Tíminn - 22.01.1984, Side 22
22
■ Hægt og silalega
ekur Landroverinn eftir
forugum slóðanum.
Bílstjórinn okkar, Nec-
ati, stýrir gætilega fram
hjá klettadröngum, sem
hrunið hafa niður úr
fjallinu. Alls staðar má
líta hrúgur af steypu-
brotum og grjóti, nema
þar sem jarðýtur hafa
hreinsað að einhverju
leyti til. Við enda vegar-
ins stöðva okkur tyrkn-
eskir hermenn. Hrópað
er hástöfum í vígvalla-
símann. Spurt er eftir
leyfi hjá æðri yfirvöld-
um. Loks þegar það er
fengið fáum við að halda
áfram, en við erum
fyrstu blaðamennirnir
sem komum inn í fjalla-
þorpið Muratbagi eftir
jarðskjálftann fyrir f jór-
um vikum, sem olli al-
gjörri eyðileggingu.
„Það var morgun og það var kola-
myrkur. Þá heyrði ég hávaða og heilmik-
ið ryk þeyttist upp," segir Mamut litli á
munaðarleysingjahælinu. Hann er tíu
ára. „Það drundi í öllu og allt hristist. Ég
gat engan séð. Þegar þriðja drunan kom
féll þakið niður og pabbi og mamma
urðu undir því. Öll dýrin dóu. Aðeins
Mustafa bróðir min og ég erum eftir. Öll
húsin í þorpinu eru ónýt.
Það eru aðeins moskan í þorpinu og
skólinn, sem einhver mynd er á enn.
Bjálkar standa upp úr haugum af mold
og grjóti. Brotnir trévagnar liggja á
jörðinni. Skammt frá má sjá marglitan
höfuðdúk og hárspöng og kettir skjótast
milli rústanna. Hundur lötrar vegalaus í
leðjunni, sem stokkfrýs þegar kvöldar.
I Muratbagi býr enginn lengur. 470 af
890 íbúum þorpsins fórust í jarðskjálft-
unum undir húsúm sínum. Þeir krömd-
ust undir veggjum húsanna, grófust í
mold eða lömdust til dauðs af röftum og
þakbitum. Þeir sem af komust búa nú
meðal ættingja á láglendinu eða þá í
búðum þeim sem í skyndi var komið upp
yfir þá nauðstöddu í grannbænum
Horasan.
Jarðskjálftinn þann 30. október á sl.
ári átti upptök sín tvo kílómetra norðan
við Muratbagi og varð hann 1342 að
bana, en 1142 særðust. 30 þúsund kýr,
kindur og geitur töpuðust. 6500 hús
eyðilögðust og 35 þúsund manns misstu
heimili sín.
Þegar við komum þarna í lok nóvem-
ber steðjaði að ný hætta. Úlfgrá ský báru
því vitni að snjórinn og kuldinn var í
nánd. Á nóttinni var oftast tíu til fimmt-
án stiga frost og senn mun frostið herða
og þýða þrjátíu til fjörutíu gráður.
ískaldir vindar munu feykja mjöllinni
yfir landið. Þá eru fjallaþorpin stundum
einangruð frá umheiminum svo vikum
skiptir. Þá hefst ný hörmungatíð fyrir þá
sem af lifðu.
Um það bil 6000 manns var komið
fyrir í skólum í héraðinu og í bráða-
birgðahúsnæði sem komið hefur verið
upp í bæjum Narman, Horsasan, Pasinl-
er og Sarikamis. Aðrir hafast við í
Mimm
SUNNUDAGUR 22. JANUAR 1984
■ í tjaldi sem þessu búa oft tuttugu manns. Gólfflöturinn er þrír metrar að þvermáli.
skjóllitlum tjöldum í þorpum sínum
innan um allar rústirnar.
Þessi kringlóttu tjöld sem að
jafnaði eru þrír metrar að þvermáli bera
rauðan hálfmána, sem er sama tákn og
rauði krossinn. Ryðguð ofnrör koma út
undan tjaldskörinni. Þarna búa oftast
sjö eða átta manns, en allt upp í tuttugu.
Fæstir höfðu neinu að klæðast eða
neitt matarkyns, hvað þá að ráðrúm
hefði gefist til að forða litlu sparifé eða
húsmunum út úr fyrri heimilum. Fyrstu
björgunarmennirnir, sem komu frá Ank-
ara, voru mjög hjálplegir og tóku rösk-
lega til hendinni, segir fólkið. Þeir ruddu
til eins og frekast var mögulegt, en þeir
■ íbúarnir i þorpinu Koyunören sjást hér flytja aleigu sina á vörubílum til
tjaldbúða.
■ Móðir, dóttir og afi reyna að verjast kuldanum, vafin innan i ábreiður.
Ofninn þeirra nær lítt að hamla gegn kuldanum.