Tíminn - 17.04.1984, Qupperneq 1
íslenska sundfólkið á Kalott
ATTAISLANDSMET!
■ íslendingar höfnuðu i þriðja sæti í
Kallot keppninni í sundi, sem haldin
var í Alvebyn í Norður-Svíþjóð um
helgina. Islenska sundfólkið náði góð-
um árangri á mótinu, setti meðal
annars átta Islandsmet í keppninni.
Ragnheiður Runólfsdóttir setti nýtt
Islandsmet í 200m baksundi, synti á
2:31,07. Gamla metið átti hún sjálf,
setti það fyrir hálfum mánuði. Ragn-
heiður varð fjórða í mark í þessu
sundi. Þá setti Ragnheiður einnig ís-
landsmet í 100 m baksundi, synti á
1:07,17 og varð í fjórða sæti. Hún átti
sjálf fyrra metið.
Ingi Þór Jónsson sigraði í 100 m
flugsundi á nýju íslands-og Kallott-
meti. 58,95. ísland vann tvöfalt í
þessari grein því Tryggvi Helgason
varð annar á 59,57.
Guðrún Fema Ágústsdóttir setti ís-
landsmet í 200 m bringusundi er hún
synti á 2:41,01 og varð í öðru sæti.
Guðrún átti sjálf eldra metið, sem hún
setti fyrir skömmu.
Tryggvi Helgason sigraði í 100 m
bringusundi, synti á 1:06,79. Hann
setti íslandsmet og Kalottmet í 50 m
bringusundi í sundinu, þegar hann
fékk millitímann 31.07. Hann átti
sjálfur gamla metið.
Sveit íslands 'varð í fjórða sæti í
4xl00m fjórsundi kvenna á nýju ís-
landsmeti, 4:37,64. Karlasveitin í
4x200 m skriðsundi setti íslandsmet,
synti á 8:08,93 og hafnaði í þriðja sæti.
íslenska karlasveitin í 4x1 OOm fjór-
■ sundi sigraði á nýju Islandsmeti og
Kalott meti, 4:02,31 og kvennasveitin í
4x100 m skriðsundi setti íslandsmet,
4:07,69 en hafnaði í fjórða sæti þrátt
fyrir metið.
Ingi Þór Jónsson sigraði í 200m
flugsundi, fékk tímann 2:09,99 og
Tryggvi Helgason varð fjórði í sama
sundi, synti á 2:13,30.
í lOOm skriðsundi kvenna varð
Bryndís Ólafsdóttir í fimmta sæti á
1:00,40.
Ragnar Guðmundsson varð þriðji í
400m skriðsundi karla á 4:12,91.
í 200m fjórsundi karla varð Ingi Þór
Jónsson fimmti á 2:15,01.
Ragnar Guðmundsson varð þriðji í
800 m skriðsundi. synti á 8:38,53.
Islenskur sigur vannst í 200m bringu-
sundi karla. Tryggvi Helgason varð
fyrstur í mark á 2:27,81.
Ingi Þór Jónsson varð annar í lOOm
skriðsundi karla.fékk tímann 53,83.
í lOOm bringusundi kvenna varð
Guðrún Fema Ágústsdóttir í öðru sæti.
synti á 1:15,42 og Ragnheiður Runólfs-
dóttir varð þriðja á 1:16,36.
Eðvarð Þ. Eðvarðsson varð annar í
200m baksundi, synti á 2:12,20 og
Ragnar Guðmundsson varð fimmti á
2:23,04.
I 200 m fjórsundi kvenna varð
Ragnheiður Runólfsdóttir í fjórða sæti
á 2:29,84 og Guðrún Fema Ágústsdótt-
ir varð fimmta, fékk tímann 2:31,41.
-BL
■ Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskip afhendir Ellert B. Schram, formanni
KSÍ Eimskipsstyrkinn, Tímamynd Róbert
EIMSKIP STYRMR KSI
— styrkurinn sérstaklega ætlaður þeim yngstu
um sínum, og kynna starfsemi félagsins I ættu samlcið, enda ættu bæði að sínu
með sama hætti og gert var á síðasta mati mikla og góða framtíð fyrir sér.
