Tíminn - 22.01.1984, Side 10
SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984
10
■ Miklum tíma er varið í höfuðhneigingar.
■ Japanska sendiráðið í Washington er táknrænt fyrir land og þjóð.
■ Tehúsið í garði sendiráðsins var reist til að minnast 100 ára
vináttusambands.
&
■ Þetta merkir teboð
heilsargestum með höfuðhneigju. Hann
krýpur á kné við teáhöldin og hreinsar
þau með sérstökum klút „fukusa". Því
næst er teið útbúið með því að setja þrjár
ausur af grænu dufti í skál og sjóðandi
heitu vatni síðan hellt yfir. Bambusþeyt-
arinn kemur nú að góðum notum við að
þeyta blönduna saman þar til hún líkist
einna helst grænni baunasúpu. Teduftið
er búið til úr 20-70 ára göntlum tejurtum.
Þegar fyrsti gestur hefur bragðað á
teinu lætur hann í Ijós hrifningu með
bragðið, drekkur síðan nokkra sopa til
viðbótar, þurrkar þann hluta skálar er
drukkið var af, velur fegursta hluta
skálar og snýr að næsta gesti.
Má ég heldur biðja
um signa ýsu
Þegar skálin hefur gengið þannig á
milli allra gestanna réttir sá síðasti
heiðursgesti (sá er situr næst gestgjafa)
skálina, sem síðan réttir hana gestgjafa.
Allt saman tekur þetta langan tíma og
ekki er hávaðanum að fyrirfara.
Dísætar, marglitar kökur eru bornar
fram og ganga þær á svipaðan hátt á milli
gestanna.
Gestgjafi hreinsar áhöld með jafn
hátíðlegri viðhöfn og áður, setur síðan
hvern hlut á nákvæmlega sama stað og
hann var á áður en tedrykkja hófst.
Hann gengur síðan út úr teherberginu,
hneigir sig fyrir gestum rétt fyrir utan
dyrnar og táknar það a ð þessari hátíð-
legu athöfn er lokið.
A meðan við stóðum og horfðum á
allan þennan hátíðleika heyrðist varla
hljóð nema ef vera mætti örlítið fugla-
kvak og umferð Massachusetts götu í
fjarska. Það er ekki heiglum hent að lýsa
hátíðleika slíkrar athafnar og sjálfsagt
nær hann heldur ekki eins miklum
tökum á áhorfendum eins og þátttakend-
um. •
Okkur sem boðið var til tedrykkju
þennan kalda vetrardag vorum reyndar
varla þátttakendur, öllu heldur áhorf-
endur en fengum engu að síður að njóta
þess að smakka á gersemum dagsins ef
um gersemar er hægt að ræða. Græna
teið var engu líkt, ramt og skrýtið.
Kökurnar of sætar fyrir smekk þess sem
er vanur súrsuðum hrútspungum og
siginni ýsu.
Þessi athöfn við tehúsið í garði jap-
an'ska sendiráðsins í Washington verður
engu að síður minnisstæð. Hún vekur
mann til umhugsunar um siði og menn-
ingu annarra þjóða, hversu langt virðist
stundum á milli austurs og vesturs og
hvort ekki væri athugandi að hægja
ofurlítið á, hvlíla hugann frá öllu amstri
og vafstri er fylgir nútíma lífsgæða-
kapphlaupi.
Hér stendur:
japönsku teboði í Washington," þ.e. fyrirsögn greinar Sigurborgar.
I japönsku teboði í Washington
■ Hafir þú í huga að kynnast innfædd-
um er höfuðborg Bandaríkjanna Was-
hington ekki ákjósanlegasti staðurinn.
Flestir þeirra sem búa í Washington
fæddust í höfuðhorginni. Þeim innfæddu
sem ennþá búa hér hefur verið gefið
nafnið „Hellisbúar" eða Cave Dwellers.
Þetta er að mörgu leyti réttnefni því
innfæddir gefa sig lítið að starfsmönnum
þings og annarra alþjóðastofnana sem
eru á stöðugum faraldsfæti.
Nýlega kvartaði amerísk kona undan
því að einn aðalókosturinn við að búa á
stað eins og Washington væri sá að loks
þegar þú hcfur kynnst fólki almennilega
flyst það burtu. Washington svæðið er
mjög alþjóðlegt og oftar en ckki spyr
fólk: „Á hverra vegunt ertu hingað
komin, íslenska sendiráðsins eða ein-
hverra af alþjóðastofnunum á Washing-
ton svæðinu"? Hér eru hvorki meira né
minna en 140 sendiráð erlendra ríkja.
