþátttaka í Japan miklu meiri. Það er talið aö ýmsir fyrri kjósendur Frjáls- lynda flokksins, einkum úr þeim stéttum, sem betur eru settar, hafi setið hcima vegna Tanaka- málsins. Tanaka kom samt út úr kosn- ingahríðinni sem sigurvegari. Hann sigraði í kjördæmi sínu mcð hærri atkvæðatölu en nokkru sinni áöur. Hópur hans í Frjálslynda flokknum stóð sig li'ka betur en aðrir hópar flokksins. Aðeins fjórir þingmenn, sem höfðu fylgt Tan- aka að málum, féllu. Tap ann- arra hópa varð hlutfallslega mun meira. Stjórnarandstöðuflokkarnir bættu við sig þingsætum, án þess að atkvæðatala þeirra hækkaði að ráði. Undanskilinn er þó Kommúnistaflokkurinn, sem tapaði þremur þingsætum og hef- ur nú 26 þingsæti. Stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn Sósíalistaflokkurinn, bætti við sig 11 þingsætum, fékk 112 þingsætk Flokkur Búddh- ista, sem berst fyrir heiðarlegu stjórnarfari, bætti viðsig24 þing- sætum og fékk 58 þingmenn kjörna. Hann vann flest þingsæti af Frjálslynda flokknum. Ýmsir smáflokkar ýmist töp- uöu þingsætum eða stóðu í stað. Þá náðu kosningu nokkrir utan- flokkamenn, sem flestir eru til hægri. Það voru þessir utanflokka- menn, sem tryggðu Nakasone, aö hann gat myndað ríkisstjórn að nýju. Hin nýja stjórn fékk stuðning 265 þingmanna, þegar atkvæði voru greidd um hana á þingfundi í Iok síðustu viku. Þótt hin nýja stjórn Nakasone hafi þannig hlotið stuðning meirihluta þingsins. er hún talin veikari í sessi en fyrri stjórn hans. Henni stafar ekki sízt hætta frá leiðtogum hinna ýmsu hópa í Frjálslynda flokknum, sem eru engir vinir Nakasone. Tveir af þessum leiðtogum eða Fukuda fyrrv. forsætisráð- herra og Komoto, sem er talinn einn helzti hagfræðingur flokksins, lýstu báðir yfir þeirri skoðun sinni, þegar kosningaúr- slitin voru kunn, að Nakasone ætti ekki að mynda næstu stjórn. Sú varð samt niðurstaðan, en andstaða þeirra Fukuda og Ko- moto er samt ekki úr sögunni. Hún mun binda hendur Naka- sone á margan hátt.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.