Tíminn - 31.12.1983, Qupperneq 6

Tíminn - 31.12.1983, Qupperneq 6
LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983 6f í spegli tímans Liza Minnelli: „Mamma var eins og jurt, sem ber blóm, en visnar sídan ■ Ævisögur stjórstjarna í Hullywood hafa iöngum verið vinsæl lesning og skiptir þá engu um sannleiksgildi þeirra. Nú er nýkomin á markað vcstur í Bandaríkjunum ævisaga Li/u Minnelli, en reyndar er skýrt tekið fram að hún hafi ekki sjálf liaft afskipti af frásögninni. Eins og að líkum lætur, ber hina þekktu móður Lizu, Judy Garland, mjög á góma í bókinni. - Auðvitað átti ég skrítna æsku, það má reyndar segja að hún hafi verið hálftilgerðarleg stundum, en hún var aldrei leiðinleg, segir Liza. Sé að marka lýsingarnar, sem gcfnar eru í búkinni, hefur hún nokkuð til síns máls. Þar er því lýst, hvernig Liza varð að betla mat handa sér og hinni heims- frægu móður sinni, laumast út úr hótelum til að losna við að borga reikningana, taka að sér hlutverk sálfræðings móður sinnar, sem átti í sífelldum geðsveiflum, og húggarans, þegar Judy hafði gert cinhverja af Ijölmörgum tilraun- um sínum til sjálfsmorðs. Og þetta gekk Liza allt í gegnum áður en hún náði 10 ára aldri! Þetta allt átti sér stað snemma á 6. áratugnum, en þá var frægð- arsól Judy farin að hníga til viðar og hún barðist í bökkum fjár- hagslega. Reyndar hafa lengi gengið sögusagnir um blessaö barnið, hana Lizu, sem mamma hafði læst úti. Hún átti þá ckki í önnur hús að venda en til góð- gjarns fólks, sem gaf henni að borða og hlúði að henni cftir því, sem best það mátti. En svo hljóp Liza eins hratt og hún gat heim til mömmu og gaf henni af krás- unum með sér. Fyrir kom að Judy vakti dóttur sína um miðja nótt til að þær gætu læðst óséðar út úr íbúðinni án þess að eiga það á hættu að rekast beint í flasið á húseigand- anum, sem þær skulduðu margra mánaða leigu. Þá klæddu þær sig í öll þau föt, sem þær gátu, til að þurfa að skilja sem minnst af eigum sínum eftir. Og þcgar allt var að vaxa Judy yfir höfuð, setti hún Lizu litlu, sem þá var aðeins 4-5 ára gömul, við hlið sér og þuldi upp raunir sínar um hvað allir væru vondir við hana. Og Liza tók samúðar- flull undir: - Uss, uss! Ekki vill Liza viðurkenna að Judy hafi verið eins dugleg við sjálfsmorðstilraunir og almanna- rómur vill vera láta. En hún hafi viljað láta taka eftir sér og taka tillit til sín. Þess vegna hafi ekki veríð ótítt, að hún hafi tekið 2 aspiríntöflur og lýst því yfir há- tíðlega, að nú þyldi hún ekki meir, og síðan læst sig inni á baðherbergi. Liza lærði fljót- lega, hvernig hún gat komist inn til mömmu sinnar og huggað hana. Þar með varð ekki meira úr þeirri „sjálfsmorðstilraun- inni.“ Það varð því því ekki lítið áfall fyrir Lizu, þegar svo fór að lokum, á árinu 1969, að Judy dó eftir að hafa tekið of stóran skammt lyfja. Þá var hún aðeins 45 kfló að þyngd og ekki nema svipur hjá sjón miðað við þá Judy, sem dýrkuð hafði verið um allan heim sem skemmti- kraftur í slíkuin sérflokki að aldrci gleymist þeim, sem fengu að njóta listar hennar. - I mínum huga var mainma rétt eins og jurt, sem ber blóm, gefur heiminum mikla gleði og visnar síðan og deyr, sagði Liza einhvern tíma. - Hún hafði lifað 80 iíf á sinni stuttu ævi, en samt sem áður hélt ég að hún mvndi lifa okkur öll. Fjölskylda Fatei Popovs ■ María og Fatei Popov ólu upp 13 börn, en þau búa í Kurdjun-þorpi í Altaj í Suður- Síberíu. Sex þeirra urðu verk- fræðingar, byggingavcrkamcnn og kennarar og búa víðs vegar um Sovétríkin. Hin urðu um kyrrt á heimaslóðum