Tíminn - 10.03.1984, Síða 8

Tíminn - 10.03.1984, Síða 8
.8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristlnn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Ttmans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðnl Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. ' Verð i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Blaðaprent hf. Úrbætur í húsnæðis- málum námsmanna ■ Stefán Guðmundsson hefur mælt fyrir þingsályktunartil- lögu um húsnæðismál námsmanna, sem hann lagði fram ásamt fimm öðrum þinemönnum Framsóknarflokksins, þeim Davíð Aðalsteinssyni, Ólafi Þ. Þórðarsyni, Guðmundi Bjarna- syni, Páli Péturssyni og Þórarni Sigurjónssyni. í tillögunni er lagt til að kannað verði sérstaklega á hvern hátt megi bæta úr þeim mikla húsnæðisvanda, sem námsmenn utan Reykjavíkur og nágrennis búa við vegna staðsetningar Háskóla íslands og flestra sérskóla. í framsöguræðu sinni sagði Stefán Guðmundsson: „Stærstu árgangar íslandssögunnar eru það æskufólk, sem nú er á aldrinum 18-25 ára. Menntun, og þá sérstakiega framhaldsmenntun, er orðin mun algengari en nokkru sinni fyrr. Menntastofnanir framhalds-og sérnáms eru aðallega staðsettar á Reykjavíkursvæðinu eins og öllum er ljóst. Námsfólk utan af landsbyggðinni leitar því í miklum mæli til höfuðborgarinnar eftir menntun sinni. Þannig hefur skóla- kerfið verið byggt upp. Á undangengnum árum hafa verið settir á stofn fjölbrauta- og menntaskólar víða um landið auk menntaskólanna, sem voru fyrir. Á skólaárinu 1982-1983 voru 5733 nemendur utan Reykjavíkur í þessum skólum, þar með taldar framhalds- deildir grunnskólanna. í greinargerð eru taldir upp 19 framhaldsskólar, sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, sem um 1800-2000 landsbyggðarnemendur sækja. Sem dæmi um hlutfall nemenda í þessum skólum má nefna, að í einum skóla, sem telur um 400 nemendur, eru 168 af landsbyggðinni. í öðrum skóla eru nemendurnir alls 285, þar af 125 utan höfuðborgarsvæðisins. Einnig þekkjum við hlutfallið (80:4), 84:50, 44:29, einnig 230:100, svo að aðeins nokkuð sé nefnt, en það segir okkur samt sína sögu. í Háskóla íslands munu skráðir nemendur nú vera um 4013, þar af utan höfuðborgarsvæðisins 923 nemendur. Það er hins vegar alveg ljóst, að fjöldi landsbyggðarnemenda er í raun miklu hærri en þessar tölur gefa til kynna þar sem mikill fjöldi þeirra hefur flutt lögheimili sitt til Reykjavíkur meðan á náminu stendur. Öllum er ljóst, að húsnæði er ein af forsendum þess, að hægt sé að stunda nám hér í Reykjavík. Álitið er að um 5500-6000 íbúðir séu til leigu í Reykjavík. Ásókn í þær er gífurleg, sbr. umfjöllun Leigjendasamtak- anna svo og skýrslur, sem Félagsmálastofnun stúdenta frá árinu 1982 lét gera um húsnæðisaðstöðu háskólastúdenta, sem er mjög fróðleg skýrsla. Samkeppni um of fáar íbúðir gerir það að verkum, að mikil fyrirframgreiðsla og tiltölulega há húsaleiga er oft forsenda fyrir því að íbúðir fáist á leigu. Þetta eykur mjög allan tilkostnað landsbyggðarnemenda við öflun menntunar í Reykjavík og mismunar þess vegna fólki vegna búsetu sinnar. Stór hluti þeirra 5733 nemenda, sem nú stunda undirbúningsnám utan