Tíminn - 29.02.1984, Blaðsíða 19

Tíminn - 29.02.1984, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAlf 1984 19 FYRIRTÆKI LAN DSINS: - Þið hafið víkkað sviðið í verktaka- starfseminni frá því í byrjun? „Já. Þetta byrjaði allt með jarðvinnu í Hrauneyjafossi. Síðan kom Sultar- tangastíflan, og síðan vegagerð. Nú höfum við farið mikið út í byggingar- iðnaðinn, og erum með fimm stigahús, með 36 íbúðum í byggingu, og tvö raðhús með alls 11 íbúðum. Nú starfa hjá okkur á annan tug smiða.“ „Vedsetti allt nema konuna“ - Hvernig hófst þetta allt saman? „Hagvirki var stofnað 9. júlí árið 1981, eiginlega í framhaldi af Hraun- virki“, segir Jóhann. „Upphafið að Hraunvirki var það, að eftir að Búrfell og Sigalda voru virkjuð af erlendum aðilum, og stórum íslenskum sem jafnan fóru yfirum, lagði Verktakasamband íslands mjög hart að Landsvirkjun að Hrauneyjafossvirkjun yrði hlutuð niður í smærri verkeiningar, svo auðveldara væri fyrir íslenska aðila að gera tilboð og vinna verkið. Þegar síðan var farið að bjóða verkin út, varð Fossvirki hf. til, en það var samruni margra fyrirtækja og einn stærsti aðilinn þar í, ístak er 80% eign erlendra aðila. Fossvirki ætlaði sér að byggja Hrauneyjafossvirkjun. Nokkrir íslenskir aðilar hóuðu sig þá saman, og buðu í stöðvarhússgrunninn. Fossvirki fékk reyndar verkið, en við mættum síðan aftur árið eftir, þegar aðrir verkþættir voru boðnir út. Hraun- virki var samsteypa þriggja aðila, Ellerts Skúlasonar, Svavars Skúlasonar og mín. Ég veðsetti í upphafi allt nema konuna eins og sagt er. Ég lagði aleiguna að veði, húsið og bílana til að sýna að ég tryði á verkið. Við buðum í tvö verk, eitt smátt og eitt stórt. Við vorum langlægstir í báðum, og fengum litla verkið til reynslu. Tilboðin í það verk voru þannig, að við buðum 117 milljónir g. kr., Suðurverk bauð 162 milljónir, Vörðufell 168, Fossvirki bauð 275 milljónir og Strabac bauð 650 milljónir. Kostnaðar- áætlun var 225 milljónir. Þetta stóðst í meginatriðum, og við fengum stærra verkið. Við buðum 2,7 milljónir ný kr., kostnaðaráætlun var 4,1 milljón og Foss- virki bauð 6,7 milljónir. Þetta varð að ganga upp og gekk. Hraunvirki náði svo ekki lengra, það kom upp ákveðinn ágreiningur í upp- byggingu fyrirtækisins. Þá varð Hagvirki stofnað, stofnendur voru ég, Svavar Skúlason og Gísli Friðjónsson, sem hafði starfað hjá Hraunvirki. Síðarbætt- ist fjórði eigandinn við, Aðalsteinn Hall- grímsson, en hann hafði líka unnið hjá Hraunvirki." „Aðlögum okkur verkefninu“ - Þú nefndir áðan að þið væruð farnir meira inn á byggingariðnaðinn, kallar það ekki á aukinn tækjakost? „Við förum eins og ég sagði áðan inn í byggingaiðnaðinn til að skapa samfellu í verkefnum, við ætlum okkur að halda sömu stærð og við höfum náð. Við höfum alltaf farið eftir þeirri stefnu, að kaupa okkar tæki fyrir verkefnin, en ekki að vinna verkefnin með óhag- kvæmum tækjum. Við eigum nú t.d. byggingakrana, og fyrir hvert verkefni kaupum við eða útvegum tæki sem henta, eigum við það ekki fyrir. - Það hafa margir furðað sig á tækjakaupum okkar, en við höfum haldið okkar striki og áætlanirnar staðist fyrir bragðið. Það þótti til dæmist stórt hjá okkur, þegar við keyptum Caterpillar 245 beltagröfu, 65 tonna, á sínum tíma. Við glímdum þá við vandamál sem fólst í því, að ef við sprengdum veikt var grjótið of stórt fyrir tækin sem við höfðum, en ef við sprengd- um sterkar, varð það of smátt í verkið. Þess vegna keyptum við bara gröfu sem réði við grjótið. Við eigum nú mikið af tækjum. Við höfum aðallega verslað við þrjá aðila, Bílaborg sem selur Komatsu vélar og Hino vörubíla, Heklu sem selur Cater- pillar-tæki, og Velti sem selur Volvo- vörubíla. Þessir aðilar hafa verið mjög duglegir að þjónusta okkur, við erum kröfuharðir í þeim efnum. Svo eigum við tvær Case traktorsgröfur, og eina Atlas-gröfu frá Vélum og þjónustu, og einnig villtust inn hjá okkur þrjár Inter- national hjólaskólfur". - En við erum ekki haldnir neinni tröllatryggð við á- kveðin merki, við leitum alltaf tilboða, þegar okkur vantar nýtt tæki, og veljum hagkvæmasta kostinn. Við rekum fyrir- tæki á viðskiptagrundvelli. Fyrir þessi tæki höfum við stóra þjónustudeild, þar sem starfa 30-40 manns. Þar í er smur- stöð sem við rekum, smurbíll, verkstæði hér í þessari byggingu, og verkstæði á Sultartanga. - Hvað er