Tíminn - 30.03.1984, Qupperneq 5

Tíminn - 30.03.1984, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 30. MARS 1984 5 fréttir Menntamálarádherra: SKORflR A ALÞINGI AD FELLA TILLÖGU UM FRKMRFRÆÐSUI ■ Maraþonumræða hefur staðið um þingsályktunartillögu um friðarfræðslu á Alþingi og loks eftir þriðju framhaidsumræðu, sem fram fór í gær og stóð í nær þrjár klukkustundir var mælendaskrá tæmd og væntanlega verður málinu vísað til nefhdar á næsta fundi í sameinuðu þingi í næstu viku. Tillaga þessi er flutt af þingmönnum úr öllum þingflokkum, en fyrsti flutningsmaður er Guðrún Agnarsdóttir og er óhætt að segja að hún hafi staðið í eldlínunni og flest spjót andstæðinga friðarfræðslu staðið á henni. ■ Ámi Guðmundsson útsölustjóri ÁTVR á Selfossi. Auk hans starfar Haraldur Jónsson við afgreiðslu í versluninni. Nýja áfengisútsalan á Selfossi: Áfengissalara 745 þús. kr. fyrstu vikuna ■ Þá viku sem áfengisútsalan á Selfossi hefur verið opin hefur þar verið selt áfengi fyrir 745.000 krónur. Lang- stærstur hluti þeirrar upphæðar eða 577.000 krónur, kom inn fyrstu tvo dagana sem útsalan var opin. Þá hefur verið selt tóbak fyrir 250.000 krónur, samkvæmt upplýsingum Áma Guð- mundssonar útsölustjóra. Áfengisútsalan var vígð 21. mars s.l. í glæsilegum húsakynnum að Vallholti 19 á Selfossi. 130 manns var boðið til vígslunnar og var veitt af mikilli rausn, bæði drykk og mat. Skein ánægja út úr Selfyssingum að vera loks búnir að fá þessa góðu og sjálfögðu þjónustu. Jón Kjartansson forstjóri ÁTVR setti samkvæmið og bauð gesti velkomna og þakkaði fagmönnunum sem lagt höfðu gjörva hönd á innréttingar hússins. Jón lauk ræðu sinni með þessum orðum: „Ég lýk orðum mínum á því að rifja upp gamla minningu. Ég kom oft ungur drengur á heimili aldraðs fyrrver- andi sóknarprest á Norðurlandi. Þá hann hafði gesti bauð hann á stundum gestum sínum glas af portvíni. Hann lyfti glasi. leit á gesti sína og sagði: Guð láti oss að góðu verða. Gæti hver sín en Guð okkar allra“. Einnig talaði Albert fjármálaráðherra og fór góðum orðum um Jón Kjartans- son. Fjármálaráðherra óskaði þess að öll ríkisfyrirtæki hefðu jafn góða forstjóra og Jón Kjartansson er. Þá væri gaman að vera fjármálaráðherra á íslandi. Af þingmönnunum okkar mættu að- eins þeir Árni Johnsen og Eggert Hauk- dal, enda hófst boðið kl. 18.00 og þingfundir áttu að byrja kl. 20.00 um kvöldið. Veislan fór vel fram og voru veitingar góðar og ógleymanlegar. Aldursforseti Selfyssinga. Jón Pálsson fyrrverandi dýralæknir, sem verður 93 ára gamall 7. júní í sumar, lék við hvern sinn fingur og skálaði glatt við fólkið. Tónlistarfélagið á morgun: Roger Woodward flyt- ur verk eftir Chopin ■ „Einn af sforkostlegustu Chopin- túlkendum okkar tíma," er einkunnin: sem Arthur sálugi Rubinstein gaf ástr- alska píanóleikaranum Roger Wo- odward. Woodward gistir ísland um þessar mundir. í gærkvöldi lék hann með Sinfóníuhljómsveit íslands og á morgun kemur hann fram í Austur- bæjarbíói á vegum Tónlistarfélags Reykjavíkur og flytur þar einvörðúngu verk eftir Chopin, en Woodward hlaut menntun sína m.a. í föðurlandi Chopins, Póllandi. Hann hefur unnið það sjald- gæfa þrekvirki að flytja öll píanóverk Chopins á 12 tónleikum, það var í janúar 1982. Hann er mjög eftirsóttur á helstu listahátíðum heimsins og hefur ferðast víða sem einleikari með þekktum hljóm- sveitum, m.a. Fílharmóníuhljómsveit- inni í Varsjá, og Fílharmóníuhljómsveit- inni í Los Angeles. Meðal hljóðritana hans má nefna alla 5 píanókonserta Beethovens og 32 píanósónötur hans en þessar hljóðritanir voru gerðar hjá ás- trölsku útvarpsstöðinni. -JGK. Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að hefja undirbúning um frekari fræðslu um friðarmál á dagvistunarstofnunum, í grunnskólum og framhaldsskólum landsins. Markmið fræðslunnar verði að glæða skilning á þýðingu og hlutverki friðar og rækta hæfileika til þess að leysa vandamál án ofbeldis og leita friðar í samskiptum við einstaklinga, hópa og þjóða. Allítarleg greinargerð fylgir tillög- unni. Umræðurnar um þetta mál hafa farið um víðan völl og margs konar skilgrein- ingar hafðar uppi um frið og ófrið, alþjóðastjórnmál og uppeldi. Áhuga- fólki um friðarumræðu skal vísað í Alþingistíðindi. 1 þeim umfangsmiklu umræðum sem fram fóru í gær bar það helst til tíðinda að menntamálaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, lagðist gegn tillögunni og telur að Alþingi eigi ekki að samþykkja hana. Sagði hún greinilegt að viðhorf flutningsmanna byggist á mismunandi forsendum enda sé tillagan mjög óljós. Sagði menntamálaráðherra að ef Alþingi ætlaði framkvæmdavaldinu að fram- kvæma vilja sinn, þá verður að vera ljóst hver hann er, en fram hafi komið að flutningsmenn, sem eru 13 talsins, eru ekki á einu máli um þau markmið sem fram koma í greinargerð. Guðrún Agnarsdóttir hvað afstöðu menntamálaráðherra hryggja sig mjög og valda vonbrigðum og skoraði á Ragnhildi að endurmeta afstöðu sína. -OÓ Langstærsti vinningur áeinn mióa hérlendis Aðalvinningur ársins; húseign að eigin vali fyrir 1.5 milljónir króna, verður dreginn út 3. apríl. Að auki: 9 bifreiðavinningará 75 þús. kr. hver. 25 ferðavinningar á 25 þús. kr. hver.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.