Tíminn - 21.02.1984, Blaðsíða 18

Tíminn - 21.02.1984, Blaðsíða 18
ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1984 Umfram fita f neyslmjólk á höfuðborgarsvæðinu: JAFNGILDIR 210 TONN- UM AF SMJÖRI A ARI! ■ Neyslumjólkámarkadiáhöfuðborg- arsvxðinu reyndist vera um 3,9% feit, samkvæmt rannsóknum sem farið hafa fram á vegum Neytendaþjónustu Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins, í stað u.þ.b. 3,5% feit eins og stendur á mjólkurum- búðunum. Á Norðurlandi er mjólkin enn feitari. Væri sú fita sem umfram er þau 3,5% sem lofað er á umbúðunum (0,4%) tekin úr þeim um 43 milljónum lítra sem seldir eru hér á landi sem súrmjólk og nýmjólk árlega mundu fást um 170-175 tonn af mjólkurfitu sem jafngilti um 210 tonnum af smjöri á ári. Heildsöluverð 210 tonna af óniður- greiddu smjöri væri nú um 53 millj. króna. Pétur Sigurðsson, tæknilegur fram- kvæmdastjórí hjá Mjólkursamsölunni ■ Reykjavík var spurður hvort ekki væri skynsamlegt að taka þessa umframfitu úr neyslumjólkinni og nota t.d. það verðmæti sem í henni fælist til að lækka verð á öðrum mjólkurvörum, t.d. smjörí. Nefna má að í Svíþjóð er mjólk seld með 3% fitu og í Danmörku með 3,5% fituhlutfalli. „Mér finnst þetta ekkert óraunveru- legt - og gæti raunar verið því fylgjandi ef mjólkuriðnaðurinn fengi að hafa þetta eins og með léttmjólkina á sínum tíma, þ.e. að það fengist að selja þessa stöðl- uðu mjólk á sama verði, en nota mætti þá fjármuni sem með þessu sköpuðust til að greiða niður verð á öðrum mjólkur- vörum, t.d. smjörinu. Á hinn bóginn gæti það þó orðið vandamál hvernig ætti að selja þessi 210 tonn af smjöri eða þá smjörfitu sem yrði til með þessum hætti til viðbótar því sem nú er framleitt," sagði Pétur. Hann kvað það áður hafa komið til umræðu að selja staðlaða mjólk. „En þegar það var rætt fyrir 20-30 árum síðan að staðla mjólk kom fram andbyr gegn því frá læknum, sem töldu að með því væri verið að rýra næringargildi hennar." - En nú eru breyttir tímar - einmitt rætt um að draga fremur úr fituneyslu. Yrðu ekki flestir frekar sáttir við að losna þarna við um 7.000 hitaeiningar á ári úr fæði sínu án þess að þurfa að breyta neysluvenjum sínum í nokkru? Pétur kvaðst geta verið sammála því. Og að mjólkuriðnaðurinn sem slíkur hefði tæpast neitt á móti því að selja staðlaða mjólk með 3,5% fitu eða jafn- vel niður í 3% fitu eins og í Svíþjóð. „Mjólkuriðnaðurinn sem slíkur getur hins vegar ekki sett svona vöru á markaðinn nema að fá viðurkenningu sexmannanefndar fyrir verðlagningunni. Varðandi léttmjólkina tók það 2-3 ár að koma slíkri breytingu í gegn. - En hver veit - kannski að við getum farið að selja staðlaða mjólk eftir 2-3 ár“, sagði Pétur. -HEI Rútsstaðir í Svínadal: Um hundrað gripir drápust í eldsvoða ■ Um 100 kindur, nuutgripir og hænsni drápust í eldsvoða að Rútsstöðum í Svínadal um hádegisbilið á laugardag en bærinn liggur í um 30 km fjarlægö frá Rlönduósi. Slökkviliðið á Blönduósi var kvatt á staðinn og er það kom voru bændur úr nágrenninu komnir og björgunarstarf hafið. Eldur logaði þá í fjósi og í tveimur hlöðum sem liggja að því hvoru megin. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins og ekki urðu miklar skemmdir á mannvirkjum. Reykinn af eldinum lagði í nærliggj- andi fjárhús og drápust þar um 100 kindur af þeim 300 sem þar voru úr reykeitrun. í fjósinu voru þrír nautgripir sem drápust auk 10 hænsna. Eldsupptök eru ekki ljós en talið að þau hafi verið út frá rafmagni. -FRI Bændur Drengurá 13. ári vill komast í sveit í sumar. Hefur kynnst búskap og er vanur hestum. Upplýsingar í síma 91-18681 á kvöldin. HUDSON’S Bay London., Uppboð á Refaskinnum og fleiru, 12. til 17. febrúar 1984. Frá London Fur Group: Tegund: fjöldi: selt %: toppverð: skýringar: Blárefur: 170.755 100 3.753,- Hækkun 30-70% frá des. 1983 í þessum blárefaskinnum voru um 7000 skinn frá fslandi, um 1000 skinn voru seld í London I des. 1983, og eftir er að selja um 2000 skinn héðan, en alls hafa um 65 loðdýrabaendur sent um 11.000 refaskinn til London í vetur, frá (slandi. Aðal kaupendur blárefaskinnanna voru Austurlönd fjær í stærri og betri skinnum en Ítalía í stærð 1 og lélegri gæðum. Uppboðsmeðalverð í „1670“, „London Label“, og I. flokk kr. 1360.