Tíminn - 10.03.1984, Page 11
10
fþróttir
ISLAND VANNISVTSS
— Landsliðið í handknattleik vann Sviss 18-14 í gærkvöld
■ íslendingar hófu leikinn af fullum
krafti og eftir 10 mínútur var staðan 4-1,
fyrir Islar.d. Munurinn til leikhlés var
þetta eitt til tvö mörk, en í hálfleik stóð
9-8 fyrir landann. Þegar 10 mínútur voru
til leiksloka höfðu íslendingar náð 6
marka forskoti 16-10. Heimamenn
minnkuðu muninn í fjögur mörk fyrir
lcikslok 18-14.
Leikurinn var nokkuð harður, og var
varnarleikur íslenska liðsins góður. Af
þeim 14 mörkum sem Svisslendingarnir
skoruðu þá voru 7 þeirra gerð úr víta-
köstum. Markvörður Islendinga, Einar
Þorvarðarson varði einnig mjög vel.
Mörkin skoruðu: Sigurður Gunnars-
son 5/2, Kristján Arason 4, Þorbjörn
Jensson 3, Bjarni Guðmundsson 2, Atli
Hilmarsson 2, Páll Ólafsson 1 og Guð-
mundur Guðmundsson 1.
Bjarni Guðmundsson lék í gærkvöld
sinn 138. landsleik og er það metjöfnun.
Ólafur H. Jónsson hefur einnig leikið
138 leiki.
Dómarar í leiknum í gær voru frá
V-Þýskalandi og dæmdu þeir mjög vel.
í kvöld leika liðin að nýju.
-BL.
■ Þorbjörn Jensson fyrirliði landsliðs-
ins.
Hugmynda-
samkeppni um
aukna hagsýni í
opinberum rekstri
Ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga
vilja auka hagsýni í opinberum rekstri.
Markmiðið er að bæta þjónustu hins
opinbera við borgarana en lækka kostnað
við hana.
Málið varðar alla landsmenn. Þess vegna
hefur verið ákveðið að efnatil hugmynda-
samkeppni, þar sem öllum er heimil
þátttaka og veita þrenn verðlaun fyrir
áhugaverðustutillögurnarsem nefndinni
berast. Verðlaunin verða að fjárhæð
10.000 kr., 7.500 kr. og 5000 kr.
Skilafrestur er til 1. júní nk.
Hagræðingartillögurnar skal senda:
Samstarfsnefnd um hagræðingu í opinberum
rekstri
pósthólf 10015130 Reykjavík eða í
Fjármálaráðuneytið, Fjárlaga- og
hagsýslustofnun Arnarhvoli 101 Reykjavík.
IÞRÓTTIR
HELGARINNAR
Blak:
í dag og á morgun eru nokkrir lcikýr í blaki.
I dag eigajt við t 1. deild karla Víkingur og
Þróttur í Hagaskóla klukkan 15.20, ogsömu lið
í kvennaflokki strax á eftir. Á Dalvík eigast við
ÍS og Reynivík í bikarkeppninni. í Glerárskóla
á Akureyri leika KA og ÍS í 1. deild kvenna
klukkan 15.00, og á Norðfirði eigast við
hcimamenn og Breiðablik í 2. deild karla
klukkan 15.00.
Á morgun leika Þróttur N og Breiðablik að
nýju á Neskaupstað, einnig klukkan 15.00.
Badminton:
Samkvæmt mótaskrá badmintonmanna er
opið meistaramót í Reykjavík um helgina í
badminton, en ekki hefur okkur borist staðetn-
ing mótsins. ..
Borðtennis:
íslandsmót öldunga og unglinga í borðtennis
er í Laugardalshöil í dag og á morgun. fslands-
mótið hefst klukkan 14.00 í dag og verður í dag
keppt í tvíliða og tvenndarleikjum. Á morgun
hefst keppnin klukkan 13.00, en þá verður
keppt í einliðaleik.
