Tíminn - 21.02.1984, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.02.1984, Blaðsíða 10
ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1984 ■ Þeir kynntu vöruþróunarverkefnið á biaðamannafundinum: Eggert Hauksson, framkvæmdastjóri Plastprents. Bragi Hannesson, formaður framkvæmdastjómar Iðnþróunarsjóðs, Óskar Maríusson, framkvæmdastjóri Málningar, Páll Kr. Pálsson, hagverkfræðingur FÍI, Guðmundur Kr. Tómasson, viðskiptafræðingur, Þorvarður Alfonsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunarsjóðs og Knut Gráthen, verkfræðingur STI í Noregi. Tímamynd Róbert. Vöruþróunarverkefni Iðnþróunarsjóðs að Ijúka: ?Vöruþróun vanmetinn þáttur í iðnrekstri' segir Eggert Hauksson, framkvæmdastjóri Plastprents Eimskip fékk * verðlaun ■ Eimskip h.f. fckk verðlaun Stjórn- unarfclags íslands fyrir bestu ársskýrsl- una árið 1983. Að auki var Iðnaðar- banka Islands og Johan Rönning h.f. veitt sérstök verðlaun fyrir vandaðar ársskýrslur. Verðlaunin voru veitt á aðalfundi Stjórnunarfélagsins 12. febrú- ar síðast liðinn. Þetta var í þriðja skipti sem Stjórnun- arfélagið veitti verðjaun fyrir bestu árs- skýrslurnar. Valið var í höndum þriggja manna nefndar sem í áttu sæti Helgi Bachmann, forstöðumaður hagdeildar l.andsbankans. Stefán Svavarsson. lög- giltur endurskoðandi og Árni Vilhjálms- son, prófessor. sem jafnframt er formað- ur. Alls var valið úr 17 skýrslum. Farþegum til Amsterdam f jölg- ar verulega ■ Farþegar í áætlunarflugi Arnar- flugs í fyrra urðu alls rúmlega 22.300. Erfitt er að bera þessa tölu saman við farþegaflutningana árið 1982, vegna þess að þá hófst ekki áætlunarflug fyrr en 4. júlí. Ef bornir eru saman mánuðirnir júlí-desember 1982 og 1983 er aukn- ingin hins vegar um 71%. Farþegar í janúar síðastliðnum urðu alls 959 á leiðinni Reykjavík -Amstcr- dam-Reykjavík. Aukningin miðað við sama mánuð í fyrra er48%. Aukning í vöruflutningum milli sömu mánaða varð 128%. Það sem af er febrúar er farþegaaukning um 70% og eru bókan- ir nú orðnar 75% meiri, en farþega- fjöldi var í febrúar 1983. Metframleiðsla hjá Sambands- frystihúsum ■ Frysting Sambandsfrystihúsanna jókst verulega á síðasta ári. Þrjú hús sýndu mesta aukningu, Meitillin hf. í Þorlákshöfn sem jók framleiðsluna um 760 tonn, Búlandstindur hf. á Djúp- avogi, 560 tonn, og Hraðfrystihús Breiðdælinga hf. á Breiðdalsvík, 550 tonn. Heildarframleiðsla allra húsanna af frystum sjávarafurðum var 39.900 tonn 1983 á móti 35.920 tonnum árið 1982. Er þetta mesta framleiðsla á einu ári til þessa. Aukningin milli ára er 3.980 tonn eða 11%, og á sjö ára tímabilinu 1977-83 hefur framleiðsla húsanna tvö- faldast. Af einstökum tegundum er að nefna að á síðasta ári jókst frysting þroskafurða um 14% grálúðu um 19% og karfaafurða um 6%. Fjögur fram- leiðsluhæstu húsin voru Fiskvcrkunar- stöð Kf. A-Skaftfcllinga á Hornafirði með 3.400 tonn, Meitillinn hf. í Þor- lákshöfn með 3.070 tonn, Kirkjusand- ur hf. í Reykjavík með 2.950 tonn og Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf, með 2.820 tonn. Þá jókst