Tíminn - 29.02.1984, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 1984
■ Ameriska fyrirsætan Christ-
ie Brinkley er ein af þeim sem
kölluð er „súper-módel“. Andlit
hennar og líkami eru milljóna
virði, og hún er vátryggð eftir
því.
Á meðfylgjandi mynd er
Christie að kynna foreldra sína í
samkvæmi sem henni var haldið.
Hún sagði við það tækifæri.
„Hér sjáið þið framleiðendurna
og ábyrgðarmennina á því sem
ég er í dag!“. Foreldramir virtust
hinir ánægðustu yfir „fram-
leiðslu“ sinni, en móðir hennar
andvarpaði og sagði „Hjálpi mér
- hvað stelpan hefur stækkað!"
en snýr á starfsfélaga sína
■ Caroline Kennedy vinnur
nú sem blaðamaður í New York
og þykir standa sig vel í því
starfi, enda hefur hún ævilanga
reynslu af samskiptum við blaða-
menn, þó að til þessa hafi það
verið hún, sem hefur setið fyrir
svörum. Fyrir skemmstu hélt
hún blaðamannafund og var þá í
hinu gamalkunna hlutverki sínu
sem sú, sem spurð er.
Caroline svaraöi öllum spurn-
ingum, sem beint var til hennar
og vörðuðu umræðuefni fundar-
ins. En hún var slyng að víkja sér
undan þeim spurningum, sem
snertu einkalíf hennar og þar
komu spyrjendur alveg að lokuð-
um dyrum. Að fundinum lokn-
um varpaði hún öndinni léttara,
en gat ekki á sér setið að segja
stundarhátt: - Ég hefði verið
aðgangsharðari í spurningum en
þessir starfsfélagar mínir!
■ Caroline Kennedy
■ Christie Brinkley „súpermódel“ og foreldrar hennar.
HVAÐ STELPAN
HEFUR STÆKKAÐ!
CAROUNE KENNEDY
ER ORÐIN BLA8AMA0UR
flugmann sem er á leiðinni
til Rifs og gefur honum
upplýsingar um vindhraða,
skyggni, lendingarskilyrði
og svo framvegis.
Markús hefur starfað sem
flugvallarvörður á Rifi síðan
um áramótin 1966-7. Hann
er ekki fluglærður sjálfur
heldur „uppgjafa skipstjóri“
eins og hann orðaði það:
„Ég man ekki eftir neinu
óhappi hér á vellinum,“ seg-
ir Markús. „Hér hefur allt
gengið slysalaust fyrir sig.
Og í vetur hefur allt gengið
vel þrátt fyrir að veðurfarið
hafi verið ansi leiðinlegt.
Petta hefur verið dýr vetur
en það hefur gengið vel að
halda vellinum opnum.
Völlurinn er rekinn af Flug-
málastjórn en vegagerðin
hefur séð um snjóruðning af
vellinum og Hagvirki hefur
einnig oft hlaupið í skarðið
við það verk“.
- Hefur verið óvenju
mikil umferð hér um völlinn
í vetur?
„Fað er óhætt að segja
það, samgöngur á landi hafa
verið mjög slæmar hér á
nesinu og því hafa flutning-
ar með flugi aukist mikið,
sérstaklega fólksflutningar.
Mér telst svo til að yfir 1200
manns hafi farið hér um
völlinn frá áramótum."
Flugvöllurinn á Rifi er í
góðu ásigkomulagi að því
að fróðir menn segja. Flug-
brautin var endurbyggð árið
1979 og völlurinn er upplýst-
ur og með aðflugsgeisla
þannig að hægt er að lenda
þar og fara í loftið á hvaða
tíma sem er. Áhugi á flugi
er einnig mjög að aukast á
Snæfellsnesinu og í fyrra-
sumar voru t.d. 14 manns
frá Ólafsvík og nágrenni í
flugnámi hjá Einari Fred-
riksen, yfirkennara Flug-
taks. Það er því ljóst að
Markús Þórðarson þarf ekki
að kvíða verkefnaskorti í
framtíðinni.
