Tíminn - 30.03.1984, Síða 11

Tíminn - 30.03.1984, Síða 11
10 FOSTUDAGUR 30. VIARS 1984 FOSTUDAGUR 30. MARS 1984 Tilkynning til skattgreiðenda Dráttarvextir vegna vangreiddra þinggjalda verða reiknaðir að kvöldi föstudagsins 6. apríl n.k. Vinsamlegast gerið skil fyrir þann tíma. Fjármálaráðuneytið, 27. mars 1984. Skrifstofustarf Maður óskast til starfa á afgreiðslu skattstofunnar í Reykjavík Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf þurfa að hafa borist fyrir 5. apríl n.k. Skattstjórinn í Reykjavík Útboð Sveitarstjórn Ölfushrepps óskar eftir tilboöúm í aö gera fokheldan 3. áfanga grunnskólans í Þorlákshöfn, sam - tals um 600 m2. Utboðsgögn veröa afhent á skrifstofu Ölfushrepps Selvogsgötu 2, Þorlákshöfn og hjá Tæknifell c/o Sigurö- ur Sigurðsson tæknifræðingur. Fellsás 7 Mosfellssveit sími 66110, gegn 3000 kr. skilatryggingu. Tilboð veröa opnuð á skrifstofu Ölfus- hrepps þriöjudaginn 17. apríl n.k. kl. 14.00. Sveitarstjóri JOKER skrifborðin eftirsóttu eru komin aftur Tilvalin fermingargjöf Verð með yfirhillu kr. 3.850.- Eigum einnig vandada skrifborðsstóla á hjolum Verð kr. 1.590.- Húsqögn og , . Suðurlandsbraut 18 innrettmgar simi 86 900 íþróttir Úrslitakeppnin í Kópavogi í kvöld ■ Úrslitaki'ppnin í cfri hluta 1. dcildar í liandknattleik cr í iTillum gangi í Digranesi í Kópavogi í kvöld. Þar kcppa klukkan 20 Valur og Víkingur og klukk- an 21.15 FH og Sljarnan. í oeðri hluta 1. deildar keppa í llafnarfirói klukkan 20 Þróttur og KA og klukkan 21.15 KK og Haukar. í efri hluta annarrar deildar keppa á Seltjamarnesi í kvnld Þór og Grótta klukkan 20.00, og Fram og Breiðabiik klukkan 21.15. -SÖE Marteinn og co lögðu stóra bróður ■ Marteinn Geirsson þjálfari og félag- ar i Víði Garði Ingðu stóra bróður, lið Keflavíkur, í xfingaleik liðanna í vik- unni. Úrslitin í leiknuin urðu 2-0 Víði í hag. Ragnar Margeirsson, Valþór Sig- þórsson, Helgi Bentsson og Þorstcinn Bjarnason léku ekki með Keflavík. Þá sigruöu Valsmenn Njarðvíkinga 3-1 í æfingaleik í vikunni í Revkjavík. -SÖE Spennandi aSpam ■ Keppnin á toppi fyrstu deildar í knattspyrnu á Spáni er nú mjög spenn- andi. Atletico de Bilbao. efsta liðiö, varð mörgum til furðu að sætta sig við markalaust jafntefii við fjórða neðsta liðið. Real Valladolid, um síðustu helgi.Nú hefur Bilbao einungis betra markahlutfall en Real Madrid á toppnum, en jafnmörgstig. Rcal Madrid sigraði Mallorca 2-0 heima. Bæði þessi lið eiga eftir 5 leiki. -SÖE Reykjavíkumwt í fijálsum - fyrir 16 ára og yngri ■ Reykjavíkurmeistaramót 16 ára og yngri fer fram sunnudaginn 1. apríl. Hefst mótið kl. 10.00 í Baldurshaga, þar verður keppt í eftirtöldum greinum, 50 ■netra hlaup, 50 ntetra grindurhlaup og langstökki. Síöurihluti inótsins hefst kl. 19.