Tíminn - 28.12.1983, Qupperneq 15

Tíminn - 28.12.1983, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 15 krossgáta fgm 77 w1—— 4237. Lárétt 1) Starf. 6) Líka. 8) Alda. 9) Fugl. 10) Þrír eins. 11) Mann. 12) Öðlist. 13) Mánuður. 15) Háa. Lóðrétt 2) Sett í banka. 3) Komast. 4) Hola. 5) Viðbætur. 7) Ofstopafullir. 14) Vein. Ráðning á gátu No. 4233 Lárétt 1) Verra. 6) Lóa. 8) Öld. 9) Nef. 10) Ugg. 11) Urð. 12) Api. 13) Ull. 15) Smáir. Lóðrétt 2) Elduðum. 3) Ró. 4) Rangali. 5) Höfuð. 7) Aflið. 14) Lá. bridge ■ Það er oft affarasælla að spila frekar hálitageim með 4-3 trompsamlegu en 3 grönd eða 5 í láglit. Hvorttveggja getur náðst aukaslagur með trompum og sumir hliðarlitir eru ekki nægjanlega stoppaðir til að hægt sé að spila grandsamning. En það þarf oft að sýna nokkra varfærni í úrspili. Norður S. 6 H.1093 T. AKDG3 L.8753 Vestur S. KD983 H.63 T. 1094 L.K106 Austur S. G1054 H.A752 T. 52 L.G92 Suður S. A72 H. KDG8 T. 876 L.AD4 Suður endaði í 4 hjörtum eftir að AV höfðu sagt og stutt spaða. Þegar spilin eru skoðuð er þetta greinilega besta geimið: 3 grönd eru nokkuð vonlaus eftir spaða út og 5 tíglar byggjast á laufasvíningu. Vestur spilar út spaðakóng gegn 4 hjörtum og suður tók ásinn. Hann trompaði síðan spaða í borði og spilaði hjarta í þeirri von að austur tæki á ás og spilaði meira hjarta til að suður gæti ekki trompað annan spaða í borði. En austur féll ekki í gildruna heldur lét litið. Suður spilaði þá meira hjarta og nú tók austur á ásinn og spilaði spaðagosa og meiri spaða sem suður neyddist til að trompa. Hann tók hjartadrottningu í þeirri von að hjartað lægi 3-3. Þegar vestur henti tígli fór að syrta í álinn: nú varð austur að eiga 3 tígla og laufakóng. En austur trompaði þriðja tígulinn og spilaði laufi og þegar vestur tók drottningu með ásnum fór sagnhafi 2 niður á spilinu. Suður gat að vísu valið aðra leið eftir að hafa tekið fyrsta slaginn á spaðaás en það hefði ekki skipt neinu máli. Sagnhafi fer alltaf niður á spilinu ef hann tekur fyrsta slag með spaðaás. Aðalreglan í svona samningum er að halda valdi á trompinu ef það liggur 4-2. Því átti suður að gefa vestri fyrsta slag á spaðakóng. Ef vestur spilar meiri spaða trompar suður í borði og spilar hjartanu. Ef austur tekur á ásinn í annan gang og spilar t.d. laufi getur suður stungið upp ás og tekið 11 slagi. Og ef hann spilar spaða á suður ásinn eftir og tekur einnig 11 slagi. myndasögur Hvell Geiri Velferðarríkið mælist ekki alls staðar vel fyrir. / Við vorum . göfugar hetjur. os> börðumst f Barin prins vill ger<T^ okkur þrælum jafna! Dreki Svalur Kubbur Hvaðætlarðu- að gera við jólabjöllurnar þærarna? Með morgunkaffinu - Takk fyrir ánægjulegt kvöld og við biðjum að heilsa þessum skemmtilegu börnum ykkar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.