Tíminn - 22.01.1984, Blaðsíða 15
SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984
15
í raun og veru eru Þjóðverjar og Belgir
ekki útlendingar í augum Hollendinga.
Þetta er líkt og við hugsum til frænda
okkar á Norðurlöndum. Þess vegna
vakti mikla eftirtekt, þegar Samvinnu-
ferðir-Landsýn náðu samningum við
Sporthuis Centrum í Hollandi, ogdálítill
kvíði hjá Hollendingum, en reyndin
varð önnur.
Ferðaskrifstofan gerði nýjan samning
í haust og hljóðaði hann upp á 15
milljónir. Mun þetta vera með stærri
samningum, sem íslensk ferðaskrifstofa
hefur gert. Þessi samningur var það
góður að ferðaskrifstofan getur selt þess-
ar ferðir á sama verði og síðastliðið
sumar, og er salan þegar hafin. Hefur
þegar mikið verið pantað, og er uppselt
í sumar ferðir næsta sumar.
Þegar komið er að Emhof orlofsbúð-
unum, en þangað er 1 tíma keyrsla frá
Amsterdam, getur niaður varla trúað
því að þar séu 600 hús, svo vel eru þau
staðsett í skóginum. Húsin eru mjög
falleg og eru frá 70 ferm. upp í 200
fermetra hvert hús. Húsin eru útbúin
öllum þeim þægindum, sem fólk óskar í
slíkum ferðum, t.d. er stofan stór, búin
góðunt húsgögnum með útvarpi og sjón-
varpi. í Emhof ervídeóstöð, sem sendir
út allan daginn, og útvarpsstöðin sendir
út dagskrá á mánudagsmorgna á ís-
lensku. Eldhúsið er með öllum nauðsyn-
legum eldhúsáhöldum og borðbúnaði.
Þar er innkaupakerra í hverju húsi. Það
er reglulega ánægjulegt að versla í
kjörbúðinni. Einn starfsmanna Sam-
vinnuferða-Landsýnar sagði að það væri
gaman að sjá stundum þrjár kynslóðir í
cinu og sama húsi, afa og ömmu, pabba
og mömmu og börnin í orlofsferð.
Paradís undir hvolfþaki
Þeir, sem vilja sleppa allri matseld í
fríinu, geta einfaldiega farið í þjónustu-
miðstöðina. Þar iðar allt af lífi og fjöri.
Þar eru 5 veitingastaðir af ýmsum
gerðum, verslanir, kjörbúð, diskótek,
hárgreiðslustofur, barir, minigolf, tenn-
isvellir, leiktækjasalur, keiluspil o.fl.
Hjólaleiga er mjög vinsæl. Það er bann-
að að aka bílum á svæðinu, nema þegar
fólk kemur og fer að húsunum.
Þarna er allt sem maður óskar í
orlofsferðum, en það sem vakti mesta
athygli mína var sundhöllin, slíkt mann-
virki hef ég aldrei séð. Okkur var sagt
að slík bygging (þetta er hvolfþak) kosti
1 milljón íslenskra króna. Sundhöllin
býður upp á margvísleg þægindi. Þar er
saunabað, tyrkneskt bað, freyðibað,
svokölluð sólarfallbyssuböð. Sagt er að
þessi sólarfallbyssuböð séu sérstaklega
fyrir fólk sem tekur fúkkalyf og fólki,
sem þjáist af hjartasjúkdómum og háum
blóðþrýstingi er sagt að notfæra sér
þessa sólarlampa. Rennibraut er í laug-
inni, sem er 42 metrar að lengd. Svo er
þessi frægi öldugangur, sem kemur á
hálftíma fresti, og alls konar barnalaugar
og leiktæki fyrir börn. Þarna getur
maður setið í hitabeltisgróðri í 30 stiga
hita og notið lífsins á sundlaugarbarmin-
um, eins og væri í paradís.
Því byggjum við íslendingar ekki
svona sundhöll? Ekki vantar vatnið.
Hollendingar verða að hita þetta með
olíu úr Norðursjó.
Sædýrasafn
Það er margt hægt að segja um Emhof
of Kempervennen. Þegarer95% nýting
á þessum stöðum og eigendurnir þora
ekki að auglýsa nema í þremur löndum.
Þetta segir sitt. Þeir eru alltaf með ýmsar
nýjungar. Síðastliðið sumar var t.d.
boðið upp á það, sem kallað var „barna-
gaman," ýms leiktæki fyrir yngstu kyn-
slóðina. Þar var alltaf fullt af börnum.
Svo sá ég skíðabrekku með gervisnjó
o.fl.
Síðast en ekki síst bjóða Samvinnu-
ferðir-Landsýn upp á dagsferðir um
Holland á ýmsa skemmtilega staði, svo
sem sædýrasafnið, þarsem höfrungurinn
Guðrún frá Hafnarfirði leikur listir
sínar. Einnig t De Efteling og þar er heill
ævintýraheimur. Þar eru Mjallhvft og
dvergarnir sjö Þýrnirós, Rauðhetta og
úlfurinn o.s.frv. Þar er hægt að vera
allan daginn og fara í öll tækin, því þar
kostar ekkert, annað en inngangurinn.
Ég hef farið víða, t.d. til Spánar,
Ítalíu, Grikklands og fleiri sólarlanda,
en ég held ég velji Holland aftur. Ég
þakka Samvinnuferðum-Landsýn fyrir
að opna augu mín fyrir þessu landi.
■ Undirskrift stóra samningsins, sem sagt er frá i greininni, Eysteinn Heigason og Tiggeler sölustjóri.
■ íslenskir blaðamenn og eiginkonur þeirra við komuna til Emhof, seint í september 1983 í 20 stiga hita. Sumarhúsin eru í baksýn.