Tíminn - 10.03.1984, Page 2
LAUGARDAGUR 10. MARS 1984
fréttir
Vorkaup-
stefnan
íslensk
föt ’84 á
Hótel Sögu
12. til
14. mars
■ Vorkaupstefnan íslensk föt ’84 verð-
ur haldin í Súlnasal Hótel Sögu dagana
12. til 14. mars. Víglundur Þorsteinsson
formaður félags íslenskra iðnrekenda
opnar kaupstefnuna mánudaginn 12.
mars klukkan 20:30, en að því loknu fer
fram tískusýnirtg. Kaupstefnan verður
svo opin frá 10:00 til 18:00, 13. og 14.
mars og verða tískusýningar báða dag-
ana klukkan 14:00.
Félag íslenskra iðnrekenda stendur að
kaupstefnunni en 11 innlendir fatafram-
leiðendur taka þátt í henni. Tilgangur
kaupstefnunnar er fyrst og fremst að
auðvelda framleiðendum og dreifingar-
aðilum að stofna til viðskipta sín á milli.
FÍB með
almennan
félagsfund
á Selfossi
■ Félag ísl. enskra bifreiðaeigenda
heldur almennan félagsfund að Hótel
Tryggvaskála n.k. sunnudag kl. 14. Á
dagskrá verða m.a. framsöguerindi, sem
þeir Guðjón Petersen, Steingrímur Ing-
varsson, Jónas Bjarnason, Sigurður
Þorkelsson, Sveinn Torfi Sveinsson og
Tómas H. Sveinsson flytja. Rætt verður
m.a. um almannavarnir á Suðurlandi,
vegakerfið á Suðurlandi og náttúruham-
farir, gildi einkabifreiðarinnar á neyðar-
stundu og nýja bílasímann. Innflytjend-
ur nýja bílasímans verða á staðnum og
kynna hann.
Ráðstefna
um gæða-
eftirlit
í matvæla-
iðnaði
D Ráðstefna um hreinsitækni og gæða-
eftirlit í íslenskum matvælaiðnaði verður
haldin laugardaginn 17. mars í Mcnning-
armiðstöðinni við Gerðuberg og stendur
frá 10:00 til 20:00. Á ráðstefnunni munu
40 fyrirtæki í iðnaði og umboðssölu
kynna vörur sem tengjast efni ráðstefn-
unnar. Flutt verða erindi um gæðaeftirlit
og hreinsitækni í matvælaiðnaði. Ráð-
stefnan sem haldin erá vegum fyrirtækis-
ins Matvælatækni er fyrir stjómendur,
fagfólk og starfsfólk í matvælaiðnaði og
verslunum.
Karlakórinn
Jökull,
Hornafirði:
Menningardagar
í Sindrabæ
■ í dag gengst Karlakórinn Jökull,
Hornafirði fyrir menningardegi í Félags-
heimilinu í Sindrabæ í tilefni af 10 ára
afmæli kórsins.
Aðaldagskrárefni er söngur félaga úr
háskólakórnum undir stjórn Árna Harð-
arsonar. Klukkan 22:00 hefst svo al-
mennur dansleikur í Sindrabæ þar sem
hljómsveit Hauks Þorvaldssonar leikur
fyrirdansi. -b
FÍflT-UMBOÐH)
HÆTT1R MEÐ
ÞANNPÓLSKA
Yfirdýraiæknir andvfgur lyfjablöndunídýrafódur:
„VEMB AÐFARAÚR
ðSKUNNI f EUXNN”
■ „Ástæðan til þess að við höfum
verið andvígir lyljaíblöndun i fóður er
sú, að með því er verið að fara úr
öskunni í eldinn. Ef við nefnum fúkka-
lyfin sérstaklega, þá hefur verið sýnt
fram á að þar sem sóðaskapur var og
slæm umhirða á dýrunum jók lyfjagjöf-
in vaxtarhraða þeirra, þ.e.a.s. að hún
lagaði eitthvað bakteríufióruna í melt-
ingarvegi þeirra svo þau nýttu fóðríð
betur. Hjá þeim sem allt var í lagi með
umhirðuna fékkst ekkert út úr þessari
lyfjagjöf. En íslendingar eru ákaflega
gjarnir á að fara styttstu leiðina og þess
vegna hef ég veríð skammaður fyrir að
standa gegn þessari íblnndun“, sagði
Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir spurö-
ur m.a. um rök gegn lyfjaíblöndun i
fóður svina og kjúklinga. Bæði lyfja og
litarefnaíblöndun sagði hann óheimila
hér á landi.