ÍMI í Laugardalshöll og verður keppt i cftirtöldum greinum, hástökk og lang- stökk án atrennu. Mótshaldari er frjáls- iþróttadeild ÍR. Fundur hjá sambandsstjóm á laugardag ■ Sainhandsstjórnarfundur jþrútta- sambands íslands verður haldinn næst- komandi laugardag, 31. mars klukkan 10.00 á Hótel Loftleiöum. Á þessum fundi verða tekin fyrir mörg mikilsverð mál íþróttahreyfingarinnar, og má þar ncfna skiptingu útbreiðslu- styrks sérsambanda. breytingar á reglu- gerð um iyfjaeftirlit og dóms og refsiá- kvæðum ÍSf, inngöngu íþróttafélaga hestamanna í ÍSÍ. samvinnu við aðila atvinnultfsins um fjárhagsstuðning og úthlutun úr ferðajóði ÍSÍ og Flugleiða. Sambandsstjórn ÍSÍ er skipuð fram- kvæmdastjórn ÍSÍ. formönnum allra sérsambanda og formönnunt allra hér- aðssambanda. -SÖE Dómaranámskeið í fimleikum ■ Dómaranámskeið í alþjóðarcglum i fimleikum karla veröur haldið í Ár- mannshúsinu um helgina, dagana 30-31. mars og 1. aprd. Próf verður tekið í xfingamóti. Kennarar veröa Þórir Kjartansson og Bao Mai Jang. Iþrótta- kennarar, þjálfarar og aðrir áhugasamir eru hvattir til þess af fimleikasamhand- inu að nýta sér þetta námskeið og láta skrá sig hjá Þóri í sima 75051. Tilfinnan- legur skortur mun nú vera á dómurum í alþjóðareglum fimleika hér. -SÖE KR ÁFRAM í BIKARNUM — eftir nauman sigur á Keflvíkingum, 74-72 í gærkvöldi ■ KR-ingar tryggðu sér í gærkvöldi rétt til að leika til úrslita í bikarkeppni KKÍ, er þeir sigruðu Keflvíkinga, mjög naumiega, 74-72, í undanúrslitum. Leikurinn var háður í íþróttahúsinu í Keflavík. Leikurinn var ákaflega jafn og spenn- andi og liðin skiptust á um að hafa forystu. í hálfleik höfðu Kefivíkingar þriggja stiga forskot 41-38. í síðari hálfleik náðu KR-ingar fljótlega að kom- ast yfir, en Keflvíkingar voru aldrei langt undan. Þeir komust aftur yfir undir lokin, en á endasprettinum reyndust KR-ingar sterkari og sigurinn var því þeirra, þó litlu munaði. Lokatölurnar 74-72. Bestu menn KR í leiknum voru þeir Jón Sigurðsson, Garðar Jóhansson og ekki hvað síst Páll Kolbeinsson. Með þessum sigri sínum hafa KR-ingar tryggt sér rétt til að leika í úrslitum bikarkeppn- ALLIR ÞEIR BESTU — með á innanhússmótinu í sundi ■ Allt besta sundfólk íslands verður á Innanhússmeistaramóti íslands í sundi sem haldið er í Sundhöll Reykjavíkur um hclgina. Þar verður árciðanlega hart barist, enda er mót þetta með síðustu tækifxrum sundntanna að tryggja sér sxti í ólympíuliði íslands í ár. Auk þeirra sundmanna sem sett hafa grimmt Ís- landsmet að undanförnu innanlands, mæta á svæðið allir sundmenn íslands sem að undanförnu hafa xft af dugnaði erlendis. Mótið hefst í kvöld klukkan 20.00. Á morgun verður haldið áfram keppni með undanrásum frá klukkan 8.30, og úrslitum frá klukkan 15,00. Á sunnudag hefjast undanrásir klukkan 9.30, og úrslit klukkan 16.00. Allir sundmennirnir, sem undanfarið hafa æft erlendis mæta til leiks. Þar má nefna þau Ragnheiði Runólfsdóttur frá Akranesi og Tryggva Helgason frá Sel- fossi, sem æft hafa íSvíþjóð undanfarið. systkinin Ragnar og Þórunni Kristínu, börn Guðmundar Harðarsonar