Tíminn - 22.01.1984, Side 19
SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984
mmm
19
Friðrik Indriðason
Crucifix
tíl íslands
— halda hér tvenna tónleika dagana
10. og 11. febrúar
■ Bandaríska pönk-hljómsveitin
Crucifix mun heimsækja okkur í næsta
mánuði og halda hér tvenna tónleika í
Félagsstofnun stúdenta, dagana 10. og
11. febrúar n.k. en hingað koma þeir á
vegum Gramm útgáfunnar.
Crucifix eru upprunnir í San Francisco
eða frá svipuðum slóðum og Dead
Kennedys og ef eitthvað er eru þeir
jafnvel með enn botnlausari keyrslu en
þeir síðarnefndu. Hljómsveitin er skipuð
þeim fjórmenningunum Chris, Jake,
Matt og Sothira og hefur hljómsveitin
nú starfað í ein tvö ár. Hingað koma þeir
frá Englandi þar sem þeir eru nú á
tónleikaferðalagi en nýlega kom út fyrsta
platan þeirra Dehumanization, sem gef-
in er út í Evrópu, þar og er hún nú í 15.
sæti Independant-listans þar og á upp-
leið.
Ekkert aldurstakmark verður á tón-
leikum þeirra í Félagsstofnun enda setja
þeir jafnan það skilyrði fyrir tónleikum
sínum að slíkt sé.
Sem dæmi um textagerð þeirra grípum
við niður í lag þeirra How, When and
Where eða Hvernig, hvenær og Hvar:
„Við fordæmum allt hernaðarbrölt/
valdið og eyðilegginguna/aflið notað
gegn vilja okkar/hið gagnslausa blóð sem
þeir eyða/Aðeins spurning um tíma
hvernig, hvenær og hvar/bvssur og
sprengjur eru mjög raunverulegar/þær
eiga að notast gegn þér og mér/ og
kannski uppgötvar þú brátt/þær eru ekki
fyrir varnir eða friðsamlegan tilgang/... “
Og þá er bara einni spurningu ósvar-
að, mun Rás II spila pönk-lag í fyrsta
skipti í tilefni komu Crucifix.
-FRI
Námskeið í hljóðveri
■ Vilt þú kynnast þeim möguleikum
sem hljóðver hefur að bjóða? Stúdíó
Mjöt heldur nú á næstunni námskeið
um grundvallaratriði hljóðversvinnu.
Námskeiðið samanstendur af eftirfar-
andi þáttum:
1. Undirbúningsvinna - Magnús Þór
Sigmundsson - 3 tímar.
2. Uppbygging hljóðversins og grunn-
tækja þess - Kristján E.G.
3. Notkun hljóðnema - Jón Gústafsson
- 3 tímar.
4. Upptökur rafhljóðfæra, gítar og bassa
- Magnús Guðmundsson 1 tími.
5. Trommuupptökur - Ýmsir leiðbein-
endur - 2 tímar.
6. Elektróník, synthar og trommuheilar
- Jón Gústafsson 2 tímar.
7. Söngur - Magnús Guðmundsson - 1
tími.
8. Upptaka á eigin efni - Kristján E.
Gíslason -17 tímar.
Þetta námskeið er fyrst og fremst
hugsað fyrir hljómsveitir.
Þó geta einstaklingar sótt það, sem og
fleiri.
Verð er miðað við 10 stúdíótíma. Því
greiðir hljómsveit sem sækir námskeiðið
4000 krónur fyrir pakkann en einstak-
lingur greiðir 1000 krónur fyrir sama
tíma.
Hljómsveit: 4000 krónur
Einstaklingar: 1000 krónur.
Auglýsing
til skattgreiðenda
Athygli skattgreiðenda er vakin á því að dráttarvextir
vegna vangoldinna þinggjalda álagðra 1983 og eldri
þinggjaldaskulda falla hinn 9. febrúar n.k. Vinsamlegast
gerið skil fyrir þann tíma.
Fjármálaráðuneytið,
16. janúar 1984
VELADEELD,
VERSLUN
OG SKRIFSTOFUR
HAMARS HF.
ERU
FLUTTAR
INYTT HUSNÆÐI
BORGARTUN 26
Við erum með innflutning á vörum sem bera toppmerki
eins og t.d. DEUTZ, KRONE, CLARK, HYSTER, NIEMEYER,
MONO og fjölda annarra hluta, sem þekktir eru
fyrir vöndun og hagkvæmni.
Varahluta- og viðgerðarþjónusta.
í bættu umhverfi erum við tilbúnir til stórátaka.
NUERUM
VÉR SAMEINAÐIR
AÐ BORGARTÚNI26
VÉLADEILD - VINNUVÉLAVERKSTÆÐI -
SKIPA- OG VÉLAVERKSTÆÐI - EFNISSALA -
NÝSMÍÐI - RENNIVERKSTÆÐI.
HAMARHF
Borgartún 26. Sími 22123
Samvinnuhreyfingin
óskar eftir að ráða mann til að starfa að ákveðnu
fræðslu- og kynningarverkefni um eins árs skeið
með aðsetur á Akureyri.
Viðkomandi hafi Samvinnuskólapróf eða hlið-
stæða menntun og þarf að hafa starfað að
félagsmálum.
Starfinu fylgja ferðalög innanlands og vinna um
helgar.
Æskilegur aldur 20-30 ár.
Góð laun í boði fyrir réttan mann.
Umsóknir sendist til starfsmannastjóra Iðnaðar-
deildar Sambandsins Glerárgötu 28,600 Akureyri
fyrir 20. febr. n.k. sími 96-21900, heimasími
96-21774.
ÖLL ALMENN PRENTUN
LITPRENTUN
TÖLVUEYÐUBLÖÐ
• Hönnun
• Setning
• Filmu- og plötugerð
• Prentun
• Bókband
'PRENTSMIDJAN
édddi
Cl HF.
SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR
SÍMI 45000