á döfinni nú? „Við erum að byggja fimm stigahús, og tvö raðhús. Við höfum nú ásamt norsku fyrirtæki boðið í Blönduvirkjun, en enginn íslenskur aðili gat boðið einn í þá virkjun sökum þess að viðkomandi þarf að hafa byggt jarðgöng á síðustu fimm árum. Við tökum að okkur alls konar verk, og vanti þig einbýlishús, þá getum við byggt það fyrir þig, hannað og útvegað lóðina. - Við erum að byggja okkar eigið hús, þar sem í verða skrif- stofur fyrirtækisins, verkstæði og öll aðstaða fyrir dótturfyrirtæki okkar, Fit hf., sem flytur inn alls konar vörur til byggingariðnaðar og verktakastarfsemi. Við höfum hér 35 þúsund fermetra lóð, og ætlum okkur að byggja margt á henni. „Heft verktakastarf- semi þjóðhagslega óhagkvæm“ - Eitthvað að lokum? „Já, það er eitt sem ríkisvaldið verður að athuga, og það er að verð á vinnuvél- um er alltof hátt. Vél sem kostar hundr- að þúsund erlendis til dæmis, hún kostar 215-230 þúsund hér. Þetta setur ákveðin höft á verkstarfsemi, og stendur þeirri ætlun okkar, að flytja út verktakastarf- HJÁ OKKUR FÁIÐ ÞIÐ : KÚLULEGASALAN HF Suðurlandsbraut 20 Pósthólf 353 121 Reykjavík Simi 91-84500 semi, alvarlega fyrir þrifum. Við kaup- um sams konar vél á meira en helmingi hærra verði til landsins en íslenskir aðalverktakar. Þetta gífurlega verð á vélum skilar sér í hærra raforkuverði, og hefur þar af leiðandi áhrif á lífskjör. Fyrir bragðið eru menn sífellt að tjasla við gömul og ónýt tæki, og eyða öllu sínu fé í að kaupa í þau varahluti, sem er þjóðhagslega óhagkvæmt." Ríkisvaldið þarf að bjóða mun meira út en gert er, taka verktakastarfsemina í sína þjónustu. Það passar t.d. ekki fyrir þjóðarhag, að hafa vörubílarekstur sem aukabúgrein bænda. Dæmi um þetta er vörubílaæðið á Blönduósi, þangað hafa verið keyptir 22-25 vörubílar, og það stefnir í að ekki sé hægt að vinna verkið nema nota vörubílana þeirra. Veistu það, að á íslandi eru nægilega margar trésmíðavélar, til að þjóna þörf allra Norðurlandanna? Þetta stefnir allt í sömu átt. Það verður að huga að því hvað er hagkvæmt og hvað ekki. Við höfum lagt áherslu á það markmið okkar, að koma stærri og flóknari verk- efnum á íslenskar hendur. Það þýðir, að við viljum ekki bara að íslenskar hendur vinni verkið, heldur njóti einnig ávaxt- anna af því og reynslunnar sem af því hlýst, Annað markmið fyrirtækisins er að geta unnið alla þætti verka, heildar- hönnun, skipulagningu og framkvæmd. Þetta gerum við í dag. - Mikilvægast er þó í þessu öllu saman, að starfsliðið sé samhent, og góð tæki séu fyrir hendi. Skilyrðin fyrir því að hægt sé að hækka kaupið er að afköstin aukist, lykillinn að bættum lífsskilyrðum er aukin framleiðni,“ sagði Jóhann Bergþórsson forstjóri Hagvirkis að lokum. -SÖE ■ Sultartangastíflan - ett af stórverkum Hagvirkis. Tímamynd G.E. IÐNAÐARTOLVUR frá Texas Instruments einu þekktasta fyrirtæki heims á þessu sviði. Þær henta til dæmis fyrir skilvindustýringar einnig fyrir stýringu heilla verksmiðja og allt þar á milli. Stýritæknideild okkar veitir einnig forritunarþjónustu og verkfræðilega ráðgjöf. Allar upplýsingar veittar á staðnum — Sendum bæklinga ef óskað er. Góð birgða- og pöntunarþjónusta. KÚLULEGUR OG KEFLISLEGUR frá hinum heimsþekktu OI%r verksmiðjum. Sænsk gæðavara fyrir skip báta og önnur farartæki, einnig PAKKDÓSIR frá LOFTSTÝRIBÚNAÐ frá FESTO leiðandi fyrirtæki með loftstýribúnað. Höfum fyrirliggjandi tjakka, loka og fylgibúnað. Hagvirki hf. er stórfyrirtæki í verktakastarf- semi. Fyrirtæki sem hefur risið upp úr nánast engu á örskömmum tíma. Á sídasta ári störf- uðu á sjötta hundrað manns þar, þar af 430 í einu. Tækjaflotinn er ekkert smáræði, fyrir- tækið á 8 jarðýtur, 7 hjóiaskólfiur, 5 belta- gröfur, 25 vörubíla, þar af 5 Caterpiliar 35 tonna, 5 steypubíla, 3 körfubíla og er þá ótaiið safn borvagna, loftpressa, valtara ofl. Um fyrirtækið eru skiptar skoðanir, sums staðar er sagt að slíkir risar éti upp flesta keppinauta sína á skömmum tíma, annars staðar að þeir hafi komist á „jötuna“ og byggt sig þannig upp, og þriðji hópurinn segir að ör stækkun fyrirtækisins sé verðskulduð, því sé vel stjórnað, og áhersla sé lögð á hagkvæman rekstur. „Þeir eiga þetta skilið, þeir hafa staðið sig miklu betur en nokkur þorði að spá í upphafi, og nú stenst þeim enginn snúning“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.