Tíminn - 21.02.1984, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.02.1984, Blaðsíða 12
16 skák ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1984 6. umferð: NKK K FIRMIAN ENN EINN EFSTUR — og fjórir íslendingar j koma á hæla hans —i XI. REYKJAVIKUR /SKÁKMÓTIÐN ■ Bandaríski alþjóðameistarinn Nick de Firmian er nú einn í efsta sæti á Reykjavíkurmótinu með 5Vi vinning eftir 6 umferðir. Síðan koma nokkrir íslendingar í næstu sætunum, Jóhann Hjartarson hefur 5 vinninga og er einn í öðru sæti og síðan koma Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson, Hans Ree frá Hollandi og Ornsetin frá Svíþjóð með 4 '/2 vinning Reshevsky er með 4 vinninga og biðskák og með fjóra vinninga eru Jón L. Árnason, Schneider frá Svíþjóð King frá Bret- landi og Zaltsman frá Bandaríkjunum og með y/i vinning eru Christiansen, Balashov, Alburt, Chandler, Carsten Höj, Cutman, Elvar Guðmundsson, Guðmundur Sigurjónsson, Friðrik Ólafsson, Ostermayer, Knezevic, Shamkovic, Shcússler, Pia Cramling og Karl Þorsteins. Jóhann Hjartarson hefur sýnt það og sannað að árangur hans á Búnaðar- bankamótinu var engin tilviljun. Hann vann Friðrik Ólafsson í fimmtu umferðinni glæsilega og í gær fékk Jón L. Árnason eftir að hafa náð yfirburðastöðu. Með sama áframhaldi ætti Jóhann að geta náð öðrum stórmeistaraáfanganum á einum og sama mánuðinum. Helgi Ólafsson hefur einnig teflt af miklu öryggi, eftir tapið gegn de Firmian gerði hann jafntefli við Sovétmanninn, Geller, þar á eftir fylgdi sigur yfir Mayer frá V-Þýskalandi og í gærkvöldi vann Helgi fallegan sigur yfir breska stórmeistaranum Chandler. Svipaða sögu má segja af Margeiri Péturssyni, hann sigraði Piu Cramling örugglega á sunnudaginn og í gær lagði hann að velli Bandaríkjameistarann Christ- iansen. Þá hefur Karl Þorsteins einnig FUJGlIh 1 4 1 m ■ Jóhann Hjartarson og Jón L. Áraason að tafli í gærkvöldi, en skákinni lauk með sigri þess fyrraefnda, sem teflir við efsta mann mótsins, de Firmian í dag. Það eru þeir Benedikt Jónasson og bandaríski stórmeistarinn Robert Byrne, sem fylgjast með. Tímamynd Róbert vakið athygli fyrir frábæra taflmennsku og í gær byrjaði hann á því að vinna skiptamun af Bandaríkjamanninum Burger og lét síðan kné fylgja kviði og fórnaði drottningu sinni fyrir mátsókn. Þá gaf Burger taflið. Friðriki Ólafssyni hafa verið nokkuð mislagðar hendur í mótinu til þessa, hann hefur unnið 3 skákir, en tapað tveim og í gærkvöldi gerði hann fyrsta jafnteflið, það var við Shamkovic. Friðrik hafði svart og byggði upp skemmtilega sóknarstöðu, en lyktirnar urðu jafntefli og voru áhrofendur sam- mála um að Friðrik hefði misst niður vinninginn undir lokin, en hann var orðinn tímanaumur eins og stundum áður. Þetta mót virðist annars sýna það, að kynslóðaskipti hafi orðið í skákinni. Flestir af efstu mönnum eru um eða undir þrítugu en öflugum stórmeistur- um eins og Geller og Balashov, Alburt, Friðrik og Shamkovoc hefur ekki vegn- að sem best en allir þessir eru að Friðrik undanskildum atvinnumenn í skák og í fullri þjálfun, meðan Friðrik hefur aðeins teflt á tveim öflugum skákmótum frá því að hann gerðist forseti FIDE árið 1978. Sá eini af eldri kynslóð skákmanna sem hvergi lætur deigan síga í mótinu er Samuel Reshevsky, aldursforsetinn sjálfur, sem enn er í toppnum. Aðstæður eru annars ágætar á Hótel Loftleiðum, þótt þröng vilji verða á þingi, þegar líða tekur að lokum umferðanna. Þá eru aðstæður fyrir skýringar í ráðstefnusalnum mjög góðar. í fullri vinsemd er þó ástæða til að