GSH
7
erlent yfirlit
Svalbard
GR0NLAND
x>Jan Mayen
irdufoss
ISLAND
Andöya
Keflavil
Orland^^ernes
ATtANTER
CANADA
HAVET
New Yorkf'
Camp
LeJeune*.
‘Charleston
Middel-Í^
: havet
■ Uppdráttur þessi sýnir ferðir flotadeildanna frá Bandaríkjunum og Miðjarðarhafi og hvar landgangan á að vera í Noregi. Eins og
sérstaklega er merkt á kortinu er búizt við aðalmótspyrnu Rússa á hafsvæðinu milli íslands og Skotlands.
Mestu flotaæfingar Nato
ríkjanna á norðurhöfum
Aðalorustan verður háð milli íslands og Skotlands
■ ÞAÐ virðist vera álit margra
hernaðarfræðinga, að komi til
styrjaldar milli risaveldanna,
verði úrslitaorustan háð á
norðurhöfum.
Þótt reynslan sýni, að slíkar
spár beri að taka varlega, því að
oftast hafi styrjaldir verið háðar
á allt annan veg en sérfræðingar
voru búnir að reikna með fyrir-
fram, væri samt óhyggilegt að
afneita áðurgreindri spá með
öllu.
Þetta byggist meðal annars á
því, að bæði risaveldin leggja nú
einna mest kapp á að efla víg-
búnaðinn á norðurhöfum. Það
gildir jafnt á sviði sjóhernaðar
og flughernaðar.
Verði það úr, að Bandaríkin
reisi mjög stóra olíuhöfn í Helgu-
vík, yrði hún nokkurt dæmi um
þetta.
Það getur hins vegar reynzt í
sambandi við hana, eins og
margt fleira í þessu sambandi,
að hún yrði unnin fyrir gýg.
Tækninni fleygir óvíða meira
fram en á sviði vígbúnaðarins.
Takist risaveldunum ekki að
ná samkomulagi um að stöðva
vígbúnaðarkapphlaupið og af-
vopnast í framhaldi af því, mun
næsta heimsstyrjöld háð mcð allt
annarri tækni en algengust er nú.
Það var mikill munur á tækn-
inni í fyrri heimsstyrjöldinni og
síðari heimsstyrjöldinni. Þriðja
heimsstyrjöldin mun verða
gerólík hinum tveimur, ef til
hennar kemur.
Hugmyndir Reagans forseta
um svokallað stjörnustríð eru
nokkurt dæmi um það. Slíkar
hugmyndir eru vafalaust einnig
á kreiki í Kreml, þótt þar sé ekki
haft eins hátt um þær.
Tortímingarhættan, sem er
fylgifiskur tækninnar, ef henni
er beitt í þágu styrjaldarreksturs,
eykst með hverjum degi. Engum
ætti að vera kunnugra um þetta
en leiðtogum risaveldanna. Það
ætti að knýja þá að samninga-
borði og hvetja þá til að reyna að
bjarga mannkyninu meðan tími
er til.
SÚ MYND, sem hér hefur
verið dregin upp, heyrir sem
betur fer frekar til framtíðinni
en nútímanum og vonandi reyn-.
ist skynsemin nógu mikil til þess
■ Brezki kafbáturinn Valiant, sem er kjarnorkuknúinn, þykir
líklegur til að koma mjög við sögu, en hann er nær hljóðlaus og kom
því mjög á óvart í Falklandseyjastyrjöldinni.
að hún verði aldrei raunveruleik-
inn.
Miðað við ástandið í dag virð-
ist það ótvírætt vera veruleiki,
að komi til styrjaldar milli risa-
veldanna nú, er líklegt að ein-
hver mestu átökin verði á
norðurhöfum.