og fetuðu í fótspor föður síns. Það voru sjö synir, scm lögðu fyrir sig eldi á Síberíu-hirtinum, en horn hans eru notuð til framleiðslu Pnatok- rins. Popov-feðgarnir eru þekkt- ir fyrir starf sitt í Altaj. Það eru meira að segja til Fatei Popow verðlaunin fyrir bestan árangur á þessu sviöi. Synirnir sjö hafa fengið Ijölmörg verðlaun fyrir starf sitt og elsti sonurinn Pjotr hefur verið sæmdur titlinum Só- síalísk vinnuhetja. Auk þeirra heiöursmerkja, sem Fatei Popov var sæmdur fyrir framgöngu sína í heimsstyrjöldinni síðari, hefur hann verið sæmdur Orðu Októ- berbyltingarinnar fyrir árangur í starfi. Starf þeirra er erfitt og hættu- legt, vegna þess að þeir verða að ná dýrinu, setja það í sérstakt búr og saga af því hornin með venjulegri handsög. Popov-fjölskyldan hefur stækkað mikið á undanförnum árum - nú eru 30 barnabörn og sjö barnabarnabörn í fjölskyld- unni. Það er orðið þröngt við borðið, þegar fjölskyldan hittist. Fjölskyldúmeðlimirnir eiga ný- tískuhúsgögn og ísskápa, en hafa gaman af því aö fara í reiðtúr og hirða um hest, sem Fatei fékk að gjöf frá „Abaisky“ ríkisbúinu fyrir starf sitt. Synir Fatei eiga bifreiöar og hafa gaman af því að fara að versla í verslanamiðstöð- inni allir saman. Þó börnin í Popov-fjölskyld- unni séu orðin fullorðin, eru forcldrar þcirra bestu vinir þeirra og ráðgjafar. Nú er Fatei Popov kominn á eftirlaun. Hann er orðinn 75 ára. Og þó að hann gangi ekki lengur að starfi, hefur hann gaman af að veiða. Þegar hann var ungur fór hann oft á vciðar og var góður veiðimaður. Allir í Popov-fjölskyldunni hjálpa hver öðrum og standa saman. Það er þröng á þingi við borðið, þegar Popov-fjölskyldan hittist. viðtal dagsins ^SUMIRHALDA AÐÞETTASÉ MIKEJU VIRDU- UEGRA' — spjailað við Bjarna Braga Jónsson, nýráðinn aðstoðar- bankastjóra í Seðlabankanum ■ „Sumir halda að þetta sé miklu virðulegra, en ég held það ekki. Ég hef verið á nákvæmlega sama status síðan ég man eftir mér,“ sagði Bjarni Bragi Jónsson er Tíminn ræddi við hann um ráðningu hans í stöðu aðstoðar- bankastjóra Seðlabankans. Ekki vildi hann heldur meina að breyttur titili hefði miklar breytingar á störfum hans í för með sér. „Þó verður sú breyting á að ég mun framvegis ekki hafa hina beinu ábyrgð á hagskýrslu- gerðinni, en í meira mæli vera bankastjórninni til aðstoðar í stefnumálum. (Vonast auðvitað til að geta stjórnað landinu á laun eftir krókaleiðum, þó ég reyni að fara vel með það“,) sagði Bjarni Bragi og hló við. „Það má segja að verkefni mín verði framvegis fyrst og fremst bundin við efnahags- stefnumálin, en minna við skýrslugerðarpuðið. Sú þróun hefur þó verið að gerast lengi - enda í rauninni komin hér upp peningamáladeild innan hagffæði- deildarinnar. Hins vegar er ég með ýmisskonar greiningu á stefnumiðum í sambandi við gengismá! og fjármál hins opin- bera eins og þau snerta okkar málefnaumhverfi, svo og öll tengslin við kjaramál og verð- lagsmál og svo framvegis. Reyna sem sagt að skyggnast í samhengi þessara mála og veita ráðgjöf varðandi okkar framkomu í öllu því stóra samhengi.“ í tilefniáramótannavarBjami Bragi spurður um útlitið fram- undan. „Við áramót skoða menn venjulega sitt umhverfi og eru auðvitað að því núna í þó óvenjulega andrúmslofti. í fyrsta lagi má segja að áramótunum hafi verið frestað til 1. febrúar í veigamiklum atriðum, t.d. varð- andi ákvörðun fiskverðs. I öðru lagi er það ekki spurningin nú, hvernig halda eigi áfram að láta hverja hagstærð elta aðra, heldur

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.