Tíminn - 29.02.1984, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.02.1984, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 1984 8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv ., Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími f 8300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrlft á mánuðl kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Dagsbrun og Al- þýðubandalagið ■ Þeir kjarasamningar, sem Alþýðusamband íslands og Vinnuveitendasambandið hafa orðið sammála um, eru að því leyti frábrugðnir fyrri samningum þessara aðila, að þar er sýnd markviss viðleitni til að hækka lægstu launin meira en hærri launin. Að því leyti hefur Ásmundur Stefánsson markað sér sérstöðu meðal íslenzkra verkalýðsleiðtoga í seinni tíð, að hann hefur lagt mesta áherzlu á hækkun lægstu launanna. Þetta hefur alltof mikið gleymst hjá fyrirrennurum hans, eins og raun ber líka vitni. bað er svo annað mál, að æskilegt hefði verið að láglaunin hefðu getað hækkað meira. En taka verður tillit til þess, að sjaldan hefur efnahagsstaðan verið erfiðari til að koma þessari stefnu fram. Það er óumdeilanlegt, að sá flokkur, sem ber höfuðá- byrgð á þeim vaxandi launamun, sem hér hefur verið að myndast síðustu árin og þó mest í tíð síðustu ríkisstjórnar er Alþýðubandalagið. Alþýðubandalagið hefur öllum öðrum flokkum haldið fastar í það vísitölufyrirkomulag, sem mældi hálaunamanninum margfaldar vísitölubætur á við láglaunamanninn. Það er þetta vitlausa fyrirkomulag, sem hefur aukið launamuninn meira en nokkuð annað. Það hefur markvisst fært hálaunamanninn upp á við og láglaunamanninn niður á við. Það er ömurlegt dæmi um þessa afstöðu Alþýðubanda- lagsins, að í þau rúmlega þrjú ár, sem þeir Svavar Gestsson, Hjörleifur Guttormsson og Ragnar Arnalds sátu í ríkisstjórn, töldu þeir það ósköp eðlilegt, að þeir fengju margfalt meiri dýrtíðarbætur en Dagsbrúnarmað- urinn. Ólafur Ragnar Grímsson var heldur ekki feiminn við það sem alþingismaður og prófessor að taka á móti margföldum dýrtíðarbótum á við Dagsbrúnarmanninn. Þessum félögum fjórum fannst það þannig sjálfsagður hlutur að þeir væru metnir margfalt á við Dagsbrúnar- manninn. Til þess að draga athygli frá þessari ósvinnu og ósvífni, reynir Þjóðviljinn að beina árásum sínum á Tímann. Tíminn hafi gleymt því að hugsa um láglaunafólkið. Forustugreinar Tímans frá liðnum árum vitna þó vissulega um allt annað. Ekkert annað blað hefur deilt eins harðlega á hið vitlausa vísitölukerfi og Tíminn. Hvað eftir annað hafa birzt útreikningar í forustugrein- um Tímans, sem sýndu fram á, að þær vísitölubætur, sem láglaunamenn fengu, nægðu alls ekki til að vega gegn vaxandi dýrtíð, á sama tíma og menn eins og Svavar, Hjörleifur, Ragnar og Ólafur Grímsson fengu stórar upphæðir umfram það sem dýrtíðaraukningunni næmi. Enginn stjórnmálamaður hefur lagt meiri áherzlu á það að undanförnu en Steingrímur Hermannsson, að það svigrúm, sem nú væri til launahækkana, yrði fyrst og fremst látið koma láglaunafólki til góða. í stað þess er hlutur þess hækkaður lítillega, sem vert er þó að meta, en 5% hækkunin látin ná upp úr. Þetta er ekki sú stefna, sem Framsóknarflokkurinn hefði helzt kosið. Það var mikil ólga á Dagsbrúnarfundinum á dögunum. Hún þarf ekki að koma á óvart. Hún hlaut fyrr en síðar að koma upp á yfirborðið eftir að Alþýðubandalagið er áratugum saman búið að viðhalda þeirri reglu, að hálaunamaðurinn fái margfaldar bætur á við láglauna- manninn. Leiðir Alþýðubandalagsins og Dagsbrúnar hafa sannarlega ekki legið saman. Þ.