höfuðborgarsvæðisins, á eftir að leita á þennan þrönga húsnæðismarkað. Með tillöguflutningi þessum, ef samþykkt verður, er treyst á skilning og vilja núv. ríkisstjórnar til að bregða skjótt við og leita sem skynsamlegastra leiða til úrbóta. Það er ástæða að fagna því alveg sérstaklega, að í því frumvarpi um Húsnæðisstofnun ríkisins, sem félagsmálaráðherra hefur lagt fram, er farið inn á þá athyglisverðu braut að opna námsmönnum leið inn í húsnæðislánakerfið vegna félagslegra íbúðarbygginga“. Stefán Guðmundsson sagði ennfremur: „Eftir að hafa átt viðræður við marga skólamenn og fjölda nemenda er þessi mál snerta, er mér ljósara en áður hversu brýnt það er að hefjast nú handa um úrbætur. Það er sorgleg staðreynd, að á hverju ári verður nokkur hópur nemenda að hverfa frá námi vegna þess ástands, sem nú er ríkjandi í húsnæðismálum námsmanna. Hér verður að sporna gegn þeirri óheillaþróun. Það eru í dag sjálfsögð mannréttindi að hafa sem jafnasta aðstöðu til mennta og við það verður að sjálfsögðu að standa. Efnahagur nemenda og/eða þeirra, er þeim næst standa, á ekki að geta skipt sköpum um möguleika viðkomandi nemenda til framhaldsmenntunar.“ Því verður að treysta, að Alþingi bregðist vel við þessari tillögu Stefáns Guðmundssonar og meðflutningsmanna hans. Þ.Þ. ÍtÉTD ' • LAUGARDAGUR 10. MARS 1984 lluiin er Irelwurl feluifi- IrirHinflur, eim "V hunn tirilar fiafl \jaltur Harullu■ inatlur. hyllinHuriiuiiUir tn( inurxifli. 'iil helur limi\/tin «/i/n %anihiximur \lurlufl w/n iierhanititVir z ImM- Imriiinni \iHun Ihiiiii htmi heim fru nunu fyrsf hfa llilaueilunni */« \u\ir h/u llulship lluiin er eiim t irh usli ine/llimunnn i lylhinnu liyltinifaninnufíni himiiiiiiii i\lu. einu smulhihkiitini «•/// innslri htiiilinuin huntlun /1 lliyifiibuniluliiitstns tylh ■ unfin lihr enn. /*/. en reyntlur uhruthi fieir t vlhinnurfeluit- ur uin thnimn wt itunitu inni hantltilaunl "l! hrenhl fmr ul hennintíur uiitir uni t erhu l’rhusht Ællum ekhi tnl helrumhtilu A Iþyriuhandului’itl \tiinniniiiiniin huh ehhi \i\ Pétur Tyrfingsson íHelgarpóstsviðtali Iniifiuniiu i AlfiyfUi• huntluluyi‘1 Glæpur að láta forystuna um hugmyndafræði- legt uppeldi ■ í Helgarpósti er hressi- legt viðtal við Pétur Tyrfings- son sem lætur til sín taka jöfnum höndum í Fylking- unni, Dagsbrún og Alþýðu- bandalaginu. Pétur fer ekki dult með marxískar skoðanir sínar og pólitísk stefnumið hans eru augljós. Hugmyndir hans eru eins og endurhíjóm- ur frá þeim góðu gömlu dögum þegar kommar voru kommar og ekkert annað. En það var áður en Málfund- arfélag jafnaðarmanna og síðan „afturbatapíkurnar" sem kenndar eru við Möðru- velli og Auður Styrkársdóttir skrifar um í hugljómun, gengu til liðs við þjóðfrelsis- fönin. Skrif konunnar eru hrein og skær trúarjátning þess „sem fékk stimpil sósíal- ismans á ennið í vöggugjöf" og fjallar á upphafinn hátt um að Möðruvellingar „séu orðnir réttar og sléttar píkur eins og við hin.“ Þessi guð- fræði birtist í Þjóðviljanum 8. mars s.i. Viðtalið við Pétur hefst á einni blaðsíðu af sögulegum vangaveltum um stéttabar- áttuna og villugjarna leið til sósíalisma. En þar kemur sögu að Fyikingin gekk í Alþýðubandalagið og um stöðu hennar nú: „Fylkingin starfar áfram eins og verið hefur - gefur út sitt blað og heldur öllu sínu skipulagi. Það eina sem hefur gerst er að við höfum ákveðið að ganga sem einstaklingar inní Alþýðubandalagið.