Tíminn - 31.12.1983, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.12.1983, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983 áramótavidtöl ■ Gunnlaugur Astgeirsson legust hin versnandi sambúö stórveld- anna og þau átök sem verið hafa bæði við Miðjarðarhafið og í Suður-Ameríku. Einna hæst bcr þar hina grímulausu stefnu Bandaríkjastjórnar að styðja miskunnarlaust við bakið á öllum bófum sem telja sig vinna á móti kommúnistum. Innrásin í Grenada er eiginleg kristöllun á þeim viðhorfum sem þar eru ríkjandi. Ef við víkjum að bókmenntunum þá er það kannski einna athyglisverðast að svo virðist sem íslenskur skáldskapur sé minni hluti af heildarútgáfunni en verið hefur. Einkum vekur athygli, að þau skáldverk sem manni þykja fremur bera af eru eftir yngri höfunda. Eldri höfund- ar - þeir sem komnir eru um og yfir fimmtugt - virðast flestir vera í fríi, þó með einni mjög mikilvægri undantekn- ingu, sem er hið mikla stórvirki Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Drekar og smá- fuglar eru skáldverk af því tagi að annað eins hefur ekki komið út á árinu. Leikhúslífið í ár virðist einkennast af stöðnun hjá stofnanaleikhúsunum. Þar virðist ekkert merkilegt vera að gerast, en einhver ótti ríkjandi við að taka alvarlega listræna áhættu. Það virðist einkennandi að fólk sé þar bara að vinna vinnuna sína, sem flest af þessu fólki gerir að vísu ósköp pent“, sagði Gunn- laugur Ástgeirsson. - HEI. ■ Andre's Indriðason „Sveiflan í veðrinu og verðbólg- unni“ segir Andrés Indriðason dagskrárgerðarmaður ■ „Ætli sveiflan í verðbólgunni og veðrinu séu ekki númer 1 og 2 af því sem minnisstætt er á árinu þegar það er skoðað sem varðar þjóðarhag" sagði Andrés Indriðason dagskrárgerðar- maður og rithöfundur. „Veðurguðirnir voru í miklum ham á árinu. Yfirþyrmandi fannfergi sunnan- lands í vetur verður lengi í minnum haft, rigningarsumarið mikla gleymist seint að ekki sé talað um kuldann í júlí. Sjálfsagt verður árið 1983 líka minnis- stætt á spjöldum sögunnar, ef þessari ríkisstjórn ætlar að takast að kveða verðbólgudrauginn í kútinn. Þetta hefur trúlega verið erfitt ár fjárhagslega fyrir marga en vonandi fer nú þjóðarskútan að komast á réttan kjöl og þá ætti hagur fólks að fara að vænkast. Það má sitthvað tína til sem er ofarlega í huga mér við áramót. Ég vil sérstaklega nefna hin hörmulegu slys sem urðu í sjó og í lofti. En tilefni til gleði voru líka mörg á árinu. Glcðiefni er það til dæmis, svo ég tali sem kvikmyndagerðarmaður, að fyrirtæki í Þýskalandi hyggst koma íslenskum kvikmyndum á framfæri er- lendis. Fyrir sjálfan mig og mína fjölskyldu var þetta gott ár ogskilur eftir sig margar góðar minningar. Mér er minnisstætt mjög ánægjulegt samstarf við Lárus Ými Óskarsson leikstjóra að verkum mínum, bæði í útvarpi og sjónvarpi og auðvitað voru viðtökumar sem bókin mín, Fjórt- án bráðum fimmtán, fékk mjögánægju- legar. Það er einnig mjög ánægjulegt að það hefur verið falast eftir útgáfu bóka minna í Þýskalandi og kannski verður einmitt það minnisstæðast í mínum huga frá árinu 1983 þegar frá líður." - GSH. Hagvirki h.f. Sendir starfsmönnum sínum bestu nýársóskir. Þökkum samstarfið á liðnu ári. Hagvirki h.f. Sími 44566 RAFLAGNIR Nýlagnir - Breytingar - Viðhald SKtHKt jS samvirki JSSf n__on_onn WKKm Skemmuvegi 30 — 200 Kópavogur. Óskum viðskiptavinum okkar og lands- mönnum öllumfarsœldar ákomandi ári. tsso Smurstöðin, Hafnarstrœti 23 Sími11968 Sendum landsmönnum öllum bestu óskir um Gleðilegt ár Hittumst heil á nýja árinu KLÚBBURI Meitillinn; Þorlákshöfn / Oskar starfsfólki sínu til lands og sjávar svo og viðskiptavinum öllum Gleðilegs nýárs Með þökk fyrir samstarf og viðskipti á liðnum árum Óskum öllum til lands og sjávar Gleðiiegs nýárs Þökkum gott samstarf og viðskipti á liðnu ári Samvinnubankinn óskar starfsmönnum sinum og viðskipta- vinum um land allt gleðilegs nýs árs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.