„The Embassy Row“
Flestar sendiráðsbyggingar í Wash-
ington standa í hnapp við lengstu breið-
götu Washingtonborgar eða við Massa-
chusetts götu. Þannig er gælunafn göt-
unnar „The Embassy Row" eða „Sendi-
ráðaröðin" til komið.
(slenska sendiráðið er hins vegar stað-
sett eigi víðsfjarri, nánar tiltekið við
Connecticut breiðgötu.
„Embassy Row" svæðið var að mestu
leyti ósnortin náttúra um síðustu alda-
mót. Hingað flykktist fólk til að vera í
snertingu við náttúruna og borða nesti
undir berum hintni.
Svæðið varð eftirsótt meðal ríka fólks-
ins frá 1900 fram að fyrri heimsstyrjöld.
Byggð voru vegleg hús sem sáust ekki
annars staðar í Washington á þessum
árum.
Þegar velmegun fólks fór h'nignandi
voru húsin við Massachusetts ýmist rifin
niður eða seld erlendum ríkjum sem sáu
hér tilvalinn stað fyrir sendiráð.
Nýjar sendiráðsbyggingar risu innan
um gömlu byggingarnar er fyrir voru og
eru margar þeirra auðkennilegar úr
fjarlægð. Þannig rak ég augun í breska
scndiráðið í einni fyrstu ökuferð minni
inn í miðborg Washington. Þaðfervarla
framhjá nokkrum vegfaranda vegna
stærðar húsoæðisins og styttu af Chur-
chill utandyra. Breska sendiráðið státaði
reyndar af því til 1960 að vera það
stærsta í Washington, þar til Rússar foku
við þeim heiðri.
Önnur bygging sem vekur athygli
vegfaranda er umsvifamikið múhameðs-
trúarmusteri (Islamic Center) aðeins
neðar í götunni. Að frumkvæði sendi-
herra nokurra helstu múhameðstrúar-
landa var musterið reist stuttu eftir
síðari heimsstyrjöld. Múhameðstrúar-
menn eru þriðji stærsti trúflokkur í
Bandaríkjunum næst á eftir kristnum og
gyðingum. Musterið í Washington þjón-
ar því hlutverki að vera aðalmiðstöð
múhameðstrúarmanna í Bandaríkjun-
um.
„Ippakutii“
Japanska séndiráðið sent er nokkru
neðar við Massachusetts-götu lætur ekki
Marglitar dísætar kökur eru meðlætið í tedrykkjunni.
mikið yfir sér þar sem það stendur
hálffalið bak við háa rimlagirðingu. Það
getur hins vegar státað af því að vera ein
fyrsta bygging sinnar tegundar er rís af
grunni í Washington sem sameinar það
að vera táknræn fyrir land og þjóð og
falla vel inn í umhverfið.
Sjálfur Japanskeisari yfirfór teikningu
sendiráðsins áður en byggingafram-
kvæmdir hófust og endanlega var lokið
við byggingu hússins árið 1931.
Hálfhringur yfir svölum er tróna yfir
aðalanddyri táknar „Rísandi Sól“ sem er
nokkurs konar þýðing á nafni landins:
Japan = Nippon = Hin rísandi Sól.
í stórum gróðursælum garði umhverfis
sendiráðið er japanskt tehús sem flutt
var í bitum frá Japan árið 1960 til að
minnast 100 ára vináttusambands milli
ríkjanna.
Tehúsið var skírt „Ippakutii" á jap-
önsku og þýðir hinir tveir fulltrúar
„hundrað dyggða" og „hundrað ára
afmælis".
Ævaforn japönsk hefð
Það var fyrri hluta vetrar að mér
bauðst ásamt hópi fólks að vera viðstödd
ævaforna japanska hefð, þ.e. tedrykkju
í Ippakutii (tehúsi sendiráðsins).
í fyrstu var okkur boðið inn í fundasal
sendiráðsins. Þar sáunt við kvikmynd
um hefðbundna tedrykkju. Því næst var
okkur vísað út í garð að tehúsinu og þar
sýndu eiginkonur nokkurra starfsmanna
sendiráðsins okkur í verki hvernig þessi
ævaforni siður fer fram.
Te hefur frá örófi alda skipað þýðing-
armikinn sess í japönsku þjóðlífi ekki
einungis sem drykkur heldur einnig sem
lækningameðal. Tedrykkjan,ájapönsku
„chanoyu", er ævaforn japanskur siður
sem felur í sér að bera fram og drekka
„matcha“, te útbúið úr grænu tedufti.
