Tíminn - 31.12.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.12.1983, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983 7 KIÚKUNGA- GLÖGGR UNGHANAR ■ Hingað til hafa kjúklingar alls 10 sinnum. Síðan voru þeim ekki verið álitnir yfirmáta gáfað- sýndar fyrirsæturnar ljóslifandi, ir, en í Ijós hefur komið, að þeir auk eins kjúklings, sem engin eru ekki eins vitlausir og þeir líta mynd hafði verið af. í Ijós kom, út fyrir að vera. Tilraunir, sem að unghanarnir voru nánast all- hafa verið gerðar við háskólann taf vissir í sinni sök um af hvaða í Exeter hafa leitt í ljós, að þeir kjúklingi hvaða mynd var. Þeir eru „kjúklinga“ glöggir ekki . gáfu það til kynna með því að ýta síður en menn eru mannglöggir. á takka og þegar svarið var rétt, Ungum hönum voru sýndar fengu þeir sælgæti í verðlaun. Ijósmyndir af þrem kjúklingum ■ Ha.ha...ha...ha. ég er alveg aðspringaúrhlátri, sagðiDolly. Hvað er svona skemmtilegt, Dolly? ■ Ljósmyndarinn stóðst ekki mátíð þegar hann sá söngkonuna Dolly Parton skellihlæja svo sást nærri ofan í maga á henni, - hann læddist þar að og smellti af. En hvað var svona skemmtilegt? Hvað sem það var, þá þótti Dolly þetta alveg stórsniðugt, en hún er þarna að horfa á skemmti- krafta skemmta á góðgerða- skemmtun í Denver, sem haldin var til styrktar sykursjúkum börnum. Skemmtunin var kölluð „Carousel Ball“ og tókst mjög vel, a.m.k. fannst Dolly það! er spurningin sú hvort ekki sé hægt að framlengja þann stöðug- leika sem náðst hefur og treysta hann.“ - Hefur þú trú á því að verð- bólgan hafi loks verið kveðin í kútinn? „Verðbólgan nærist ekki á sjálfri sér. Fólk verður þess nú vart að grundvallartilefnin eru ekki lengur til staðar. Raunar er mjög á brattann að sækja með allt sem veldur verðbólgu, og þá stöðvast hún eða fær jafnvel bakslag í verðlækkunum. Breyt- ingar á mörgum atriðum hafa orðið í þá átt - m.a. lækkun á verði Evrópugjaldmiðla - að svo lítur út sem verðhækkanir geti stöðvast alveg og jafnvel orðið um lækkun að ræða í sumum tilvikum, sem mundu þá vega á móti einhverju því sem kann að hækka af öðrum orsökum. Og auðvitað er full ástæða til þess að menn séu mjög harðir í barátt- unni gegn því að verð hækki eingöngu í þeim tilgangi að menn geti haft notalegan búskap.“ - Áður hafa menn orðað það svo að lengi leynist eitthvað í pípunum? „Það hefur verið ausið úr píp- unum af krafti, svo þar ætti ekki að vera mikið eftir. Hitaveitan telur sig að vísu endalaust hafa eitthvað í sínum pípum - enda pípufyrirtæki. - Er þá ekki kauphækkana- skriða framundan? „Ég sé ekki að undan slíku verði látið og tel ekki að láta eigi undan. Einhverntíma hlýtur að vera að því komið að menn læri af hinum harða reynsluskóla. Enda er ekkert sem mundi vinn- ast með almennum kauphækk- unum og engin leið að tryggja það að einhveijar kauphækkanir verði ekki almennar. Þess vegna er miklu betra að fara verð- hjöðnunar- eða verðstöðug- leikaleið og örva til aukinnar samkeppni. Það er líka miklu heiðarlegra gagnvart litla mann- inum sem alltaf tapar í þessari togstreytu um aðstöðu og upp- hækkanir." - Svo þú lítur nokkuð björtum augum á framtíðina? „Ekki segi ég það kannski. Maður verður bara að þrauka og eins og Eysteinn sagði einhvern tímann: „Þjóðin verður að vinna sig út úr vandanum, þótt erfitt sé.