Tíminn - 31.12.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.12.1983, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983 9 á vettvangi dagsins ■ Á þessu ári eru liðnar fjórar aldir frá stofnun Edinborgarháskóla (University of Edinburgh). Margir Islendingar hafa stundað nám við skólann, og er því við hæfi, að afmælisins sé minnzt að nokkru hér á landi. Úr sögu Edinborgarháskóla Á 16. öld var Edinborg höfuðborg konungsríkisins Skotlands. Áður en há- skóli var settur á fót í Edinborg, höfðu þrír háskólar verið stofnaðir í Skotlandi, en fjöldi íbúa þar var þá innan við milljón. Þessir háskólar vour allir stofn- aðir fyrir 1500. Þeir voru í St. Andrews (sá elzti, telst stofnaður 1410), Glasgow og Aberdeen. Edinborgarháskóli var fyrsti Háskólinn, sem stofnaður var í Skotlandi eftir siðaskipti, og var því reistur á nokkuð öðrum grunni en hinir eldri. Þess má svo geta, að annar háskóli var stofnaður í Aberdeen 1593, en síðan bættust ekki við eiginlegir háskólar í Skotlandi fyrr en eftir miðja þessa öld. Nú eru háskólar þar átta talsins (tveir í Edinborg, tveir í Glasgow og einn í hverri eftirtalinna borga: Aberdeen, Dundee, St. Andrews og Stirling). Það var Jakob sjötti Skotakonungur, sem síðar varð Jakob fyrsti Englands- konungur, er gaf út stofnskrá Edinborg- arháskóla. Það gerðist árið 1582, en komið frá samveldislöndunum og Bandaríkjunum, en viss fjöldi frá Evrópulöndum, þ.ám. fsland. íslendingar við Edinborgarháskóla Alls hafa yfir eitt hundrað íslendingar stundað nám við Edinborgarháskóla. Dr. Halldór Pálsson, fyrrverandi búnað- armálastjóri, lauk fyrstur íslendinga prófi frá skólanum, árið 1936. Síðan á striðsárunum hefur jafnan verið nokkur hópur íslendinga við skólann, flestir frá 1965 og fram á síðari helming áttunda áratugarins, en þa voru á hverju háskóla- ári tveir til þrír tugir íslendingar þar við nám. Þegar á heildina er litið, hafa fleiri íslendingr stundað nám við Edinborgar- háskóla en nokkurn annan háskóla í Bretlandi, e.t.v. að undanteknum Lundúnaháskóla. Hin háu skólagjöld, sem brezk stjórnvöld gera erlendum háskólastúdentum að greiða, öðrum en þeim, sem upprunnir eru í löndum Efnhagsbandalags Evrópu, hafa á síðari árum valdið því, að íslendingum hefur fækkað mjög við brezka háskóla; eru þeir nú aðeins örfáir við Edinborgar háskóla. íslendingar sem, dvalið hafa í Edinborg um lengri eða skemmri tíma, margir þeirra við Edinborgarháskóla (en talsverður hópur við aðra skóla í borginni, þ.ám. Heriot Watt-háskól- ann), stofnuðu árið 1977 með sér félags- skap, er kallast Edinborgarfélagið. Hef- ur það m.a. unnnið að því að efla tengsl íslendinga við Edinborgarháskóla. íslendingar hafa stundað nám í ýmsum greinum við Edinborgarháskóla. Má þar nefna ýmsar raungreinar, ensku og sagn- ■ Aðalbygging Edinborgarháskóla. Hátíðahöld í tilefni af- mælisins Fjögurra alda afmælis Edinborgarhá- skóla hefur verið minnzt með ýmsum hætti á þessu ári. Aðalhátíðahöldin fóru fram 2.-10. júlí. En nú í haust lauk hátíðadagskránni; þá var m.a. minnzt tengsla skólans við borgina sjálfa og borgarbúum gefinn kostur á að skoða húsakynni skólans og kynnast starfsemi hans. Og þá lauk ýmsum sýningum, sem haldnar voru í tilefni afmælisins. í júlí voru haldnar afmælissamkomur af ýmsu tagi, og áttu borgaryfirvöld hlut að sumum þeirra. Haldin var röð fyrir- lestra um sögu háskólans og starfsemi hans á líðandi stund, efnt til tónleika og leiksýninga, sem tengdust sögu hans, sýningar opnaðar og skipulagðar skoð- unarferðir um háskólasvæðið. Gamlir nemendur þyrptust til Edinborgar; áætl- að er, að fjöldi þeirra, sem þangað komu, hafi verið yfir tvö þúsund. Haldn- ar voru margar samkomur á vegum einstakra kennslugreina hskólans, þar sem fyrrverandi nemendur í viðkomandi greinum hittust og rifjuðu upp gömul kynni. Ennfremur efndi. Skólinn til miðdegisverðar, þar sem öllum gömlum nemendum gafst kostur á þátttöku. Háskólanum bárust árnaðaróskir víða að og góðar gjafir. Nokkrir íslendingar tóku þátt í hátíða höldunum í júli.