Tíminn - 29.02.1984, Side 9

Tíminn - 29.02.1984, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 19tU verksmiöjurnar sem framieiða borpress- ur og einingar, og Jeffrey, sem er stærsti færibanda og mulningsvélaframleiðandi heims. Dresser var aðili að lagningu gasleiðslunnar miklu frá Síberíu til Evrópu, og framleiddu mikið af því sem með þurfti í það. Þeir framleiða allt sem þarf til kolavinnslu, og svo mætti lengi telja. - Með tilkomu Dresser. verður nú lagt mikið fé í vinnuvélaframleiðslu IHD. Áherslan í framleiðslunni breytist ekki. Áfram verður byggt á áratuga- reynslu International Harwester. og ein- ungis breytt með framfarir í huga. Þetta bætir aftur á móti stöðu IH svo um munar á vinnuvélamarkaðnum, og við vonumst til að þetta hjálpi okkur mjög mikið í samkeppninni við japansk smíð- aðar vélar, þar eð dollarinn er svo óhagstæður. Til þess að vera sam- keppnisfærir í verði verðum við að fá talsverðar ívilnanir. Framleiðsla International Hough Dresser er því eins og fram kom í upphafi allt frá teskóflum og upp í olíuborpalla. Megináherslan hjá okkur verður þó áfram eins og áður, jarðýtur, hjólaskóflur, gröfur og dráttarvélar." - Þið flytjið inn fleira frá IH en áður var nefnt? „Já, International er stærsti vöruflutn- ingabílaframleiðandi heims. Eins og staða dollarans er í dag, erum við ekki samkeppnisfærir við marga þá vörubíla sem hér eru fluttir inn, vegna þess að verðið er svo hátt. En við seldum mikið af bílum á árunum 1975-81, en þá dró mjög úr þessu og hefur gert áfram vegna gengisþróunarinnar. - Mest af fram- leiðslu IH í vörubílum er.u dráttarbílar sem notaðir eru í flutningana þvert yfir Bandaríkin. En þeir framleiða alls konar vörubíla, allt frá torfærutröllum upp í fágaða malbiksbíla", segir Jóhannes. „Svo má ekki gleyma dráttarvélunum, sem eru mjög útbreiddar hér, og hafa reynst mjög vel. IH er einn stærsti dráttarvélaframleiðandi í heiminum. Það nýjasta sem við kvnnum á þeim vettvangi nú er lúxusútgáfa, með öllum hugsanlegum þægindum fyrir stjórnand- ann.‘‘ Lansing-lyftarar frá Sambandinu „Lansing-lyftararnir eru með mest seldu lyfturunum hérlendis. Lansing Bagnal framleiða bæði dísellyftara og rafmagnslyftara, og hafa rafmagnslyftar- amir rutt sér mjög til rúms hér hin síðari ár. Það er m.a. vegna þess að í matvæla- framleiðslu er orðið bannað að nota dísellvftara vegna mengunar, og þá kemur fátt annað til greina en rafmagn. Lansing rafmagnslyftarar eru þekktir að því að sá tími sem gefinn er upp varðandi vinnuúthald. stendur. Þessa lyftara er hægt að nota stanslaust í tólf tíma, og síðan er þeim bara stungið í samband yfir nótt. Þeir eru síðan teknir að morgni, fullhlaðnir og tilbúnir í verkefni dagsins. - Þá má nefna varðandi Lansinglyft- arana, að þeir eru nær einráðir á Svíþjóðarmarkaði. Þá nota herir Nató og ísraels eingöngu Lansing-lyftara." Priestman-gröfur „Við erum búnir að flytja inn Inter- national Harwester í um það bil 60 ár, og fyrir 40-45 árum hófum við innflutn- ing á Priestman-gröfum. Framleiðsla Priestman er frá 10 tonna gröfum upp