útflutningur Sjávarafurða- deildar á frystum sjávarafurðum að sjálfsögðu einnig á milli áranna. Áriö 1983 nam hann 39.600 tonnum, saman- borið við 34.400 tonn árið áður. Aukn- ing í útflutningi nam því 5.200 tonnum eða 15%. „Fjölmiðlar eyðileggja rækjumarkaði" ■ „Það hcfur marg oft sannast að fjölmiðlar, blöð, útvarp og sjónvarp, geta hreinlega eyðilagt heilu markað- ina mcð óábyrgum fréttaflutningi. Þetta hefur nú gerst í Vestur-Þýska- landi í kjölfar „rækjuslyssins*' í Hol- landi, sern talið er að hafi leitt 14 manns til dauða," segir meðal annars í frétt sem birtist nýlega í vikuritinu Foodnews. í fréttinni kcmur fram, að einn af stærstu innflytjendum á niðursoðinni rækju f Þýskalandi hefur ekki selt nema örfáar dósir af rækju síðan „rækjuslysið" komst í hámæli þrátt fyrir að aðeins brot af hans innflutningi komi frá Austurlöndum, en þaðan kom rækjan sem grunur leikur á að hafi valdið matareitruninni. ■ „Með markaðsrannsóknum hefur verið sýnt fram á að þess megi vænta að eftir fimm ár verði 75% þeirra vara sem nú eru á markaðnum annað hvort horfnar af markaði eða þá að búið verði að gera á þeim verulegar endurbætur. Því hefur einnig verið haldið fram að um hehning- ur af framleiðslutekjum í nýiðngreinum, sem verið hafa í sókn undanfarin ár, komi frá vörum sem ekki voru á markaði fyrir um það bil þremur árum. Þetta sýnir Ijóslega hve miklu máli vöruþróun skiptir á neyslumörkuðum nútímans,“ sagði Bragi Hannesson, formaður fram- kvæmdastjórnar Iðnþróunarsjóðs, á ■ Efnaverksmiðjan Sjöfn á Akureyri hefur nú um nokkur ár flutt út hvíta lakkmálningu til Sovétríkjanna, allt frá 400 og upp í 2.000 tonn á ári. Á síðasta ári var magnið 500 tonn, að verðmæti rúmar 20 millj. kr. Þessi viðskipti eru gerð samkvæmt viðskiptasamningi milli íslands og Sovétríkjanna, og hefurfram- leiðslan skipst að jöfnu á milli Sjafnar og Málningarerksmiðjunnar Hörpu í Reykjavík. Ekki hefur enn verið gengið frá samningum fyrir þetta ár, en þó er búist við að Sovétmenn kaupi sama magn núna og í fyrra. Aðalsteinn Jónsson verksmiðjustjóri hefur skýrt frá því að síðustu 5-6 árin hefði Sjöfn flutt út dálítið af málningar- efnum til Færeyja, eða að verðmæti samsvarandi einni til einni og hálfri millj- ón króna á ári. Þetta eru mest gólfefni, svo sem gólftex og E-21 gólfhúð, en einnig Met-viðarlakk, sílikon- og akrtl- kítti og fúavarnarefni. Aðalsteinn sagði að verksmiðjan ætti að eiga ýmsa fleiri möguleika á sölu til annarra landa, sérstaklega í ýmsum þeim tegundum sem reynsla væri fengin af hérlendis á hliðstæðum sviðum iðnaðar og væru í nálægum löndum. ■ Sjöfn seldi Sovétmönnum málningu fyrir um 20 milljónir króna í fyrra. Einnig flutti verksmiðjan talsvert af málningu til Færeyja. blaðamannafundi þar sem kynnt var vöruþróunarverkefni, sem sjóðurinn stóð fyrir og staðið hefur í tæpt ár. Verkefnið miðar að því að innleiða kerfisbundnar aðferðir við vöruþróun hj á íslenskum fyrirtækj um. Níu fyrirtæki í mismunandi greinum hafa tekið þátt í því. Greiðir Iðnþróunarsjóður mestan hluta beins kostnaðar, en