ári, en þá gerðu Eimskip og KSÍ slíkan I -SOE
samning í fyrsta sinn.
■ Eimskipafélag íslands og Knatt-
spyrnusamband Islands tilkynntu á
blaðamannafundi á föstudag að Eim-
skipafélagið mundi styrkja KSÍ að
nýju árið 1984. Hörður Sigurgestsson
forstjóri Eimskip afbenti Ellert B.
Schram ávísun upp á 500 þósund
krónur sem „framlag til starfsemi
Knattspyrnusambands íslands í því
skyni að efla starfsemi þess á komandi
starfsári". Knattspymusambandið mun
á móti auglýsa fyrir Eimskip á búning-
LARUS SK0RAÐISIGURMARKIÐ
gegn félögum Arnórs — Sævar skoraði
■ Lárus Guðmundsson skoraði enn
fyrir lið sitt, Waterschei, þegar þeir
mættu Anderlecht, liði Arnórs
Guðjohnsen. Það var 10 mínútum fyrir
leikslok að Lárus skoraði með föstu
skoti eftir hornspyrnu. Arnór Guð-
johnsen lék ekki með Anderlecht vegna
meiðsla og leikur jafnvel ekki meira
með á þessu keppnistímabili, þar sem
meiðslin sem hann hlaut í lands-
leiknum hér heima í haust, eru enn að
hrjá hann.
CS Brugge lið Sævars Jónssonar
sigraði Courtrai 3-1 og skoraði Sævar
eitt marka liðs síns, eftir einleik að
marki Courtrai.
Þar sem Beveren tapaði fyrir Molen-
beek 0-2, missti Anderlecht af gullnu
ESSEN MEISTARI?
Frá Guömundi Karlssyni
íþróttafréttamanni Timans
i V-Þýskalandi
■ Tusem Essen, lið Alfreðs Gíslason-
ar lagði Göppingen að velli 21-14 á
útivelli. góður sigur hjá Essen gegn
erfiðum mótherja. Klempel lék að vísu
ekki með Göppingen, cr í leikbanni
vegna launagreiðslna.
Alfreð Ciíslason átti þokkalegan leik,
skoraði 3 mörk/ I víti. Essen hafði yfir
9-6 í hálfleik, Göppingen jafnaði 11-11,
en þá kom frábær kafli hjá Essen ög 8
mörk í röð, 19-11.
Essen á mjög góða möguleika á
Þýskalandsmeistaratitlinum. Liðið hef-
ur jafnntörg stig og Grosswallstadt. en
mun betri markatölu. Liðið á eftir að
leika við Dankersen heima, og Schwab-
ing úti. Grosswallstadt á eftir að leika
við Húttenberg úti, og Gummersbach
heima.
Lemgo, lið Sigurðar Sveinssonar tap-
aði fyrir neðsta liðinu.Ciúnsburg24-26.
Sigurður skoraði 6 mörk, 4 víti, og átti
þokkalegan leik.
Kiel. lið Jóhanns Inga Gunnarssonar
þjálfara tapaði naumt 18-19 úti fyrir
Hofweier, í mjög spennandi leik.
Þriðja sætið er nú lalsvert í burtu fyrir
Kiel.
Önnur úrslil:
Grosswallstadt-Schwabing . . . 22-16
Dankersen-Gummersbach . . . 15-14
Húttenberg-Bergkamen .... 22-18
Fuchse Berlin-Nömberg .... 24-23
-GKA/SÖE
tækifæri til að komast í efsta sætið í
deildinni.
Önnur úrslit.
Lokeren-Seraing................. 2-0
Waregem-FC Brugge............... 1-1
Molenbeek-Beveren............... 2-0
Standard-Beringen............... 2-0
Antwerpen-Mechelen.............. 1-1
FC Liege-Beerschot.............. 1-1
Staðan í Belgíu er nú sú að Bcveren
heldur efsta sætinu, hefur 43 stig,
Anderlecht er með 41, FC Brugge er
með 38 í þriðja sætinu og Standard
Liege er í fjórða sæti með 36 stig.
