Tíminn - 30.03.1984, Page 20

Tíminn - 30.03.1984, Page 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvegt 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til nlðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR & ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 T* i abriel HÖGGDEYFAR t/QJvarahlutir .“,7’ Ritstjórn 86300 - Auglýsingar 18300 - Afgreiðsla og óskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86306 Föstudagur 30. mars 1984 Sparimerki unga fólksins valda Byggingarsjóöi vandræðum: ÚTBORGANIR 78 MIUJÓNUM MEIRIEN NAM INNLEGGI! — á fyrstu þremur mánuðum yfirstandandi árs ■ Fyrstu 3 mánuði þessa árs er áætlað að Byggingarsjóður ríkisins verði að greiða út 78 milljónum króna meira af skyldusparnaðarfé ungmenna heldur en komið hafa inn í sjóðinn á sama tíma. Einn af ráðamönnum í húsnæðiskerf- inu orðaði það svo nú í vikunni, að nánast allt það fé sem reynt hafi verið að útvega í sjóðinn til að flýta lánafyrir- greiðslu hafí jafn harðan horfið í útborgun sparimerkja. ' „Það er rétt að skyldusparn- aðurinn hefur verið talsvert vandamál nú síðustu mán- uðina, þ.e. verið í töluverð- um mínus. Hitt er annað mál að sú gleðilega breyting virðist vera að eiga sér stað að minna fer nú út en áður, þannig að þetta stefnir í rétta átt“, sagði Sigurður Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Húsnæðis- stofnunar ríkisins. í janúar s.l. sagði Sigurður úttekið skyldusparnaðarfé hafa ver- ið 44 millj. kr. umfram það sem inn kom í febrúar 28 millj. og í mars taldi hann stefna í 6 millj. króna mínus. „En svo er líka sumarið framundan sem við vonum að geri meira en að jafna þetta“, sagði Sigurð- ur. Hann var spurður hvort eitthvað hafi verið rætt um breytingar á útborgunum skyldusparnaðarins. „Þessi neikvæða þróun hefur leitt til þess að þetta hefur vita- skuld verið rætt“ sagði Sig- urður. Meðal annars sagði hann nú í undirbúningi að Húsnæðisstofnun gefi út ný eyðublöð fyrir vottorð sem send verði öllum skóla- stjórum. „Útgáfa þessara nýju vottorða eru viðleitni í þá átt að tryggja að eftirleiðis verði sparnaðarfé skóla- nema ekki greitt út nema að vottorðin séu gefin út á okkar eigin eyðublöðum og fullvíst sé að viðkomandi sé við nám og enginn annar en réttur aðili undirriti vottorð- ið því til staðfestingar", sagði Sigurður. Spurður sagði hann því miður talið efalaust að einhver brögð hafi verið að því að ungling- ar hafi komið með vottorð sem ekki hafi t.d. verið undirritað af réttum aðilum. Sigurður sagði koma til greina að gefa einnig út svipuð vottorð í öðrum undanþágutilvikum. Sigurður sagði einnig í athugun hvort einhverjir fletir séu á að breyta úttekt- arreglunum þannig að ekki verði alveg eins auðvelt að fara á bak við þær, eins og e.t.v. hafi verið gert í sumum tilvikum og t.d. fyrirbærið „sparimerkjagift- | ingar“ bendi til. -HEI Skákþing íslands: KEPPNIí LANDSLIÐS- FLOKKIER FRESTAÐ TIL HAUSTS ■ Engin keppni verður í landsliðsflokki á Skákþingi íslands, sem hefst 10. apríl, keppninni í þeim flokki verður frestað fram í september. Ástæðan er ekki skákþreyta meistaranna sem setið hafa að tafli nær sleitulaust síðan í janúar, heldur sú að þeir stefna á þátttöku á mótum erlendis, sem þeir vilja ekki fyrir nokk- urn mun missa af. Jóni L. Árnasyni hefur veriö boðið á gríðarsterkt mót í Noregi þar sem heimsmeistarinn, Karpov, verður mcðal keppenda og nokkrir sterkir íslenskir skák- menn hyggjast taka þátt í stórmóti í New York á svipuð- um tíma. -JGK VÍSA-ÍSLAND gengur hart fram í innheimtunni: Sendir rukkun upp á tvo aura — meðan minnsta mynteining hérlendis eru fimm aurar ■ „Mér finnst þetta nú fyndið fyrst og fremst. Rukkunin hljóð- ar upp á tvo aura, en frímerkið á umslaginu kostar 6,50 og um- slagið sjálft og bréfsefnið sitt. Pannig er það sem verið er að rukka aðeins örfá prómill af kostnaðinum við rukkunina fyrir utan það náttúrlega að minnsta íslenska myntin er fimm aurar,“ sagði handhafi greiðslukorts frá Visa-ísland, sem nýlega fékk inn VISA ISLAND 0101 LANDSS ANK.I ISLANDS AöALSANKI 2608-SA8V wmrnnnmmm 109 RcVKJAVIK VINSAMLEGA GANGIÐ FRÁ SKULD YÐAR STRAX um dyralúguna hjá sér ítrekun, þar sem hann er minntur á „að samkvæmt stöðulista eigið þér enn ógreiddar kr. 0,02 fyrir notk- un á greiðslukorti yðar.