- Shadow 33.663 100 3.584,- Verð óbreytt frá refur Helsingfors.jan. ’84 í þessum shadowrefaskinnum voru um 1000 skinn frá íslandi. Aöalkaupendur: Ítalía Silfurblár 3.249 85 7.380,- Samaverðogí Silfurrefur 2.305 88 9.909,- Helsingforsíjan.'84 Samaverðog í Platínurefur 137 80 7.590,- Helsingforsjan., ’84 í heild voru boðin upp 354.500 refaskinn frá ýmsum löndum og um 500.000 lambskinn auk fjölda annarra loðskinnategunda. Loðskinnamarkaðurinn hefur styrkst mjög mikið frá því í desember og reiknað er með enn frekari hækkunum í mars. Um 1.000.000 minkaskinna verða boðin upp hjá Hudson's Bay í London dagana 23. til 28. febrúar 1984. Sýning hefst þann 17. febr. Kjörbær hf.,/ Skúli Skúlason Kópavogi ■ Hafsteinn Hauksson, til hægri, ásamt félaga sínum Birgi Viðarí Halldórs- syni er þeir fögnuðu sigrí í Ljómarallinu 1982. íslenskur rallökumadur: Lét líTið f rall- keppni í Bretlandi ■ Hafsteinn Hauksson rallöku- maður lést á Iaugardaginn er hann tók þátt í National Breakdown rall- inu í Bretlandi, er bifreið hans lenti á tré á einni sérleiðinni í rallinu í Dalby-skógi sem liggur í um 20 km fjarlægð vestur frá borginni Scar- borough á austurströnd Bretlands. Hafsteinn mun hafa látist samstundis við áreksturinn. Aðstoðarmaður Hafsteins^ Birgir Viðar Halldórsson, var fluttur á sjúkrahús eftir óhappið en fékk að fara þaðan skömmu síðar þar sem hann reyndist ómeiddur. Ekki er vitað um neina sjónarvotta að slysinu en þeir Hafsteinn og Birgir voru í 12. sæti af 70 keppendum er slysið varð. Sérleiðinni var lokað eftir atburðinn. National Breakdown rallið er önnur stærsta rallkeppnin í Englandi. Hafsteinn Hauksson var 28 ára gamall, til heimilis að Þrastarnesi 7 í Garðabæ. hann lætur eftir sig eigin- konu og eitt barn. Hafsteinn, hafði ásamt félaga sín- um Birgi Viðari, verið í fremstu röð íslenskra rallökumanna frá því hann hóf keppni haustið 1978. Hann hiaut íslandsmeistaratitil í greininni 1979. -FRI Áríðandi félagsfundur Áríðandi fundur um samningamálin verður hald- inn í Austurbæjarbíói fimmtudaginn 23. feb. kl. 17.00. Á fundinum verður skýrð staðan í samn- ingamálunum og tekin ákvörðun um stöðu Dags- brúnar. Stjórnin skorar á alla félaga að koma beint af vinnustað á fundinn. Stjórn Dagsbrúnar Kvikmyndir SALUR 1 CUJO Splunkuný og jafnframt stórkostleg mynd gerð eftir sögu Stephen King. Bókin um Cujo helur verið gefin út í milljónum eintaka viðs vegar um heim og er mest selda bók Kings. Cujo er kjörin mynd fyrir þá sem una góðum og vel gerðum spennumyndum Aðahlutverk: Dee Wallace, Christopher Stone, Daniel Hugh-Kelly, Danny Pinatauro Leikstjóri: Lewis Teague Bönnuð börnum innan 16 ára Sýnd kl. 5,7,9 og 11 Hækkað verð :_______________________ SALUR2 Daginn eftir (The D«y AH*r) t IT I DAV AFTER Heimsfræg og margumtöluð stór- mynd sem sett hefur allt á annan endann þar sem hún hefur verið sýnd. Fáar myndir hafa fengið eins mikla umfjöllun í fjölmiðlum, og vakið eins mikla athygli eins og THEDAYAFTER. Aðalhlutverk: Jason Robards, Jo- beth Williams, John Cullum, John Lithgow. Leikstjóri: Nicholas Meyer. Sýnd kl. 5,7.30 og 10 SALUR3 Segðu aldrei aftur aldrei Hinn raunverulegi James Bond er mættur aftur til leiks i hinni splunkunýju mynd Never say nev- er again. Spenna og grín í há- marki. Aðalhlutverk: Sean Connery, Klaus Maria Brandauer, Barbara Carrera, Max Von Sydow, Kim Basinger, Edward Fox sem „M“. Byggð á sögu: Kevin McClory, lan Fleming. Framleiðandi: Jack Schwartzman. Leikstjóri: Irvin Kershner. Myndin er tekin í Dolby Sterio. Sýnd kl. 5,7.30 og 10 SALUR 4 La Travíata Sýnd kl. 7 Hækkað verð Njósnari leyniþjónustunnar Sýnd kl. 9 og 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.