“ ~ HEI ■ Hittast Shultz og Gromyko í Stokkhólmi? Horfurnar í alþjóðamálum ískyggilegar um áramótin Þó getur verið nokkur ástæða til bjartsýni ■ OFT hefur verið þannig að orði komizt um áramót, þegar rætt hefur verið um horfur í alþjóðamálum, að sjaldan hafi ríkt meiri óvissa um framtíðina. Áreiðanlega er ekki minnst ástæða til að segja þetta nú. Horfurnar um áramótin valda sennilega hjá flestum meiri svart- sýni en bjartsýni.'Þó er hægt að finna rökstuðning fyrir hóflegri bjartsýni. En þá þarf margt að snúast á annan veg en líklegast virðist nú. Tvennt er það, sem veldur mestri svartsýni nú um áramótin. Viðræður milli stórveldanna um takmörkun kjarnavopna hafa fallið niður. Ófriðarhættan í Austurlöndum nær hefur magnazt. Það getur orðið óendanlegt deilumál, hvoru risaveldinu megi heldur kenna um, að viðræð- urnar um takmörkun kjarna- vopna hafa fallið niður. Form- lega hættu Sovétríkin þeim eftir að Bandaríkin höfðu neitað að fallast á að framlengja þær og fresta uppsetningu meðaldrægra eldflauga í Vestur-Evrópu á meðan. Sósíaldemókratar og fleiri flokkar í Vestur-Evrópu töldu slíka frestun eðlilega, þar sem samningaleiðin hefði enn ekki verið fullreynd. Óneitanlega sýndu Bandaríkin hér ofurkapp og létu íhaldssamar ríkisstjórnir í Vestur-Evrópu undan því. Svar Rússa við þessu hefur ekki aðeins orðið það að hætta viðræðunum, heldur að hóta fjölgun-meðaldrægra eldflauga, sem verði staðsettar í Austur- Þýzkalandi og Tékkóslóvakíu. í Austurlöndum nær hefur ófriðarhættan aukizt vegna nær- veru bandarísku friðargæzlu- sveitarinnar svonefndu í Beirút. Múhameðstrúarmenn líta þann- ig á, að henni sé einkum beint gegn sér. Hún hefur því orðið fyrir hermdarverkum af hálfu þeirra. Því hefur Bandaríkja- stjórn svarað með árásum á stöðvar Sýrlendinga í Líbanon, þótt ósannað sé, að þeir hafi átt hér hlut að máli. Þetta hefur gert ástandið í Líbanon enn eldfimara en áður. Við það hefur svo bætzt, að tilkynnt hefur verið að hernaðar- samvinna Bandaríkjanna og ísraels verði aukin. Það hefur mælzt illa fyrir í Arabalöndun- EINS og málin horfa nú, virð- ast helzt horfur á að kjarna- vopnakapphlaupið aukist og ekkert verði ræðst við um af- ■ Walesa. vopnun af hálfu risaveldanna, sem ráða þó mest ferðinni í þessumefnum. Þetta veldureðli- lega svartsýní. Nokkur atriði draga þó heldur úr þessari svartsýni. Stokk- hólmsfundurinn, þar sem Evr- ópumenn, Bandaríkjamenn og Kanadamenn munu ræðast við um leiðir til að draga úr spennu og vígbúnaði, hefst um miðjan næsta mánuð. Þar getur skapazt möguleiki til gagnlegra við- ræðna. Kosningar eru framundan í Bandaríkjunum. Það hefur venjulega gefizt vel forseta, sem er í framboði, að ná nokkrum árangri, sem þykir miða í friðar- átt fyrir kosningarnar. Reagan telur sig þess albúinn að ræða við Andropov um afvopnunarmálin á komandi ári. Hann gerir sér vafalaust ljóst, að fundurinn get- ur orðið minna en tilgangslaus, ef ekki verður búið að ná sam- komulagi um viss atriði áður en hann er haldinn. Rússar hafa áreiðanlega áhuga á slíkum fundi, ef þeir telja sig geta náð einhverjum árangri. Því er ekki vonlaust um, að hann verði haldinn, þegar kemur fram á sumarið. Fyrr mun það víst ekki henta Reagán. Enn meiri