Tíminn - 22.01.1984, Síða 18

Tíminn - 22.01.1984, Síða 18
18 nútímihnt Wimm SLINNUDAGUR 22. JANÚAR I9(M ATKVÆÐA- SEÐILL Þrjár íslenskar hljómsveitir sem að þínu viti sköruðu fram úr á árinu 1982 1. ______________________________________________ 2. ______________________________________________ 3. ______________________________________________ Þrjár erlendar hljómsveitir sem að þínu mati sköruðu fram úr á árinu 1. 2. 3. Þrjár íslenskar plötur sem að þínu mati sköruðu fram úr á árinu 1982 2. 3. Þrjár erlendar plötursem að þínu mati sköruðu fram úr á árinu 1982 1. __________________________________________ 2. __________________________________________ Þrjú íslensk lög sem að þínu mati sköruðu fram úr á árinu 1982 1. _____________________________________ 2. _____________________________________ 3. _____________________________________ i i, Þrjú erlend lög sem að þínu mati sköruðu fram úr á árinu 1982 1. 2. 3. Nafn: HeimilisfangL SATT HELDUR SINU STRIKI — verið er að vinna ur þeim hugmyndum sem fram komu á NOMUS ■ Á vegum SATTer nú veriö að vinna úr þeim hugmyndum sem fram komu á NOMUS en það þing sóttu tveir menn héðan eins og greint hefur verið frá áður í Nútímanum, þeir Ásmundur Jónsson og Hilmar J. Hauksson. Að sögn Jóhanns G. Jónssonar hjá SATT er nú t.d. unnið að samnorrænum rokktónleikum sem ætlunin er að halda hér í tengslum við Listahátíð í ár þannig að hingað koma ein rokkhljómsveit frá hverju Norðurlandanna og hefur svar borist frá öllum Norðurlöndunum um þátttöku í slíkum tónleikum utan Sví- þjóðar og er áhuginn ytra á þeim mikill að sögn Jóhanns. Það kom einnig fram í máli hans að hann og Hilmar hafa átt viðræður við Þorgeir Ástvaldsson á Rás II og Jón Örn Marinósson á ríkisútvarpinu um hugsan- lega gerð tónlistarþátta frá hverju Norðurlandanna fyrir sig sem-síðan yrðu væntanlega fluttir á Rás II en á móti yrði samskonar tónlistarþáttur gerður hér- lendis og sendur til allra Norðurland- anna. Þáttagerð fyrir sjónvarp er einnig með inni í myndinni á þessu sviði með samskonar formerkjum. Hvað komu hljómsveitanna á sam- norrænu tónleikana varðar sagði Jóhann að ætlunin væri að gefa sveitarfélögum út um allt land kost á að fá þessar hljómsveitir til sín en það mál er enn á frumstigi. „Það er ljóst*' sagði Jóhann, „að þessi atriði munu Ieiða til aukinnar kynningar og samstarfs á milli Norðurlandanna á þessu sviði", -FRI Kristján Magnússon og félagar: Frá vinstri: Ámi Scheving, bassi, Kristján Magnússon, píanó, Sveinn Óli Jónsson, trommur og Þorleifur Gíslason, tenór-saxófónn. Nýstofnaður Jazzklúbbur Reykjavíkur tekur til starfa: TÓNLEIKAR I KVOSINNI ■ Nýstofnaður Jazzklúbbur Reykja- víkur tekur til starfa með djamm-sessjón á sunnudaginn, 22. janúar. Leikið verð- ur í veitingastaðnum Kvosinni í bygg- ingu Nýja bíós, gengið inn um dyrnar lengst til hægri þegar komið er úr Austurstræti. Tónleikarnir hefjast klukkan þrjú. Nemendahljómsveit frá Jassdeild Tónlistarskóla Félags íslenskra hljóm- listarmanna hefur djammið, og verður sá háttur á framvegis að hljómsveitir úr þessum nemendahóp byrja hverja ses- sjón Jazzklúbbsins. Að þessu sinni skipa Nemendahljóm- sveit Tónlistarskóla F.I.H. þeir Ari Har- aldsson á tenór-saxófón, Magnús Sig- urðsson á bassa, Hjalti Gíslason á trompet, Rúnar Gunnarsson á barrytón- saxófón, Jón Borgar Loftsson á trommur og Davíð Guðmundsson á gítar. Á sunnudaginn verða tvær hljómsveit- ir aðrar á dagskrá. Hjá Kristjáni Magn- ússyni og félögum leikur fyrirliðinn á píanó, Þorleifur Gíslason á tenór-saxó- fón, Árni Scheving á bassa og Sveinn Óli Jónsson á trommur. Þriðja hljómsveitin er tríó, þar sem Guðmundur R. Einarsson leikur á trommur Guðmundur Ingólfsson á pí- ánó og Skúli Sverrisson á bassa. Auk þessara fyrirframákveðnu hljóm- sveita er ætlunin að hafa sama hátt á og forðum í Breiðfirðingabúð, að hver sem vill komast í djammið hafi með sér hljóðfæri, og verði þeir fleiri en rúmast á einni sessjón, verður skráð á biðlista fyrir þá næstu. Jassleikarar hafa hug á að hefjast handa stundvíslega klukkan þrju síðdeg- is. Þess vegna er fólki, sem hyggst láta skrá sig inn í klúbbinn á fyrstu ton- leikum, bent á að koma tímanlega. Vinsældakosningar Nútímans: NÚ FER HVER AD VERÐA SÍÐASTUR Atkvæðaseðillinn sendist merktur: Tíminn Co/Nútiminn, Síðumúla 15 ____|. ■ Hér birtist atkvæðaseðill okkar í næstu helgi og við vonumst til að úrslit vinsældakosningum Nútímans í næst í kosningunum liggi fyrir ekki síðar en síðasta sinn þannig að nú fer hver að þann 12. febrúar n.k. verða siðastur að taka þátt í kosningun- Fjórir heppnir þátttakendur fá fjórar um. Síðasti seðillinn birtist svo um Ip-plötur að eigin vali frá fjórum hljómplötuútgáfum hér og viljum við hvetja sem flesta til að senda inn seðla. Utanáskriftin er Tíminn/Co Nútím- inn Síðumúla 15 Reykjavík.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.