sund- þjálfara, sem koma frá Danmörku, og Árna Sigurðsson sem æft hefur í eitt ár í Kaliforníu í Bandaríkjunum, og hefur höggvið nærri tímumTryggva Helgason- ar í bringusundi. Að auki kemur tii landsins Smári Kr. Harðarson frá Vest- mannaeyjum, sem hefur æft í Óðinsvé- um í Danmörku síðan síðastliðið sumar. Að auki má nefna Bryndísi Ólafsdóttur frá Þorlákshöfn. Guðrúnu Femu Ágústs- dóttur Ægi, Inga Þór Jónsson frá Akra- nesi, Eðvarð Eðvarðsson frá Njarðvík og marga fleiri. - Flestir sundáhugamenn eru þó hvað spenntastir að sjá. hvernig einvígi þeirra Tryggva Helgasonar og Árna Sigurðssonar fer, en fréttir hafa borist frá Bandaríkjunum þess efnis að Árni hafi synt mjög vel bæði 100 yarda og 200 yarda sund, og miðað við þá er hann ntjög nærri íslandsmetum Tryggva. -SÖE innar, gegn Val eða Haukum. Sá leikur verður í Laugardalshöllinni næsta fimmtudag kl. 20. Jón Kr. Gíslason var yfirburða maður hjá Keflvíkingum, en hinn ungi Guðjón Skúlason átti þokkalegan léik. Stig KR skoruðu: Páll Kolbeinsson 18, Jón Sigurðsson 16, Garðar Jóhanns- son 14, Kristján Rafnsson 12, Guðni Guðnason 7, Ágúst Líndal 3, Ólafur Guðmundsson 2 og Birgir Guðbjörnsson 2. Stig Keflvíkinga skoruðu: Jón Kr. Gíslason 24, Þorsteinn Bjarnason 16. Guðjón Skúlason 12, Björn V. Skúlason 12, Óskar Nikulasson 6 og Sigurður Ingimundarson 2. -TóP/BL. íslandsmótið í badminton - er um helgina í Höllinni. ■ Um helgina er Islandsmótið í bad- minton í Laugardalshöll. Þar keppa allir fremstu badmintonmenn landsins. Keppnin efst klukkan 10 á laugardag, og verður keppt fram eftir degi. Á sunnu- dag keppa svo badrnintonmenn frá klukkan 10, og úrslit hefjast klukkan 14.00. -SÖE umsjón: Samúei Örn Eriingsson Metaregn hjá sundsystkinunum Ragnari og Þórunni á danska meistaramótinu Valur og Sjóvá gera samning: 300 ÞÚS. KRÓNUR — til Vals fyrir auglýsingar - einnig samningur vid Adidas ■ Knattspyrnuféiagið Valur í Reykja- vík og Sjóvátryggingafélag íslands kunn- gjörðu í gær samning sem félögin hafa gert sín á milli, samning sem hljóðar upp á 300 þúsund króna framlag Sjóvá til Vals, og Valsmenn auglýsa nafn fyrir- tækisins á búningum sínunt í staðinn, í öllunt llokkum félagsins, nema kvenna- flokki, sem þegar er bundinn af samningi sem gerður var í fyrra við annað félag. Jafnframt kunngjörðu Valsmenn og Adidasumboðið á íslandi samning í gxr, þar sem kveðið er á um að allir flokkar Vals leiki í Adidasbúningunt. Einar Sveinsson framkvæmdastjóri Sjóvá kynnti samning Vals og Sjóvá á blaðamannafundi í gær. Sagði Einar, að markmiðið með samningnum væri að styðja við bakið á íþróttastarfi í landinu, um leið og nafn Sjóvá yrði kynnt. Auk þess að Sjóvá leggur fram 300 þúsund krónur til reksturs knattspyrnudeildar Vals, mun félagið tryggja alla leikmenn knattspyrnudeildar, og er það mjög hagstæður tryggingasamningur að sögn Grétars Haraldssonar formanns knatt- spyrnudeildarinnar. - Á fundinum kom