Þ. skrifað og skrafað Pólitískir lukkuriddarar ■ Forkólfar Alþýðubanda- lagsins neyta allra bragða til að klekkja á forystu Alþýðu- sambands íslands og þeim verkalýðsleiðtogum, sem mælt hafa með samþykkt heildarsamninganna, sem ASI og VSÍ gerðu í fyrri viku. Málflutningurinnerall- ur á þann veg, að hér sé um svikasamninga að ræða og að svartnættisíhald, með ríkis- stjórnina í fararbroddi, hafi vélað svo um fyrir samtökum launafólks, að samningar þessir væru betur ógerðir og hamrað er á því að þá verði að fella í félögunum. í hvert sinn, sem fréttir berast um að eitthvert verkalýðsfélag hafi fellt samningana, er því sleg- ið upp sem stórsigri á síðum þjóðfrelsismálgagnsins. En minna er látið þegar félög samþykkja samningana. Hvernig félagar í Alþýðu- bandalaginu, sem staðið hafa að gerð þessara samninga, una þessum óhróðri um sjálfa sig er þeirra mál og verka- lýðshreyfingin í heild hlýtur að endurskoða afstöðu sína til stjórnmálaflokkanna. Hún getur ekki verið handbendi pólitískra lukkuriddara, sem líta á kjaradeilur sem áróð- urstæki til að afla sér flokks- pólitísks ávinnings, og leika tveim skjöldum í afstöðu sinni til launþega eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Ríkisstjórnin liðkaði fyrir þeim samningum, sem gerðir voru með loforðum um ráð- stafanir til hagsbóta fyrir þá lægstlaunuðu og þá 'setn erfiðast eiga uppdráttar í þjóðfélaginu. Þetta er metið að verðleikum af forystusveit Alþýðusambands íslands. En málflutningur þeirra, sem mestu ráða í Alþýðu- bandalaginu, er af allt öðrum toga og þeir gera lítið úr þeim ávinningi sem þarna hefur náð fram að ganga. Sammála Það er langt seilst til að • koma höggi á forystu Alþýðusambandsins. í rit- stjórnargrein í Þjóðviljanum í gær er vitnað í skrif Andrés- ar Kristjánssonar í Tímanum s.l. sunnudag og því haldið fram, að þar sé mjög á annan veg fjallað um samningana en ráðherrar og ritstjórar Framsóknarflokksins hafa gert. Eru nefnd nokkur atriði sem Andrés nefnir og setja S'tmitro SLNM l)A(,l K 26. KKBRÚAK IW4 horft f strauminn Kemst ríkisstjórnin með heilu skinni upp úr Dagsbrúnar-skriðunni? ■ Tvær skæðar skriöur haía falliö síöustu dagana. nær ógöngurnar og aukum cnn misrcttiö og lífskjaramuninn i v.mf.»rA-» ÁÁ.LiA .nl.tn.-.á f.-.ll Ai-.r. .1---- • ••• l.: : :i. - •• • - ... afar neikvæðan svip á þessa samninga. „Þar er fyrst til að telja að . þessir samningar auki bilið milli hæstu og lægstu launa og eru því „gerðir með launa- misrétti að leiðarljósi þótt heitið væri hinu gagnstæða". Bendir Andrés á að þegar menn „eru komnir með svo sem þreföld lágmarkslaun skila fimm prósentin meiri launahækkun til há- launamannanna en lág- markslaunamanna.". Ef heita á að þessi skrif séu í andstöðu við pólitísk skrif í Tímanum undangengnar vikur, eða jafnvel undanfarin ár, er það ekki annað en fáviska eða haugalygi sem þarna drýpur úr penna Þjóð- viljaritstjórans. Skoðanir Andrésar Kristjánssonar á jafnri prósentuhækkun á öll laun þegar samið er um kaup og kjör eru nákvæmlega í samræmi við margítrekuð skrif í Tímanum um þetta efni. Jafnframt má minna á ítrekaðar óskir Steingríms Hermannssonar um að aðilar vinnumarkaðarins geti samið um að hinir lægstlaunuðu fái hækkanir sem ekki æði upp eftir öllum launastiganum. Væri því eðlilegra að semja um ákveðna krónutölu- hækkun á öll laun en ekki prósentuhækkun eins og lengi hefur tíðkast. f skrifum Tímans um kjaramál hefur árum saman verið klifað á því, hvílíku misrétti láglaunafólkið er beitt með samningum um jafna prósentuhækkun á öll laun. Þegar vísitölubætur voru í fullu gildi og launa- hækkanir reiknaðar út fjór- um sinnum á ári jókst þetta misrétti jafnt og þétt. Þetta var gagnrýnt, jafnt af forystu- mönnum Framsóknarflokks- ins og af pólitískum skriffinn- um Tímans, þegar fjallað var um hinn verðbólgumagnandi víxlgang launa og verðlags. Óréttlátur prosentu- reikningur En það var Alþýðubanda- lagið og verkalýðsrekendurn- ir sem fyrst og fremst héldu dauðahaldi í