Glíma:
í dag er Sveitaglíma íslands. Hún er haldin í
íþróttahúsi Menntaskólans við Sund (íþrótta-
húsi Vogaskóla) og hefst klukkan 17.00. Tvær
sveitir eru skráðar til keppni.
Handknattleikur:
Næstsíðasta umferð fyrstu deildar kvenna er
í algleymingi í dag, en fyrsti leikur umferðarinn-
ar var reyndar í gær. 1 dag eru þrír lcikir, allir
í íþróttahúsi Seljaskóla í Breiðholti. Klukkan
14.00 kcppa í R og Fylkir, klukkan 15.15 Fram
og KR, og að lokum klukkan 16.30 Valur og
ÍA, og verður síðast leikurinn að líkindum
mesti spennuleikurinn, bæði lið eiga í harðvít-
ugri fallbaráttu.-
Körfuknattleikur:
Um helgina lýkur keppni í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik, og mjög spennandi leikur er í
1. deild karla.
1 dag keppa Laugdælir við Stúdenta í 1. deiid
karla á Selfossi, og hefst viðureignin klukkan
14.00. Þessi leikur er mjög spennandi, með sigri
í honum gulltryggja Stúdentar úrvalsdeildar-
sætið og sigur í 1. deild. En Laugdælir eru til
alls vísir, sigruðu aðalkeppinauta Stúdenta,
Framara um síðustu helgi á Selfossi, og því
skyldu toppmennirnir ekki liggja líka? - Aðrir
leikir í dag: Njarðvík-ÍS í 1. deild kvenna í
Njarðvík klukkan 14.00 og Breiðablik-Tinda-
stóll í 2. dcild C í Digranesi í Kópavogi klukkan
14.00.
Á morgun er síðasti leikur úrvalsdeildarinnar
í körfuknattleik. ÍR og Njarðvík keppa í -•
Seljaskóla klukkan 20.00. Leikurinn skiptir
engu máli, en það væri þó ntóralskur sigur fyrir
báða að vinna, Njarðvíkinga sem efsta lið, og
ÍR-inga sem lið sem misst hefur naumlega af
lestinni í úrslitin. Einnig verður fróðlegt að sjá
hvernig Njarðvíkingum vegnar án Vals Ingi-
mundarsonar. Aðrir leikir á morgun: Léttir-
Tindastóll í 2. deild í Seljaskóla klukkan 16.00.
Skíði:
Mikið er um dýrðir á fsafirði um hclgina. Þar
er haldin Ólympfuhelgi í alpagreinum og
göngu. Allir ólympíufarar íslands mæta þar til
keppni í sínum greinum, en sjálfir áttu Isfirð-
ingar tvo ólympíufara, þá Guðmund Jóhanns-
son alpagreinamann og Einar Ólafsson
göngumann. En á ísafirði verður mikið um
dýrðir, þcir halda Ólympíuhelgi með mótum í
alpagreinum og göngu í dag og á morgun.
- SÖE
LALGARDAGUR 10. MARS 1984
LAUGARDAGUR 10. MARS 1984
11
umsjón: Samúel Öm Eriingsson
Lyftingamennirnir sem ekki fóru á Sweden Cup:
UM LYFJAPRÖF
úr því þeir komust ekki vegna meiðsla - allt rétt
eftir Hermanni haft segir Ólafur Sigurgeirsson
■ „Þetta er altt saman rétt eftir Hermanni haft, ég hlustaði á
seguíbandsupptöku af samtali þeirra Gylfa og Hermanns, og þetta er
altt rétt eftir haft“, sagði Ólafur Sigurgeirsson stjómarmaður í
Lyftingasambandi íslands í samtali við Tímann í gær. „Hins vegar er
staðreyndin í málinu, að einn þessara þriggja sem ætluðu á mótið í
upphafí er hættur að æfa fyrir allnokkm, og hinir tveir meiddust
skömmu fyrír mót. En þeir vom báðir lyfíaprófaðir á síðasta
Norðuríandamóti, og þá var allt í lagi, og þeir fóm fram á að vera
lyfíaprófaðir hér, úr því að þeir komust ekki á mótið", sagði Ólafur.