“ Handhafi greiðslukortsins sagðist fyrst hafa fengið gíróseðil þar sem honum var gert að greiða 10.430.92. Hann kvaðst samdægurs hafa skrifað ávísun upp á 10.430.90 og borgað í næsta banka. „Ég stóð í þeirri meiningu, og stend enn, að 2 aurar séu ekki til í íslenskri mynt. Þess vegna hafi mér borið að láta ávísunina sfanda á annað- hvort fimm aurum eða heilum tug og annað hvort hækka upp eða lækka eftir því sem við átti. En tölvurnar hjá Visa-ísland eru greinilega á öðru máli.“ sagði korthafinn. -Sjó. SENDINGARDAGUR 16.03.84 KORTNR. 4548/9000-0000-3878 ÍTREKUN INNLEND uttekt 0101-87 SAMKVAMT STOÐULISTA PR. 16.03.84 EIGID PER ENN DGREIDDAR _____________Qi.Q4. FYRIR NOTKUN A GREIOSLUKQRTI YDAR VIRÐINGARFYLLST ‘V, X , . . ■ Ja, hvor þeirra skyldi eiga réttinn, eða hvaða reglur gilda um flugvélar á jörðu niðri? Tímamynd: Árni Sæberg Þórshöfn: Annað raðsmíðaskipið keypt á 100 milljónir „Skipið verður ekki afhent fyrr en í desember og þá verður yfirstandandi kvótatímabil um það bil að renna út. Þess vegna búumst við ekki við öðru en að fá að gera skipið út,“ sagði Jóhann Jónsson, framkvæmda- stjóri Hraðfrystihússins á Þórshöfn, en fyrirtækið hefur ásamt Kaupfélagi Norður-Þiug- eyinga og sveitarfélögum á Langanesi, gert samning um kaup á öðru raðsmíðaskipinu, sem nú er í smíðum hjá Slipp- stöðinni á Akureyri. Skipið er 280 tonn að stærð og mögulegt er að gera það út á margs konar veiðiskap, botn- vörpu, línu og net til dæmis. Jóhann sagði að það yrði búið fullkomnum frystivélum og þess vegna renndu menn hýru auga til djúprækjuveiða á þeim tíma sem nægur fiskur bærist í frystihúsið frá öðrum skipum. „Við urðum áþreifanlega varir við það í vetur þegar togarinn okkar bilaði og þurfti til viðgerð- ar í Noregi að eitt skip dugir okkur ekki til að reka þá fjárfest- ingu sem frystihúsið hér á Þórs- höfn er. Bátaaflinn einn dugir okkur engan veginn og þess vegna erum við tilneyddir að fá nýtt skip,“ sagði Jóhann. Hann kvaðst ekki. sérstaklega svart- sýnn á að útgerö nýja skipsins bæri sig. Fjölhæfni þess gæfi marga möguleika. Kaupverð skipsins er rúmar 100 milljónir króna. -Sjó. dropar Næstum öll gjald- þrot á Suðvestur- horninu ■ Niðurstuður könnunur á gjaldþrotum fyrirtækja og ein- staklinga undanfarin þrjú ár sem birtar eru í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar leiða i Ijós að miklu ntáli virðist skipta hvar fyrirtæki eru rekin á landinu. 75-85% allra gjald- þrota hlutafélaga á landinu hafa verið skráð í Rcykjavík. Samkvæmt könnuninni heyrir það til undantekninga ef ein- staklingur er úrskurðaður gjaldþrota utan Reykjavíkur og Rcykjaneskjördæmis, og í þeim fáu tilvikum sem það hefur átt sér stað hefur oftast tekist að semja þannig að þrotamanni hefur verið afhent búið aftur til frjálsra afnota. Þannig að í reynd séu 94-98% allra gjaldþrota cinstaklinga á landinu í Reykjavík og á Reykjanesi. „Hver er ástæðan fyrir þess- ari háu tíðni gjaldþrota á Suð- vesturhominu?“, spyr Frjáls verslun. „Hvernig stendur á því að hlutafélög og cinstakl- ingar virðast lausir við þann ókost að eiga á hættu gjaldþrot, - nógur hefur bar- lómurinn verið þar engu síður en hér syðra? í fljótu bragði er ekki aðra skýringu á þessu að fá en þá að citthvað í pólitíska kerfinu haldi verndarhendi yfir atvinnurekstri úti á lands- byggðinni, ef til vill í krafti byggðastefnunnar. “ 2.7% þjóðarinnar í skíðalyftum ■ En það eru fleiri athygl- isverðar tölur sem fram koma í Frjálsri verslun að þessu sinni. M.a. er fjallað um skíðabylgj- una, en nú þykir enginn maður á meðal manna nema stunda þetta sport að einhverju leyti. Er sagt frá aðstöðunni í Blá- fjöllum og þeirri staðreynd að þegar allar skíðalyftur á svæð- inu eru í notkun, geta þær flutt 6500 manns á hverri klukku- stund. Mun þetta jafngilda því að lyfturnar nái að flytja 2.7% þjóðarinnar á hverri klukku- stund. Krummi . . . ...er að velta því fyrir sér hvað hann geti gert af sér, eftir að saksóknari upplýsti það að menn yrðu betri menn á eftir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.