Tíminn - 08.02.1984, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.02.1984, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984 Tölvudeild Sambandsins óskar eftir að ráða í eftirfarandi störf: Kerfísforritari (System programmer) Við leitum eftir starfsmanni með reynslu í kerfisforritun eða próf í tölvunarfræði eða sambærilega menntun. Kerfísfræðingur Við leitum eftir starfsmanni með reynslu í kerfissetningu eða próf í viöskiptafræði eða sambærilega menntun. Tölvudeildin býður upp á góða aðstöðu og fjölbreytilegt starf. Við höfum yfir að ráða IBM 4341, 5/34 og 5280 tölvum. Umsóknarfrestur um ofangreind störf til 13. febrúar nk. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannastjóra Sam- bandsins, Sambandshúsinu við Sölvhólsgötu, og skal skila umsóknum þangað. Upplýsingar um störfin gefur forstöðumaður Tölvudeildar Sambandsins. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALD Auglýsing Vegna væntanlegra nýrra reglna um stjórn botnfiskveiða 1984, vekur ráðuneytið athygli útgerðarmanna á eftirfar- andi: a) Útgerðum nýrra skipa og skipa sem verið hafa skemur að veiðum en 12 mánuði á tímabilinu 1. nóvember 1980 til 31. október 1983, mun samkvæmt hinum væntanlegu reglum.gefinn kostur á að velja aflamark eða sóknarmark reiknað samkvæmt sér- stökum reglum þar um. b) Hafi á árinu 1983 orðið eigendaskipti eða skipstjóra- skipti á skipi án þess að það hafi skipt um eigendur, skal samkvæmt hinum væntanlegu reglum gefa útgerð þess kost á að velja meðalaflamark eða sóknarmark eins og um nýtt skip væri að ræða eða halda því aflamarki sem skipið ellegar fær. Útgerðum þeirra skipa sem svo er háttað um eins og að ofan greinir og gæta vilja hagsmuna sinna í þessu efni, er hér með gefinn kostur á að gefa sig fram við ráðuneytið fram til 10. febrúar n.k. og kynna sér þá kosti, sem þær hafa um að velja. Þær verða síðan að tilkynna ráðuneytinu val sitt, a.m.k. til bráðabirgða fyrir 17. febrúar n.k. Einnig þarf sjávarútvegsráðuneytinu að berast vottorð fógeta eða annars sambærilegs aðila til staðfestingar um eigendaskipti og vottorð lögskráningar- stjóra til staðfestingar um skipstjóraskipti samkvæmt ofanskraðu. Sjávarútvegsráðuneytið, 4. febr. 1984 Til sölu Mercedes Benz 300 D árg. ’82. Upplýsingar í síma 35818 eftir kl. 19 á kvöldin. Til sölu Massey Ferguson 135 (diesel) árg. 1972, í góðu lagi. Upplýsingar í síma 95-4294. f STAÐARNEM! Öll hjól eiga að stöðvast algerlega áðuren að stöðvunarlínu er komið. Wmthmi fréttir HAFÍS í MEÐALLAGI Erf átækt á Íslandi? — Yfirskrift rádstefnu um félags- og atvinnumál ■ „Þarna á að ræða um leiðir til tafarlausra úrbóta fyrir það fólk sem nú nær alls ekki lengur endum saman", sagði Inga Þyri Kjartansdóttir, sem er í, hóp sem undirbýr ráðstefnu um félags- og atvinnumál n.k. laugardag. „Er fátækt á íslandi?“, er yfirskrift ráðstefnunnar. Getur verið að hér - þar sem litsjónvörp, videó, bifreiðar og utanlandsferðir teljast til lífsnauðsynja - sé til efnaleg fátækt? Er virkilega til fólk hér á landi, börn ogfullorðnir, sem líður skort? Og kemur þér það kannski við? Það eru svör við þessum spurningum sem ræða á um á fyrrnefndri ráðstefnu, sem framkvæmdahópurSamhygðarboð- ar til á Hótcl Hofi við Rauðarárstíg í Reykjavík n.k. laugardag kl. 13.30. „Alþingismenn, fulltrúar verkalýðs- félaga og atvinnurekenda, ásamt lág- launafólki mun þar ræða einn mesta smánarblett íslensks þjóðfélags í dag, fátæktina, og leiðir til skjótra úrbóta", sagði Inga Þyri. Allir eru velkomnir á ráðstefnuna og ekki síst er ungu fólki sérstaklega boðið að mæta. Barnagæsla verður á staðnum fýrir þá er þess þurfa. -HEI ■ Hafís norðvestur af íslandi er í meðaliagi miðað við árstíma. Hafísjað- arinn er um þessar mundir um 80 sjómílur norðvestur af Bjargtöngum og 60 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Hins vegar er ís við Grænland tiltölulega lítill, þegar norðar dregur. Er t.d. óvenjulega Iítil útbreiðsla hafíss úti fyrir ströndum Scoresbylands, sem er á svip- aðri breiddargráðu og Jan Mayen. Þetta kemur fram í yfirliti sem Tíman- um barst frá Hafrannsóknardeild. Margir vegir ófær ir af völdum snjóa ■ Margir vcgir á landinu eru nú ófærir með öllu sökum snjóa. Vegagerðin gat lítið aðhafst í gær á Norðurlandi vegna óveðurs, en þó tókst að opna leiðina norður aö Blönduósi, en þar fyrir utan var snjómokstri á