fram, að þetta er í fyrsta sinn sem Sjóvá styrkir íþróttastarf í landinu á beinan hátt. Ólafur Schram hjá Adidasumboðinu kynnti að Valsmenn mundu leika í Adidasbúningum í sumar, allir flokkar félagsins munu nota Adidasvörur. Sagði Ólafur, að Valur væri áttunda fyrstu- deildarfélagið sem það gerði, einungis tvö fyrstudeildarfélög Ieika ekki í Adi- dasbúningum í sumar, Víkingur og Þróttur. -SÖE ■ Systkinin Ragnar og Þórunn Kristín Guðmundsbörn stóðu sig mjög vel á danska meistaramótinu í sundi sem haidið var um síðustu helgi í Danmörku. Ragnar varð þar annar í 400 metra skriðsundi á nýju glæsilegu íslandsmeti, og sctti að auki piltamet í 200 metra skrið- sundi. Þórunn Kristín setti nýtt íslandsmet í 800 metra skriðsundi kvenna á mótinu. Þau Ragnar og Þórunn Kristín eru börn Guð- mundar Harðarsonar fyrrum lands- liðsþjálfara í sundi, sem nú þjálfar danska sundiiðið Neptun, og danska unglingalandsliðið. Ragnar stóð sig frábærlega í 400 ^^1 Þórunn Kristín Guðmundsdóttir metra skriðsundinu. Hann varð þar annar, á eftir danska meistaranum, og synti vegalengdina á 4:07,76 mín sem er nýtt íslandsmet og piltamet. Sigurvegarinn í sundinu synti 4:07,17, svo Ragnar hefur greinilega veitt honum harða keppni. Varla þarf að taka fram. að keppni þessi var í fullorðinsflokki, og því sýnt að sú fullyröing, aö Ragnar sé a.m.k. þriðji besti í sínum aldursflokki í löngum skrið- sundum er nærri sanni. Að auki synti Ragnar 200 metra skriðsund á mótinu. vann þar ekki til verðlauna, en setti engu að síður nýtt íslenskt piltamet, synti á 2:0^,7 mín. Þórunn Kristín synti 800 metra á 9:40,17 mín. Þaðernýtt íslandsmet og stúlknamet. Þau Ragnar og Þórunn Kristín eru komin til íslands ásamt fjöl- skyldu sinni, og munu keppa á innanhússmeistaramóti íslands í sundi um helgina, reyndar hefst mótið í kvöld, Guðmundur Harð- arson er að kenna á þjálfaranám- skeiði hjá SSÍ þessa dagana, og er þar vel mætt. Námskeiðið hófst í fvrrakvöld. -SÖE ■ Tveir leikmenn ÍS, þeir Karl Ólafsson t.v. og Björn Leósson sjást hér í baráttu við einn leikmanna Fram, í leik liðanna í vetur. Stúdentar hafa nú tryggt sér veru í úrvalsdeildinni í körfuknattleik næsta vetur, með góðum sigri á Laugdælum, 76-63. Framarar verða hins vegar að vera í 1. deildinni enn um sinn, ásamt Laugdælum. Tímamynd Róbert. STÚDENTAR UPP í ÚRVALSDEIUNNA — eftir stórsigur á Laugdælum ■ íþróttafélag Stúdenta, ÍS, tryggði sér í gærkvöld rétt til að leika í úrvals- deildinni í körfuknattleik, á næsta keppnistímabili. IS sigraði Laugdæli í síðasta leik sínum í 1. deildinni, með 76 stigum gegn 63. í hálfleik var staðan 35-28 Stúdentum í vil. Mikill hraði einkenndi leik ÍS liðsins og þeir skoruðu mikið úr hraðaupp- hlaupum. Laugdælir réðu ekki við hrað- ann og því náðu Stúdentar undirtökun- um. í hálfleik hafði ÍS 7 stiga forskot, 35-28. ÍS hélt áfram á sömu braut í síðari hálfleiknum og jók forskot sitt stöðugt. 