„Það er náttúrlega voðalega skrýtið
að eiga í útistöðum við framkvæmda-
stjóra íþróttasambands íslands. Stað-
reyndirnar í málinu eru þær að þeir fóru
ekki þrír lyftingamenn sem upphaflega
ætluðu að fara á þetta mót. Mótið var
ákveðið einhvern tíma fyrir áramót.
Einn þessara manna sem ætluðu á
mótið, Ingvar Jóel Ingvarsson, hefur
ekkert æft í tvo mánuði, svo hans
þátttaka kom ekki til greina. Þeir ætluðu
hins vegar að fara á mótið, bræðurnir
Birgir og Baldur Borgþórssynir, en
meiddust báðir, Birgir í hendi og Baldur
í baki. Þeir höfðu því ekkert út að gera,
enda enginn skylduþátttaka hjá þeim.
En af því að þeir fréttu þarna nokkrum
dögum fyrr, að þeir mundu verða lyfja-
prófaðir, vildu þeir vera löghlýðnir.
Guðmundur Þórarinsson formaður Lyft-
ingasambandsins fór því strax eftir helg-
ina upp á skrifstofu Hermanns Guð-
mundssonar og bað um að þeir yrðu
lyfjaprófaðir eins og aðrir, og Hermann
sagðist ekki hafa tök á því að gera það.
Síðan allt í einu fá þeir hnífinn svona í
bakið“, sagði Ólafur Sigurgeirsson. „Það
segir líka í samtali Hermanns, og það er
rétt eftir honum haft, ég veit það, að þeir
hafi ekki tekið þátt í Norðurlándamót-
inu. Það er ekki rétt. Þeir bræður kepptu
báðir á Norðurlandamótinu í lyftingum
sem var haldið hér á síðasta ári, gengust
báðir undir lyfjapróf og allt var í lagi.
Það er hægt að sjá, einfaldlega á
■ Ólafur Sigurgeirsson
skýrslum.
- Ég umgengst þessa stráka, og þetta
eru staðreyndirnar í málinu“, sagði Ólaf-
ur Sigurgeirsson stjórnarmaður í Lyft-
ingasambandinu.
KEPPNINNI LOKIÐ
í 3. DEILDINNI
— fjögur efstu lid keppa
í úrslitakeppninni
■ Deildakeppninni sjálfri, í 3. deild
íslandsmótsins í handknattleik er lokið.
Nú er því Ijóst hvaða fjögur iið það eru
sem leika í úrslitakeppni um tvö sæti í 2.
deild næsta keppnistímabil.
Eftirtaldir leikir hafa farið fram í 3.
deild, sem við höfum ekki enn skýrt frá:
Ármann-Skallgrímur .............39-22
Selfoss-Ögri....................29-13
Akranes-Keflavík ...............28-25
Skallagrimur-Afturelding .... 18-24
Selfoss-Ármann
Týr-Keflavík . .
13-26
32-13
Lokastaðan í 3. deild:
Ármann
Týr....... 16 11
Akranes .
Þór Ak ..
Afureld. .
Keflavík .
Selfoss ..
Skallagr.
Ögri ....
16 13 0
3
16 11 2
16 11 1
16 11
6
4
2
0
16
16
16
16
460-344 26
389-264 25
412-306 24
405-304 23
378-282 22
381-367 12
282-333 8
256-417 4
220-566 0
OVÆNTUR SIGUR ÍBK
— á Valsmönnum 101-91, í úrvalsdeildinni í gærkvöldi
■ Keflvíkingar kvöddu úrvalsdeildina
í körfuknattleik í gærkvöldi, með sann-
kölluðum stórleik. Þeir lögðu íslands-
meistara Vals að velli á heimavelli sínum
í Keflavík, 101-91. Staðan í hálfleik var
57-44 Keflvíkingum í vil.
