Tíminn - 30.03.1984, Síða 2

Tíminn - 30.03.1984, Síða 2
KÖSTUDAGUR 30. MARS 1984 fréttir ------ -----------------------------------------------——------T HAGNAÐUR FLUGlflM NEMUR MUNM T HLUTA AF TAFI UNDANFARMNA ARA -eiginfjárstaða neikvæð um 160 milljónir króna ■ „í þrjú ár neyddi ríksivaldid okkur til að reka innanlandsflugið með tapi sem nemur alls 300 milljónum krúna. Það er því spurning um hver skuldi hverjum hvað og sú krafa sem rædd er í fjölmiðium í gær að Flugleiðir greiði þær 65 milljónir króna sem Alþingi hefur þegar gengið frá og ríkið standi skil á cr úr lausu lofti gripin“, sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða á blaðamannafundi í gærmorgun en síðdegis í gær hófst aðalfundur fyrirtækisins fyrir árið 1983. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum nam hagnaður af rekstri Flugleiða á síðasta ári 107 milljónum króna en að sögn Sigurðar er það 'A hluti taps félagsins á undanförnum þremur árum. Tap fyrirtækisins á árinu 1982 nam 105 milljónum króna. Þá er bókfært eigið fé við uppgjör síðasta árs enn neikvætt sem nemur 162 milljónum króna en það er 115 milljóna króna betri staða en var f árslok 1982. „Við teljum okkur ekki hafa komið í bakið á Arnarflugsmönnum og með afskrift hlutabréfanna felst ekkert mat á því hvort hlutafélagið Arnarflug er dauðadæmt. Þess eru mörg dæmi að hlutabréf geti risið aftur upp í verði. Hér er einungis um að ræða mat okkar endurskoðenda á þessum eignum fyrir- tækisins og það er rétt að taka það fram að endurskoðendur Flugleiða eru þeir sömu og endurskoðendur Arnarflugs", sagði Sigurður Helgason aðspurður um afskrift hlutafjár Flugleiða í Arnarflugi á þeim forsendum að þau væru verðlaus. Flugleiðir eru cigendur 40% hlutafjár í Arnarflugi og hafa Arnarflugsmenn ásakað fyrirtækið um að reyna að valda Arnarflugi álitshnekki með þessari ákvörðun. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um það hjá Flugleiðum hvort þeir muni í framhaldi af þessu draga sig út úr rekstri Arnarflugs, eins og starfs- fólk Arnarflugs hefur sýnt áhuga á að þeir geri. Rckstrartekjur Flugleiða á síðasta ári eru 98,8% hærri en var 1982 en á sama tíma hafa rekstrargjöld aðeins hækkað um 87,9%. Meginástæður þessarar bættu fjárhagsstöðu fyrirtækisins er góð framlegð af leigu fyrirtækisins á flugvél- um til annarra flugfélaga á leiðum í Nígeríu og Saudi Arabíu, hagnaður af pílagrímaflugi frá Alsír og hótelrekstrin- um hér heima. Þá hefur Norður Atlants- hafsflugið skilað betri afkomu en var 1982 þó enn sé tap af þessum rekstri. Verð á eldsneyti til félagsins lækkaði á síðasta ári um 13,4% og fengist hefur fram raunhæfari verðlagning á innan- landsfluginu en ákvarðanir í þeim efnum eru í höndum hins opinbera. Varðandi Norður Atlantshafsflugið varaði Sigurður Helgason forstjóri við of mikilli bjartsýni í ræðu sinni á aðalfund- inum. Sigurður sagði þennan rekstrar- þátt þann veikasta í rekstri félagsins en um leið veigamesta rekstrargeirann í starfseminni. Helsti annmarki á sam- keppnisaðstöðu