-í tilefni afmælisins gáfu fyrrverandi nemendur frá íslandi Edin- borgarháskóla Ijósprcntað eintak af Guðbrandsbiblíu, en hún kom einmitt út árið eftir að háskólinn var stofnaður. Gjöfinni var veittviðtaka við athöfn 8. Fjögurra alda af mæli Edinborgarháskóla skólinn tók ekki til starfa fyrr en árið eftir, 1583, sem telst stofnár hans. Borg- arstjórnin í Edinborg var ábyrg fyrir rekstri skólans, og hélzt sú skipan mála allt til 1858, er sett voru ný háskólalög fyrir Skotland, sem höfðu í för með sér miklar breytingar á stjórnskipan skólans. Viss stjórnsýsluleg tengsl hafa haldizt milli skólans og borgaryfirvalda, en annars er hann ríkisstofnun með talsvert sjálfsforræði. Starfsemi Edinborgarháskóla var ekki umfangsmikil í fyrstu, en smám saman óx honum fiskur um hrygg. Á 18. öld gat hann sér frægðarorð, jafnt innan Bret- lands sem utan; einkum var læknadeild hans þekkt. Tímabil upplýsingarinnar - síðari helmingur 18. aldar og öndverð 19. öld - er að margra mati gullöld skozkrar menningar. Þá, eins og fyrr og síðar, voru meðal kennara við skólann ýmsir frægir vísindamenn, svo sem heim- spekingurinn og félagsfræðingurinn Adam Ferguson, efnafræðingurinn Jos- eph Black og sagnfræðingurinn William Robertson. Nokkrir þekktustu rithöf- undar Breta á 18. og 19. öld voru nemendur við skólann. Má þar nefna Oliver Gold Smith, James Boswell, Walter Scott, Thomas Caslyk, Robert Louis Stevenson og Arthur Conan Do- yle. Meðal annarra þekktra nemenda á 19. öld má nefna Charles Darwin. Nokkru fyrir miðja öldina var lokið smíði geysimikillar háskólabyggingar á þeirra tíma mælikvarða, og setur hún enn svip á miðborg Edinborgar. Á síðari árum fer aðeins lítill hluti háskólastarfs- ins fram þar. Háskólinn efldist jafnt og þétt á 19. öld og fram á þá 20., en á heimsstyrjalda- og millistríðsárunum átti hann í vissum erfiðleikum. Konum var veittur, stig af stigi, aðgangur að háskól- anum seint á 19. öld (þær fyrstu útskrif- uðust 1893), og urðu konur fljótt veru- legur hluti nemendahópsins. Á árunum fyrir heimsstyrjöldina fyrri voru nem- endur skólans um 3300, þar af um 600 konur. Nú eru konur yfir fjörtíu af hundraði nemenda. Mesta útþensluskeið í sögu Edinborg- arháskóla var frá sjötta áratug þessarar aldar og fram á þann áttunda. Þá voru kennsla og rannsóknir hafnar í mörgum nýjum greinum og glæsilegar byggingar reistar, sem hýsa ákveðnar kennslu- greinar eða önnur svið háskólastarfsem- innar. Þannig var ný bygging fyrir bóka- safn skólans tekin í notkun 1967, og er það stærsta háskólabókasafnsbygging í Evrópu. Á þessu tímabili fjölgaði nem- endum við skólann mjög mikið. Á síðustu árum hefur Edinborgarháskóli, eins og aðrir brezkir háskólar, átt við margvíslegan vanda að stríða, vegna þess aðfjárveitingarstjórnvalda til rekst- ursins minnkuðu að raungildi. Hefur orðið að draga nokkuð saman seglin á sumum sviðum, en að öðru leyti hefur tekizt að halda í horfinu. Nú eru um ellefu þúsund nemendur við skólann, og fjöldi fastráðinna kennara er á þrettánda hundrað. Eins og vænta má um háskóla í jafnstórri borg (íbúafjöldinn er nú um hálf milljón), hefur talsverður hluti nem- enda verið frá Edinborg sjálfri, og verulegur meirihluti nemenda hefur jafnan verið Skotar. Englendingar og Walesbúar hafa löngum verið fjölmennir í nemendahópnum. Á síðustu áratugum hafa jafnan allmargir útlendingar stund- að nám við skólann. Flestir þeirra hafa fræði. En sérstaka athygli vekur, hve margir fslendingar hafa numið búvísindi þar, allt frá þeim tíma, er Halldór Pálsson var þar við nám, og til síðustu