Tíminn - 28.12.1983, Page 10
10
íþróttir
ftwww
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983
— var yfir 2:0 gegn Liverpool á Anfield-Man Utd gerdi jafntefli við Notts
County — Nicholas skorar enn
■ Leicester City, nýliðarnir í fyrstu
deild á Englandi, komu verulega á óvart
í gær er þeir gerðu jafntefli 2-2 við
Englandsmeistara og efsta lið fyrstu
deildar nú, Liverpool á Anfield Road,
heimavclli Liverpool. Ekki nóg með
það, Liverpool slapp með skrekkinn
eftir að hafa verið undir 0-2. Storma-
samur leikur, og Manchester United,
liðið sem mesta samkeppni hefur veitt
Liverpool í vetur, mistókst að minnka
muninn, gerði jafntefli 2-2 heima við
Notts County. Luton, sem í gær var í
þriðja sæti, tapaði, og Southampton,
sem fagnaði öðrum sigrinum á jafnmörg-
um dögum, tók þriðja sætið.
Leicester byrjaði illa þetta keppnis-
tímabil, en tók sig svo á, og hefur nú
aðeins tapað tvéimur leikjum af síðustu
13. Liðið er búið að vera á stanslausri
uppleið undanfarið, og það kom í ljós
strax á sjöundu mínútu, þegar Alan
Smith skoraði gott mark, Leicester hélt
síðan forýstunni, og um miðjan síðari
hálfleik skoraði Ian Banks annað mark
Leicester.
En Liverpool vaknaði, eins og Ijón
með timburmenn og reif sig upp úr,
eymdinni. Sammi Lee skoraði 1-2 á 73.
mínútu, og sjö mínútum fyrir leikslok
jafnaði Ian Rush, með 21.marki sínu á
tímabilinu.
Það var svo markvörðurinn Mark
Wallington í marki Leicester sem bjarg-
aði stigi fyrir gestina í tvígang í lokin,
varði fyrst ótrúlega frá Graeme Souness
fyrirliða Liverpool, og á síðustu mínútu
leiksins þurfti Souness aftur að sjá hann
verja hjá sér, að þessu sinni vítaspyrnu.
Níu leikmenn Notts County voru
bókaðir í markaveislunni á Old Trafford,
sjö fyrir að vilja ekki færa sig þegar
dæmd var aukaspyrna. Manchester
United hafði yfir 3-1 þegar fáar mínútur
voru eftir, þá tók Justin Fashanu til
sinna ráða og skoraði tvö mörk. Fyrsta
mark Notts County skoraði Rachid Har-
kouk.
Charlie Nicholas, hetja fyrradagsins,
skoraði fyrsta mark sitt á Highbury á
tímabilinu, er hann tryggði Arsenal
jafntefli 1-1 gegn Birmingham. Nicholas
skoraði á 13. mínútu í sínum 13. heima-
leik, við mikinn fögnuð.
Eins og áður var drepið á, breytist toppur-
inn í deildinni lítt, Liverpool er efst, þá
Manchester United, Southampton,
West Ham og Luton í 5. sæti.
í annarri deild tapaði Sheffield
Wednesday sínum þriðja leik í deildinni,
þar af öðrum í röð, Newcastle tapaði,
Chelsea gerði jafntefli, og Manchester
City vann, hefur nú náð öðru sæti og er
aðeins tveimur stigum á eftir Sheffield
Wednesday.
-SÖE
■ -Sjá úrslit og stöðu í dálkinum til
hægri:
IPLAT1NI ÞJOOHETJA
I
I
I
— í Frakklandi — var kjörinn
knattspyrnumaður Evrópu
Michel Platini, fyrirliði franska
landsliðsins og aðalstjarna Juventus Tor-
ino á Ítalíu, var í gær hylltur sem
þjóðhetja í Frakklandi, eftir að hann var
kjörinn knattspyrnumaður ársins í Evr-
ópu af tímaritinu France Football. Plat-
ini fékk „Gullboltann“ í verðlaun, en
þessi titill, knattspyrnumaður Evrópu,
og verðlaunin eru líklega þau eftirsótt-
ustu sem til eru meðal knattspyrnu-
manna víða um heim.
Michel Platini er fyrsti Frakkinn sem
hlýtur þessa nafnbót síðan hinn frægi
Raymond Kopa, sem lék með Real
Madrid á Spáni, fékk hana árið 1958.
Platini hlaut 110 atkvæði, vel á undan
Skotanum Kenny Dalglish, Liverpool,
sem hlaut 26 stig. Allan Simonsen, sem
vann þessi verðlaun árið 1977, en leikur
nú með lítt þekktu félagsliði í Danmörku
hlaut þriðja sætið, á undan öðrum Skota,
Gordon Strachan í Aberdeen.