Um þetta vitnar m.a. hinar
miklu flotaæfingar Natoríkj-
anna, sem eru undir forustu
Bandaríkjanna og hófust síðast-
liðinn fimmtudag, þegar allmörg
bandarísk herskip lögðu úr
höfn í Norfolk í Bandaríkjunum
og stefndu í áttina til Noregs, en
á norska hafinu svonefnda munu
aðalæfingarnar eiga sér stað.
Þetta verða mestu flotaæfing-
ar, sem hingað til hafa farið fram
á norðurhöfum.
Æfingunum á ekki að Ijúka
fyrr en -22. marz og munu þær
því alls standa yfir í fjórar vikur.
Til viðbótar við flota Banda-
ríkjanna, sem sigldi frá Norfolk
á fimmtudaginn, munu bætast á
leiðinni herskip og flugvélar frá
átta öðrum Natoríkjum, svo að
alls munu níu Natoríki taka þátt
í æfingunum. Alls munu 150
herskip taka þátt í þeim og 300
flugvélar.
Tilgangur æfinganna er að
leiða í Ijós, að hægt sé að flytja
lið frá Bandaríkjunum til
Noregs, ef árás frá Sovétríkjun-
um vofir yfir, og Norðmenn
verða nógu fljótir til að biðja um
hjálp.
Stóra spurningin er sú, hvort
Rússar gera nokkur boð á undan
sér. Að vísu má fylgjast með því,
ef grunsamlegur undirbúningur
virðist eiga sér stað hjá þeim, en
hann þarf ekki endilega að þýða,
að þeir ætli að ráðast á Noreg.
Fyrstu dagana mun sigling
flotans frá Norfolk verða tíð-
indalítil, en gamanið fer að
kárna, þegar hann nálgast
ísland.
Þórarinn
Þorarinsson,
ritstjóri, skrifar
Þá hafa bæði brczk og kana-
dísk herskip bætzt í flotann, og
áður en flotinn nálgast Island,
mun koma til viðbótar flotadeild
frá Miðjarðarhafi undir forustu
hins mikla flugvélamóðurskips
Independence, sem hefur haldið
sig nálægt ströndum Líbanons
að undanförnu.
Á svæðinu milli lslands og
Skotlands verður aðalorusta
æfinganna háð.
Það er reiknað með því að
flotinn mæti þar skipulegri mót-
spyrnu rússneskra kafbáta, sem
reyni að gera honuni sem mestar
skráveifur.
Til baráttu gegn rússnesku
kafbátunum verður aðallega
beitt svokölluðum árásarkafbát-
um eða orustukafbátum, sem
ætlað er það hlutverk aðallega
að granda jafnt kafbátum and-
stæðinganna og ofansjávar-
skipum. Reiknað er með því, að
flugvélar frá Keflavík, sennilega
leitarflugvélar, taki þátt í þessari
viðureign.
Takist að brjóta mótspyrnu
Rússa á bak aítur á hafsvæðinu
milli íslands og Skotlands, þykir
líklegt að flotinn komist heilu og
höldnu til Noregs, en þar eru 25
þúsund norskir hermenn tilbúnir
til að taka þátt í æfingunum. Alls
er reiknað með því að um 40
þús. manns taki þátt í þeim.
ÞAÐ ER mikil spurning,
hvort herflutningar til Noregs í
alvörustyrjöld færi fram með
svipuðum hætti og hér virðist
gert ráð fyrir. Það vekur nokkrar
efasemdir um þetta, að Rússum
er boðið að hafa fulltrúa á
sumum herskipunum og fylgjast
með því, hvernig æfingarnar
takast. Til viðbótar er búizt við
því, að Rússar hafi fjölda skipa
á þessum slóðum til þess að
fylgjast með æfingum á þann
hátt.
Sumir fréttaskýrendur gizka á
að það sé einn megintilgangur
þessara æfinga að þjálfa menn í
vondum veðrum og læra rétt
viðbrögð undir slíkum kringum-
stæðum. Þá eigi með þessu að
auka þá tiltrú Norðmanna, að
þeim muni örugglega berast
hjálp, ef ráðizt verði á þá eða
árás talin yfirvofandi.