Jafnvel þótt mönnum þyki akkur í
að nota þessi lyf sagði Páll slíkt ekki
duga þegar frá líði. „Þá verður þetta
bara eins og að pissa í skóinn sinn og
verður síðan að fara að leita nýrra
lyfja til að setja í fóðrið. Afleiðingin af
iyfjagjöfinni verður smátt og smán sú
að þessar bakteríur í meltingarvegin-
um verða ónæmar fyrir lyfinu. Það
gæti t.d. ákaflega vcl gerst með sýkla
sem eru hættulegir bæði mönnum og
dýrum. Þeir sem hafa notað þetta
dauðsjá nú eftir að hafa farið þessa
leið, en þegar þeir eru einu sinni
komnir inn í hringekjuna þá er ekki
hægt að snúa til baka,“
Páll var þá spurður hvaða samræmi
væri í því að banna lyf í fóðrið, en leyfa
lyfjagjöf í vatn þess í stað, eins og einn
fóðursalanna skýrði frá í blaðinu í gær
að hér væri gert í stórum stíl?
Þar sagði hann vanta endinn á
söguna. Þegar kjúklingar veikjast þá
sé eðlilega leitað læknis sem noti þá
þau lyf sem við eiga hverju sinni. Til
að koma lyfjum í stóra hópa kjúklinga
sé það eiginlega cina leiðin að setja
þau út í vatnið.
En það er stór munur á því hvort við
étum fúkkaiyf daglega í matnum okkar
eða hvort einhver læknir gefur okkur
þau þegar við erum iasin. Ef meni:
halda að hægt sé að setja jöfnunar-
merki þarna á milli þurfa þeir að lesa
betur“, sagði Páll. Hins vegar sagði
hann rétt með farið að lyfjagjöf í vatn
geti aukið hættu á að orðið geti mistök
við lyfjagjöfina.
Varðandi leyfð lyf til fóðuríblöndun-
ar fyrir kjúklinga sagði hann þar ekki
um fúkkalyf að ræða, heldursvokölluð
hömlulyf til að girða fyrir að kjúklingar
drepist úr hníslasótt meðan þeir eru
litlir, sem notuð hafi verið í mjög
takmörkuðum mæli. -HEI
■ „Við munum hætta með þetta um-
boð fyrr eða síðar. Það eru ekki lengur
nein tengsl á milli ítölsku Fiat-verksmiðj-
anna og þeirra pólsku og pólsku bílarnir
bera ekki einu sinni nafnið Fiat lengur.
Þess vegna ákváðum við í samráði við
Italina að hætta með þetta umboð og
það gerist alit með friði og spekt,“ sagði
Sveinbjörn M. Tryggvason, forstjórí Eg-
ils Vilhjálmssonar hf. þegar hann var
spurður hvort fyrirtækið væri að hætta
að flytja inn „Pólska-Fiat“, sem það
hefur haft umboð fyrir um nokkurra ára
skeið.
Aðspurður um hvort eitthvað sérstakt
hefði komið upp sem valdið hefði því að
fyrirtækið væri að hætta með umboðið
sagði Sveinbjörn að þar hefði ekki
komið annað til en umrædd sambandsslit
milli Pólverjanna og ftalanna.