félagsins er millilending vélanna á íslandi þar sem önur flugfélög fljúga beint milli Evrópu og Bandaríkj- anna. Millilendingin kostaði farþegana tímatöf og því verður að halda fargjalda- verði á þessari leið niðri um leið og kostnaður vegna aukalendingar og leng- ingu flugleiðarinnar er verulegur. Því taldi Sigurður að áframhaldandi stuðn- ingur yfirvalda í Luxembourg og á íslandi með niðurfellingu lendingargjalda á þessari leið væri mjög mikilvægur enda reksturinn þjóðhagslega hagkvæmurfyr- ir bæði ríkin þó samkeppnisaðstaða Flugleiða við önnur flugfélög á þessari leið væri mjög veik. Þá sagði Sigurður litla von á bata í þessum rekstri á árinu 1985 og síðar því um næstu áramót taka gildi nýjar hávaðareglur í Bandaríkjun- um sem banna notkun á DC-8 flugvélum félagsins í óbreyttu ástandi. Endurbætur á vélunum yrðu kostnaðarsamar og rekstur þeirra í framfíðinni sömuleiðis. ■ Fjölmennt var á aðalfundi Flugleiða á Hótel Loftleiðum í gær;fulltótídyrenheldureyðilegtumaðlitastáfremstu bekkjutu Tímamynd Árni Sæberg. Af verkefnum félagsins má nefna að allt stefnir nú í að hætt verði pílagrímsílugi alsískra múhameðstrú- armanna vegna þess að tímabil píla- grímsferðanna hefur nú færst inn á háannatíma félagsins. Ástæðan er mis- ræmi í islömsku og vestrænu dagatali. 1 Nígeríu hefur um þriggja ára skeið verið Boeing 727 vél í leigu hjá þarlendu fyrirtæki með íslenskri áhöfn. Óvissa ríkir um framhald þess rekstrar vegna nýgerðrar stjórnarbyltingar í landinu. Heildarfjöldi starfsmanna Flugleiða við árslok 1983 var 1221 starfsmaður og er það lítilsháttar fjölgun frá árinu áður. Þetta er 1% af öllu framboði vinnuafls í landinu og fjórðungur þeirra sem vinna að ferðamannaþjónustu í landinu. Þá er flugfloti félagsins 6 stærri vélar (DC-8 og Boeing 727) og fjórar Fokker Friendship vélar sem að mestu eru notaðar í innanlandsflugi. -b. ■ Sigurður Helgason í ræðustól á aðalfundi Flugleiða en staða hans innan fyrirtækisins hefur styrkst til muna. Hann var kjörinn stjórnarformaður en hefur einnig á hendi yfirumsjón i rekstri sem fyrr, þó svo að forstjórastaðan hafi verið formlega lögð niður. Tímamynd Árni Sæberg. Samvinnuferðir: Samvinnubankinn: Tekjuafgang- ur varð 10.5 milljónir kr. — mikil hlutaf járaukning heimiluð á aðalfundi ■ Tekjuafgangur Samvinnuhankans var 10,5 milljónir í fyrra, sem er 47,5% meira en árið á undan. Hcildarvelta bankans var 29,1 milljarðar. Heildarinnlán jukust um 70,5% og voru 1.320 milljónir. Hjá viðskiptabönkum í heild varð innlánsaukningin 80,4%, og minnkaði því hlutdeild Samvinnuhankans þar með ór 8,9% í 8,4%, sem meðal annars er talið stafa af því að hlutfail veltiinnlána cr tiltölulega liátt hjá hankanuin, og hafi því kjuraskerðing síðasta árs orðið til að draga úr innlánum í hankann. Veittu 5 milljónir i aðildarfélagsafslátt Á aðalfundi bankans, sem haldinn var 24. tnars síðast' liðinn, var ákveðið að gcfa út jöfnunarhlutabréf fyrir 28,1 milljón króna og tvöfalda með þeim hlutafé bankáns. Þá var bankaráði