Tíminn - 10.03.1984, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.03.1984, Blaðsíða 1
Islenskur sigur fSviss-Sjá bls. 10-11 Blað 1 Tvö blöð í dag Helgin 10.-11. mars 1984 60. tölublað - 68. árgangur Síðumúla 15-Pósthótf 370Reykjavík-Rrtstjorn86300- Augtysingar 18300- Afgreidsla og askrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306 Landafrædin tekur breytingum ísjávarútvegsráduneyti: PATREKSFIORÐUR TAL- INN TIL VESTURLANDS -en ekki Vestfjarða þegar kvótinn á annars vegar íhlut ■ „Eftir nýju „kvótalanda- fræðinni“ tilheyrir Patreksfjörð- ur ekki lengur Vestfjörðum. Samkvæmt þeim kvóta sem ég hef hér fyrir framan mig erum við nú komnir í kjördæmi þeirra Vestlendinga. Auk þess að það er prinsippmál hjá okkur að fá áfram að teljast með Vestfirðing- um - þótt slæmir séum - þá teljum við þarna líka um hags- munamál að ræða því með þessu fáum við minni kvóta á bátana okkar og togarann, svo munar hundruðum tonna. Við teljum því að verið sé að taka af okkur það sem við eigum,“ sagði Sig- urður Viggósson, sveitarstjórn- armaður á Patreksfirði spurður hvort við hefðum fengið réttar fréttir um nýju landafræðina. Varðandi togarann þeirra Patreksfirðinga - Sigurey - sagði Sigurður hann fá um 300 tonnum minni kvóta en ella, þar af yfir 200 tonnum minna af þorski - vegna þess að togarinn telst nú orðið Vesturlandstogari. Kvóti Sigureyjar er um 2.600 tonn. Spurður hvort menn hygð- ust leita réttar síns sem Vestfirð- ingar sagði- Sigurður hafa verið kosna viðræðunefnd við „kerfið". „Ég veit ekki betur en að þeir séu á fundi í dag með gömlu þingmönnunum sínum frá Vestfjörðum áður en þeir fara á fund nýju þingmannanna sinna, þ.e. þingmanna Vesturlands. Nýju kjördæmamörkin miðast við skagann Tálkna, sem er milli Patreksfj arðar og Tálknafj arðar, þannig að þeir síðarnefndu fá áfram að tilheyra Vestfjörðum. Um hugsanlegar ástæður sagði Sigurður: „Ætli þú verðir ekki að spyrja sérfræðingana í ráðuneytinu að því. Ég hef að vísu heyrt þá skýringu að vegna þess að við værum svo nálægt Breiðafirði hljótum við að fiska svo mikið þar. Þetta er hins vegar gefin firra, því við fiskum ámákvæmlega sömu miðum og aðrir Vestfirðingar. Hugsanlega fara kannski 2-3 bátar á net í Breiðafjörðinn kannski einn mánuð yfir sumartímann." - HEI Slasaður skipverji fluttur með þyrlu — slasadist alvarlega á auga ■ Skipverji á skuttogaranum Viðey RE 6 var fluttur með þyrlu frá varnarliðinu á Borg- arspítalann í gær. Maðurinn fékk vir i andlitið og skaddaðist alvarlega á auga auk þess sem kinnbeinið brákaðist og var talið nauðsynlegt að fá hann i aðgerð eins fljótt og unnt væri. Viðey var sfödd uhi 80 sjó- mílur SV af Reykjanesi þegar slysið varð. SVFI fékk tilkynn- ingu um atburðinn kl. 11.00 í gærmorgun og hafði strax sam- band við varnarliðið á Kefla- víkurflugvelli. Þyrla þaðan var komin í loftið kl. 11.46, í fylgd Ilerculeseldsncytisvélar og var yfir skipinu kl. 12.40. Læknir og sjúkraliðar fóru þá um borð i togarann tU að undirbúa sjómanninn. Þyrlan lenti síðan við Borgarspítalann kl. 14.08. . -GSH Tveir menn hætt komnir er sendi- bifreið gereyðilagðist í árekstri: KRAFTAVERK AÐ ÞEIR SKYLDU SLEPPA LIFANDI ■ HörkuáreksturvarðáSuður- landsvegi, nálægt Þrengslavega- mótum í gær. Par óku saman sendiferðabíll af Chevroletgerð og stór sandflutningabíll. Sendi- ferðabillinn gereyðilagðist við áreksturinn og tveir menn sem voru í bílnum voru fluttir á slysadeild Borgarspítalans en reyndust ekki vera alvarlega slas- aðir. Að sögn lögreglunnar á' Selfossi þykir það ganga krafta- verki næst miðað við hvernig sendiferðabíllinn er útleikinn. -GSH Rfkisútvarpið: Málræktarráðu- nautur ráðinn til eins árs ■ Útvarpsráð samþykkti á fundi í gærmorgun að beina því til útvarpsstjóra að ráðinn yrði málræktarráðunautur til ríkisút- varpsins í fullt starf, til reynslu í eitt ár. Að sögn Markúsar Á. Einars- sonar veðurfræðings, sem sæti á í útvarpsráði, voru útvarpsráðs- menn sammála um að þetta væri nauðsynleg ráðstöfun og stóðu þeir allir að samþykktinni.-GSH Nýr unglinga- skemmtistaður? ■ Gunnlaugur Ragnarsson og Vilhjálmur Svan Jóhanns- son hafa sótt um rekstrarleyfi til borgarinnar fyrir veitinga- stað að Laugavegi 116 fyrir unglinga 14-18 ára að aldri. Farið er fram á heimild til að hýsa allt að 550 gesti i einu. Engar vínveitingar verða í hin- um nýja veitingastað en opn- unartími er fyrirhugaður sá sami og hjá öðrum veitinga- stöðub. Erindinu var vísað til um- sagnar æskulýðsráðs. -JGK ÁHORFENDUR AD HRAFNINUM ORDNIR 24 ÞÚSUND — Sex þúsund séð Atómstödina á sex dögum ■ „Myndin hefur sótt sig mikið. Hún gekk alveg hroða- lega til að byrja með en ég held að almannarómur hafi gefið henni góða dóma og þegar til lengri tíma er litið er það hann sem sker úr,“ sagði Hrafn Gunn- laugsson, leikstjóri, þegar hann var spurður um aðsóknina að kvikmynd hans, Hrafninn flýgur, sem sýnd er í Háskólabíói um þessar mundir. Hrafn sagði, að aðsóknin hefði aldrei verið meiri en um síðustu helgi og það sem liðið er af þessari viku. Þróunin væri þess vegna öfug við þá venjulegu, þegar fólk þyrpist fyrstu dagana og hættir síðan að láta sjá sig. Nú hafa um 24 þúsund manns séð myndina, sem aðeins hefur verið sýnd í Reykjavík, og sagð- ist Hrafn þurfa að fá að minnsta kosti 35-16 þúsund Reykvíkinga í viðbót og 30 þúsund manns úti á landi ef myndin ætti að borga sig hér á landi. „Ég var alveg úrkula vonar um að það tækist fyrstu dagana en nú hefur kvikn- að í mér vonarneisti," sagði Hrafn. Myndin verður aðeins sýnd rúma viku í viðbót í Háskólabíói og síðan verður hún flutt í Nýja bíó. Atómstöðin, sem kvikmynda- félagið Óðinn frumsýndi í Aust- urbæjarbíói á laugardaginn var, hefur gengið mjög vel. Sex fyrstu sýningardagana sáu um 6000 manns myndina, en það er fram- ar vonum. -Sjó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.