fyrirtækin taka einnig á sig verulegan kostnað, fyrst og fremst með vinnuframlagi stjórnenda og starfsmanna. Markmið verkefnisins er þríþætt: Að gefa þátttökufyrirtækjunum kost á því að tileinka sér skipulega vöruþróun. Að gera íslenska ráðgjafa, sem tengdir erii hagsmunasamtökum iðnaðarins, hæfa til þess að gangast síðar fyrir sambærilegum verkefnum fyrir önnur fyrirtæki. Að vekja stjórnendur iðnfyrirtækja til um- hugsunar um nauðsyn þess að sífellt sé leitað að nýjum framleiðsluaðferðum og endurbótum á framleiðsluvörum í takt við umhverfisbreytingar. Statens Tekn- ologiske Institut í Oslo tók að sér skipulagningu verkefnisins, en stofnunin hefur séð um framkvæmd slíkra verk- efna í Noregi. Á blaðamannafundinum voru mættir stjórnendur nokkurra fyrirtækja sem þátt tóku í þessu vöruþróunarverkefni. Voru þeir allir sammála um nauðsyn vöruþró- unar og ágæti verkefnisins. „Hjá okkur hafa fæðst fjölmargar hugmyndir í tengslum við þetta verkefni og við vinn- um nú að því að meta þær í samræmi við þær aðferðir, sem við höfum lært með þátttöku í verkefninu," sagði Garðar Erlendsson, framkvæmdastjóri Blikk og Stal hf., á blaðamannafundinum. Eggert Hauksson, framkvæmdastjóri Plastprents, sagði að vöruþróun væri vanmetinn þáttur í íslenskri iðnþróun. Eftir verkefnið gerðu menn sér enn betur en áður grein fyrir því að forsenda árangurs hjá mörgum iðnfyrirtækjum væri að stöðugt væri unnið á skipulegan hátt að vöruþróun. „Það er ekki nóg að mönnum séu hlutirnir ljósir, það þarf líka að hrinda þeim í framkvæmd og einmitt það höfum við lært núna,“ sagði Eggert. Óskar Maríusson, framkvæmdastjóri Málningar hf., sagði að þátttakan í verkefninu hefði orðið til þess að menn gerðu sér betur en áður grein fyrir hvar styrkleikar og veikleikar fyrirtækisins lægju. Fræðslan er þannig uppbyggð, að blandað er saman fræðilegu efni og raunhæfri vinnu í fyrirtækjunum, þar sem tekið er tilllit til sérstæðna hjá sérhverju fyrirtæki. Verkefnið hófst með námskeiði um stefnumótun fyrirtækja og síðan var lagður grunnur að sjálfri vöruþróuninni með því að fyrirtækin settu fram þau lágmarksskilyrði varð- andi fjármál, tækni, framleiðslu og markað, sem vara eða vöruflokkur þurfa að uppfylla til þess að teljast áhugaverð fyrir þau. Þar má til dæmis nefna kröfur um veltu, framlegð, hagnað og arð. Því næst var kallaður til hópur manna fyrir hvert fyrirtæki, sem hafði sérþekkingu á því framleiðslusviði sem það starfar á. Tilgangurinn varð að leita eftir almennri þróun næstu árin í tækni, þörf og kröfum markaðarins, svo að fyrirtækið gæti gert breytingar á núverandi vöruvali eða þróað nýtt, til að uppfylla betur kröfur markaðarins. Á blaðamannafundinum kom fram, að flest fyrirtækin hafa nú þegar hug- myndir að nýrri framleiðslu og standa nú fyrir frekari athuganir og áætlana- gerð, sem felur í sér tímaáætlun, kostn- aðaráætlun, fjármögnun, markaðssetn- ingu og athugun á arðsemi. Efnaverksmiðjan Sjöfn: Seldi Sovétmönnum máln- ingu fyrir króna 20 milljónir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.