17 stiga munur var staðreynd þegar tvær mínútur voru til lciksloka, en Laugdæl- um tókst aðeins að laga muninn í lokin, 76-63 og mjög öruggur og sanngjarn sigur IS í höfn. Allir leikmenn ÍS liðsins börðust sem einn maöur í leiknum og eiga þeir hrós skilið fyrir það, einnig sýnir stigaskor einstakra leikmanna að mikil breidd er í liðinu, þó þeir Kristinn Jörundsson og Árni Guðmundsson skoruðu mest. Gaman verður að fylgjast tneð liðinu í úrvalsdeildinni næsta vetur. Stig ÍS: Kristinn Jörundsson 21, Árni Guðmundsson 21, Gunnar Jóakimsson 10, Ágúst Jóhannesson 8, Bjöm Leósson 6. Karl Ólafsson 6, Eiríkur Jóhannesson 2 og Guðmundur Jóhannsson 2. Stig Laugdæla skoruðu: Salómon Jónsson 20, Unnar Vilhjálmsson 13. Ellert Magnúss 11, Snæbjörn Sigurðsson 10, Lárus Jónsson 7 og Þorkell Þorkels- son 2. -BL. ■ Staðan í 1. deildinni í körfuknattleik eftir sigur ÍS á Laugdælum í gærkvöld: IS ....... Fram .... Laugdælir Þór Ak . . . Grindavik 20 15 19 12 19 12 18 12 18 8 Skallagrímur 18 1 5 1574-1379 30 7 1431-1243 24 7 1312-1279 24 6 1432-1431 18 10 1326-1T51 16 17 1103-1495 2 lan Ross þjálfari Valsmanna ásamt fjórum ungum Valsmönnum í nýju búningunum. - Sbr. frétt að ofan og á hlið. Tímamynd G.E. lan Ross, þjálfari Valsmanna kominn til landsins: ÆTIA AD HJálPA...” ■ „Ég er kominn hingað til að hjálpa öðrum til að spila betri knattspyrnu. Takist það, þá þarf ég ekki að reikna með því að spila sjálfur. Hins vegar er það alveg opinn möguleiki að ég spili, framtíðin ein sker úr um það“, sagði Ian Ross, hinn nýi þjálfari Valsmanna í knattspyrnu á fundi með blaðamönnum í gær. „Þegar mér fyrst var boðin þjálfarastaða á íslandi, leit ég á það sem tækifæri, og eftir því sem ég spurðist meira fyrir og ræddi við fieiri, sem vissu meira um Island og íslenska knatt- spyrnu, leist mér betur á það. En ég býst við að ef eitthvert annað félag en Valur hefði boðið mér stöðu, hefði ég að líkind- um ekki komið hingað,“ sagði Ross meðal annars. Ross erfyrrum leikmaður Liverpool og Aston Villa, og lék síðast með Peterborough í 2. deild 1981-1982. lan Ross mun þjálfa meistaraflokk Vals, og hefur verið ráðinn til tveggja ára. Hann mun einnig vera stór póstur í knattspyrnuskóla Vals, sem rekinn verð- ur í sumar. Hann hafði í gær, þegar fundurinn var, stjórnað tveimur æfing- um hjá Val, og leist vel á mannskapinn. „Valur er gróið félag, félag sem ekki hefur gengið eins vel undanfarin ár, eins og búist hefur verið við af því. Þess vegna meðal annars er ég kominn. Ég hef gert samning við Val um að vera hér í tvö ár, við höfum tekist í hcndur, og það er nóg fyrir mig. Hvað ég verð hér lengi er óákveðið, ég vcrð hér þessi tvö ár ef þeir eru ánægðir með mig, og get þess vegna verið hér næstu 20 ár, ef mér líkar vel og vel gengur. - Mig langar að þakka Islendingum, Valsmönnum og öðrum fyrir það hve fljótt mér fór að líða. eins og heima hjá mér. Móttökurnar hafa verið frábærar, og