Samkvæmt heimildum barst te fyrst til
Japan frá Kína á 8. öld. Það var hins
•vegar ekki fyrr en á 12. öld að „matcha"
grænt teduft barst til Japan frá Kína.
Sá siður að drekka grænt te eða
matcha breiddist fljótt út aðallega meðal
yfirstéttarinnar. Frá 14. öld þróaðist
tedrykjan í vinsælan leik „tocha" á
japönsku. Leikurinn fólst í því að gestir
sem fengu nokkra tebolla af grænu tei
frá ýmsum svæðum Japan áttu að geta
sér til hvaðan besta teið kæmi. Síðan
voru veitt verðlaun. Afleiðingin varð sú
að terækt blómstraði, sérstaklega í Uji
héraði við Kyoto en þaðan kemur enn í
dag ein besta tetegund Japan.
„Tocha" leikurinn breyttist smátt og
smátt meira í þá átt að verða samkoma
meðal yfirstéttarinnar og verðlaun
lögðust niður. Tilgangurinn varð nteira
sú ánægja sem fylgir því að drekka te í
magnþrungnu andrúmslofti um leið og
þú dáist að kínverskum listaverkum.
Um leið þróðaist tedrykkjan á mjög
formlegan hátt, þátttakendur urðu að
hlýða vissum lögum og lofum vegna
áhrifa frá Samurai sem réðu ríkjum í
Japan á þessum tíma.
Japanskur kynnir tjáði okkur að erfitt
væri að útskýra tilefni og tilgang þessa
síðar en gott væri að hafa í huga að þessi
siður þróaðist vegna áhrifa frá Buddha
og aðalmarkmið hans var að hreinsa
sálina með snertingu við náttúruna.
Tedrykkjan hefur haft mikil áhrif á
listalíf Japana. Virðing fyrir herberginu
þar sem tedrykkjan fer fram, garðurinn,
áhöld sem notuð eru og blómaskreyting
hefur allt átt sinn þátt í að efla listrænan
smekk þjóðarinnar.
Bygginga og skrúðgarðalist ásamt ým-
iss annars konar listum hefur mótast
mikið út frá áhrifum tedrykkjunnar.
Jafnframt hafa siðir og venjur fólks
orðið fyrir miklum áhrifum vegna
hennar.
Einna líkast
grænni baunasúpu
Tedrykkjan getur farið fram á marg-
víslegan hátt en þó eru frumatriðin unt
margt svipuð.
Langt er síðan sá siður var tekinn upp
að nota tehús sem sérstaklega er hannað
með „chanoyu" tedrykkju í huga.
Tehúsið sem venjulega er staðsett í
gróðursælli hluta garðsinssamanstendur
af: teherbergi, undirbúningsherbergi,
biðstofu og garðstíg sem liggur að inn-
ganginum.
Sérstök áhöld eru notuð s.s. teskál,
teketill, bambusþeytari og teausa með
löngu skafti. Allir eru þessi munir list-
rænir dýrgripir. Viðeigandi þykir að
klæðast fremur látlausum fatnaði s.s.
kimono, þjóðarklæðnaði Japana í ljós-
um litum með látlausu mynstri. Þykkir
hvítir sokkar (einnig hluti af japanska
þjóðbúningnum) er fótabúnaðurinn við
slík tækifæri.
Venjuleg japönsk tedrykkja saman-
stendur af:
1) iéttri máltíð 2) hvíld 3) aðalhluti
tedrykkjunnar, þegar þykkt te er borið
fram 4) þegar þunnt te er borið fram.
Þetta tekur allt saman venjulega
u.þ.b. 4 klst. en iðulega er eingöngu
fjórði liður viðhafður.
Til allrar hamingju stóð tedrykkjan
sem okkur var boðið til einungis 1 klst.
enda kalt í veðri og hefðu einhverjir
sjálfsagt ofkælst að vera lengur úti.
Hún hófst á því. að þátttakendur
þvoðu munn og hendur upp úr tæru
uppsprettuvatni rétt við tehúsið. Inn-
gangur í tehúsið er mjög lítill, svo mjög
að gestir þurfa að klifra inn og sýna með
því auðmýkt sína. Þegar gestir ganga inn
í teherbergið krjúpa þeir fyrir framan
blómaskreytingu sem hefur verið hagan-
lega fyrir komið og tjá enn á ný lotningu
sína.
Fimm til sjö málmsláttarhögg við
teherbergið gefa til kynna að tedrykkja
hefjist.
Gestgjafi gengur inn í teherbergið og
Sigurborg
Ragnars-
dóttir
skrifarfrá
Banda-
ríkjunum