Tíminn - 22.01.1984, Qupperneq 2

Tíminn - 22.01.1984, Qupperneq 2
2 Wánnmt SUNNUDAGUR 22. JANUAR 1984 Talsverðar tíl- færslur inn- an Flugleiða ■ Talsvert miklar tilfærslur innan Flug- leiða hafa verið ákveðnar nú nýverið: Barði Ólafsson, umdæmisstjóri á Vest- fjörðum með aðsetur á Isafirði, hefur verið ráðinn aðstoðarstöðvarstjóri á Keflavíkurflugvelli. Við starfi Barða tekur Arnór Jónatansson, aðstoðaraf- greiðslustjórí á Reykjavíkurflugvelli. Jóhann D. Jónsson, sölufulltrúi í mark- aðsdeild, tfyst til London og mun starfa þar sem sölu- og skrifstofustjóri. Gunnar S. Ólsen, fulltrúi í fraktdeild, mun taka við starfi deildarstjóra í viðskiptaþjón- ustudeild. Erlendur Á. Garðarsson, sölumaður í fraktdeiid, hefur flust yfir í markaðsdeild og tekið við starfi sölumanns þar. Þór- unn Reynisdóttir hefur verið ráðin í fraktdeild í stað Erlendar. Birgir Bjarna- son, yfirmaður fraktafgreiðslu innan- lands, flyst í farþegaafgreiðslu á Reykja- víkurflugvelli og tekur við starfi aðstoð- arvaktstjóra. Þorgils Kristmannsson, að- stoðarstöðvarstjóri Flugleiða á Heat- hrow í London, flytur til Glasgow og verður fulltrúi félagsins í Skotlandi. Marínó Einarsson hefur hafið störf við markaðsrannsóknir, en hann gegndi áður starfi auglýsingafulltrúa. Þá hefur Svandís Árnadóttir verið ráðin í starf launagjaldkera í stað Kristjáns Fr. Jóns- sonar, sem lést fyrir skömmu. ■ Ein Lufthansahraðlestin sem er í förum á milli Dusseldorf og Frankfurt. Þegar farið að huga að sumar- frís- ferðum Lufthansa hraðlestirnar verða stöðugt vinsælli A faralds fæti Umsjón Agnes Bragadóttlr ■ Lufthansamenn eru nú bjartsýnir á að hraðlestar þær sem þeir hafa notað undanfarin tvö ár sem tengilið frá Dússeldorf t gegnum Köln til flughafnar Frankfurt verði í förum til frambúðar. Hafa lestirnar verið í ferðum fjórum sinnum á dag, og þar með tengt á fljótvirkan hátt Evrópuflug og alþjóðleg flug frá mismunandi flugvöllum í Vestur- Þýskalandi. Eins og kunnugt er eru lestarferðir í Vestur-Þýskalandi reknar af Deutshe Bundesbahn, en Lufthansa hefur undanfarin tvö ár fengið að leigja þessar lestir af þýska lestarfyrirtækinu, og eru þær sérstaklega málaðar í gulum einkennislitum Lufthansa, og merktar „Lufthansa Airport Express". f frétt frá Lufthansa segir að allar líkur séu á því að þetta fyrirkomulag lestarferða á vegum Lufthansa verði varanlegt, þar sem hinn skemmtilegi ferðamáti að ferð- ast með hraðlest eftir bökkum Rínar sé orðinn svo vinsæll, að farþegafjöldinn síðustu mánuði ársins 1983 hafi verið tvöfaldur á við það sem hann var á sama tíma árið 1982. ■ Hér er verið að framreiða máltíð í fyrsta klassa flugi Lufthansa, um borð í Boeing 747. Lufthansa verður með sérlega lág Skandinavíufargjöld í sumar ■ Það kann sumum að þykja sem það sé fullsnemmt að greina frá ferðamögu- leikum á komandi sumri, þar sem nú er um hálft ár í að sumar hefjist. Þeir sem eru í ferðabransanum eru hins vegar ekki ásama máli, þvíþcirreynaævinlega að vera tímanlega í því að kynna sölu- vöru sína. Svo er til dæmis með þýska flugfélagið Lufthansa, sem hefur sent frá sér fréttir um hvað verði helst á döfinni hjá féiaginu á komandi sumri, og hef ég valið örfáa punkta, sem gætu komið íslenskum ferðalöngum í Skandi- navíu, og Evrópu yfirleitt, tii góða, eftir 1. apríl nk. þegar sumaráætlun félagsins gengur í gildi. Nú fer einnig að líða að þvt að íslenskar ferðaskrifstofur kynni surnar- áætlanir sínar, en ef að líkum lætur, verða þær kynningar afstaðnar eftir einn mánuð eða svo. Við látum bíða betri tíma að spá í hvað þær hafa upp á að bjóða, en eflaust verða einhverjar spennandi nýjungar þar á meðal. ■ Frá og með 1. apríl nk. ganga í gildi afsláttarfargjöld á leiðum vestur-þýska flugfélagsins Lufthansa á milli Vcstur- Þýskalands og Skandinavíu, og verður hér um „rauö“ og „græn“ fargjöld að ræða. í frétt frá Lufthansa segir að farþegar sem bóki far sitt með 14 daga fyrirvara og dvelji a.m.k. eina helgi á áætlunarstað geti fengið verulegan afslátt. „Græn" fargjöld verða í gildi árið um kring, og fela þau í sér 47% afslátt frá normalfar- gjaldi, en „rauð" fargjöld verða í gildi aðeins yfir háannatímann, júlí og ágúst, og er afslátturinn á þeim, miðað við normalfargjald 65%. Þessi nýju fargjöld Lufthansa verða þar með lægri en núgild- andi helgarfargjöld á Skandinavíu- leiðum fyrirtækisins, og frá og með 1. apríl falla þau fargjöld því úr gildi. Sem dæmi um fargjald hjá Lufthansa, ef miðað er við „grænt" fargjald á milli Danmerkur og Múnchen og til baka eftir 1. apríl, má nefna að það verður 6300 íslenskar krónur, en normalfargjald á þessari leið er 11500 krónur. „Rautt" fargjald á þessari leið verður 4100 krónur. Fargjald til og frá Köln - Danmörk er á normalfargjaldi 8700 krónur, „grænt" fargjald á leiðinni verð- ur 4700 krónur og „rautt" verður 3100 krónur. Lufthansa mun bjóða enn hagstæðari fargjöld fyrir unga fólkið í sumar, eða þeim sem eru á bilinu tveggja til tuttugu og fimm ára gamlir. Þeir fá ferð til Múnchen frá Danmörku og til baka, eða ' öfugt fyrir aðeins 2000 krónur, og til Kölnar á 1500 krónur, en sá böggull fylgir skammrifi að ekki er hægt að bóka sig í slíka ferð nema með dagsfyrirvara. Engu að síður er hér um gífurlega hagstæða skilmála að ræða, og mættu ísíendingar á ferð í Köben eftir 1. apríl hafa þennan ferðamöguleika til Þýska- lands á bak við eyrað, því það er fátítt að hægt sé að komast til Múnchen og aftur til baka til Köben fyrir litlar 2 þúsund krónur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.