líkur eru á þessum fundi, ef Bandaríkjamönnum vegnar illa í Austurlöndum nær, því að Reagan verður að ná einhverjum árangri til að vega á móti því. Það yrði slæmt kosn- ingamál fyrir Reagan, ef Banda- ríkin dragast meira inn í hernað- arátökin þar. Ástandið í Austurlöndum cr annars svo óráðið og margslung- ið, að erfitt er að spá nokkru um það. Þarerstnðshættan tvímæla- laust mest og getur jafnt magn- azt af tilviljun og ásetningi ein- hvers aðilans. Vænlegasta leiðin til friðar þar er sú, að Bandaríkin þvingi ísra- el til að sleppa vesturbakk.anum og Gólanhæðum. Til þess eru hins vegar litlar líkur, að það gerist fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum. Svo mikil eru áhrif Gyðinga þar. VIKUBLAÐIÐ „Time“ hefur valið þá Reagan og Andropov menn ársins. Þetta er býsna hæp- ið val. Það eiga þeir þósameigin- legt, að þeir hafa átt við vaxandi vandamál að stríða, Reagan meira út á við, en Andropov heima fyrir, þar sem efnahags- kerfið er meira og minna í ólagi. Aðalverkefni Andropovs hefur Þórarinn o Þorarinsson, K ,/l ritstjori, skrifar mHÉ verið að reyna að koma fram ýmsum endurbótum á því. Heima fyrir hefur að sumu leyti gengið skár hjá Reagan. Dregið hefur úr verðbólgu og hagvöxtur aukizt. Áfram er þó gífurlegt atvinnuleysi og mis- skipting hefur aukizt í lífs- kjörum. Milljónamæringum hef- ur fjölgað, en fátæklingum þó margfalt meira. Svokallaðir minnihlutahópar búa við þrengri kjör. Þjóðfélagslega hefur orðið afturför í Bandaríkjunum í valdatíö Reagans. Út á við hefur Reagan átt í vaxandi vandræðunt. Stuðning- urinn við einræðisstjórnir Mið- Ameríku og ofbeldisverkin, sem þær vinna, setja mikinn blett á Bandaríkin. Rússargeta þakkað fyrir þetta, því að það dregur vissa athygli frá ástandinu í Afganistan, þar sem 100 þúsund manna her þeirra tekst ekki að vinna bug á skæruliðum. í Austur-Evrópu hafa Rússar ekki sömu áhrif og ítök og áður og verða því að sætta sig við stjórnarfarið í Póllandi, þótt það sé þeim hvergi nærri að skapi. Það er þeint nokkur raunabót, að sambúð Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna er stirðari en áður. í Vestur-Evrópu fer viss sjálf- stæðishreyfing vaxandi. Hún stefnir í þá átt, að Vestur-Evrópa verði að standa meira á eigin fótum og hefur henni oft verið líkt við nýjan Gaullisnta. Nokkurt dæmi um hana er sú viðleitni að auka efnahagslega samvinnu við Austur-Evrópu. Þannig veittu Vestur-Þjóðverjar Austur-Þjóð- verjum stórlán síðastl. sumar. Nú um áramótin ætlar Efnahags- bandalagið að láta falla niður efnahagslegar refsiaðgerðir, sem gripið var til, þegar herlög voru sett í Póllandi. Oft er venja, líkt og hjá „Time“, að velja mann ársins. Einna mest ástæða er til að staðnæmast við nafn Walesa, þótt hann kunni að hafa verið valinn maður ársins áður. Walesa er sá maður, sem næstum eins oft hefur verið nefndur í fréttum og Reagan og Andro- pov. Hann hefur þó ekkert ríkis- vald né neitt annað formlegt vald að baki sér. Hann hefur barizt fyrir réttindum verka- manna og verkalýðssamtaka á friðsamlegum grundvelli og því sennilega bakað sér óvild sumra fyrri samherja sinna. Honum hefur þó orðið miklu meira ágengt en þeim, sem trúa meira á verkföll og skæruhernað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.