Tíminn - 08.02.1984, Side 1

Tíminn - 08.02.1984, Side 1
íslendingaþættir fylgja blaðinu f dag FIÖLBREVTTARA OG BETRA BLAÐ! Miðvikudagur 8. febrúar 1984 33. tölublað - 68. árgangur Sidumúia 15—Postholf 370Reykjavik — Ritstjorn86300—Auglysingar 18300— Afgreiðsia og askrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306 Stjórnarflokkarnir fjalla um tillögur til lausnar á vanda útgerðarinnar: SKULDBREYDNG SEM KOSTAR HATT í MILUARD FYRIRNUGUD ■ „Halldór hefur allan minn stuðning til þess að framkvæma þessar tillögur, og ég er þess fullviss að báðir þingflokkar stjórnarflokkanna munu styðja hann í framkvæmd þeirra," sagði Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra í sam- tali við Tímann, er Tíminn spurði hann álits á þeim tillögum sem Halldór As- grímsson sjávarútvegsráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun, um leið- ir til lausnar vanda útgerðarinnar, en þær leiðir eru taldar koma til með að kosta hátt í einn milljarð. Þessar tillögur ráðherra voru einnig kynntar þingflokk- um stjórnarinnar í gær, auk þess sem þær hafa verið til skoðunar í röðum hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Tíminn hefur heimildir fyrir því að aðalráðstöfunin til lausnarvandaútgerð- arinnar sé geysilega víðtæk skuldbreyt- ing, sem nái til alls flotans samkvæmt ákveðnum reglum. Skuldbreytingin verður að sjálfsögðu mest hjá þeim sem skulda mest, en í þessu dæmi eru allar skuldir flotans, ekki aðeins vanskila- skuldir, sem nema um 1.5 milljarði króna, teknar inn í myndina, í þeim tilgangi, að þeir sem staðið hafa í skilum .fái einnig einhverja aðstoð, en ekki aðeins þeir sem staðið hafa í vanskilum. Þá herma heimildir Tímans að tillögur sjávarútvegsráðherra geri ráð fyrir 4% fiskverðshækkun, og töldu heimildar- menn blaðsins líklegt að slík ákvörðun yrði tekin í yfirnefndinni, með mótat- kvæði sjómanna, sem telja sig fá of lítið í sinn hlut, og mótatkvæði útgerðar- manna, sem eru óánægðir með skuld- breytinguna, og vilja fremur fá beinar greiðslur eða styrki úr ríkissjóði, en það mun ekki koma til greina af hálfu ríkisvaldsins. Til þess að bæta hag sjómanna og útgerðar jafnframt gerir ráðherra til- lögur um ákveðnar greiðslur úr Aflá- tryggingasjóði, til útgerðar, og til sjó- manna, og eiga þessar greiðslur að vega hverja aðra upp. Hann gerir einnig1 tillögu um að talsvert minna verði tekið fram hjá skiptum, heldur en ráð er fyrir gert, samkvæmt kostnaðarhlut- deild, og er þessi tillaga einnig tilkomin til þess að bæta hlut sjómanna umfram það sem fiskverðshækkunin og greiðslur úr Aflatryggingasjóði gera. Reiknað er með því að eitthvað þurfi að auka erlendar lántökur til þess að hægt verði að fjármagna þetta dæmi allt, en ekki liggur fyrir enn hve mikil sú aukning þarf að vera. Að mestu leyti verður skuldbreytingunni mætt með því að erlendum lánum verður skuldbreytt hjá sjóðum, með því að þau verða lengd, en í einhverjum tilfellum þarf að taka ný lán, og kemur í Ijós hversu mikið það verður, þegar staða sjóðanna er Ijós, en það liggur þó fyrir nú, að hér verður um langmest áfall fyrir Fiskveiðasjóð að ræða, því hjá honum þarf að skuldbreyta hundruðum milljóna vanskilaskulda.AB ■ Sigurður RE, stærsta skm loðnuflotans, varð fvrslur til ao landa loönu í Revkjavík á yfir- standandi vertíð, en hann lagðist aö bryggju í Sundahöfn með fullfermi á nítjánda timanum i gær. Fimm skip í viðbót tilkynntu fyrirhugaóa löndun í Reykja- vík í gær þannig að íbúar höfuð- borgarinnar mega búast við að „peningalyktina" leaei Búið að veiða góðan helming loðnu- kvótans — Fyrsta loðnan til Reykjavíkur í gærkveldi ■ Loðnuaflinn á yfirstandandi loðnuvertfð er nú orðinn rúm- lega 200 þúsund tonn, eða góður helmingur af heildarkvótanum, sem er 375 þúsund tonn. Mjög góð loðnuveiði hefur verið stöðugt síðan á fimmtudaginn var og hefur næstum helmingur- inn af heildaraflanum fengist síð- an þá. Að sögn Andrésar Finnboga- sonar, hjá Loðnunefnd, tilkynntu- 22 bátar afla í gær, samtals 16.500 tonn. Sagði Andrés að aflanum yrði landað víðs vegar á landinu, allt frá norðanverðum Austfjörðum til Reykjavíkur. Bátarnir 52, sem heimild hafa til loðnuveiða, eru allir farnir af stað. - Sjó. DÆMI ÞESS AÐ VORUR HAFI LÆKK- AD UM 25% A FJORUM MANUÐUM Búist við 4% hækkun fiskverðs ■ Búist er við að tekin verði ákvörðun um fjögur prósent fiskverðshækkun á fundi í yfimefnd Verðlagsráðs sjávar- útvegsins, sem hefst klukkan 17 í dag. Sýnt þykir að yfir- nefndin klofni, og nýtt verð ákveðist með atkvæðum full- trúa kaupenda.þaðeraðsegja fiskvinnslunnarog oddamanns. ■ Það ótrúlega hefur gerst nú undanfama mánuði að ýmsar algengar vörur hafa lækkað í verði, finnast jafnvel dæmi um fjórðungs lækkun. í athugun sem gerð hefur verið á verði nokkurra byggingarvara á tímabilinu september til des- ember 1983 kom í Ijós að fjöl- margir vöruflokkar hafa lækkað. Mest hafði lækkunin orðið á rafmagnsvír 26,4%, á pússninga- kalki 24,8%, á rennilokum 14,4% og á 16 mm spónaplötum 12,1%. Milli 4 og 8% lækkun varð á: Dyrasíma, einföldu og tvöföldu gleri, 12 mm spóna- plötum, timbri, salernum og glerullarhólkum, og minni lækk- un á mörgum öðrum vöruteg- undum. Við athugun á verði matvöru á tímabilinu ágúst 1983 þar til nú í janúar komu einnig í ljós verð- lækkanir á margskonar matvöru. Mest verðlækkun varð á lauk 25.5% melónum 20% og strá-' sykri 15,7%. Vörur sem lækkað höfðu 5% til rúm 8% eru: Tropi- cana, tómatsósa, tvíbökur, hveiti, og molasykur. Heldur minni lækkun var á sveskjum rúsínum, cornfleski og nokkur lækkun á enn fleiri tegundum matvöru. - HEI.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.