ára. Eru þó nokkrir starfsmenn Búnað- arfélags íslands í þessum hópi. Tveir íslendingar hafa verið fastráðnir kennararvið Edinborgarháskóla. Herm- ann Pálsson, prófessor í íslenzkum fræðum, hefur nú starfað þar á fjórða áratug. Páll S. Árdal, nú prófessor í Toronto í Kanada, var um árabil lektor í heimspeki við skólann. Magnús Magn- ússon, sjónvarpsmaðurinn og rithöfu- ndurinn kunni, gegndi um skeið mikil- vægu embætti í yfirstjórn skólans, en nemendur kusu hann til að gæta hags- muna sinna í skólastjórninni. júlí, að viðstöddum yfirbókaverði há- skólans og fleiri starfsmönnum hans auk íslenzku gestanna. Hjörtur E. Þórarins- son, bóndi á Tjörn í Svarfaðardal, sem lauk prófi í búvísindum við háskólann árið 1944, afhenti gjöfina og flutti ávarp. Hann gerði þar grein fyrir tengslum Edinborgarháskóla við íslands á liðnum árum. Yfirbókavörðurinn, Brenda Moon, flutti gefendum þakkir fyrir hönd háskólans. Hátíðahöldin í júlí voru glæsileg og verða minnisstæð okkur íslendingunum, sem sóttum Edinborg heim í tilefni afmælisins. Við urðum þess vör, að forráðamenn Edinborgarháskóla hafa hug á að styrkja tengslin við ísland, og vonum við, að það megi takast. Kjarnorkuvopn og afleiðingar þeirra Philip Webber, Graeme Wilkinson, Barry Rubin: Crisis over Cruise. A plain guide to the new weapons. Penguin Books 1983 112 bls. ■ Vopnakapphlaup stórveldanna, af- vopnunar- og friðarmál hafa verið mjög til umræðu upp á síðkastið. í löndum Vestur-Evrópu og í Bandaríkjunum hafa hundruð ■ þúsunda farið fylktu liði til að krefjast friðar og afvopnunar og engin ástæða er til að ætla annað en að allur almenningur í löndum Austur-Evr- ópu myndi gera slíkt hið sama ef hann þyrfti ekki að óttast um líf sitt fyrir það eitt að láta skoðanir sínar í Ijós. Fjöl- mennustu friðargöngurnar fóru um lönd Vestur-Evrópu um næstliðna helgi (þeg- ar þetta er skrifað) og herma fregnir, að allt að ein milljón manna hafi látið í Ijós andúð sína á vopnakapphlaupinu þá þótt sum íslensku dagblaðanna væru svo óheppin að fá aðeins sendar myndir af fámennum hópum. Eina Evrópuþjóð- in,sem virðist næsta ósnortin af friðar- barátfunni er sú íslenska, enda hefur tómlæti mörlandans löngum verið við- brugðið. Á undanförnum vikum og mánuðum hefur mikið verið gefið út af bókum, þar sem fjallað er um friðarmál og vopna- búnað stórveldanna og er ritið sem hér er til umfjöllunar eitt nýjasta innleggið í þá umræðu. Höfundarnir eru þrír enskir raunvísindamenn, sem vegna starfs síns gjörþekkja hinn nýja og háþróaða vopna- búnað og eðli hans. í bókinni greina þeir í Ijósu og skýru máli frá öllum helstu vopnum risaveldanna, lýsa notkun þeirra og áhrifamætti og reyna með því að gera almenningi Ijóst hvílík vá vofir yfir, ef svo skyldi fara, að ráðamenn hernaðarveldanna teldu sig hafa á- stæðu til að láta þrýsta á hnappinn. Bókin er prýdd fjölmörgum teikningum af vopnabúnaðinum og notkun hans og jafnframt er greint frá því í einföldum tölum, hver myndu verða afdrif mann- kynsins er til kjarnorkustyrjaldar kæmi. Bandaríkin og Sovétríkin eiga nú hvort um sig kjarnorkuvopn sem duga myndu til að útrýma mörgum sinnum öllu lífi á jörðunni, en höfundar telja að, ef til kjarnorkustyrjaldar kæmi myndu um 1.5 milljarður manna farast tiltölulega fljótt vegna sprenginga,bruna og geislun- ar. Milljarður til viðbótar myndi særast hættulega eða sýkjast af áhrifum geislun- ar og 150 milljónir myndu veslast upp og deyja af sjúkdómum, sem geislunin hefði í för með sér. Þetta eru þó aðeins lágmarkstölur, afleiðingarnar gætu orðið margfalt alvar- legri, ef hugsandi mönnum tekst ekki að halda í skefjum orðhákunum, sem fara með stjórn öflugustu stórvelda, sem mannkynið hefur þekkt. Jón Þ. Þór ■ Jón Þ. Þór skrifar um bækur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.