Valsmenn höfðu frumkvæðið framan
af leiknum og höfðu 4-5 stig yfir, þangað
til á 10. mínútu að Keflvíkingar jöfnuðu
21-21. Þegar þrjár og hálf mínúta var
eftir af hálfleiknum höfðu Valsmenn
þriggja stiga forystu 42-39. Þá tóku
heimamenn mikinn sprett og skoruðu 18
stig gegn 2 stigum Valsmanna og staðan
í hálfleik var því 57-44 fyrir Keflvík. í
síðari hálfleik náðu Keflvíkingar mest
19 stiga forystu 79-60, um miðjan hálf-
leikinn. Þegar fjórar og hálf mínúta var
eftir af leiknumvar staðan 91-74, heima-
mönnum í vil. Þá vóru Valsmenn í gang
og skoruðu 11 stig í röð. Breyttu þeir þar
með stöðunni í 91-85. Á lokamínútunni
var mikil spenna í húsinu og áhorfendur
heimtuðu að 100 stiga múrinn yrði
rofinn. Það gerði Þorsteinn Bjarnason
þegar 10 sekúndur voru eftir. Lokatöl-
urnar sem sé 101-91 og Keflvíkingar
kveðja úrvalsdeildina með glæsibrag,
leggja sjálfa íslandsmeistarana að velli.
Jón Kr. Gíslason var langbesti maður
Keflvíkinga, var hreinlega allt í öllu. Þá
voru þeir Guðjón Skúlason, Þorsteinn
Bjarnason og Björn Víkingur Skúlason
traustir, Óskar Nikulásson átti einnig
góðan leik.
KR-SIGUR GEGN HAUKUM
— sigruðu 78-73 í úrvalsdeildinni
■ KR-ingar sigruðu Hauka í síðasta
leik liðanna fyrir undanúrslit Islands-
mótsins, í Hagaskóla í gærkvöldi. KR-
ingar skoruðu 78 stig gegn 73 hafn-
flrskum stigum. Staðan í hálfleik var
38-32 Vesturbæjarliðinu í vil.
Þessi leikur var aðeins spurning um
hvort liðin mundu mæta Njarðvík eða
Val í undanúrslitum. Lið nr. 1 og 4 leika
saman og eru það Njarðvík og Haukar
og í öðru lagi lið nr. 2 og 3 sem eru lið
Vals og KR. Undanúrslitin hefjast í
næstu viku.
KR-ingar náðu að skora fyrstu körf-
una en síðan kom kafli þar sem Hauk-
amir réðu gangi leiksins. Náðu þeir tíu
stiga forystu, 18-8. Vesturbæjarliðið
stöðvaði þetta þó fljótlega og jöfnuðu
piltarnir 20-20. Eftir það koma fjórar
KR-körfur og örugg forysta KR sem
eftir lifði fyrri hálfleiks. Eins og áður
kom fram var staðan 38-32 í hálfleik.
1 síðari hálfleik héldu KR-ingar for-
ystu sinni allan tímann. Undir Iokin
minnkuðu Haukarnir muninn niður í tvö
stig en náðu aldrei að komast alla leið til
að jafna metin. Leiknum lauk með fimm
stiga sigri KR, 78-73.
Birgir Guðbjörnsson varð fyrir því
áfalli í síðari hálfleik að meiðast og er
því óvíst að Birgir verði með í undanúr-
slitunum og úrslitum Bikarkeppninnar.
Stig KR skoruðu: Jón Sigurðsson 22,
Guðni Guðnason 16, Páll Kolbeinsson
14, Kristján Rafnsson 9, Garðar Jó-
hannesson 8, Þorsteinn Gunnarsson 7 og
Birgir Guðbjörnsson 2.