„Ég hélt í raun að ég ætti ekki
möguleika“,sagði Michel Platini eftir
verðlaunaveitinguna. „þessu fylgir til-
finning sem er gjörólík því að sigra í
leik“, sagði Platini.
Platini tekur við verðlaununum af
knattspyrnumanni ársins í Evrópu 1982,
■ Michel Platini, knattspyrnumaður
ársins í Evrópu
Paolo Rossi, sem leikur með honum í
liöi í Juventus.
- SÖE
með Arsenal gegn Tottenham - skoradi tvö og lagði upp tvö
Liverpool vann WBA en Manchester United gerði jafntefli
■ Charlie Nicholas sprakk loksins al-
mennilega út í liði Arsenal í fyrradag, er
hann skoraði tvö mörk gegn Tottenhani
og lagði upp tvö önnur, er liðin mættust
í ensku deildarkeppninni í White Hart
Lanc. Liverpool sigraði WBA og hcfur
nú fjögurra stiga forystu á ný, þar eð
Manchester United gerði jafntefli við
Coventry á Highfleld Road. Luton Town
náði þriðja sætinu með sigri á Notts
County 3-0 í Nottingham.
Það var skemmtilegur leikur á White
Hart Lane, mikið af mörkum og enn
meira af færum. Þó voru heimamenn
ekki hressir að leikslokum, enda ekki
furða, þeir áttu inörg góð færi sem ekki
nýttust. Charlie Nicholas skoraði gott
mark á 20. mínútu, eftir góða rispu inn
að vítateig og skot þaðan. Graham
Roberts jafnaði fyrir Tottenham, en
j Nicholas skoraði 2-1 eftir að hafa komist
einn inn fyrir. Steve Archibald jafnaði.
með viðstöðulausu skoti úi mi- jum vítá’
Iteignum, en nýliðinn Raphael Meade
gerði að engu vonir heimamanna um
stig. Nicholas var þó maðurinn bak við,
hann byggði upp sókn, gaf vel upp í
hægra hornið, þaðan gefið fyrir og
Meade skallaði í netið. Skömmu síðar
skaut Nicholas þrumuskoti, Ray Clem-
ence varði, en Meade hirti frákastið og
skoraði, 4-2. Tottenham menn voru
fremur óheppnir í leiknum, Gary Step-
hens skaut í slá, og Alan Brazil átti góð
færi sem ekki nýttust.
Livcrpool vann West Bromwich Albi-
on naui’dega, þrátt'fyrir mun betri leik í
fyrri hálfleik. Steve Nicol skoraði l-Oi
fyrir rauða herinn, en þrátt fyrir góð færi
í fyrri halfleik komst toppliðið ekki meir
yfir. Tony Morlcy jafnaði á 60. mínútu,
en Gracme Souness tryggði Liverpool
sigur eftir góðan undirbúning Ken Dal-
glish í lokin.
Coventry og Man United gerðu jafn-
tefli á Highfleld Road. Bæði mörkin
voru skoruð úr vítaspyrnum, Arnold
Múhrcn fyrir United og Terry Gibson
fyrir Coventry, það var jöfnunarmark.
Svo er að sjá að Coventry ætli að halda
áfram á sömu braut, og líklegt að liðið
banki enn betur á toppinn næstu daga,
liðið hefur átt erfiða leiki undanfarið.
Luton Town skoraði þrjú mörk í
Nottingham, í leik við Notts County.
Trevor Aylott skoraði tvö, og Ray
Daniel citt, og sigurinn var verðskuldað-
ur, leikurinn einn þeirra sem Luton nær
hvað bestum.
Southampton komst upp fyrir West
Ham í baráttunni um UEFA sætin,
sigraði 1-0 á útivelli. Hetja Southampton
í leiknumvar markvörðurinn Peter
Shilton, en markið skoraði Danny Wall-
ace.
Gary Lineker og Steve Lynex komu
Leicester í 2-0 gegn Queens Park
Rangers, en Terry Fenwick minnkaði
muninn úr auðfenginni vítaspyrnu síðast
í leiknum. Leicester-liðið sem byrjaði
keppnistímabilið afar illa, hefur sótt sig
mjög, leikur enda skemmtilega knatt-
spyrnu, og getur nú loksins dregið and-
ann aðeins léttara, komið í 6. neðsta
sæti, þegar þetta er skrifað.
Baráttan á botninum er þó hörð, því
Stoke og Watford unnu bæði.Stoke vann
Norwich 2-0, og Watford Aston Villa
3-2 heima. Jiminy Gilligan tvö og John
Barnes eitt skoruðu mörk Watford, en
Alan Curbishley og Mark Walters
skoruðu fyrir Villa.