“ Pétur segir að innan flokksins sé ungt og efnilegt fólk og góðir baráttumenn. „En staðreyndin er sú að við kærum okkur ekki um það að Alþýðubandalagsforystan sé látin ein um að gefa þessu fólki pólitísk kjörorð og stefnumið. Það væri einfald- lega glæpur." Þá segir Pétur að snarpar umræður um verkalýðshreyf- inguna eigi sér nú stað innan Alþýðubandalagsins og að verkalýðsforingjarnir þurfi að standa fyrir máli sínu. „Við viljum taka þátt í þessu. í Alþýðubandalaginu náum við einfaldlega til fleira fólks en ef við værum að rífa kjaft og gagnrýna utanífrá í Neista.“ Áfram er haldið: „Lítum á efnahagskreppuna, sókn auðvaldsaflanna og reynslu undangengjs áratugar af stjórnarsamstarfi Alþýðu- bandalagsins. Við reiknuð- um út að fyrr eða síðar hlyti yngra fólkið og óánægðir eldri félagar að fara að endur- meta baráttuleiðir Alþýðu- bandalagsins og spyrja óþægilegra spurninga. Það er að segja: Hvernig mátti þessi yfirgengilega kjaraskerðing verða? Það hlýtur að vera eitthvað að í verkalýðshreyf- ingunni. Er það rétt af okkar flokki að vera í samstarfi við íhaldið í verkalýðshreyfing-' unni? Hvert á að vera sam- band flokksins við verkalýðs- foringjana? Á að láta þá ganga sjálfala og stilla flokkn- um frammi fyrir alls konar vafasömum ákvörðunum og yfirlýsingum? Á flokkurinn að bera ábyrgð á svona... svona hyski? „Enginn tekur mark á Alþýðu- bandalaginu“ Þegar Pétur er spurður hvort hann telji að einhverjar væringar séu í uppsiglingu í Alþýðubandalaginu, svarar hann: „Ákveðið endurmat. Marg- ir Alþýðubandalagsmenn eru foxillir útí verkalýðsforingj- ana og kenna stjórnarsam- starfinu um margt af því sem hefur farið úrskeiðis. Ríkis- stjórnin á að vera varnar- keðja um lífskjörin, sagði * Ólafur Ragnar Grímsson þegar Alþýðubandalagið tók sæti í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Við svöruðum því og sögðum að þótt glitr- aði á alla keðjuna, þyrfti bara einn hlekkur að liggja í salti. Og hver var svo árang- urinn þegar upp var staðið? Þessari stjórn tókst ekki að bæta lífskjörin, launakjörin versnuðu þvert á móti. Það gerðist ekkert róttækt í hús- næðismálum. Þeir unnu ekki sigur í álmálinu. Herinn fór ekki. Hvað tekur svo við? Mesta kjaraskerðing í sögu lýðveldisins. Framkvæmdirn- ar á Vellinum strax komnar af stað. Og enginn tekur mark á Alþýðubandalaginu. Áróðursstaða þess hefur hríðversnað. Gefum stjór- inni séns á því að hafa tafið afturhaldsöflin eitthvað í þrjú ár. En eftir á verður það ljóst að verkalýðshreyfingin kom í sárum út úr þessu stjórnarsamstarfi og við- námsþróttur hennar er hverf- andi.