Stig Hauka skoruðu: Pálmar Sigurðs-
son 30, Ólafur Rafnsson 12, Kristinn
Kristjánsson 9, Hálfdán Markússon 6,
Guðlaugur Ásbjörnsson 5, Reynir
Kristjánsson 4, Kári Eiríksson 3, Henn-
ing Henningsson 2 og Sveinn Sigurbergs-
son 2.
Leikinn dæmdu Gunnar Valgeirsson
og Kristinn Albertsson.
-BH
p —— —— ——--------------------- -
| Hermann Guðmundsson framkvæmdastjóri ÍSÍ:
f
i
.MALUM ER UIANDAD
■ Tímanum barst í gær bréf frá
Hermanni Guðmundssyni fram-
kvæmdastjóra Iþróttasambands
íslands:
Reykjavík, 9. mars 1984
I dagblaðinu Tímanum er birt,
undir stórri fyrirsögn, viðtal við
undirritaðan varðandi lyfjapróf ís-
lenskra lyftingamanna í Svíþjóð.
Ekki minnist ég þess að hafa rætt
við Tímann um mál þetta. Hins vegar
ræddi Gylfi Kristjánsson, blaðamað-
ur við Dag á Akureyri, við mig og
sýnist mér að Tíminn hafi tekið þá
cfnispunkta upp, sem í því viðtali
eru. En þar sem þar er málum
blandað, gefur það mér tilefni til
eftirfarandi athugasemda:
1. Rangt er eftir mér haft þar sem
segir að það hafl „vakið grunsemdir
að þeir lyftingamenn skyldu hætta
við þátttöku“. Þetta eru orð blaða-
mannsins sem eignuð eru mér. Hins-
vegar er það rétt eftir mér haft, að
það hafl komið mjög á óvart að þeir
skyldu hætta með jafn skömmum
fyrirvara og reyndin var.
2. Þá er það rangt að ég hafi sagt
að KR-ingar hafi eigi tekið þátt í
Norðurlandameistaramóti. Þetta mót
hefur eigi farið fram og verður eigi
haldið fyrr en í haust á eftir Ólympiu-
leikunum. Hinsvegar er það rétt að
minnst var á væntanlegt Norður-
landameistaramót í samtalinu.
3. Þá er ruglingur í samtalinu
varðandi hverjir stóðu að lyfjaprofl
íslensku lyftingamannanna í Svíþjóð.
Hið rétta er að það var lyfjaeftirlits-
nefnd ÍSÍ sem bað Sænska íþrótta-
sambandið að sjá um framkvæmd
lyfjaprófanna.
4. í samtali þcssu voru KR-ingar
aldrei sérstaklega nefndir af mér,
enda var það lyftingasambandið sem
sendi keppendur á þetta mót í
Svíþjóð.
5. Að öðru leyti er rétt eftir mér
haft það sem kemur frani í nefndu
blaðaviðtali.
Vinsamlegast,
Hermann Guðmundsson
framkvæmdastjóri ÍSÍ
I ff
EKKI ER MINNIÐ GOTT’
■ Mér þykir það afar slæmt ef
minni Hermanns Guðmundssonar
framkvæmdastjóra íþróttasambands
íslands er ekki betra en virðist af
athugasemdunum hér að framan.
Það er ekki lengra síðan en á
mánudag að ég hafði samband við
Hermann. Þar sem við Hermann
erum vel kunnugir, kynnti ég mig
ekkert sérstaklega sem blaðamann
eins eða neins. Hann veit þó að ég
starfa við biaðamennsku, og hefði
því ekki átt að hrökkva í kút er hann
sá það sem hann sagði við mig í
samtali okkar á prenti. Og allt sem
cftir honum er haft í Tímanum i gær
er rétt eftir honum haft.
