Tíminn - 29.02.1984, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.02.1984, Blaðsíða 2
„SAMNINGARNIR GEFA EKKISÉRSTAKT TIL- EFNI m BJARTSÝNI” — segir Þorvaldur Gylfasori í erindi um verdbólgu ■ „í Ijósi nýfenginnar reynslu gef ur hin tiltölulega hófsamlega niðurstaða kjarasamninganna, sem undirritaðir voru nýlega, því miður ekki tilefni til sérstakrar bjartsýni að öllu óbreyttu. Ef verkalýðs- hreyfingin missir þolinmæðina á næsta ári eða þar næsta, getur allt farið á sömu lund og 1974“. , prófessor, hækkanir en atvinnuvegirnir þoldu og auk þess fulla verðtryggingu. „Nú þarf vísitölubinding ekki alltaf að vera óæskileg í sjálfri sér. En þegar henni er beitt til að tryggja óraunhæf- an kaupmátt launa, er hún mjög skaðleg og getur aðeins leitt til at- vinnuleysis, skuldasöfnunar eða sí- vaxandi verðbólgu," sagði Þorvaldur. -Sjó. ■ Þorvaldur Gylfason flutti erindi um verklýðsfélögin og stjórnmálin. Aðalf undur Versl- unarráðs íslands: FAGNAR ÁRANGRI í EFNAHAGSMÁLUM ■ „Aðalfundur Verslunarráðs ís- lands 1984 fagnar þeim straumhvörf- um, sem orðið hafa í efnahagsmálum með hjöðnun verðbólgu og meira jafn- vægi í þjóðarbúskapnum en áður var,“ segir meðal annars í ályktun fundarins. Ennfremur segir, að satnhliðá hjöðnun verðbólgu hafi stjórnvöld undirbúið og aukið frjálsræði á mörg- um sviðum efnahags- og atvinnumála, í verðlagsmálum, gjaldeyrismálum og lánamálum. Með því verðí létt af atvinnulífinu ártuga hömlum, sem dregið hafi úr sókn þjóðarinnar til bættra lífskjara. Skorár fundurinn á stjórnvöld að fylgja eftir þessari undirbúnirtgsvinnu og ljúka þegar á þessu ári eftirtöldum breytingum: Innleiða að fullu frjálsa verðmyndun þár sem samkeppni ríkir; breyta skattalögum til að örva þátttöku almennings í atvinnulífinu; heimila bönkum frjálsræði í vaxtamálum og létta af ónauðsynlegum gjaldeyris- hömlum. -Sjó. Þetta sagði dr. Þorvaldur Gylfason, prófessor í þjóðhagfræði við Háskóla íslands, meðal annars í yfirgripsmiklu erindi um hlutverk verkalýðshreyfing- ar og stjórnvalda í viðnámi gegn verðbólgu, sem hann flutti á aðalfundi Verslunarráðs fslands, sem haldinn var á Hótel Sögu í gær. Þorvaldur minnti á, að þótt grunn- kaupshækkunum hefði oft verið stillt í hóf í samræmi við ástandið í þjóðar- búskapnum og greiðslugetu fyrir- tækjanna, ekki síst í illu árferði eins og 1975 og 1976, hefði forysta verka- lýðshreyfingarinnar iðulega misst þol- inmæðina skömmu síðar og knúið fram kauphækkanir, sem fyrirsjáan- lega hefðu annað hvort valdið at- vinnubresti eða nýrri verðbólgu- hryðju. Skýrt dæmi um þetta væri að finna í kjarasamningunum frá 1977, þegar árferði fór batnandi, en þá hafi verið samið um miklu meiri kaup- AOALFUNDUR 1984 ■ Ragnar Halldórsson, formaður Verzlunarráðsins, setti fundinn í gær. Búnaðarþing skorar á samgönguráðherra: Vill aukið f jármagn til snjómoksturs í afskekktum byggðum Verslunarráðið undirbýr stofnun félags... Til að efla einkarekstur <* í landinu ■ Félag, sem hefur það að markmiði sínu að efla einkareksturinn í landinu, vcrður væntanlega stofnað í Reykjavík innan tíðar undir nafninu Framfarasjóður Islands. Nefnd á veguin Verslunarráðs íslands hefur um nokkurt skeið undirbúið stofnun (elagsins og á aðalfundi V.I. í gær gerði formaður nefndarinnar, Guðmundur H. Garðarsson, grein fyrir starfi hennar. og fleiri atriði. Einnig sé veruiegur samlagssvæðis til þess að koma mjólk á munur á aðstöðu bænda innan sama vinnslustað. -HEI Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise: Sýnir