í stærstu krana á olíuborpöllum. Við höfum selt langmest af gröfum í þyngdarflokknum 12-14 tonn, og gröf- urnar frá Priestman sem við flytjum inn eru eingöngu beltagröfur. Priestman- gröfurnar eru mjög viðurkenndar um allan heim, og hér hafa þær haslað sér traustan völl. Það er ekkert skrýtið, Priestman er stóraðili á alþjóða mæli- kvarða í gröfu og kranasmíði, og fyrsti borpallakraninn sem settur var upp í Norðursjó, var einmitt Priestman. Þá voru þeir brautryðjendur í vökvahífingu á bómu. Þá fórum við að flytja inn International Harwester Jumbo skurð- gröfur fyrir nokkrum árum, og þær vélar hafa gert það sérlega gott, eru góðar, hagkvæmar og sterkar." Stærsta þjónustumiðstöðin „Það að við erum svo gamalgrónir í þessum viðskiptum er okkur í hag, og þjónustumiðstöð okkar á Höfðabakka 9 er með þeim stærstu sinnar tegundar hér. Þar höfum við tvö sérhæfð verk- stæði, annars vegar fyrir fólksbíla og jeppa, og hins vegar fyrir vinnuvélar, vörubíla og tæki. Stöðugt námskeiða- hald og endurmenntun starfsmannanna gerir það að verkum að við erum ákaf- lega vel í stakk búnir til að mæta öllum bilunum og erfiðleikum af þeim toga. Þá höfum við þar opna smurstöð fyrir stór tæki. sem ekki hefur legið á lausu á höfuðborgarsvæðinu fram til þessa. Mestu skiptir þó hversu þekking starfsmanna okkar í þjónustumiðstöð- inni er sífellt haldið við. Við höfum sérþjálfað lið til að gera við IH vélarnar, og námskeið í viðgerðum eru haldin hér einu sinni á ári að jafnaði fyrir hverja tegund. Þarna gerum við allt sem við erum innflutningsaðilar fyrir, og mjög er sótt í þjónustu okkar, þó ekki sé um tæki frá okkur að ræða. - Við höfum eins og við sögðum í upphafi nánast allt á boðstólum sem kallast geta vinnuvélar, og líka höfum við sérhæfða og ákaflega nýtískulega og rúmgóða þjónustumiðstöð, sem gerir okkur kleift að veita fyrsta flokks þjón- ustu‘‘, sögðu þeir Jóhannes Guðmunds- son og Guðjón Haukur Hauksson hjá Véladeild Sambandsins að lokum. -SÖE 9 ÞURRKARI SÍA fyrir loft frá loftþjöppu fyrir öll þungafarartæki CR Brakmaster þurrkar og hreinsar loft frá loftþjöppu áður en það fer inn á bremsukerfið. Óhreint loft er samsett úr fleiru en bara vatni, það er olíukennt og skítugt. Þessi úrgangur gerir bremsu- kerfið óvirkt með tímanum auk þess sem rakinn þéttist í köldum veðrum og frýs. CR Breakmaster tryggir þjöppunni lengra líf vegna frábærrar hönnunar. CR Breakmaster er sjálfhreinsandi og algjörlega við- haldsfrír. Það er þess vegna sem CR Breakmaster hefur náð eins miklum vinsældum hjá vörubílsstjórum og vélstjórum og raun ber vitni. Leitið frekari upplýsinga Heildsala - Smásala r> FNGII RFRT<? VARAHLUTIR & TÆKI ÁRMÚLA 36, 105 REYKJAVÍK. SÍMI 82424, PÓSTHÓLF 476 STUNDAR ÞÚ LYFTINCAR? Viö mælum meö HYSTER LYFTARA Taktu upp símann og talaðu viö okkur. Reynslan sýnir, aö viö hjá HAMRI og fjölmargir ánægðir viöskiptavinir getum eindregiö mælt meö HYSTER LYFTARA. veldu þér vandaða vél HAMARHF Véladeild Sími 22123. Pósthólf 1444. Tryggvagötu, Reykjavík.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.