Ipswich lagði Úlfana 3-1, og Wolves
enn neðstir. Paul Mariner 2 og Kevin
O’Callaghan skoruðu fyrir Ipswich.
Birmingham náði forystu gegn Nott-
ingham Forest, með marki Kevin
Rogers, en Forest sigldi síðan yfir Birm-
inghamliðið, sem nú er sannarlega á
afturfótunum. Gary Birtles og Stevc
Hodge skoruðu og úrslitin 2-1 fyrir
gestina.
Sheflield Wednesday tapaði sínum
öðrum leik á keppnistímabilinu, tapai
venjulega fyrir minni spámönnum, nú
fyrir Grimsby í samnefndum útgerðar-
bæ. Chelsea vann Shrewsbury úti, Man
City vann Oldham heima, en Newcastle
gerði jafntefli við Blackbum
■ Charlie Nicholas sprakk út gegn Tottenham, skoraði tvö og lagði upp tvö.
Úrslit...
■ Úrslit urðu þessi í ensku knattspyrnunni i
fyrradag:
1. deild:
Birmingham-Nott.For..................1-2
Coventry-Man. Utd....................1-1
Everton-Sunderland ..................0-0
Ipswich-Wolves...................... 3-1
Leicester-QPR........................2-1
Notts Co-Luton.......................0-3
Stoke-Norwich .......................2-0
Tottenham-Arsenal....................2-4
Watford-Aston Villa .................3-2
WBA-Liverpool .......................1-2
West Ham-Southampton ................0-1
2. deild:
Barnsley-Cambridge
Cardiff-Swansea ...
C. Palace-Brighton .
Fulham-Derby ......
Grimsby-Sheff. Wed.
Leeds-Huddersfleld .
Man. City-Oldham .
Middlesbro-Carlisle .
New castle-Blackbum
Portsmouth-Carlton
Shrewsbury-Chelsea
Úrslit urðu þessi í ensku knattspyrnunni í gær:
1. deiid
Arsenal-Birmingham....................1-1
Aston Villa-Tottcnham..................0-0
Liverpool-Leicester...................2-2
Luton-West Ham .......................0-1
Man United-Notts C ...................3-3
Norwich-Ipswich.......................0-0
Southampton-Watford...................1-0
Sunderland-W.B.A......................3-0
Wolves-Everton .......................3-0
2. deild
Brighton-Fulham.........
Carfisle-Newcastle......
Charlton-C.Palace......
Chelsea-Portsmouth ....
Derby-Cardiff...........
Huddersfleld-Man City . .
Oldham-Leeds ...........
Sheffleld Wed-Middlesbro
Swansea-Shrewsburey . . .
1-1
3-1
1-0
2-2
2- 3
1-3
3- 2
0-2
0-2
2-0
3- 2
0-2
2-2
1-0
1-2
2-0
0-1
1-1
4- 2
2-4
STAÐAN
1. deild
Liverpool........20
Man. United.....20
Southampton .... 20
West Ham........20
Luton.............20
NottinghamForest 19
Coventry........ 19
Q.P.R........... 19
AstonViUa.......20
Norwich..........21
Tottenham .......20
Arsenal..........20
Sunderl......... 20
Ipswich...... 20
W. Bromw..........20
Everton..........20
Leicester........21
Watford...........20
Birmingham......20
N. County.......20
Stoke........... 19
Wolverh...........20
2. deild
Sheff. Wed........21
Man. City ........21
Chelsea...........23
N.castle Utd......21
Carlisle .........21
Charlton .........22
Grimsby ..........20
Huddersf..........21
Blackburn.........20
Portsm..........21
Shrewsb...........21
Middlesb..........21
Barnsley .........20
Brighton .........21
Cardiff...........21
Oldham............21
Derby.............21
C. Palace.........21
Leeds United .....20
Fulham ...........21
Cambridge ........20
Swansea ..........21
12 5 3 35 16 41
11 5 4 38 23 38
11 4 5 22 14 37
11 3 6 31 18 36
11 2 7 36 28 35
10 3 6 35 26 33
9 6 4 29 21 33
10 2 7 30 18 32
9 5 6 31 29 32
8 7 6 26 23 31
8 6 6 32 31 30
9 1 10 35 29 28
7 6 7 22 27 27
7 5 8 30 27 26
7 2 11 22 32 23
6 5 9 11 23 23
5 6 10 30 39 21
5 4 11 32 38 19
5 4 11 17 25 19
5 3 12 27 39 18
3 7 9 20 33 16
2 5 13 16 48 11
13 5 3 37-19 44
12 3 5 37-22 42
11 9 3 49-26 42
12 3 6 43-31 39
10 7 4 25-15 37
10 7 5 29-27 37
10 6 4 31-22 36
9 7 5 32-26 34
9 7 4 28-27 34
9 : 3 9 : 349-27 30
7 7 7 26-28 28
7 6 8 25-22 27
8 3 9 32-25 27
7 5 9 34-35 26
8 1 12 27-32 25
7 4 10 25-36 25
6 5 10 22-39 23
6 4 11 21-28 22
5 5 10 29-33 20
3 7 11 21-34 16
2 5 13 15-38 11
2 3 16 16-49 9
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983
11
umsjón: Samúel öm Erlingsson
Guðjón í ÍBK á ný?