Á flótta frá siðmenningu „Tilgangur slíks félags gæti verið að efla einkareksturinn í landinu óháð atvinnugreinum og hvQtja einstaklinga til að fjárfesta í atvinnulífinu. Til að vinna að þessu markmiði myndi sjóð- urinn hafa milligöngu um útvcgun áhættufjár og lána til einkafyrírtækja, fjárfesta í slíkum fyrirtækjum og beita sér fyrir nýjungum í atvinnulífi íslend- inga," sagði Guðmundur. Hann sagði, að í samræmi við til- ganginn, ætti félaginu að vera heimilt að: Kaupa, eiga og seija hlutabréf atvinnufyrirtækja. Kaupa,éigaogselja skuldabréf. Útvega, veita og ábyrgjast lán til atvinnufyrirtækja, sem félagið tekur bcinan þátt í eða beitir sér fyrir. Hafa frumkvæði að stofnun. cndur- skipulagningu og sameiningu fyrir- tækja. Taka þátt í rannsóknum og nýjungum í atv nnulífinu. Taka lán til eigin þarfa. svo og til að endurlána og að eiga og reka fasteignir. Guðmundur sagði-, að hlutafé félags sem þessa þyrfti að vera að minnsta kosti 10 milljónir króna og hhitnafar ekki færri en 100. -Sjó. ■ Búnaðarþing hefur samþykkt ásknrun til samgönguráðherra að hlutast til um endurskoðun á gildandi reglum um snjómukstur, þar sem lögð verði áhersla á að leiðrétta það misræmi sem nú ríkir sem frekast er unnt. M.a. verði gerð nokkur tilfærsla á því fjármagni sem nú fer til snjómoksturs á þeim leiðum sem oftast eru opnaðar og því varið til að auka mokstur á vegum í afskekktari byggðum. Jafnframt er farið fram á að breytt verði reglum um mokstur á þjóðbrautum og sýsluvegum þannig að þær verði fyrst og fremst mótaðar af þeim aðila sem kostar snjó- moksturinn á móti Vegagerðinni, þ.e. sýslunefndum eða sveitarstjórnum. Þá skorar Búnaðarþing á samgöngu- ráðherra, að veitt verði lánafyrirgreiðsla til sýslu- og/eða sveitarfélaga til kaupa á dráttarvélum og snjóblásurum, þar sem hægt sé að leysa snjómokstur með þess- um tækjum á hagkvæman hátt miðað við annað fyrirkomuiag. Búnaðarþing bendir á að þær reglur sem nú gilda um snjómokstur á þjóðveg- um landsins valdi gífurlegum mismun milli íbúa einstakra sveitarfélaga á að notfæra sér almenna lögboðna þjónustu, sem .etlað sé að •>! til allra þegna þjóðtélagsins, svo sem heilbrigðisþjón- ustu. póstþjónustu. flutning skólabárna ■ Kvikmyndaklúbbur Alliance Fran- caise sýnir myndina Á flótta frá sið- menningunni, (Le Sauvage) í E sal Regnbogans miðvikudaginn 29. febrúar, flmmtudaginn 1. mars og miðvikudaginn 7. mars kl. 20.30. Le Sauvage er gamanmynd, gerð árið 1975 af Jean-Paul Rappeneau. Aðalhlut- verk leika Yves Montand og Catherine Deneuve. Myndin fjallar um fimmtugan ilmvatnsframleiðanda sem hefur yfirgef- ið tilraunastofur sínar og leitað hælis á eyðieyju undan strönd Venesuela. Hann hittir konu með ævintýraþrá í Caracas og þá fer ýmislegt að gerast. Aðgangur að kvikmyndaklúbbnum er ókeypis gegn framvtsun félagsskírteinis Alliance Francais. Skírteinið kostar 200 krónur og er hægt að kaupa það á skrifstofu félagsins, Laufásvegi 12. milli kl. 17.00 og 19.00 virka daga eða fyrir sýningu í Regnboganum. GSH Búnadarþing: Andvígt afnámi einkaréttar ■ BúnaðarþingsfuHtrúar eru andvígir því aö afnuminn verði einkaréttur Grænmetis- verslunar landbúnaðarins til innflutnings kartaflna og grænmetis eins og gert er ráð fyrir í breytingum á lögum Framleiðsluráðs landbúnaðarins sem komið hafa fram á Alþingi. Jafnframt eru búnaðarþingsfulltrúar andvígir því að afnema rétt Framleiðsluráðs um að veita heimild til stofnunar eggjadreif- ingarstöðvar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.