Svo vill til að samtal okkar er til á
segulbandi, og rödd Hermanns lætur
kunnuglega í eyrum þeirra sem hann
þekkja. Þannig held ég að Ólafur
Sigurgeirsson lyftingamaður úr KR
og forsvarsmaður Lyftingasambands
íslands í fjölmörg ár, sé tilbúinn að
taka undir með mér að ég legg
Hermanni ekki orð í munn og hef
ekki misskilið hann. Ólafur hcfur
nefnilega hlustað á umrætt símtal
okkar Hermanns seni segulbandið
geymir. Og fleiri geta fengið að
heyra ef þeir vilja og þurfa til þess að
sannfærast um hvor segir satt.
-Gylfi Kristjánsson
íþróttafréttamaður Tímans á Akur-
eyri
KARL TIL ITALIU?
— Tek ekki ákvörðun næstu fjórar vikur
segir Rummenigge
Hjá Val var Torfi Magnússon algjör
yfirburðamaður, skoraði 38 stig. Þá átti
Tómas Holton einnig góðan leik þó
hann hafi oft leikið betur. Aðrir voru
nokkuð langt frá sínu besta.
Stig ÍBk skoruðu: Jón Kr. Gíslason
27, Guðjón Skúlason 20, Þorsteinn
Bjamason 18, Óskar Nikulásson 18,
Björn Víkingur Skúlason 10, Sigurður
Ingimundarson 6 og Ólafur Gottskálks-
son 2.
Stig Vals skoruðu: Torfi Magnússon
38, Kristján Ágústsson 18, Tómas Holt-
on 14, Leifur Gústafsson 11, Björn
Zoéga 4, Valdemar Guðlaugsson 4, Páll
Arnar 2 og Jón Steingrímsson 2.
-val/BL.
Frá Gisla A Gunnlaugssyni íþróttafrétta-
manni Tímans i V-Þýskalandi
■ - Stöðugur orðrómur um það að
kappinn Karl Heinz Rummenigge, aðal-
leikmaður Bayern Munchen og v-þýska
lundsliðsins, sé á leið til Italíu, er nú í
þýskum blöðum. Eitthvað virðist þessi
orðrómur eiga við rök að styðjast, og
vera farinn að hafa þau áhrif á kappann,
að hann hefur átt afburðaslaka leiki að
undanförnu.
I þýskum blöðum er nánast talað um
það á hverjum degi þessa dagana, að
Rummenigge sé á leið til Fiorentina á
Ítalíu. Uli Höness, framkvæmdastjóri
Bayern Múnchen ber þó þessar sögu-
sagnir kröftuglega til baka, í hvert sinn
er hann er krafinn svara um málið, en
þrátt fyrir það er það staðreynd, að
Fiorentina hefur gert Karli tilboð sem
hann veltir nú fyrir sér.
Karl Heinz segir, að hann muni enga
ákvörðun taka í málinu næstu fjórar
vikurnar. Hins vegar scgir hann einnig,
að nú sé síðasta tækifæri sitl til að skipta
yfir til Ítalíu, því í júlí gengur í gildi bann
við útlcndingum í ítölsku deildinni, það
er, engir mega þá bætast við þá sem fyrir
eru næstu tvö árin. Þar með er ekki opið
að komast til Ítalíu fyrren árið 1986, en
þá verður Karl orðinn 31 árs að aldri, og
það telur hann sjálfur vera of háan aldur
til að skipta þangað. GÁG/SÖE
„HATIÐNI-HOGNr
Verð frá kr. 3.537.-m/s
FÆLIR BURTU R0TTUR 0G MÝS
0G ÚNNUR MEINDÝR. TILVALINN í VÖRUSKEMMUR, MJÖLGEYMSLUR, ÚTIHÚS, SUMARBÚSTAÐI, KJALLARA
0G HÁAL0FT 0.S.FRV. „HÁTÍÐNI HÖGNI" ER SKAÐLAUS MÖNNUM 0G HÚSDÝRUM.
TÆKIÐ ER TIL í FJÓRUM STÆRDUM 0G ER FYRIR 220 V0LT.
Póstsendum
Nánari upplýsingar í síma 12114 til kl. 20
J.H. Guðjónsson