“ Uppgjör við flokksforystuna Það eru skipulagsbreyting- arnar á Alþýðubandalaginu sem opna leiðina fyrir Fylk- ingarfólk inn í flokkinn. Pét- ur segir að forystuliðið passi vel upp á hver ákveður pól- itík Alþýðubandaiagsins, „það gerist engan veginn lýð- ræðislega. En þessi þýða, þessi opnun, gefur okkur tals- verða möguleika til að koma okkur á framfæri, ná okkur í nýja fylgismenn og æfa okkur svolítið." En hvað gerist þegar Fram- sókn býður faðminn næst? Pétur Tyrfingsson á svör við því sem öðru: „Gerum okkur í hugarlund að þeir fari aftur í stjórn með Framsókn eftir einhvern tíma, að þeir færu aftur yfir stéttamörkin. Heldurðu að við mundum ekki nota þenn- an krítíska punkt til að skilja fólk frá flokksforystunni? Gera upp við hana? Að sjálf- sögðu! Við ætlum ekki að fara að betrumbæta Alþýðu- bandalagið, við höldum ekki að Alþýðubandalagsforystan sé menn sem hægt er að bæta eða breyta. Við sjáum ekki fyrir okkur að þessir menn séu til frambúðar í forystu fyrir íslenskum verkamanna- flokki - það er út í hött. Og verkalýðsforingjarnir í Al- þýðubandalaginu, auðvitað er þetta skrifpúltsapparat sem þarf meira eða minna að ryðja úr vegi ef þetta á eitthvað að horfa til fram- fara. En hins vegar eru þetta menn sem láta undan þrýst- ingi á einstökum punktum." Snobb og vesen Byltingarmaðurinn hefur engar áhyggjur af móttökun- um í Alþýðubandalaginu og segir að það sé gríðarlega vel tekið á móti Fylkingarfélög- unum þar, enda haldi hann að flokksforystan hafi enga trú á að þeir komi til með að ná nokkrum árangri eða á- hrifum. „Því stressa þeir sig ekkert upp á móti okkur svona í upphafi." Pétur segist ekki kæra sig um annað starf en verka- mannavinnu þótt hann hafi verið í háskólanum. Aðal- gallinn sé hve kaupið er lélegt: „Ja, það er það eina. Mað- ur er svolítið blankur, en það er þá ekki f fyrsta sinn. Ég er náttúrlega menntaður maður, það er ekki hægt að neita því. Samt fullyrði ég það að þessi tími hefur verið mér miklu merkilegri skóli en öll þessi háskólaár mín. Ég verð að segja það einsog er að mér finnst þetta miklu heilbrigðara og þægilegra umhverfi en þessi gamla vinstrihreyfing með öllu því snobbi og veseni sem þar var.“ Varla er hætta á öðru en að það verði líf og fjör í Alþýðu- bandalaginu á næstunni þeg- ar þar verður tekist á við réttan og rangan sósíalisma. Og skelfmg verður erfitt fyrir forystuliðið að hoppa upp í ráðherrastóla ef þau hægindi bjóðast einhvern tíma, nema að topparnir taki á ný upp ómengaða marx-Ieníniska byltingarstefnu, og þá geta þeir skipt öllum stólunum á milli sín, ef vel tekst til. O.Ó. fréttir Islenska óperan Páll P. Pálsson tekur við hljómsveitarstjórn — Simon Vaughan tekur við hlutverki Kristins Hallssonar ■ Páll P. Pálsson hefur tekið við hljóm- sveitarstjórn hjá íslensku óperunni af Marc Tardue í óperunum La Traviata og Rakaranum í Sevilla. Pál þarf ekki að kynna fyrir íslenskum tónleikagestum, en hann er fæddur í Graz í Austurríki þar sem hann nam hljóðfæraleik og síðar tónsmíðar og hljómsveitarstjórn. Hann er fastur stjórnandi Sinfóníuhljómsveit- ar íslands, en hér á landi hefur hann starfað sem hljóðfæraleikari, stjórnandi og tónskáld síðan 1948. Þá hefur Simon Vaughan tekið við hlutverki Grenvilles læknis í La Traviata af Kristni Hallssyni. Vaughan starfar jöfnum höndum sem Ijóða-, óratóríu- og óperusöngvari og hefur haldið fjölda tónleika hérlendis og erlendis. Hann söng hlutverk Escamillos í Carmen í Þjóðleikhúsinu 1975. -JGK

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.