-SÖE/BL
Forráðamenn Eimskip óskuðu
þess, uin letð og styrkurinn var afhent-
ur, að honum yrði sérstaklega varið til
verkefna sem tcngjast starfsemi yngri
flokka í knattspyrnu. Bauðst félagið til
að gefa bikar til verðlauna í 6. flokks-
mót drengja, og annan bikar til lands-
móts fyrir telpur, sem einnig yrði efnt
til.
Ellert B. Schram formaður KSÍ
þakkaði Eimskip stuðninginn, ogsagði
að þetta myndarlega framlag Eimskip
til KSÍ myndi svo sannarlega koma scr
vcl. Sagði hann að vel færi á að
Eimskip og Knattspyrnusambandið
I
Landsliðið í körfuknattleik
(Endanlegt
I lið valið
Fram-ÍR
- í úrslitum kvennabikarsins
■ Eram og ÍR keppa til úrslita í
bikarkeppni kvenna í handknattleik.
Undanúrslitaleikirnir fóru fram um
helgina. Fram vann FH í hörkuleik í
Hafnarfirði 19-18, og ÍR vann Val
27-16 í Seljaskóla.
-SÖE
I
I ■ A sunnudag var valinn sá 10 |
* manna hópur sem fer utan og tekur :
| þátt í C-riöli Evrópukeppninnar i | <
_ körfuknattleik. Þeireru cftirtaldir: a
I Pálmar Sigurðsson Haukum I
IJón Sigurðsson KR I
Torfi Magnússon Vál
I Sturla Örlygsson UMFN j
■ Kristján Ágústsson Val .
| Garðar Jóhannsson KR
I Jón Steingrímsson Val i
I Flosi Sigurðsson University of I
IW'ashington I
Jón Kr. Gíslason ÍBK *
| Valur Ingimundarson UMFN I
I Þjálfari liðsins er Hilmar Hafsteins-1
son, en aðstoðarmaður og farar-1
stjóri er Sigurður Hjiirleifsson. ■
I Athygli vekur að Laugarvatns-1
Ibræður, þeir Hreinn og Gylfi Þor-1
kclssynir fá ekki náð fyrir augunt ■
■ landsliðsþjálfarans, en þeir hafa I
■ verið aöalmáttarstólpar ÍR-liðsins!
| t vctur. En vafalaust hefur hann |
^sínar ástæður fyrir þvi. -Blj
■ ■
BREIÐABLIK TAPAÐI0LLUM!
■ Um helgina fór fram í íþróttahúsi
Seljaskóla lokaumferðin í úrslita-
keppni 2. deildar í handknattleik.
Breiðablik, sem um síðustu helgi
tryggði sér sæti í 1. deild að ári, tapaði
öllum leikjum sínum og kemur það á
óvart, eftir góðan árangur að undan-
förnu. Framarar, Þórarar frá Vest-
mannaeyjum og Grótta vann tvo leiki
hvert.
Urslitin um helgina urðu annars
þessi:
UBK - Grótta 31-32
Naumur Gróttu-sigur á móti Kópavogs-
búunum, sem leika í 1. deild aö ári. (
hálfleik var staðan 16-14 Breiðablik í vil.
Kristján Gunnarsson í Breiðablik ogSverr-
ir Svcrrisson í Gróttu voru markahæstir
hvor í sínu liði með 12 mörk.
Fram - Þór 18-23
Eyjamenn höföu sigur gegn Framurum
eftir að staðan í hálfleik var jöfn 9-9. Gylfi
Birgisson var markahæstur Eyjamanna
með 11 mörk, en þeir Hermann Björnsson
og Tryggvi Tryggvason skoruðu 4 mörk j
hvor fyrir Fram.
Grótta-Þór 25-24
Seltyrningarnir mörðu sigur gegn topp-
liði Þórs. I hálfleik voru Eyjamenn yfir
15-13. Sverrir Sverrisson skoraði mest fyrir
Gróttu eða 111 mörk, en Gylfi Birgisson
skoraði 9 mörk fyrir Þór.