Norðurlandi yfirleitt frestað þangað til í dag ef veður leyfir. „Við stefnum að því að opna veginn norður á Strandir, á Akureyri og Siglu- fjörð á morgun. Þingeyjarsýslurnarhafa verið þannig í dag, að menn hafa ekki getað gert sér grein fyrir hvað mikið af snjó er á vegunum vegna veðursins og þess vegna hefur ekkert verið mokað þar. En næsta færan dag er stefnt að því ■ Skráðum atvinnuleysisdögum hjá vinnumiðlun Sauðárkróks hefur fjölgað mjög frá ári til árs að undanförnu. Árið 1981 voru þeir 4.735, árið 1982 voru þcir 7.085 og árið 1983 voru skráðir atvinnu- leysisdagar orðnir 13.036. Frá þvi í nóvember s.l. hafa 40-60 einstaklingar fengið greiddar atvinnuleysisbætur hjá verkalýðsfélögunum hverju sinni á tveggja vikna fresti, að því er segir í ályktun frá Verkalýðsfélaginu Fram. Auk þess sé atvinnuleysi hjá vörubíl- stjórum og einnig bætist við fólk þegar vinna fellur niður hjá frvstihúsunum. Einnig er bent á að 14 byggingar- ■ Rannsóknarskipið Hafþór, sem er eign Hafrannsóknarstofnunar, hefur verið leigt þremur rækjuvinnslustöðvum á ísafirði og Hnífsdal til eins árs.Mun skipið stunda djúprækjuveiðar og hefur verið komið fyrir frystivélum um borð, en þær gera skipinu mögulegt að vera lengur í liverri veiðiferð án þess að hætta sé að að gæði aflans rýrni. en rækja þolir að opna alveg á milli Akureyrar og Vopnafjarðar og norður að Þórshöfn," sagði Hjörleifur Ólafsson, vegaeftirlits- maður, þegar Tíminn ræddi við hann um færðina á landinu í gær. Hjörleifur sagði, að í gær hefði verið mokað vestur í Búðardal um Heydal. Ráðgert hefði verið að opna leiðina um Svínadal og suður í Reykhólasveit, en það hefði ekki verið mögulegt vegna veðursins. Hins vegar hefði verið mokað á Snæfellsnesi norðanverðu út alla strandiengjuna en á sunnanverðu Nesinu hefði ekki verið hægt að ljúka mokstri en hann bjóst við að það tækist í dag alla leið yfir Fróðárheiði. mönnum hafi nýverið verið sagt upp störfum. Þrátt fyrir framgang við uppbyggingu Steinullarverksmiðjunnar og fleira telja stjórn og trúnaðarmannaráð Fram hættu á að það atvinnuleysi sem virðist nú vera að festast í sessi verði ekki yfirunnið nema að fleira komi til. Er því talið brýnt að gerð verði úttekt á atvinnulífinu í bænum og að menn átti sig á hvers eðlis þetta umrædda atvinnuleysi er. Skorað er á bæjarstjórn Sauðárkróks og aðra ráðamenn að bregðast nú þegar við og láta gera slíka könnun og hefjast síðan handa við að leita leiða til úrbóta. ekki nema fárra daga geymslu í ís. Að sögn Jóns Jónssonar, forstjóra Hafrannsóknarstofnunar, var í sjálfu sér nóg fyrir skipið að gera hjá stofnuninni. „En við fengum engar fjárveitingar til að halda því úti og þess vegna var ekkert annað að gera en leigja það. Annars hefði það legið hér í Reykjavíkurhöfn út árið," sagði Jón. — Sjó Þá sagði Hjörleifur að allir aðalvegir á suðurströndinni hefðu verið opnir í gær alla leið austur á firði. Hins vegar sagði hann að hliðarvegir á Suðurlandi væru meira og minna ófærir en stefnt væri að því að opna þá eins fljótt og kostur væri á. -Sjó. Umræðuefni á 30. norræna lögfræðiþinginu fOsló: Tölvutækrii í þágu lög- fræði og lögin og fjölmidlamir ■ Tölvutækni i þágu lögfræði og lögin og ijölmiðlar eru umræðuefni sem tekin verða fyrir á allsherjarfund- um á þrítugasta norræna lögfræðinga- þinginu sem haldið verður í Osló 15.-17. ágúst n.k. í frétt frá stjórn íslandsdeildar nor- rænu lögfræðingaþinganna segir að auk þessara tveggja mála verði fjallað um 18 efni í deildum á þinginu, m.a. um réttarreglur um tæknifrjógvun; rannsókn fíkniefnamála og sönnunar- vanda í þeim, stöðu þess sem misgert er við skv. reglum opinbers réttarfars; sjálfstæði lögmanna sérstaklcga gagn- vart stjórnvöldum og fl. Tveir íslenskir lögfræðingar eru meðal framsögumanna, prófessor dr. Gunnar G. Schram verður aðalfram- sögumaður um hafréttarreglur og Norðurlöndin og Garðar Gíslason borgardómari verður annar framsögu- maður í viðfangsefninu um lagareglur í sambandi við tæknifrjógvun. Þá verður Þór Vilhjálmsson forscti Hæstaréttar þátttakandi í hringborðs- umræðum um efnið: lögin og fjölmiðl- arnir. Tilkynning um þátttöku þarf að hafa borist Birni Helgasyni hæstaréttarrit- ara eigi síðar cn 26. mars n.k. -GSH Sauðárkrókur: Stóraukning á atvinnuleysi undanfarin ár -HEI HAFÞOR LEIGÐUR T1L RÆKJUVEIÐA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.