benda keppendum á að áhorfendur hafa keypt sig inn til að fá að fylgjast með skákunum til loka og er þeim tilmælum hér með komið á framfæri við þá að þeir stilli sér ekki upp og byrgi áhrofendum sín á sýningartöfl- urnar þegar spennan nær hámarki á síðustu mínútum umferðanna. Sömu tilmælum er beint til dómara og starfsmanna. ■ Nick De Firmian hefur aðeins tapað hálfum vinningi í fyrstu 6 umferðunum. Hér fylgist hann með á sýningartöflunum meðan andstæðingur- inn reynir að finna svör við hótunum hans. Tímamynd Róbert Skákir úr fjórðu og fimmtu umferð ■ Hvítur: Helgi Ólafsson .Svartur: Meyer Drottningarbragð. 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 Be7 5. Bg5 0-0 6. e3 h6 7. Bxf6 Bxf6 8. Hcl (Skákin Torré: Spassky, millisvæða- mótinu í Toluca 1982, Tefldist þannig: 8. Dd2 c6 9. Hdl Rd7 10. Bd3 b6 11. 0-0 Bb7 12. cxd5 exd5 og varð jafntefli um síðir.) 8... c6 9. Bd3 Rd7 10. 0-0 dxc4 11. Bxc4 e5 (Svartur leitast við að opna taflið, og nýta þannig biskupa- parið. Styrkleiki hvíts liggur hinsvegar í virkari stöðu manna hans.) 12. Hel exd4 13. exd4 Rb6 14. Bb3 Bg4 15. Re4 He8 (Ef 15.. Bxf3 16. Dxf3 Bxd4 16. Ha-dl og 16.,c5 gengurekki vegna 17. Rxc5. Eða 16... Dxd4 17. Rxfót Dxf6 18. Dxf6 gxf6 19. He7 með yfirburðastöðu.) 16. He3 Rd5 17. Bxd5 cxd5 18. Rxf6t Dxf6 19. Del! Hxe3 20. Dxe3 Bxf3 21. Dxf3 De6 (Ef 21... Dxd4 22. Hc7 Hf8 23. hxb7 og svartur á í miklum erfiðleikum.) 22. g3 Dd7 (Svartur ætlar að halda sér fast og valda það sem valdað verður.) 23. Kg2 Hd8 24. H4 b6 25. Hel Dd6 26. b3 Db4? (Svartur breytir skyndilega um áætl- un, og sér fram á peðsvinning.) 27. He5! Dxd4 28. He7 (7. línan er fyllilega peðsins virði, og gott betur.) 28... Df6 (Hróksendataflið lítur ekki illa út í fljótu bragði.) 29. Dxf6 gxf6 30. Hxa7 d4 31. Hc7 (Skyndilega liggur allt ljóst fyrir, svarta frípeðið er einfaldlega veikt, og hlýtur að falla.) 31.. Kg7 32. Kf3 f5 33. Ke2 f4 34. gxf4 d3t 35. Kd2 Hd4 36. Hc4 Hd5 37. b4 Hh5 38. Hc6 b5 39. Hc5 Hxh4 40. Hxb5 Hxf4 41. a4 h5 42. a5 h4 43. a6 h3 44. a7 Hxf2t 45. Kxd3 Hf3t (Eða 45... Ha2 46. Ha5) 46. Ke2 h2 47. a8D hlD 48. Dxf3 Dh2t 49. Kfl Gefið. ■ Hvítur: Halldór Einarsson Svartur: Haukur Angantýsson Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 xcd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. f3 0-0 8. Dd2 ( Upp á síðkastið hefur 8. Bc4 mátt þoka til hliðar fyrir drottningar- leiknum. Hvítur geymir biskupinn á f 1, og reynir að flýta sókn sinni á kóngsvæng. En þessi leikmáti gefur svörtum kost á gagnfærum.) 8... Rc6 9. 0-0-0 d5 (lengi vel var þetta álitið eina rökrétta svarið gegn 9. 0-0-0, en nú er einnig oft leikið 9... Rxd4 10. Bxd4 Be6). 10. Rxc6 bxc6 11. exd5 cxd5 12. Rxd5 Rxd5 13. Dxd5 Dc7 14. Dc5. . (Svartur þykir fá gott tafl eftir 14. Dxa8 Bf5 15. Dxf8t Kxf8 16. Hd2 h5) 14.. Db7 15. Da3 (Talið best. Reynt hefur verið 15. Bd4 Bf5 16. Db5 Dc7 17. Dc5 Df4t 18. Be3 Da4 og svartur vann í nokkrum leikjum, Schoene: Becker 1959.) 15... Bf5 16. Bd3? (Eini leikurinn er 16. Ba6!... Þá gengurekki 16.. . Bxb2t 17. Dxb2 Dxaó 18. Bh6og hvítur hefur betur.) 16... Ha-b8 17. b3 Hf-c8 (Allt svarta liðið er komið í sóknina.) 18. Bxf5 gxf5 19. Da5 Dc6 20. c4De6 21. Hh-el abcdefgh 21... Hxc4t! (Virkið fellur. Svartur, mátar eftir 22. bxc4 Dxc4t 23. Kd2 Hb2). 22. Kbl H4-c8 23. Bd4 Hxb3t. Hvítur gafst upp. Lokin gætu orðið 24. axb3 Dxb3t 25. Kal Hclt 26. Hxcl Bxd4t og allir þungu menn hvíts hverfa af sjónarsviðinu. Jóhann Orn Sigurjónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.