Fram -UBK 34-29
Aftur tap hjá Breiðabliksmönnunt gegn
Fram. í hálfleik voru Framarar yfir 15-11.
Dagur Jónasson var markahæstur Framara
með 10 mörk, en Kristján Halldórsson
skoraði ntest Breiðabliksmanna eða 8
66 MÖRK í EINUM LEIK
— í leik Þróttar og Hauka í neðri hluta 1. deildar
Reynivík upp
■ Lið Reynivíkur bar sigur úr bítum
í úrslitakeppni 2. deildar karla í blaki
sem háð var á Akureyri um helgina.
Reynivík vann KA í úrslitaleik, 3-2.
Nánar verður sagt frá keoDninni í
blaðinu á morgun. -gk/BL
Sigurður og
Lillý unnu
■ Sigurður P. Sigmundsson varð sig-
urvegari í karlaflokki í víðavangshlaupi
íslands, sem háð var um helgina. Lillý
Viðarsdóttir ÚÍA sigraði í kvenna-
flokki. Nánar verður greint frá hlaup-
inu í blaðinu í morgun.
-SÖE/BL
Urslitakeppnin ■ 1. deild í handknatt-
leik.neðri hiuti
■ Um helgina lauk í Laugardalshöll úrsl-
itakeppninni í neðri hluta 1. deildar. Á
föstudagskvöld vann Þróttur KR-inga 33-
30, og KA-menn lögðu Hauka að velli
28-24. Önnur úrslit urðu sem hér segir.
Þróttur-KA 23-20
Þróttarar voru yftr í hálfleik 10-9. Kon-
ráð Jónsson skoraði 4 mörk fyrir Þrótt, en
Pétur Bjarnason 5 mörk fyrir KA.
KR-Haukar 39-31
Sjötfu mörk skoruð í leiknum og er það
makalaust markaskor í úrslitakcppni. (
hálfleik var staðan 19-14 KR-ingum í vil.
Jakob Sigurðsson skoraði 9 mörk fyrir KR,
en hjá Haukum skoraði Lárus Karl Ingason
mesl eða 7 mörk.
Þróttur-Haukar 33-33
Stílhrein úrslit og liðin skiptu stigunum
bróðurlega á milli sín. Staðan í hálfleik var
17-14 Þrótti í vil. Lárus Lárusson skoraði 8
mörk, en Sigurjón Sigurðsson skoraði 10
mörk fyrir Hauka,
KR-KA 29-23
í hálfleik voru KR-ingar tveimur
mörkum yfir 13-11. Jakob Sigurðsson skor-
aði mest fyrir KR cða 10 mörk, en Jón
Kristjánsson skoraði 7 mörk fyrir KA.
Lokastaðan varð þessi:
Þróttur....... 26 14 5 7 615-606 33
KR............. 26 13 4 9 577-505 30
Haukar........ 26 6 2 18 559-640 14
KA............. 26 1 3 22 498-608 5
-BL
mörk.
UBK-Þór 26-34
Með þessum ósigri Brciðabliks, þá náðu ;
þcir að tapa öllum leikjum sínum í þessari i
síðustu umfcrð úrlsitakcppninnar. Ekki |<
gott veganesti fyrir átökin í 1. deildinni;
næsta vctur. Staðan í hálfleik var 16-11,1
Þórurum í vil. Elías Bjarnheöinsson var'
markahæstur Eyjamanna með 8 mörk og;
Brynjar Björnsson skorað einnig 8 mörk
fyrir UBK
Fram-Grótta 28-27
Framarar mörðu eins marks sigur íl
þessum leik eftir að Grótta var yfir í
hálfleik 17-12. Elringur Davíðsson skoraði
mes! Framara eða 10 mörk og Svavar
Magnússon skoraði 11 mörk fyrir Gróttu.
Lokastaðan í 2. deild:
Þór.......... 26 22 0 4 629-518 44
Breiðablik .. 26 17 0 8 604-566 34
Grótta ...... 26 14 1 11 591-560 29
Fram ........ 26 12 1 11 577-588 25
- BL