Samkvæmt heimildum Tímans standa
nú yfir samningaviðræður milli Brim-
borgar hf. sem flytur inn Daihatsu frá
Japan, og pólsku verksmiðjanna um að
fyrirtækið taki við umboðinu hér á landi.
Munu Brimborgarmenn nú vera að
athuga dæmið og búist er við að þeir
taki ákvörðun fljótlega.
Sprengidagurinn í Borgarnesi:
Bókaskræðum
ýtt til hliðar og
slegið upp balli
■ Mikið var um dýrðir hjá æsku-
lýðnum í Borgarnesi í vikunni.
Fjörið byrjaði með því að öllum
bókaskræðum var ýtt til hliðar á
sprengidaginn og slegið upp grímu-
balli í Grunnkóla Borgarness. Fyr-
ir öskudagsfagnaðinn daginn eftir
dugði síðan ekki minna en sam-
komuhúsið á staðnum. Flópuðust
þangað allskonar furðuverur og
annað óvenjulega búið ungt fólk,
ekki allt hátt í loftinu, en hafði
kannski þeim mun hærra og
skemmti sér hið besta.
■ Smáfríður er hann ekki,
■ Kannski Tobbi trúður?
Myndir Ragnheiður
- Sjó
Baráttu-
fundur
kennara
í Sigtúni
■ Þriðjudaginn 13. mars halda kennar-
ar á suðvesturhorni landsins baráttufund
í Sigtúni v/Suðurlandsbraut. Þar verða ’
ræddir nýgerðir kjarasamningar BSRB
og ríkisins, og kjör kennara.
í fréttatilkynningu undirbúnings-
nefndar um fundinn segir að gífurleg
óánægja sé nú meðal grunnskólakennara
vegna slæmra kjara. Bent er á að
byrjunarlaun kennara eftir þriggja ára
háskólanám séu 14.792 kr. í samning-
unum hafi þeirri eðlilegu jafnréttiskrötu
verið hafnað. að spor yrði tekið í átt til
kennsluskyldustyttingar, þrátt fyrirgefin
loforð fyrrverandi fjármálaráðherra.
Sem kunnugt er greiddu allir níu
samningarnefndarmenn Kennarasam-
bandsins atkvæði gegn samningunum.
Mistök vid
sölu á heim
ilistölvum
— áttu ad vera 48K en voru
aöeins 16K
■ Komið hafa í Ijós mistök við sölu á
Sincíair Spectrum heimilistölvum hjá
Heimilistækjum sem nýverið voru á
útsölu. Voru tölvurnar merktar 48K sem
stendur fyrir minniseiningum tölvunnar,
sem reyndust aðeins vera 16K þegar til
kom. Tíminn hafði samband við verslun-
arstjóra Heimilistækja, Birgir Örn Birg-
irs vegna þessa máls, og sagði hann að
komið hefði í Ijós að tölvur sem voru
16K hefði.verið pakkað inn eins og þær
væru 48K. Fyrirtækið hcfði áður selt
tölvur af þessari gerð sem bæði voru 16K
og 48K, en nú seldi það einungis 48K
tölvur. Mönnum væri velkomið að konta
og skipta tölvum sínum ef einhver
mistök hefðu orðið.
Mikil verðlækkun hefur orðið á
tölvum nýlega vegna þess að tollur og
söluskattur af þeim hefur verið felldur
.niður.
-ÁDJ
Nemendasýn-
ing Nýja Dans-
skólans í Súlna-
sal Hótel Sögu
á sunnudaginn
■ Barnahátíð og nemendasýning Nýja
Dansskólans verður í Súlnasal Hótel
Sögu á sunnudaginn frá klukkan 14 til
17. Dagskráratriði verður danssýning
sem á þriðja hundrað nemenda í öllum
aldurshópum.fjögurra ára og uppúr sjá
um. Fjölmargir gestir verða á sýning-
unni. Miðaverð er 50 krónur og eru allir
velkomnir.