heimilað að gefa auk þess út hlutabréf fyrir 60 milljónir króna á þcssu ári. Samtals verður því hlutaféð 116.2 millj- ónir þegar þessar ráðstafanir hafa verið gerðar. Auk þess var á fundinum ákveðið að greiða hluthöfum 5% arð af hlutafc cins og það var um áramót. Útlán Samvinnubankans í lok síð- asta árs námu 1.058,6 milljónum og jukust um 70,5%. Hjá viðskiptabönk- unurn var útlánaaukningin 73% og hélst því hlutdeild Samvinnubankans í þeim nánast óbreytt, eða 6,1%. Útlán Stofnlánadeildar samvinnufélaganna við bankann námu 376.0 milljónum í árslok. Á árinu úthlutaöi deildin II lánum að fjárhæð tæpar 40 milljónir. Bankaráð var endurkjörið, en í því sitja Erlendur Einarsson, formaður, Hjörtur Hjartar, varaformaður og Vil- hjálmur Jónsson. -Sjó. ■ Rekstur Samvinnuferða-Land- sýnar gekk mjög vel í fyrrá sam- kvæmt því sem fram kom í skýrslu Eysteins Helgasonar, fram- kvæmdastjóra, á aðalfundi ferða- skrifstofunnar, sem haldinn var á þriðjudag. Á fundinum kom fram, að sam- drátturinn í efnahagslífi þjóðar- innar kom fram í því að heildar- fjöldi farþega í utanlandsferðum var 8.685 á móti 9.876 árið 1982, eða dróst saman um 12%. Aftur á móti fjölgaði erlendum ferða- mönnum sem komu til landsins á vegum skrifstofunnar úr 3.600 í 4.100. Brúttóveltan var 204 milljónir króna og jókst um 65%. Niður- staða rekstrarreiknings sýnir halla að fjárhæð 709 þúsund krónur og hafa þá verið tekin til greina opin- ber gjöld að upphæð 2.1 milljónir og afskriftir fastafjármuna 630 þúsund. Ferðaskrifstofan veitti 4.7 mill- jónir króna í aðildarfélagsafslátt og eru horfur á að þessi upphæð verði talsvert á sjöundu milljón í ár. Fjárfestingar voru 1.2 milljón- ir, aðallega endurbætur á skrif- stofuhúsnæði. Stjórnarformaður ■ Allt bendir nú til þess að frumvarp það sem bankamálanefnd sRilaði viö- skipta- og bankamálaráðherra fyrir réttri viku verði lagt fram á Alþingi í þeirri mynd sem það var afhent ráðherra, þótt að talsverð gagnrýni hafi komið fram á einstök efnisatriði. Hafa ráðamenn skoð- að frumvarpið grannt undanfarna viku. ásamt sérfróðum bankamönnum, og mun niðurstaðan hafa orðið sú að frum- varpið verði lagt fram í þessari mynd, og taki síðan breytingum í meðförum þingsins. Tíminn hefur heinrildir fyrir því að Samvinnuferða-Landsýn er Hall- grímur Sigurðsson, forstióri'Sam- vinnutrygginga. -Sjó. ýmsum ráðamönnum sé áhyggjuefni hvernig bankamálanefndin vilji að staðið verði að vaxtaákvörðunum samkvæmt nýja frumvarpinu - þ.e. að innlánsstofn- anir ákveði sjálfar vexti sína og að bannað verði að hafa samráð þar um. Telja ýmsir af viðmælendum blaðsins að þjóðin sé enn svo upptekin af verðbólgu- hugsunarhætti. aðslíkt frjálsræði ívaxta- ákvörðunum sé ekki tímabært. Búast menn því við að breytingartillögur um ákveðinn aðlögunartíma að slíku ákvæði og fleiru verði bornar upp á Alþingi. -AB. Frumvarp bankamalanefndar: Lagt fyrir alþingi í upphaflegri mynd — en búast má við breyt- ingum í meðförum þess

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.