mér líst vel á þetta. - Dálítið kalt, en gott samt",sagði þessi viðfelldni þjálfari. -SÖE Frost sigraði á All England ■ Morten Frost frá Danmörku náði aftur titlinum sem hann tapaði á síðasta ári á Wembley i Lundúnum, er hann sigraöi á All-England keppninni uin helgina. Frost sigraði annan l'yrrum All-England meistara í úrslitum, Liem Swie King frá Indónesíu 9-15, 15-10 og 15-10. Þetta var sjöunda tap King í sjii úrslitaleikjum. í kvennallokki sigraði heimsmeistar- inn Li Ling Wei frá Kína. Hún sigraði nxstbestu badmintonkonu Kína, Len Ai Ping, í úrslitum 15-5 og 15-8. -SÖE 8 liða úrslrt í kvennaflokki í handknattleik um helgina ■ Um helgina verður keppt i 8 liða úrslitum bikarkcppni kvenna í hand- knattleik. Þrír leikir verða í kvöld og einn á laugardag. í Laugardalshöll leika í kvöld klukkan 19 FH og Víkingur, klukkan 20.15 ÍR og KR og klukkan 21.30 Þróttur og Fram. Á laugardag keppa svo Haukar og Valur í Hal'nar- firði, og hefst leikurinn klukkan 16.30, að loknum leikjum í úrslitakcppni neðri hlutu 1. deildar. -SÖE Síðkvöldsleikur Vals og Hauka ■ Viðureign Vals og Huuka í fjögurra liöa úrslitum bikarkeppninnar i körfu- knattleik i karlafiokki verður i íþrótta- húsi Seljaskólu á sunnudagskvöld klukkan 21.00. Astæðan fyrir þessari tímasetningu inun vcra að íslandsmót í unglingaflokkum er á undun, og gctur leikurinn þvi ekki hafist fyrr. Áreiðanlega verður hart harist í leiknum, Valsmenn, nýbúnir að tapa Íslandsmeistaratitlinum í hendur Njarð- víkingá í spcnnandi úrslitaleikjum.mæta hinu unga liði Haukanna, sem hefur staðið sig svo vel í veíur. Liðið er byggt upp af ungum lcikmönnum, og nieðal annars urðu 5 fastamenn í liðinu íslands- nteistarar í 2. flokki nýlega. Þeireiga aö ieika til úrslita í bikarkeppni 2. flokks gegn Njarðvík á mánúdag. - En gaman vcrður að sjá hvort Haukuin tekst að icggja Valsmcnn að vclli, þaö hefur þeint tckist þokkalega við í vetur. -SÖE Aberdeení undanúrslit ■ Abcrdeen er komið í undaniirslit skosku bikarkeppninnar. Liðið sigraði í fyrrakvöld Dundee Utd, Skotlands- meistarana 1-0. Markið skoraöi Mark McGee. -SÖE Newcastle vann ■ Newcastle vann Leeds 1-0 í 2. deild- arkeppninni í ensku knattspyrnunni í fyrrakvöld. Þar náði liðið í þrjú dýrmæt stig í toppbaráttuna. -SÖE Enskir unnu aftur ■ Enska unglingalandsliöið, 21 árs og yngri sigraöi Frakka aftur í síðari leik liðanna í fyrrakvöld. Úrslitin urðu 1-0. Mark Hateley leikmaður Portsmouth skoraði markið úr víti. England er þar með komið í undanúrslil EM landsliða 21 árs og yngri. _SÖE HK ekki stöðvað ■ HK varð ekki stöövað í úrslitakeppni neðri hluta 2. deildar í handknattleik í fyrrakvöld. Liðið sigraði þá Reyni Sand- gerði 23-22 í hörkuleik. Fylkir vann mikilvægan sigur á ÍR, 19-15 og bætti stöðu sína vcrulcga. Staðan eftir þessa leiki var sú, að HK hafði 23 stig, Fylkir 16, ÍR 12 og Reynir 9. -SÖE

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.