þetta úrelta og verðbólguhvetjandi kerfi, • sem ávallt hyglaði hálauna- mönnum á kostnað láglauna- fólks. Það er hárrétt, að Dagsbrúnarmenn og aðrir þeir sem eru á lágum launum, hafa dregist mjög aftur úr, en | það er fyrst og fremst þessi rangláti útreikningur sem hefur valdið. Og enn er það þannig, að þeir sem fást við , svokallaða frjálsa kjarasamn- j inga hafa enn einn ganginn I samið um jafna prósentu- hækkun á öll laun. Það eru fyrst og fremst ráðstafanir 1 ríkisstjórnarinnar um bætur til þeirra láglaunuðu, sem koma í veg fyrir að þeir fara ekki enn verr út úr kjaradeil- j unum en raun ber vitni. Það er ekki ritstjóri Tím- i ans sem er ósammála And- rési Kristjánssyni í þessu efni, eins og logið er í Þjóð- viljanum. Þessi kenning Andrésar kemur heim og saman við skrif Tímans um óréttlætið sem prósentu- reikningurinn á laun veldur. Og þarf ekki að leita lengra en í leiðarann sem birtur er við hlið greinar Andrésar, þar sem vikið er að þessu efni. Þeir hjá Þjóðviljanum ættu að líta sér nær þegar þeir fara að leita að sökudólgum um launamisrétti hér á landi. Það er gleðilegt að þeir skuli hafa komið auga á þann sannleika sem Andrés Kris- tjánsson bendir á í grein sinni, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir taka undir að pró- sentureikningurinn á laun valdi misrétti og eru þar með orðnir sammála Andrési og póliktískum skríbentum Tímans, þótt annað sé látið í veðri vaka. O.Ó. 4 SÍDA - ÞJÓÐVILJINN ÞriSjudaBur 28. fcbrúar 1984 UOWIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsís Ulgstandi: Utgalufelag Þ|OÖvil|ans FramkvæmdasljOri: Guðrun GuömundsdoHif. Rllatjörar: Arm Bergmann. Einar Karl Haraldsson Dómur Andrésar Stjórnmálaskrif Tímans eru yfirleitt lofsöngur um Umajön Auglyai Atgrelö Algraið. Blaöam Magnus Valpör Y Iþrötlafi Utllt og Ljóamyi Handrit/ Auglyal menningarmál Söngskemmtun Más Magnússonar ■ Söngvinir fjölmenntu í Gamla bíó miðvikudagskvöldið 22. febrúar til að hlýða á tónleika Más Magnússonar og Ólafs Vignis Albertssonar. Sú var tíð, að íslenskir tónlistarmenn, þeir sem tóku sig og listina alvarlega, komu fram í Gamla bíói, og voru þeir tónleikar hjá sumum bæði hinir fyrstu og seinustu hér á landi. Már á að vísu alllangan söngferil að baki, en tróð nú þarna upp og hélt þannig hinu sögulega samhengi, enda forðum lærður í sagn- og þjóðháttafræð- um. Honum fór líkt og postulunum forðum, sem skildu við bát sinn og net og gerðust sporgöngumenn Frelsarans að boða fagnaðarerindið, en Már gekk á vit sönglistarinnar, hinnar kröfuhörð- ustu meðal listgyðja. Hann kennir við Söngskólann, og hefur komið margoft fram, bæði í óperum, og á einkatón- leikum. Ég hef verið á allmörgum tónleikum hjá Má og hygg að þessir hafi verið bestir hingað til. Efnisskráin skiptist í tvennt. fyrst flutti hann ýmsar aríur og sönglög eldri tónskálda, en síðan alþekktar stór- aríur eftir Verdi, Pucccini, Giordane, Weber og Wagner. Rödd Más er „dramatískur tenór", og best þótti mér honum takst upp ( tveimur síðustu aríunum, úr Freischutz og Die Walkure. Mest fögnuðu áheyrendur að sjálfsögðu þegar söngvarinn tók háu C-in með miklum glæsibrag, en margt annað gerði hann einnig fallega. Söngur Más er ekki gallalaus, hann er of ójafn, og manni finnst jafnan að hann gæti gert betur, kannski með því að æfa sig meira. Hver 'veit? En hvað sem um það er, þá er Már góður verkamaður í grasgarði sönglist- arinnar hér á landi, vel menntaður og góður kennari, og söngvari sem er hvergi banginn að syngja fyrir fólkið aríur sem allir þekkja og reyna sig þannig við heimssöngvara hljómplötu- iðnaðarins. Ólafur Vignir lék með á flygilinn af sínu venjulega öryggi og kunnáttu og studdi söngvarann dyggi- lega. 26.2. Sig.St.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.