- „verður ákveðið eftir áramót"
■ „Þetta hefur komið til tals, en enn
er ekkert ákveðið í þessu", sagði Guðjón
Guðjónsson knattspymumaðurínn smái
en knái í KA, er Tíminn spurði hann
hvort hann mundi leika með Keflavík á
ný næsta sumar í 1. deildinni í knatt-
spyrnu.
Guðjón sagði að málin myndu skýrast
eftir áramótin. Það mun vera ÍBK sem
vill fá Guðjón heim á ný, og áreiðanlegt
að liðinu verður styrkur að því ef
Guðjón kemur tU baka.
-SÖE/gk Akureyri/Tóp
[ KÖLBRÚ N" RÍIT" SEÍtT M ÉT1
| í hástökki án atrennu á Jólamótinu
| ■ Kolbrún Rut Stephens, frjálsíþrótta- Kolbrún Rut sigraði líka í langstökki þrístökki án atrennu. 9,28 metra. Stefán|
kona úr KR setti um jólin íslandsmet í kvenna án atrennu, stökk 2,64 metra. Stefánsson ÍR sigraði í hástökki karlaa
| hástökki kvenna án atrennu á Jólamóti Kárí Jónsson HSK sigraði i langstökki án atrennu, stökk 1,55 metra.
■ ÍR. Kolbrún Rut stökk 1,43 metra. án atrennu, stökk 3,24 metra, og í
-SOKl
Lestunar-
áætlun
Hull/Goole:
Jan .....................30/12
Jan .................... 9/1'84
Jan.......................23/1
Jan ,.........................6/2
Rotterdam:
Jan.................... 10/1'84
Jan.......................24/1
Jan .......................7/2
Antwerpen:
Jan ................... 11/1'84
Jan.......................25/1
Jan........................ 8/2
Hamborg:
Jan .................... 13/1 '84
Jan ......................27/1
Jan..........................10/2
Helslnki:
Arnarfell .............. 6/1'84
Arnarfell .................6/2
Larvik:
Hvassafell............. 3/1'84
Hvassafell................16/1
Hvassafell................30/1
Hvassafell................13/2
Gautaborg:
Hvassafell............. 4/1'84
Hvassafell................17/1
Hvassafell................31/1
Hvassafell................14/2
Kaupmannahöfn:
Hvassafell............. 5/1'84
Arnarfell ................18/1
Hvassafell.................1/2
Hvassafell................15/2
Svendborg:
Hvassafell.................. 6/1 '84
Arnarfell .................9/1
Hvassafell................19/1
Hvassafell.................2/2
Árhus:
Hvassafell............. 6/1'84
Arnarfell .................9/1
Hvassafell................19/1
Hvassafell.................2/2
Falkenberg:
Dísarfell .............. 6/1 '84
Arnarfell ................13/1
Mælifell..................16/1
Gloucester, Mass.:
Skaftafell............. 17/1'84
Halifax, Canada:
Skaftafell............. 18/1'84
f SKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101
_ Þi iTTA ER Y KKAR
TJTTTTT W WWT TMTVTT xlLUll /\r ivwJvUlMM
HANNI IR
u ^NGSTÆRSTUR
H appdrætti Há^kólans heldur upp á 50
ára afmæli með glæsilegri vinningaskrá. Vinnings-
upphæðin er tvöfalt hærri en á liðnu ári, og mögu-
leiki er á 9 milljón króna vinningi á eitt númer.
Ævintýralegt. En það eru líka 5000 aukavinningar á
15.000 krónur hver, auk fjölda annarra vinninga.
HHÍ heldur enn hæsta vinningshlutfalli í heimi,
7/10 „kökunnar“ kemur í hlut ykkar, sem spilið
meðoghljótið vinning. -
Líttu inn hjá umboðsmanninum. Þar
færðu miða - og möguleika á vinningi.
VINNINGASKRÁ
9 @ 1.000.000 9.000.000
9 - 200.000 1.800.000
207 - 100.000 20.700.000
2.682 - 20.000 53.640.000
21.735 - 4.000 86.940.000
109.908 - 2.500 274.770.000
134.550 446.850.000
450 aukav. 15.000 6.750.000
135.000 453.600.000